Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 41 Réttir úr ýsu og heilagfíski Þessar þijár fiskuppskriftir eru œtlaðar til að gera fiskinn enn gimilegri og Qölbreyttari. Þær eru samt fljótlag-aðar, sem er að sjálfsögðu mikill kostur. Uppskriftirnar eru ætlaðar fyrir Qóra, en enginn vandi að stækka þær ef með þarf. + Ýsa í hátíðarbúningi 500 g ýsuflök — salt — 1 eggja- hvíta — rasp — smjörlíki til að steikja úr. 3 msk. smjör — 3 msk. smá- saxaður púrrulaukur — 5 msk. rifinn Óðalsostur — 5 msk. majo- nes — steinselja (þurrkuð). Flökin skorin í jöfn stykki, pensluð með eggjahvítu, stráð salti og velt upp úr raspi. Steikt í smjörlíki á pönnu í smástund. Helmingurinn af flökunum lát- inn í smurt eldfast fat. Hrærið saman saxaða lauknum og smjör- inu og jafnið þessu ofan á fisk- stykkin. Leggið afganginn af fisk- inum ofan á. Rifinn ostur látinn á hvert stykki og majonesi blön- duðu með steinselju smurt yfir að lokum. Látið inn í vel heitan ofn í 6-8 mínútur. Borið fram með soðnum kartöflum og smjöri. Ýsuflök með kapers og rauðrófum 500-600 g ýsuflök — 1 eggja- hvíta — salt — 2 msk. hveiti — 2 msk. rasp — sítrónu-pipar — um 75 g smjör — 1-2 msk. kapers — 4 msk. niðursoðnar rauðrófur, smásaxaðar — 1 msk. steinselja. Skerið flökin í stykki og veltið þeim upp úr léttþeyttri eggja- hvítu, hveiti og raspi blönduðu með salti og sítrónu-pipar. Steikið fiskstykkin á pönnu, báðum megin, setjið þau síðan á fat og haldið heitum. Bræðið smjör á pönnu og brú- nið. Látið þá kapers, rauðrófur og steinselju út á pönnuna og lát- ið malla smástund, en hellið því síðan yfír fiskinn. Fiskurinn borinn fram strax með soðnum kartöflum, góðu rúg- brauði og smjöri. Heilagfíski í ofhi 1 kg heilagfiski — 1 msk. salt — safi úr V2 sítrónu — 2 msk. rasp — 1 eggjahvíta. 60 g smjör — 2 dl físksoð (1 teningur) — 1-2 dl ijómi — salt + pipar — 1 sítróna — steinselja. Roðið skrapað vel úr heitu vatni. Stráið salti yfir fiskinn og dreypið sítrónusafanum yfir. Smyijið eldfast fat og látið fiskinn í með skurðflötinn upp. Penslið með eggjahvítunni, stráið raspinu yfir og dreifið smjörklípum ofan á. Fiskurinn steiktur í vel heitum ofni. Þegar fiskurinn hefur fengið lit er ausið yfir hann smjöri, fisksoð- inu hellt varlega í fatið og fiskur- inn látinn fullsoðna. Soðinu ausið yfir við og við. Áætlið 30 mínútna suðutíma á 1 kíló. Að suðu lokinni er soðið síað frá fískinum, ijóminn látinn sam- an við og bragðbætt með sítrónu- pipar. Fiskurinn látinn á fat og skreyttur með sítrónusneiðum og steinselju (þurrkuð er ágæt). Hellið soðinu yfir og berið fram með kartöflumús. Verði ykkur að góðu, Jórunn Bankamenn um aðstoðarbankasljóra Landsbanka: Verði ráðnir úr röð- um bankastarfemanna STJÓRNIR Sambands íslenskra kynningu frá stjómum félaganna ,Með bréfi dagsettu 14. desen bankamaifina og Félags starfs- manna Landsbanka íslands hafa samþykkt ályktun vegna væntan- legrar ráðningar í stöður aðstoð- arbankastjóra við Landsbank- ann. Bankamenn leggja áherslu á að ráðið verði í stöðurnar úr röðum bankamanna. „í kjarasamningi SÍB og ban- kanna er skýrt kveðið á um að bankastarfsfólk skuli að jafnaði sitja fyrir við ráðningu í stöður, og sérstaklega tekið fram að ákvæði þetta gildi einnig um stöður aðstoð- arbankastjóra," segir í fréttatil- ber 1988 veitti stjórn FSLÍ bankar- áði Landsbanka Islands frest til 17. janúar 1989 til að ráða í stöður aðstoðarbankastjóra. Aðdragandi þessara stöðuveitinga er orðinn óvenjulangur. Vonandi er það merki þess að bankaráð Landsbanka ís- lands hafi íhugað málið vandlega. SÍB og FSLÍ vænta þess að banka- ráðið komist að farsælli niðurstöðu, sem bankastarfsmenn geti sætt sig við og bankaráð hafi fullan sóma af,“ segja bankamenn. AUSTURSTRÆTI 14 KRINGLUNNI 4 FRAMLENGD FRAM AÐ HELGI ntEjuuvDHiriu SPARIFJÁR- EIGENDUR! Við innlausn spariskírteina ríkissjóðs býður Sparisjóður vélstjóra hagkvæmar ávöxtunarleiðir til lengri eða skemmri tíma: - TROMP-reikning sem er alltaf laus og án úttektargjalds, - 12 mánaða sparibók, - skuldabréf Sparisjóðs vélstjóra fyrir þá sem vilja spara til lengri tíma, - ný spariskírteini ríkissjóðs. BORGARTÚN118 SÍMI28577-SÍÐUMÚLA 1 SÍMI685244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.