Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 43
43 <>?<>{ wAJ'!V' Ab fí* HUOAOITTMMTíJ 'fít* A JWflJrWOM MORGÚNBLAÐÍÐ FIMMTÚDÁGÚR 19. JANÚAR 1989 Kveðjuorð: Olafúr Gunnars- son sálfræðingur Fæddur 30. ágúst 1917 Dáinn 25. desember 1988 Hann var jarðsettur þriðjudaginn þriðja þessa mánaðar og því miður hindraði önn þess dags mig frá því að vera viðstaddur útför hans, eins og hugur minn stóð þó til. Góðir menn hafa minnst Ólafs heitins í dagblöðum og rakið ævifer- il hans og verður það því ekki gert hér. Fundum okkar bar fyrst saman þegar hann var sálfræðingur hjá Reykjavíkurborg, þar sem hann kom á svokölluðum starfsfræðslu- dögum, sem var einn dagur á ári síðla vetrar og fulltrúar frá öllum starfsstéttum tóku þátt í. Fyrir- komulagið var þannig að fulltrúi frá hverri starfsgrein sat við borð í Iðnskólanum og skýrði frá kaupi, kjörum og aðstæðum viðkomandi starfsgreinar. Iðnskólinn var fullur allan daginn af ungu fólki sem vildi leita sér upglýsinga um hin ýmsu störf. Ég held að þessi starfsfræðsla hafi skilað góðum árangri. Hann krafðist þess að fulltrúi frá Dags- brún væri þarna mættur til að upp- lýsa unga fólkið um störf verka- manna. Svo atvikaðist að ég mætti til þessa starfs. Mikið varð ég undr- andi þegar Ólafur kom nokkrum dögum fyrir fyrsta starfsfræðslu- daginn og ræddi við mig lengi og ýtarlega. Hann lagði ríka áherslu á að ég uppfræddi þetta unga fólk, sem til mín myndi leita, um þjóðfélagslegt gildi vinnu hins almenna verka- manns, og ég ætti að vera hreykinn af stéttinni, hinir væru nógu marg- ir „uppfræðaramir" sem ekki kynnu að meta störf verkafólks. Upp frá þessu tókust milli okkar góð kynni og starfsfræðsludagamir urðu nokkrir. Árið 1961 stóð Dagsbrún í fimm vikna harðvítugu verkfalli. Ólafur var þá fréttaritari fjölmargra nor- rænna blaða og hann kom til okkar í Dagsbrún nær daglega og leitaði upplýsinga um kröfur okkar og gagn samninga. Undir lok verkfallsins kom hing- að sendinefnd frá norrænum verka- .lýðsfélögum og þeir skýrðu okkur frá því að aldrei hefði málstaður verkafólks á íslandi í vinnudeilum verið skýrður jafn vel og greinilega. Ég held að Ólafur hafi hlotið litla þökk valdsmanna hér á íslandi fyr- ir þessi fréttastörf sín. Þegar við hittumst þá þreyttist hann aldrei á að prédika yfir mér að Dagsbrún hefði það stóra hlut- verk í þjóðfélagi að verkamaðurinn gæti gengið uppréttur. Sjálfur hafði hann barist til mennta úr mikilli fátækt. Ég sendi nokkra skjólstæðinga mína til Ólafs. Ekki hefi ég fengið betri viðtökur fyrir mitt fólk hjá mönnum úr hans starfsgrein. Aðalstarfssvið Ólafs var leið- beiningar um starfsval og starfs- fræðsla. Hann samdi bók um starfs- val sem heitir: „Hvað viltu verða?" Þessi bók hefur verið margendur- prentuð. Ólafur var stórhuga og ákafur, en kerfið var þungt og Eigendaskipti hafa orðið á hárgreiðslustofunni Verónu. Hinn nýi eigandi er Dagný Elíasdóttir, sem áður rak hárgreiðslustofu Dagnýjar í Hafnarfirði. Opnunartími á hárgreiðslustofunni Ver- ónu er virka daga frá kl. 9.00-17.00 nema laugardaga frá kl. 9.00-13.00. l/ERONfl HflRQREIWLM fTOFö Starmýri 2 - J I VI H Sfmi 31900 KENNITALA greinilegt var að honum yrði ekki boðið til sætis innarlega þar á bekk og 1965 fluttist hann til Svíþjóðar og gegndi þar stórum störfum. Hann var skólasálfræðingur í heiiu lénunum og bjó þar við vaxandi frama. En — uppúr 1970 fór hann að kenna heilsubrests sem var einhver tegund hrömunarsjúkdóms. 1975 varð hann að hætta störfum vegna veikinda og fluttist þá heim til ís- lands og síðustu árin dvaldi hann á sjúkrahúsi, sárþjáður. Eftirlifandi kona hans er ástr- ölsk, Judith Foot. Hún annaðist hann í veikindum hans af fágætri umhyggju. Við lát hans finnst mér syngja fyrir eyrum mér, orð sem hann lét við mig falla: Þín sálfræði, Guð- mundur, á að vera fólgin í því að verkamaðurinn gangi uppréttur og hér þróist aldrei fátæk undirstétt. Ég kveð þennan látna vin minn með þakklæti og virðingu. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar. Ertu ívandræðum með launamið- ana eða opinberar skýrslur? Ertu bara með nafnúmer? Þarftu að vita kennitöluna? Bjóðum hugbúnað á þína tölvu, ásamt skrá yfir öll nafnnúmer og kennitölur í landinu. Búnaðurinn vinnur á PC, PS og á IBM S/34og S/36tölvur. HUGBÚNAÐARHÚSIÐ HF.V Síðumúla21, 108 Reykjavík. Sími 91-688811. æmi um verð: Mistral Mistra| Conical Conical Sonia Sonia 16 cl 25 cl 22 cl 25 cl 22 kr Skálar m s Natur 12,5 sm kr.Jf 52 Lys 14 sm 68 Lys 17 sm - ! 97 Lys 20 sm -f 137 Lys 23 sm - 178 Lys 26 sm - 268 Club 1. 15,5 sm § 79 GLOSOG giös y Picardie 22 cl Picardie 25 cl Chambord 16 cl Chambord 22cl Optima 22 cl Optima 28 cl Optima 30 cl kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.