Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 16
16_______________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989_ Við afgreiðslu fjárlaga eftirEggert Haukdal Það lá ósköp mikið á í haust að mynda núv. ríkisstjóm, svo mikið, að útkoman varð að búin var til stjóm sem vissulega gat varist van- trausti, ef allir skiluðu sér, en hefði ekki styrk til þess að koma fram mikilvægum málum sínum, án þess að treysta á aðstoð stjómarand- stæðinga. Þannig ýtti stjómin úr vör með rifín segl. Öllum var ljóst að aðgerða var þörf og bjuggust menn við að skjótlega yrði gripið til raunhæfra aðgerða til að rétta af taprekstur höfuðatvinnuveganna og litið yrði til erfíðleika fólksins í landinu. En lítt bólar á slíkum að- gerðum enn. Þótt ríkisstjómina hafi fram að þessu ekki endanlega rekið í strand hefur hún steytt á skeijum, en dælur virðast ennþá hafa undan lekanum, hvað sem síðar verður. En horfur eru þó á að fleiri mönnum verði senn á að skipa til að ausa eins og að nokkm hefiir komið í ljós. Hækkanir ríkisstjórnarinnar í verðstöðvun Undanfama mánuði hefur verið í gildi verðstöðvun og kaupstöðvun og skv. þessum handaflsaðgerðum hafa vextir lækkað svo að um mun- ar og opinber verðbólga er nú lítil. En þeir sem verst hefur gengið að halda verðstöðvunina, er sjálf bless- uð ríkisstjómin. Endalausar hækk- anir hafa dunið yfir frá henni að undanförnu, svo sem hækkun tekju- skatts og eignarskatts, vömgjalds, hækkun skatts á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, hækkun bensín- gjalds o.fl. sem að flárhæð er sam- tals alls á 8. milljarð kr. og nú síðast gengisfelling en af henni mun leiða hækkun vömverðs, hækkun lánskjaravísitölu og verðbólgan mun fara á fulia ferð þótt kaupið sé fast. Og ríkisstjórninni munar ekkert um það í miðri verðstöðvun að skella ríkissjóðshallanum á heim- ilin í landinu á einu ári. Er þetta í samræmi við jafnrétti og félags- hyggju sem núverandi ríkisstjóm kennir sig við og kyrjar á hátíðleg- um stundum. Nýjast er að til stend- ur að hækka áfengi í verðstöðvun- inni. Hætt er við að hið nýja verð á „guðaveigunum" verði ekkert nálægt handhafakjömm frekar en verið hefur. Vantar réttar upplýsingar þrátt fyrir alla sérfræðingana Það hefur verið mér sem öðmm þingmönnum og þjóðinni allri und- mnarefni og sannarlega valdið erf- iðleikum að vinna að framfaramál- um hversu laus tök ríkisstjórnin og sérfræðingalið fjármálaráðuneytis- ins hafa haft, ekki aðeins á fjárlaga- afgreiðslunni sjálfri, heldur á stöðu ríkiskassans á hveijum tíma. Sbr. ágreining fyrrv. fjármálaráðherra í sumar við ýmsar ríkisstofnanir um hve gatið væri stórt í ágúst. Þar var hin nýja og dýra hagdeild hans sjálfs með 693 millj. þegar aðrar stofnanir vom t.d. Ríkisendurskoð- un með 2V2 millj. og Þjóðhagsstofn- un með 1.500—2.000 millj. Hveijum átti að trúa? Engum bar saman og það kom auðvitað í ljós að allir höfðu á röngu að standa. Og þegar núv. flármálaráðherra gekk til jóla- halds hafði þessi halli í nokkmm áföngum vaxið upp í 6,5 milljarða kr. Eggert Haukdal Ólafur Ragnar lætur greipar sópa Við höfum nú undanfarið horft á þennan sama fjármálaráðherra hvernig hann lætur greipar sópa um aflafé almennings til þess að stoppa í þetta gat, en útflutningsat- vinnuvegimir í landinu halda áfram taprekstri sínum þótt viðurkenna beri tilraunir til að veita fjármunum til útflutningsfyrirtækja til að halda þeim gangandi. Slíkt er þó aðeins gálgafrestur meðan gmndvöllinn vantar. Fjármunir þeirra brenna upp í áframhaldandi taprekstri. Væri ekki ráð að ríkisstjórnin og þetta mikla sérfræðingalið færi að einbeita sér að ríkisrekstrinum sjálfum, í stað þess að sækja sífellt meira með aukinni skattpíningu, að fara að leita leiða til að vinda ofan af eyðslunni, ekki síst í ráðu- neytunum sjálfum. Stöðugt er al- menningi og þingi birtar upplýsing- ar um óráðsíu og sóun. Víða í ríkis- kerfinu er ekki sjáanlegur neinn árangur til ráðdeildar og spamað- ar. Hinar gífurlegu kollsteypur í tekjuöflun ríkisins og misrétti í skattheimtu gera það að verkum að æ erfiðara er fyrir fólk að fóta sig í þessu þjóðfélagi hvort sem um er að ræða venjulegan heimilis- rekstur eða fyrirtæki. Þessi fjárlög virðast þannig úr garði gerð að ríkisstjómin virðist ætla í skjóli valds síns að fá hreint borð hjá sér á kostnað fólksins í landinu. Sjáanlegar tilraunir til þess Alþjóðasamtök húmanista stofiiuð; Pétur Guð- jónsson er einnafvara- formönnum Alþjóðasamtök húmanista voru stofiiuð í Flórens á Ítalíu 7. janúar síðastliðinn. Aðild að samtökunum eiga húmanistaflokkar viða um heim og sóttu um 9.400 fulltrúar fi-á 46 löndum stofiifundinn. Þar á meðal voru 75 fulltrúar frá Flokki mannsins. Formaður flokksins, Pétur Guðjónsson, var kjörinn einn af sex varaforsetum samtakanna. í fréttatilkynningu frá Flokki mannsins segir að til stofnfundarins hafi verið boðið fulltrúum ýmissa þjóða, stjómmálaflokka og sam- taka. „Sérstakur gestur fundarins var sendiherra Zambíu á Ítalíu og talaði hann fyrir hönd Kenneth Kaunda, forseta Zambíu. Kom fram í ræðu hans að forsetinn aðhylltist hugmyndafræði húmanista og vill gera Zambíu að húmanísku þjóð- félagi," segir í tilkynningunni. Formaður alþjóðasamtakanna er Alfonso Argiolas, forínaður Partito Umanista á Ítalíu. Auk Péturs Guð- jónssonar eru varaforsetar frá Arg- entínu, Spáni, Frakklandi og Eng- landi auk Lönu Rodriguez frá Chile, sem hyggst bjóða sig fram til for- seta þar í landi síðar á árinu, að því er segir í tilkynningu frá Flokki mannsins. ÞORRAMATUR. Stórgott úrval af gómsætum þorramat í öllum verslunum okkar. HAGKAUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.