Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR1989
.
...bjóðum viö
og drykk.
Nýr, spennandx
bragðlaukana.
að besta í mat
eðill, sem kitlar
Umhverfið ergh
á þægindi.
Opið fimmtudi
crá kl. 19.00.
t og áhersla lögð
sunnudaga
’a ísíma 29098.
Borðapantahir
RESTAURANT A LA CARTE
Brautarholti 20, 3. hæð.
Gengið innfrá horni Brautarholts ogNótatúns.
HONIG
-svolítið sérstakt.
Fljótlegt og fyrirhafnarlítið.
Brottrekstur Daniels Barenboims:
Biður Mitterr-
and forseta að
skerast í leikinn
París. Daily Telegraph. Intemational Herald Tribune.
HINN heimsþekkti hljómsveitarstjóri Daniel Barenboim, sem
síðastliðinn fóstudag var sagt upp starfi sem aðalstjórnandi hinn-
ar nýju Bastille-óperu i París, hefiir nú beðið Francois Mitter-
rand Frakklandsforseta að leysa deilur þær sem málið hefur
valdið. Það var Pierre Bergé, yfirmaður sambands óperuhúsa
Parísar sem vék Barenboim frá og sagði Bergé að ráðning'arsamn-
ingur Barenboims, sem staðfestur var af ríkisstjórn íhaldsmanns-
ins Jacques Chiracs fáeinum dögum fyrir síðustu forsetakosning-
ar, væri „ógildur." Á bak við þessar deilur er m.a. ágreiningur
um grundvallarstefhu hins nýja og glæsilega óperuhúss sem sósía-
listar komu á laggirnar á fyrstu stjórnarárum Mitterrands.
Barenboim hélt vel sóttan
blaðamannafund á mánudag.
Hann sagði þar að ráðningar-
samningurinn væri í fullu gildi og
Frakklandsforseti yrði að gera
upp við sig hvort hann kysi ann-
ars vegar sig og mikinn fjölda
heimsþekktra listamanna sem
hann hefði samið við um störf hjá
stofnuninni eða hins vegar stefnu
sem mótuð væri af „fram-
kvæmdastjóra tískuhúss." Bergé
er framkvæmdastjóri Yves Saint
Laurent-tískuhússins en var skip-
aður yfir óperusambandið af Jack
Lang, menningarmálaráðherra
sósíalistastjómarinnar síðastliðið
haust.
Ekki er talið víst að Mitterrand
setji Barenboim aftur í starfið þar
sem vitað er að forsetinn og ráð-
gjafar hans í menningarmálum
voru lítt hrifnir af áætlunum Bar-
enboims. Þykir þeim hann hafa
gert of lítið af því að höfða til
almennings í verkefnavali sínu.
Of mikið sé af Wagner og Mozart
en of lítið af vinsælum Verdi-
óperum og auk þess séu fyrir-
hugaðar uppfærslur ekki nógu
margar. Barenboim hefur svarað
því til að höfða beri til eins margra
áhugahópa og unnt sé. Á hinn
bóginn beri að halda miðaverði
lágu.
Að hluta snúast deilumar einn-
ig um valdsvið Bergé og Baren-
boims en sá síðamefndi hefur
Daniel Barenboim
sagt að vilji Bergé móta stefnuna
þá hljóti hann að helga sig alger-
lega óperunni og fá leyfi hjá tísku-
húsinu. Loks má geta þess að
Bergé finnst laun Barenboims allt
of há.
Fjölmargir þekktir tónlistar-
menn, þ.á m. Herbert von Karaj-
an, Sir Georg Solti og Jessye
Norman, hafa lýst yfir stuðningi
við Barenboim og segjst ekki
munu starfa við óperuna nema
hann verði endurráðinn. Ekki hafa
enn verið gerðir formlegir, undir-
ritaðir samningar við listafólkið
og er talið að þetta geti seinkað
opnun ópemnnar um allt að eitt
ár.
Dönsk stórfyrirtæki:
Keppast um að sameinast til að
búa sig undir innri markað EB
Kaupmannahöfh. Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
AÐEINS á einum mánuði hefur þrisvar sinnum verið skýrt Érá sam-
einingu stórra fyrirtækja í Danmörku og hefur ástæðan ávallt verið
sú sama. Með því að taka höndum saman eru fyrirtækin að treysta
stöðu sína og búa sig undir innri markað Evrópubandalagsins á
árinu 1992.
Á mánudag var frá því skýrt, að
dönsku sykurverksmiðjumar,
spíritusverksmiðjurnar og Danisco
ætluðu að ganga í eina sæng. Verð-
ur samanlagður starfsmannafjöldi
fyrirtækjanna þriggja 12.000
manns og ársveltan um 90 milljarð-
ar ísl. kr. Rétt eftir áramótin sam-
einuðust ferðaskrifstofumar Spies
og Tjæreborg og í síðustu viku tóku
Novo og Nordisk Gentofte höndum
saman í lyíjaframleiðslunni. Þá er
á kreiki orðrómur um að Danfoss
og Damixa séu að velta því sama
fyrir sér en þessi fyrirtæki em stór
í alls kyns véla- og tækjafram-
leiðslu og ekki síst fyrir landbúnað-
inn.
10% kviminéarafsláttur
Heteudýnur-tóteukoddar-sprmgdýnur
og einnig vatnsdýnut- |f/ ||||> #ff.
Grensásvegi 12.