Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÖAR 1989 Kynningarfundur Innhverf íhugun veitir hvíld, losar spennu, styrkir hugann og eykur sköpunarhaefni. Almennur kynningarfundur veröur í kvöld kl. 20.30 í Fordhúsinu, Skeifunni 17. Upplýsingar í simum 91-38537 og 98-34178. íslenska fhugunarfélagið. Maharishl Mahesh Yoga WORDPERFECT REIPRENNANDI RITVINNSLA Viltu auka afköst þín og vinnugetu? WordPerfecter öflugtíslenskað ritvinnslukerfi. Á þessu nám- skeiði lærir þú að nýta þér margvíslega möguleika þess. Dagskrá: • Grundvallaratriði í MS-DOS • Byrjunaratriði í WordPerfect • Helstu skipanir við textavinnslu • Verslunarbréf og töflusetning • Dreifibréf • Gagnavinnsla • íslenska orðasafnið og notkun þess • Umræður og fyrirspurnir. Leiðbeinandi: Öm Guðmundsson VR og BSRB styðja félaga til þáttöku í námskeiðinu. Nýja WordPerfect bókin er innifalin í námsgjaldi. OLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28 Förðunar námskeið Öll undirstöðuatriði dag- og kvöldförðunar eru kennd á eins kvölds námskeiðum. Aðeins 10 eru saman í hóp og fær hver þátttakandi persónulegatilsögn. Innritun og nánari upplýsingar í síma 19660 eftir kl. 10:00 á morgnana. Kennari: Kristín Stefánsdóttir Snyrti- og förðunarfræðingur 'NN' Laugavegi 27 • Sími 19660 Þjóð okkar er á krossgötum eftirStefán Valgeirsson Árið 1988 er liðið, ár misréttis, eignatilfærslu og eignaupptöku fyrst og fremst á landsbyggðinni. Árið sem fjármagnið saug fram- leiðsluna og fátækan almenning. Árið sem fjármagnið færðist á fáar hendur. Árið sem farið var eftir fræðum frjálshyggjunnar. Ár hinna glötuðu tækifæra. Árið sem al- menningur sá og skildi hvemig ekki á að stjóma. Árið sem Sjálf- stæðisflokkurinn gafst ugp á að framkvæma eigin stefnu. Árið sem frjálshyggjan varð gjaldþrota. Árið sem mikið var rætt um huldufólk. Arið sem fram kom hve fáir sjá og skynja pólitísk teikn. Árið sem hæstarétt setti mjög ofan og al- menningur taldi réttarkerfíð ónýtt og marklítið. Árið sem bjórinn var samþykktur. Ár stjómmálalegrar upplausnar. Árið sem Aðalheiður Bjamfreðsdóttir undirstrikaði á ný hvað í henni býr. Árið sem kennir okkur sem viljum sjá og skilja, nauðsyn þess að staldra við og hugsa okkar gang. Árið 1989 er gengið í garð. Verð- ur það ár jafnréttis og félags- hyggju? Ár endumppbyggingar, markvissari vinnubragða og auk- innar samábyrgðar? Árið sem landsbyggðarfólkið (fyrirvinnufólk- ið) og hinir efnaminni ná hluta af rétti sínum á ný eða ár verkfalla, atvinnuleysis, vaxandi verðbólgu, kosninga og uppgjörs? Það sem gerist á árinu sem í hönd fer er á valdi þings og þjóðar. Við erum á krossgötum. Þeir eru æði margir sem taka mig tali og ræða um það, sem hef- ur verið að gerast á Alþingi og umfjöllun fjölmiðla um það. Ekki ber ég kennsl á nema lítinn hluta þess fólks. Flestir hefja mál sitt með því að segja: Þetta gekk allt upp hjá þér og eiga þá við fram- gang mála á Alþingi að undan- fömu. Og síðan er oftast spurt: En hvað um framhaldið? Telur þú að kosið verði næsta haust eða á seinni hluta næsta árs? Og áfram er spurt. Það er ekki þægilegt að ræða þessi mál að nokkru gagni í síma, inni í opinberum byggingum, hvað þá á götum úti í misjöfnu veðri. Ég ákvað því að setja niður á blað nokkur atriði, sem ég tel að hafí orðið til þess að málin gengu þann- ig fyrir sig sem nú er ljóst. Grundvallaratriði í stjómmálum er að markmiðin séu svo skýr að það sé engum vafa bundið, að hveiju við stefnum og að hvert skref sem við stígum sé í átt að megin- markinu, en ekki til gagnstæðrar áttar, eins og reyndin varð í ýmsum málum í stjómartíð Þorsteins Páls- sonar. Markmið þeirrar ríkisstjóm- ar var t.d. að lækka vexti, að bæta kjör þeirra tekjulægstu og ná fram jafnrétti kynjanna. Þeir sögðu að meginverkefnið væri að stuðla að betra jafnvægi í þróun byggðar með uppbyggingu atvinnulífs og þjón- ustu á landsbyggðinni. Það ætti að vera öllum ljóst að framkvæmdin á öllum þessum atriðum var gagn- stætt því sem heitið var. Til dæmis voru vextir af ríkisvíxlum 20% þeg- ar ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar var mynduð, en eftir 5 mánaða setu hennar eða 1. des. 1987 voru þeir komnir í 41,3% og 1. febr. í 43%. Auðvitað hækkuðu allir vextir til samræmis við þessar hækkanir. Nafnvextir voru þá orðnir hærri en þeir urðu hæstir á mestu verðbólgu- árunum. Eftirfarandi dæmi sýnir hvemig atvinnuvegirnir vom leiknir af þess- ari hagspeki frjálshyggjunnar: Stórt útflutningsfyrirtæki á lands- byggðinni sem skilaði 80 milljóna króna hagnaði á ámnum 1986 og 1987 tapaði á fyrstu mánuðum síðasta árs 90 millj. króna. Ég bað forráðamenn tveggja fyrirtækja að Stefán Valgeirsson „Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar þarf engfu að kvíða ef hún stendur við stjórnar- sáttmálann og tekur verulegt skref á fyrstu mánuðum þessa árs til réttlætisáttar. Náist ekki samstaða um það innan stjórnarliðsins er hætt við miklum átök- um á vinnumarkaðinum og nýrri kollsteypu.“ reikna út hver útkoman hefði orðið á síðasta ári hjá þeim ef vextir hefðu haldist óbreyttir út síðasta ár eins og þeir vom annars vegar í ágústmánuði sl. og hins vegar hvemig útkoman hefði orðið ef vextimir hefðu verið allt árið eins og þeir vom í desembermánuði sl., 12%. Þegar tillit er tekið til mis- jafnrar eignastöðu þessara fyrir- tækja er fullt samræmi á milii nið- urstöðutalna. Sé litið á útkomuna hjá öðm þessara fyrirtækja kemur í ljós að vaxtagreiðslur, réiknaðar með ágústvöxtum hefðu orðið 100 millj. krónum hærri en vaxta- greiðslur reiknaðar með desember- vöxtum og þar með hefði heildartap þessa fyrirtækis orðið 40 millj. í staðinn fyrir hagnað upp á 32 millj. króna. Eignatilfærslan í þjóðfélaginu er hrikaleg bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum og mikil spurning er hvort því máli ætti ekki að skjóta til mannréttindadómstólsins í Strassborg. Eitt er víst að frjáls- hyggjan er gjaldþrota og ýmsir hagspekingar í okkar þjóðfélagi ekki hátt skrifaðir um þessar mund- ir. Afleiðingamar af þessari reynslu em dapurlegar, þó fyrst og fremst á landsbyggðinni. Á ársafmæli ríkisstjómar Þor- steins Pálssonar varð þetta til: Þjóðin marga færði fórn flokkur Þorsteins slær nú metið því aldrei hefur aumri stjóm ár að völdum setið. Það er að vísu ekki nýtt að at- hafnir hafí ekki fylgt orðum stjóm- málamanna okkar og að stefna þeirra sé oft þokukennd. Ég hygg að í áratugi hafí allir stjómmála- flokkar í okkar landi haft það á stefnuskrá sinni og margítrekað það fyrir allar kosningar, að þeir stefni að því að jafna kjörin í iandinu og halda þannig á málum að byggð haldist eins og hún hefur verið á hveijum tima. En hvemig er staðan nú? Fyrir 9 ámm fór ég að benda framsóknarmönnum á að ef málefn- um landsbyggðar yrði ekki sinnt af meiri alvöm og festu en þá var gert, myndi verða uppstokkun í öll- um stjómmálaflokkum landsins. Spumingin væri ekki sú hvort það myndi gerast heldur hvenær. Þessa skoðun mína ítrekaði ég oft í þing- flokknum meðan ég átti sæti þar. Þeir sem á annað borð fylgjast með viðhorfum almennings í dag til stjómmálaflokkanna hljóta að sjá og skilja að þessi stund er nú upp mnnin og raunar gerðist það að nokkm leyti fyrir síðustu kosningar með framboði Borgaraflokksins og Samtaka jafnréttis og félags- hyggju. Hefðu þau framboð ekki komið til sæti þjóðin nú uppi með hreina fijálshyggjuviðreisnarstjóm. Tilhugsunin um slíka hrollvekju hefur orðið til þess að mynda um- ræður um samtök, sem hefðu það að markmiði að vinna að auknu réttlæti og koma í veg fyrir að fjár- magnið deili og drottni eins og ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar gerði harkalega tilraun til. Gjaldþrot frjálshyggjunnar hefur orðið til þess, að ástandið innan stjómmálaflokkanna er ekki gæfu- legt um þessar mundir. Það er mik- il óánægja og átök sem koma upp á yfirborðið í ýmsum myndum. Eg spurði þingmann um ráðherra úr hans flokki. Svar hans var: „Það er ekki mín deild.“ Ég spurði þing- mann úr öðrum flokki einnig um ráðherra úr hans flokki. Svarið var: „Ég fylgist ekki með þessum frjáis- hyggjugaurum." Ég tók hann tali út af þessu svari um ástandið í flokki hans. Þá bætti hann við: „Sumir þessir ráðherrar eru ekki í neinu sambandi við lífið í landinu. Þeir hanga í erlendum hagfræði- kenningum og það er eins og þeim sé fyrirmunað að skilja að þær eiga ekki við okkar sveiflukennda þjóðlíf og j)ví fer sem fer.“ Áður en lengra er haldið vil ég minna á, að við Gunnar Hilmarsson sögðum báðir fyrir síðustu kosning- ar, að framboð J-listans gæti komið í veg fyrir að hægt yrði að mynda viðreisnarstjóm. En nú eru Samtök jafnréttis og félagshyggju aðili að ríkisstjórn og án okkar var ekki hægt að mynda hana, það er staðreynd. Hins vegar veldur aðild okkar að þessari ríkis- stjóm ýmsum sem styðja hana miklu hugarangri, enda er frjáls- hyggjan ekki gengin niður af þeim „Birta“ í Lista- salnum Nýhöfin Kristín Þorkelsdóttir opnar sýningu i Listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18 i Reykjavík, í dag, laugardaginn 21. janúar klukkan 14-16. Á sýningunni, sem ber yfírskriftina „Birta“, eru vastnslitamyndir málaðar á árunum 1987-’88. „Myndir sfnar málar Kristín úti í náttúmnni í öllum veðrum. Undan- farin ár hafa þau Kristín og maður hennar Hörður „lagst út“ hluta af sumri, hún með vatnslitina og hann með myndavélamar og slitið öll 'tengsl við siðmenninguna," segir í frétt frá Nýhöfn. Kristín er fædd árið 1936 í Reykjavík. Hún stundaði nám í fijálsri myndlist við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1951-’54. Hún hefur starfað við auglýsiungateiknun frá árinu 1960 og veitir nú forstöðu hönnunardeild AUK hf. Þetta er fjórða einkasýning Kristínar, en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin, sem er sölusýning, verður opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18: Sýningunni lýkur 8. febr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.