Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 17 að taka á sig hluta vandans, t.d. með skipulögðúm spamaði eða deila hallanum niður á fleiri ár, er ekki fyrir hendi. Þetta tel ég megingalla þessara fjárlaga og ekki stórmann- lega að staðið hjá ríkisstjórninni. Það er eins og ríkissstjórnin og sérfræðingalið hennar geri sér ekki grein fyrir þeim gífurlegu erfiðleik- um sem fólk um allt land hefur komist í. Niðurskurður á framkvæmdafé Þrátt fyrir yfirlýsingar þessarar ríkisstjómar jafnréttis og félags- hyggju að gera átak í að rétta við hinar dreifðu byggðir landsins þá er staðreyndin sú að í þessu frum- varpi. er skorið á framkvæmdafé, skorið á framlög til atvinnuveg- anna, skorið á framlög til byggða- mála. Og sérstaklega er ömurlegt að horfa upp á það að framþróun í vegamálum undangenginna rára er rofin með því að leggja nýja stór- fellda skatta á umferðina sem renna beint í ríkissjóðshítina en ekki til framkvæmda í vegamálum. Er hér um að ræða á 9. milljarð kr. I mörgum landshlutum horfir svo að um mjög litlar vegaframkvæmdir verður að ræða í sumar. Var þó þegar nóg að gert hjá Alþingi og ríkisstjómum á undanfömum ámm að standa ekki við þau áform sem Alþingi setti sér með langtímaáætl- un árið 1982. Nú sýnist grunnurinn vera lagður að því að falla frá markmiðunum frá 1982, þannig að langtímaáætlunin hrynur endan- lega, ef menn taka sig ekki vem- lega á við afgreiðslu lánsfjáráætl- unar og vegaáætlunar síðar í vetur. Ríkisstjórnin og lánskjaravísitalan Eitt þeirra mála sem ríkisstjórnin er í vandræðum með er lánskjara- vísitalan er í því máli virðist skorta hugrekki. Hún var sett í endurskoð- un á síðasta ári. Ut úr þvi starfí kom að engu þurfti að breyta, svo gott væri þetta fyrirkomulag. Þrátt fyrir það var við síðustu stjórnar-. skipti ákveðið að taka launavísi- töluna til helminga inn í gmndvöll- inn á móti byggingarvísitölu og framfærsluvísitölu og skyldi það taka gildi um áramótin. Þau em nú nýliðin. Flestum var og er þó ljóst að það gerir aðeins illt verra nema meiningin sé að halda kaup- inu föstu eins og verið hefur að undanfömu, en láta allt annað hækka. Eitthvað virðist standa á stuðningi Seðlabankans við þessar aðgerðir og nú um áramótin var öllu slegið á frest í nokkra mánuði. Seðlabanki og hæstv. viðskiptaráð- herra virðast enn eiga að ráða. En í áramótaboðskap sínum telur fyrrv. fjármálaráðherra og núv. utanríkis- ráðherra, Jón Baldvin, að nú verði að fara að breyta lögunum um Seðlabankann til þess að hægt sé að taka á þessum málum. Undar- legt er að menn geti setið í ráð- herrastól ár eftir ár án þess að taka til hendinni í meginmálum, benda bara á vondan Seðlabanka sem þeir segja að allt sé að kenna. Það er vissulega gott fyrir ýmsa sem em við völd að hafa blóraböggul til að koma flestu hinu illa á. Vafa- laust má laga lögin um Seðlabanka en menn sem em í ráðherrastólum eiga að vera menn til að stjóma og ef hindranir em í vegi þarf að ryðja þeim snarlega í burt en ekki bara að tala, án þess að fram- kvæma. „Bjargráðið“ mikla í upphafi þessara orða gat ég þess að mikið hefði legið á í haust að mynda núverandi stjórn til að bjarga þjóðinni. Þrátt fyrir þriggja rnánaða setu hafa bjargráðin enn ekki séð dagsins ljós því það getur varla talist bjargráð að seilast enn dýpra ofan í vasa almennings eða bæta enn á taprekstur fyrirtækj- anna. En eitt „bjargráð" er þó boð- að og það er kannski ljós í myrkr- inu. Það er ferðalag tvímenning- anna, A-mannanna, hæstv. ráð- herra utanríkismála og íjármála, um landið. Það verður mikil „dýrð“ fyrir fólk að hitta þá. Kannski þeir geti sannfært fólkið í landinu um, hversu skattpíningin er mikil bless- un fyrir þjóðina! Höfundur er alþingismaður fyrir SjálfstæðisBokkinn í Suðurlands- kjördæmi. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Næsta hraðlestrarnámskeið hefst 25. janúar nk. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn í hvers kyns les- efni skaltu skrá þig tímanlega á námskeiðið. Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefalda að með- altali lestrarhraða sinn með betri eftirtekt en þeir hafa áður vanist. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. HRAÐLESTRARSKÓLINN. h EGAR EITTHVAÐ TENDURTIL! Hvort sem það er árshátíð, þorrablót, brúðkaup eða fermingarveisla er nauðsynlegt að hafa líflegt í kringum sig. dúkarúllur eru til í mörgum fallegum litum og ávallt í nýjustu tískulitunum. <5S> dúkarúllur eru 40 m á lengd og 1,25 m á breidd. Þeim má rúlla út á hvaða borðlengd sem er og síðan skærin á. Þægilegra getur það ekki verið. Fannir hf. H. Sigurmundsson hf., heildverslun Hafsteinn Vilhjálmsson M. Snædal, heildverslun Bíldshöfða 14 a. 91-672511 Vestmannaeyjum. s. 98-2344/2345 Hliðarvegi 28, ísafirði, s. 94-3207 Lagarfelli 4, Egilsstöðum. s. 97-1715. Osta- og smjörsalan sf 'Rekstrarvörur Þ. Björgúlfsson hf., heildverslun Bitruhálsi 2. Reykjavik, s. 91-82511 Rétlarhálsi 2, Reykjavik, s. 91-685554 Hafnarstræti 19, Akureyri, s. 96-24491 á tilboðsverði: Kr.398 þúsundl! Við eigum til afgreidslu strax nokkrar LANCIA Skutlur á sérstöku tilboðsverði. eða kr. 398 þúsund krónur. Ennfremur sérstaka sportútgáfu í hvítum eða svörtum lit með samlitum HAGSTÆD GREIÐSLU BILABORG HF FOSSHALSt 1. S. 68-1299 w ~ W i c i p,- _ I Ipyf £ , " y i-.s‘ .. § iiiiÉi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.