Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐEÐ
ÍÞRÓTTIR
FTMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989
55
KNATTSPYRNA
Valsmenn
til Hollands
eða Sviss?
LEIKMENN Valsliðsins hafa
mikinn hug á að fara í œf-
ingaferð til útlanda um
páskana. Það eru tveir stað-
ir sem koma til greina - að
vera í sumarhúsum í Hol-
landi, eða fara til Sviss.
Undanfarin ár hafa nokkur
félagslið farið til Hollands
á vegum Samvinnuferðar/Land-
sýn og látið vel að allri aðstöðu.
Hollandsferð er sterklega inn (
myndinni, Nokkrir leikmenn
Vals hafa þó áhuga á ferð til
Sviss, en eins og menn muna
þá lék Sævar Jónsson með sviss-
nesku liði í fyrra. Hann hefur
sambönd i Sviss.
Eins og við sögðum frá í gær
þá fara FH-ingar í ævintýraferð
til eyjunnar Cayman. FH-ingar
fara út 19. mars og koma aftur
27. mars.
KORFUBOLTI
Jones dæmir
í Keflavík
William Jones, einn besti körfu-
knattleiksdómari heims, mun
dæma leik ÍBK og UMFN í 16-liða
úrslitum bikarkeppni KKÍ á morg-
un. Jones kemur til landsins á morg-
un og nágrannaslagurinn í Keflavík
verður fyrsti leikurinn sem hann
dæmir á íslandi.
Jones mun svo halda áfram og
dæma leiki í íslandsmótinu út
keppnistímabilið. Hann mun dvelja
hér á landi fram í apríl en skjótast
út annað slagið til að dæma leiki í
Evrópukeppninni.
Jones er talinn einn besti dómari
heims og er einn af aðaldómurum
FIBA.
Mm
FOLK
I MIKIÐ kapphlaup er nú um
Mel Sterland, hinn sókndjarfa bak-
vörð Sheffield Wedensday, en
hann er ósáttur við yfírmenn sína
fyrir að svipta sig fyrirliðatitlinum.
Forráðamenn bæði Tottenham og
Manchester United óska þess nú
að hann nái ekki sáttum við félag
sitt og gangi á mála hjá þeim.
Tottenham vill greiða eina milljón
punda, en ólíklegt er að Man.
Únited taki þátt í slíkum darraðar-
dansi þar sem Alex Ferguson þjálf-
ara liðsins hefur verið gert að spara
sem mest hann má.
■ FRANCISCO BUYO mark-
vörður Real Madrid bætti við sig
leik í leikbannið sem aganefnd
spænska knattspymusambandsins
dæmdi hann í fyrir mánuði síðan.
Verður garpurinn því uppi í stúku
í næstu fjórum leikjum. Uppruna-
lega var Antonio Orejuela, fram-
heiji Atletico Madrid dæmdur í
leikbann fyrir að lúskra á Buyo,
en er stjóm og leikmenn brugð-
ust ókvæða við, var myndband af
leiknum skoðað ögn betur. Þá kom
í ljós, að Buyo hafði sjálfur lamið
Orejuela, en að því loknu varpað
sér emjandi á völlinn eins og hann
hefði sjálfur orðið fyrir þungu
höggi. Þótti þetta óíþróttamannsleg
framkoma svo ekki sé meira sagt,
framheijinn var sýknaður, en mark-
vörðurinn dæmdur og þarf einnig
að borga um 75.000 ísl. kr. í sekt.
KNATTBORÐSLEIKUR
Davis fékk 4>4 milljónir
fyrir sigurinn á Foulds
Heimsmeistarinn hefur þénað 28,2 millj. kr. á tæpum tveimur mánuðum
STEVE Davis, heimsmeistari í
knattborðsleik - „snóker,"
fékk 4,4 millj. ísl. kr. fyrir að
vinna Neal Foulds f einvígi
þeirra á Hótel íslandi. Davis,
sem sýndi snilldartakta bæði í
sókn og vörn, var yfir sig
ánægður með allar aðstæður
og hann og Fouids hrósuðu
áhorfendum - hvað þeir hefðu
lifað sig inn í leikinn.
Davis vann, 5:3, í skemmtilegu
einvígi, sem 700 áhorfendur
sáu og sjónvarpað var beint. Eftir
sigurinn fór hann á kostum - þeg-
ar hann sýndi áhorfendum ýmsa
galdra knattborðsíþróttarinnar.
Davis hefur grætt á tá og fingri
að undanfömu, eða síðan keppn-
istímabilið hófst hjá knattborðs-
leikurum fyrir tæpum tveimur mán-
uðum. Hann hefúr unnið í íjórum
keppnum og fengið fyrir það 28,2
millj. ísl. kr.
Neal Foulds, sem er í þriðja sæti
á heimslistanum, fékk 1.760 þús.
ísl. kr. fyrir leikinn gegn Davis á
Hótel íslandi.
Sextán bestu knattborðsspilarar
heims leika nú um heimsmeistara-
titilinn og leika þeir allir við alla.
.Þeir fá þrjú stig fyrir vinning, en
eitt stig fyrir jafntefli. Þeir tveir
kappar sem verða stigahæstir,
keppa til úrslita. Þá verður keppt
um 17,6 millj. í fyrsta vinning.
Steve Davls sést hér munda
kjuðann.
KNATTSPYRNA
„Þeir
tmamér
aldrei..."
Steve Davis var mjög
ánægður með móttökumar
sem hann fékk á íslandi - í hinni
stuttu heimsókn sinni vegna ein-
vígisins gegn Foulds. Það sem
kom Davis skemmtilega á óvart
var að Linda Pétursdóttir,
ungfrú heimur, skyldi afhenta
þeim Foulds blómvendi og gjaf-
ir. „Það er öruggt að félagar
mínir heima á Englandi trúa
mér aldrei - þegar ég segi þeim
að ég hafi verið að kela „Miss
World" í beinni sjónvarpsútsend-
ingu,“ sagði Davis, sem þakkaði
Lindu tvisvar fyrir með kossi.
Morgunblaöiö/Svenir
Steve Devis mætti í nýjum fötum á Hótel ísland. Hann fékk
1.260 þús. kr. á tímann, eða 21.000 kr. á mínútu.
Tímafrekt að
gera borðið klárt
ÞAÐ kom maður frá Englandi til að setja
saman billiardborðið, sem þeir Davies og
Foulds kepptu á á Hótel íslandi. Það tók
manninn fímm og hálfa klukkustund að
setja borðið saman. Borðið, sem er nýtt
og kom frá Englandi, er 1,4 tonn að
þyngd. Búið er að taka borðið niður og
verður það sent aftur til Englands.
Keppnisföt Steve Davis
saumuð í Reykjavík
Íslandsferð Steve Davis var hcn-
um eftirminnileg, enda lenti hann
í ýmsu sögulegi. Eftir að Davis kom
til Giasgow frá London, kom í ljós
að ferðataska hans með keppnis-
fötum fannst ekki - þrátt fyrir
mikla leit.'
Eftir dágóðan tíma kom í ljós að
Stórmótá
Seltjamamesi
STÓRMÓT íþróttafróttamanna
og Adidas í innanhússknatt-
spyrnu verður haldið á Sel-
tjarnarnesi á sunnudaginn
kemur og hefst það kl. 13.
Þetta er árlegt mót, sem hefur
fram til þessa verið á Selfossi
og Akranesi. Keppnin fer nú
fram í hinu nýja og glæsilega
íþróttahúsi á Seltjarnanesi.
Stórmótið er boðsmót og hafa
Samtök íþróttafréttamanna
boðið átta félögum til leiks og hefur
verið dregið í riðla. í A-riðli leika
KR, KA, FH og Stjarnan. í B-riðli
leika Fylkir, Fram, Akranes og
Valur. Keppt verður eftir nýju regl-
unum - þ.e.a.s. að mörkin verða
stærri en handknattleiksmörk.
Fimm leikmenn eru í liði - þar af
einn markvörður.
Það verða nágrannarnir, KR og
Grótta, sem opna mótið. Tvö efstu
liðin í riðlunum komast í undanúr-
slit.
Aðeins tvö félög hafa unnið í
Stórmótinu í þau fimm skipti sem
mótið hefur farið fram - KR og
Fram. Framarar unnu mótið fyrst,
en síðan komu þrír sigrar KR í röð.
Framarar unnu svo aftur á Akra-
nesi, síðast þegar keppt var.
taska hans var send með flugi til
Edinborgar. Umboðsmaður hans
sendi strax skeyti til íslands og
óskaði eftir því að keppnisföt yrðu
saumuð á Davis. Gaf hann upp mál
á buxum, skyrtu og vesti og skó-
stærð.
Þeir sem sáu um einvígið höfðu
strax samband við Sævar Karl og
báðu hann um að bjarga málunum,
sem hann og gerði. Þremur tímum
fyrir einvígið mátaði Davis klæðn-
aðinn og varð að stytta buxumar
og þrengja vestið. Þá valdi hann
sér skyrtu, þverslaufu og skó.
KNATTSPYRNA / U-21 LANDSLIÐ
Guðni tekur við
af Júrí Sedov
Guðni Kjartansson verður í ár
þjálfari íslenska landsliðsins
í knattspyrnu skipað leikmönnum
tuttugu og eins árs og yngri —
tekur við af Júrí Sedov, sem var
með liðið í fyrra. „KSÍ gerði
tveggja ára samning við Guðna (
fyrra, en dregið hefur verið úr
verkefnum a-landsliðsins á þessu
ári og því lá beinast við að Guðni
tæki við tuttugu og eins árs lið-
inu,“ sagði Gunnar Sigurðsson,
formaður landsliðsnefndar U-21
árs liðsins, við Morgunblaðið I
gær.
Guðni verður einnig áfram að-
stoðarmaður Siegfrieds Helds
Guðni Kjartansson
með a-landsliðið, sem leikur fímm
leiki á árinu f undankeppni heims-
meistaramótsins. U-21 árs liðið
leikur hins vegar fjóra leiki f Evr-
ópukeppninni í ár.