Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1989 Kvikmyndun MEFFÍ hefst í maí: Colombía leggur fram 100 milljónir króna Eric Roberts meðal aðalleikara SKÍFAN hf. hefur gert samning við bandaríska kvikmyndafyrirtæk- ið Colombia Pictures um dreifíngu á kvikmyndinni MEFFÍ í kvik- myndahús, sjónvarpsstöðvar og til myndbandafyrirtækja utan Banda- ríkjanna og Kanada. Þessi samningur tryggir framleiðendum mynd- arinnar tæpar 100 milljón króna lágmarkstekjur. Þessi samningur mun vera sá stærsti sinnar tegundar sem gerður hefur verið um norræna kvikmynd. Jón Ólafsson forstjóri Skífunnar segir að á sínum tíma hafi hann náð samningum við Colombia um dreifingu myndarinnar „Eins og skepnan deyr“ á myndbönd og sé þessi samningur nú eðlilegt fram- hald þessa samstarfs. Tökur á MEFFI hefjast nú í maí. Meðal leik- ara í myndinni verður Eric Roberts sem m.a. hefur leikið í myndunum Runaway Train og Star 80. Heildarkostnaður við mjrndina er áætlaður um 200 milljónir króna. Jón Ólafsson segir að hann hafi haft samband við ríkisstjómina til að kanna hvort hún væri til í að leggja framtakinu lið. Um yrði að ræða ríkisábyrgð fyrir allt að fjög- urra milljóna dollara erlendu láni, tæpum 200 milljónum íslenskra króna, sem ætlað er að brúa bilið milli framleiðslu og afhendingar myndarinnar til sýningar. Þessi ríkisábyrgð kæmi á móti þeim samningum sem þegar hafa verið gerðir. I þessu sambandi er rétt að nefna að kanadískur aðili ætlaði að fjármagna myndina að hluta en því samkomulagi var rift í kjölfar samningsins við Colombia þannig að MEFFÍ verður alfarið í höndum íslenskra aðila. Á fundinum kom einnig fram að aðstandendur mynd- arinnar hafa sótt aftur um til Kvik- myndasjóðs en sjóðurinn afturkall- aði 10 milljón króna styrk til mynd- arinnar í fyrra sökum þess að hún var ekki alfarið í höndum íslend- inga. Hilmar Oddsson leikstjóri mynd- arinnar segir að hún verði að stærstum hluta tekin hér á landi. Það nýmæli verði tekið upp að myndin verði gerð fyrir opnum tjöldum. Sem dæmi um það má nefna að gerð var grein fyrir sögu- þráð myndarinnar á fundinum. Þá mun verða stærri áhöfn við gerð þessarar myndar en áður hefur þekkst hérlendis, m.a. mikið af er- lendu fagfólki sem Hilmar segir að mikið megi læra af. íslensku leikaramir sem fara með stór hlutverk í myndinni eru þau Helgi Bjömsson, Ylfa Edel- stein, Þröstur Leó Gunnarsson og Hjálmar Hjálmarsson. Sagan sem MEFFÍ byggist á er samin af þeim Hilmari, Jóhanni Sigurðssyni leik- ara og bandaríska rithöfundinum Michael Taav. Handritið er hinsveg- ar gert af kanadamanninum Karl Schiffmann. MEFFÍ er spennumynd sem ger- ist að mestu á íslandi. Sagan hefst í Marseilles í Frakklandi. Eiturlyfja- sending þaðan fer vegna misskiln- ings til íslands. Þar blandast íslend- ingar inn í mál erlendra bófaflokka. Reiknað er með að frumsýning myndarinnar erlendis verði í apríl eða maí á næsta ári en sennilega verður frumsýningin hérlendis eitt- hvað fyrr. Þrír af íslensku leikurunum í MEFFÍ þeir Hjálmar Hjálmarsson, Helgi Björnsson og Þröstur Leó Gunnarsson. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 19. JANÚAR YFIRLIT í GÆR: Fyrir Norðaustan-land milli Islands og Jan Mayen er 978 mb lægð sem hreyfist norðaustur og önnur á Grænlands- hafi um 980 mb djúp sem fer heldur minnkandi og hreyfist lítið. Veður fer hægt kólnandi og má búast við 5—7 stiga frosti víða um land á morgun. SPÁ: Suðvestan kaldi og él um sunnan- og vestan-vert landið en heldur hægari suövestan átt og víða léttskýjað á Norður- og Aust- urlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Sunnan átt, kaldi eða stinningskaldi Suð- vestan-lands, en heldur hægari í öðrum landshlutum. Snjókoma á Suður og Suðvestur-landi, en að mestu úrkomulaust annars stað- ar. Frost 4—6 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Norðaustan átt. Stinningskaldi eða all- hvass á annesjum norðan og norðvestan-lands, en mun hægari annars staðar. Snjókoma eöa ól noröan og norðvestan-lands, en að mestu úrkomulaust annars staðar. Frost 2—3 stig._ TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað a Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r t r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hrtastig: 10 gráður á Celsíus Y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma httl veður Akureyri 1 skýjað Reykjavík 0.2 snjóél Bergen 7 alskýjað Helsinkl +0.5 skýjað Kaupmannah. 7 skýjað Narssarssuaq +12 léttskýjað Nuuk +6 snjókoma Osló 3 skýjað Stokkhólmur 2 léttskýjað Þórshöfn 9 rlgnlng Algarve 15 heiðskfrt Amsterdam 5 þoka Barcelona 8 mistur Berlfn 5 skýjað Chlcago 2 heiðskfrt Feneyjar 0.0 þoka Frankfurt 4 þokumóða Glasgow 7 alskýjað Hamborg Las Paimas 5 skýjað vantar London 4 mistur Los Angoles 10 helðskfrt Lúxemborg 2 þokumóða Madrfd 10 léttskýjað Malaga 14 þokumóða Maliorca 13 alskýjað Montreal +3 skýjað New York 3 Wttskýjað Ortando 12 þokumóða Parfs 5 þokumóða Róm 12 þokumóða San Dlego 8 helðskfrt Vfn 5 skýjað Washlngton 0 léttskýjað Wlnnipeg alskýjað Borgarspítalinn: Þrjátíu hjúkrunar- fræðinga vantar Slæmt ástand á geðdeildum, skurðstofii og slysadeild MIKILL hörgull er á hjúkrunarfræðingum til starfii viða um land. Á Borgarspítalann einan vantar að minnsta kosti þijátíu hjúkruna- rfræðinga til starfa á sex deildir sjúkrahússins, en þar hefúr þurft að koma til töluverð fækkun rúma. Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkr- unarforstjóri á Borgarspítalanum sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri svo sem engin stökk- breyting frá því sem verið hefði undanfarin ár. Sjúkrahúsin hefðu ávallt búið við manneklu og væri þessi tími engin undantekning frá þeirri „reglu“. Sigríður sagði að óvenjumargir hjúkrunarfræðingar hefðu farið í framhaldsnám að þessu sinni sem Nýi hjúkrunarskólinn byði hjúkr- unarfræðingum upp á. Um er að ræða eins til tveggja ára sémám I skurðstofunámi, stjómunamámi og svæfingamámi. „í fyrra fóm mjög fáir frá okkur í þetta nám en mun fleiri frá Landspítalanum. Nú hefur þetta hinsvegar snúist við og í haust fóru alls 23 hjúkmnarfræðingar frá okkur í þetta sémám. Þetta fólk kemur að hluta tii í verknám í sum- ar, en á meðan þurfum við að brúa nokkurra mánaða tímabil sem mér sýnist ætla að verða nokkuð erfitt.“ Borgarspítalinn hefur heimild fyrir 220 hjúkmnarfræðinga. Sigríður sagði að varla dytti úr helgi án þess að ekki væri auglýst eftir hjúkmnarfólki. Misjafnt væri þó hverju sinni eftir hvaða starfs- kröftum auglýst væri. „Að þessu sinni er ástandið sérstaklega erfítt á geðdeildunum, skurðstofunni og slysadeildinni. Síðan vantar okkur fólk á handlæknisdeildimar. Við getum í raun og vem bætt við fólki á allar deildir sjúkrahússins," sagði Sigríður. Þrotabú Verslunar Sigurðar Pálmasonar: Tvö tveggja millj - óna króna tilboð „TVÖ TILBOÐ, bæði að fjárhæð tvær milljónir króna, hafa verið gerð í verslunarhúsnæði Verslunar Sigurðar Pálmasonar á Brekku- götu 2 á Hvammstanga. Sljórn verkalýðsfélagsins Hvatar á Hvamm- stanga og Július Guðni Antonsson, framkvæmdastjóri Girðingaverks sf. í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu, buðu í húsnæðið. Verkalýðs- félagið býður nánast staðgreiðslu en Júlíus Guðni býður bréf til nokkurra ára,“ sagði Guðmundur Arnaldsson, skiptastjóri þrotabús- ins, í samtali við Morgunblaðið. „Ég ætla að leggja þessi tilboð fyrir skiptafund 26. janúar næst- komandi," sagði Guðmundur. „Það er augljóst að tilboð verkalýðsfé- lagsins er hagstæðara en tilboð Júlíusar Guðna. Það er mín afstaða að tilboð verkalýðsfélagsins sé vel viðunandi fyrir þrotabúið, enda em tvær milljónir króna nánast fast- eignamatsverð á þessu húsnæði á Brekkugötu 2 á árinu 1988. Tveir aðrir aðilar sýndu áhuga á að gera tilboð í Brekkugötu 2 en það kom aldrei tilboð frá þeim," sagði Guð- mundur Amaldsson. „Stjóm Hvatar hefur ekki ákveð- ið hvort þetta tilboð verður lagt fyrir almennan félagsfund í verka- lýðsfélaginu. Við höfum áhuga á að nýta húsnæðið á Brekkugötu 2 undir skrifstofur og félagsstarf- semi. Við höfum einungis 12 til 15 fermetra húsnæði í félagsheimilinu þar sem við emm með skrifstofur. Húsnæðið á Brekkugötu 2 er hins vegar um 300 fermetrar," sagði Jón Haukdal Kristjánsson gjaldkeri Verkalýðsfélagsins Hvatar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.