Morgunblaðið - 19.01.1989, Page 27

Morgunblaðið - 19.01.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 27 Belgía: Ýmsar hreyfingar segj- ast hafa rænt Boeynants Lögreglan enn engu nær um mannránið Brussel. Reuter. BELGÍSKA lögreglan, sem leitar fyrrum forsætisráðherra Belgiu, Pauls Vandens Boeynants, rann- sakar nú hvað hæft sé í stað- hæfíngum nokkurra aðila, sem segjast hafa rænt stjórnmála- manninum. Melchior Wathelet dómsmálaráðherra sagði á þriðjudagskvöld að nú væri Ijóst að um vel skipulagt mannrán væri að ræða. Meðal þeirra sem lýst hafa yfír ábyrgð á mannrán- inu er óþekkt hreyfing, Bylting- arsveitir sósíalista, og hefur hún krafíst 30 milljóna franka (37,5 milljóna ísl. kr.) lausnargjalds, sem að hluta til yrði greitt góð- gerðastofnunum og notað í þágu fátækra. Lögreglan telur nú næsta öruggt að Boeynants, sem hvarf frá heim- ili sínu á laugardag, hafi verið rænt. „Svo virðist sem hér sé um menn að ræða, sem hafi skipulagt mannránið í langan tíma og þekkt daglegt líf Vandens Boeynants," sagði Wathelet dómsmálaráðherra. Hann sagði að þótt fjöldi manna hefði haft samband við lögreglu og fjölmiðla og lýst yfir ábyrgð á mannráninu hefði ekkert komið fram sem staðfesti staðhæfingar nokkurs þeirra. í bréfi, sem Byltingarsveitir só- síalista sendu tveimur belgískum dagblöðum á þriðjudag, er Boeyn- ants sagður „spilltur lýðskrumari“ sem hafí dregið sér miklar fjár- hæðir af almannafé. Lögregluyfír- völd sögðu að bréfið virtist stang- ast á við fyrri skilaboð frá hreyfíng- unni, þar sem því var hótað að for- sætisráðherrann fyrrverandi yrði „skorinn í smábúta". í bréfinu er ekki minnst á það hvenær eða hvemig Boeynants verði leystur úr haldi en þess er hins vegar krafist að hann verði leiddur fyrir „al- þýðudómstól". Belgíska lögreglan hafði aldrei heyrt minnst á hreyf- Líbýa: „Sprengju- árás var ekki fyrirhuguð“ - segirBanda- ríkjaforseti Washington. Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjafor- seti segir að ekki hafí verið uppi hugmyndir um að gera sprengju- árás á líbýska verksmiðju sem Bandaríkjastjóra segir að hægt sé að nota til að firamleiða efhavopn. í sjónvarpsviðtali skömmu fyrir jól gaf Reagan í skyn að slíkar aðgerðir kæmu til greina. Talsmaður Bandaríkjaforseta, Marlin Fitzwater, hefur síðar ítrekað ummæli Reagans frá því í desember en á hinn bóginn hefur Frank Car- lucci vamarmálaráðherra sagt að ummæli forsetans hafi verið rang- túlkuð og möguleikinn á árás hafí ekki verið ræddur að neinu ráði. Reagan sagði í viðtali við sjón- varpsstöðina CNN aðfaranótt þriðju- dags að engar árásaráætlanir hefðu verið gerðar af stjóm sinni með til- liti til verksmiðjunnar. Gaddafi Líbýuleiðtogi hefði aftur á móti greinilega óttast að Bandaríkjamenn hygðu á svipaða árás og árið 1986 er þeir gerðu loftárás á höfuðstöðvar Líbýuleiðtogans í borginni Tripoli til að refsa Gaddafi fyrir stuðning hans við hryðjuverkamenn víða um heim. inguna fyrr en eftir hvarf Boeyn- ants. Kona nokkur hefur einnig hringt í fréttastofu í Brussel og sagt að stuðningsmenn kommúnista í skæruliðahreyfingunni CCC hafí rænt forsætisráðherranum fyrrver- andi. Hún krafðist þess að fjórir leiðtogar hreyfíngarinnar, sem fangelsaðir vom í október fyrir sprengjutilræði, yrðu leystir úr haldi, ella yrði Boeynants tekinn af lífi. Ennfremur hafa komið fram til- gátur í íjölmiðlum um að Boeyn- ants hafi sjálfur sett mannránið á svið vegna rannsóknar á meintri mútuþægni hans þegar hann var varnarmálaráðherra á áttunda ára- tugnum. Svo virðist þó sem lögregl- an telji að enginn fótur séu fyrir þessum tilgátum. Reuter Belgískir lögreglumenn skoða kort áður en þeir hætta Ieit í skógi að Boeynants, fyrrum forsætisráðherra Belgiu, sem hvarf á laugar- dag. W&s&ftÍSiái? *&Si w w •• STORUTSOLUMARKAÐUR 20-80% AFSLÁTTUR I JI-HÚSINU, 2. HÆÐ SNYRTIVÖRUR • SKARTGRIPIR • SKÓR • GALLABUXUR SÆNGURVER • SÆNGUR • TÍSKUFATNAÐUR fyrir dömur og herra BARNA- OG UNGLINGAFATNAÐUR • SPORTVÖRUR KULDAÚLPUR • OG MARGT FLEIRA OPIÐ FRÁ KL 12:00 ALLA DAGA NEMA LAUGARDAGA FRÁ KL. 10:00 mw na i» niii Bffi men iniij E2Í3 ■ 11 ES 11! H mT'Í iH3 Ea hl E5 H IB Sfif'l m\S |rr pT ji 1» ffíf Htfe riUHU iiJP R IfNkn. jyx I VERSLUNARMIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR ERU EFTIRTALIN FYRIRTÆKI: AUKUG4RDUR tilboð vikunnar Bieiki pardusinn allar pítsur á kr. 500,- hamb., fr. og kók kr. 240,- frisbee diskur fylgir barnaboxum Hársnyrtistofan Greifinn 15% afsláttur af permanenti, lifun og strípum JL-raftæki og búsáhöld 2. hæð Sveinn bakari ný brauð alla daga vikunnar Söluturninn H-119 sælgæti og myndbönd Söluturninn H-121 gos, pylsur, samlokur og sælgæti Bananar .. 98,- kr. kg. Kjúklingar . 498,- kr. kg. Hamborgari m/brauði . . . 59,- kr. stk. Nautahakk .. 439,- kr. kg. Ajax þvottaduft 75 dl . 298,- kr. Rækjur Ví> kg . . 348,- kr. M-kaffi 250 gr 79,- kr. Vínber, græn 98,- kr. kg. Goldland appelsínur 68,- kr. kg. Kiwi '. . . 168,- kr. kg. Mikligardur I fyrir Íítið mikið ' OPIÐ mánud.-fimmtud. kl. 10:00-18:30 föstud. kl. 10:00-19:30 laugard. kl. 10:00-16:00 VERSLUNARMIDSTÖÐ VESTURBÆJAR, HRINGBRAUT 119-121

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.