Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 15. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eistland: Staða þjóðtung- unnar styrkt Moskvu. Reuter. ÞING Eistlands steig enn eitt skrefíð i sjálfstæðisátt i gær er það samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að eistneska skyldi notuð dags daglega í Sovétlýðveldinu. í þessu felst meðal annars að opin- berum starfsmönnum ber að hafa eistnesku auk rússneskunnar á valdi sínu í síðasta lagi eftir Qögur ár. Heimildarmenn í Eistlandi sögðu í gær að hópur rússneskumælandi þingmanna hefði neitað að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og hótað Bandaríkin: Reagan vin- sælli en for- verar hans New York. Reuter. NÚ ÞEGAR Ronald Reagan lætur af forsetaembættinu í Banda- ríkjunum nýtur hann meiri vin- sælda en nokkur forseti frá seinni heimsstyijöld. í skoðanakönnun á vegum CfiS-sjónvarpsstöðvarinn- ar og New York Times, sem birt var í gær, sagðist 61 af hundraði ánægður með forsetatíð Reagans. Enginn forvera Reagans i forseta- embætti frá Harry Truman að telja naut meira en vinsælda 60% bandarísku þjóðarinnar. Vinsældir Reagans dvínuðu nokk- uð á samdráttartímabilinu frá 1982-83. Þær jukust á ný þegar hann var endurkjörinn árið 1984 en minnkuðu þegar vopnasalan til írans komst í hámæli. Undir lok seinna kjörtímabilsins hafa vinsældir forset- ans aukist jafnt og þétt. í skoðana- könnuninni var Reagan einkum talið það til tekna að hafa bætt sambúðina við Sovétríkin og eflt efnahag lands- ins. Meira en helmingi aðspurðra fannst að meira hefði mátt gera til að vinna bug á eiturlyfjavandanum og fjárlagahallanum og bæta að- búnað heimilislausra. Sjá „Helga sig skriftum . . .“ á bls. 24. að senda Æðsta ráðinu í Moskvu formlega kvörtun vegna nýju lag- anna. A fímmta og sjötta áratug þess- arar aldar voru Rússar hvattir til að flytjast búferlum til Eistlands með þeim afleiðingum að nú eru einungis 60% íbúanna eistnesk að uppruna. Málgagn Sovétstjómar- innar, Izvestia, birti grein fyrr í mánuðinum þar sem eistneska þing- ið var hvatt til að bíða með löggjöf um þjóðtunguna þangað til ný stjómarskrárákvæði um stöðu lýð- veldanna innan Sovétríkjanna hafa verið afgreidd. Eystrasaltslýðveldin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen samþykktu í fyrra lög sem tryggðu að þjóðtungur lýðveldanna væm hin opinberu mál en ekki rússneska. Almennt var litið á þessa ráðstöfun sem lítt dulda sjálfstæðisyfirlýsingu gagnvart miðstjómarvaldinu í Moskvu án þess þó að í samþykkt- unum fælust raunvemlegar breyt- ingar. Nú hefur eistneska þingið tekið af öll tvímæli um hvert stefnt skuli. Reuter Fáni Júdeu Gyðingur, búsettur á vesturbakka Jórdanár, breiðir úr nýjum fána Júdeu, ríkis sem heittrúaðir gyðingar hyggjast stofíia ef ísraelsk stjórnvöld ákveða að láta hernumdu svæðin af hendi. f gær hófst fyrsta þing Júdeuríkisins tilvonandi. Marcos að dauða kominn New York. Reuter. FERDINAND Marcos, fyrrum forseti Filippseyja, er að dauða kominn og getur ekki svarað til saka i dómsmáli sem höfðað hef- ur verið á hendur honum í Bandaríkjunum að því er segir í bréfi frá lögfræðingi Marcosar til dómara í New York. Saksóknarar i máli Marcosar hafa ekki tjáð sig um þá fullyrðingu að Marcos, sem nú er í útlegð á Hawaii, sé nær dauða en lífi en þeir hafa fallið frá kröfu sinni um að hann komi til New York vegna réttarhaldanna. Segja þeir full- nægjandi að Marcos svari til saka á Hawaii. Marcos er sakaður um að hafa í 20 ára valdatíð sinni stol- ið 103 milljónum dala úr ríkissjóði Filippseyja og beitt brögðum til að fá 165 milljóna dala Ián hjá bönkum í New York. í bréfí Richards Hibeys, lögfræð- ings Marcosar, kemur fram að for- setinn fyrrverandi sé svo heilsuveill að hann þoli ekki langferðir. í læknaskýrslu sem fylgir bréfinu segir að Marcos þjáist af hjarta- og nýmasjúkdómi auk lungnabólgu. Sjá „Ódauðleikinn tryggð- ur . . .“ á bls. 25. Tékkneska lögreglan læt- ur fjöldamótmæli óátalin Prag. Vin. Reuter. AÐ MINNSTA kosti fímm þús- und manns söíhuðust saman í miðborg Prag í gær, fjórða dag- inn i röð, og kröfðust frelsis og mannréttinda. Margir hrópuðu „Gorbatsjov, Gorbatsjov!“ eða Efiiaverksmiðjan í Líbýu: Virða skal mannrétt- indi kaupsýslumanna Bonn. Reuter. í UMRÆÐUM í vestur-þýska þinginu í gær deildi stjórnarandstaðan hart á ríkisstjóm Helmuts Kohls kanslara fyrir að láta undir höfuð leggjast að stöðva þátttöku vestur-þýskra fyrirtækja í byggingu efiiaverksmiðju í Líbýu. Wolfgang Sch&uble, yfirmaður kanslara- ráðuneytisins, viðurkenndi í umræðunum að ríkisstjórnin hefði feng- ið leynilegar upplýsingar um aðild vestur-þýskra fyrirtækja að uppsetningu verksmiðjunnar i Rabta, suður af Tripóli, i mai i fyrra. SchSuble skýrði aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar á þann veg að hún væri einungis bundin af gildandi lögum og minnti á að „kaupsýslu- menn hefðu líka sin mannréttindi“. Norbert Gansel, varaformaður flokks jafnaðarmanna (SPD), sak- aði Helmut Kohl um að hylma yfir með „viðskiptum dauðans", skaða orðstír Vestur-Þýskalands á al- þjóðavettvangi og grafa undan þeirri siðferðislegu ábyrgð Vestur- Þjóðveq'a sem hlytist af fortíð þjóð- arinnar. Getum hefur verið að því leitt að Muammar Gaddafi Líbýu- leiðtogi hyggist beita efnavopnum gegn Israel. Gansel sagði að sam- skipti Vestur-Þýskalands og Bandaríkjanna hefðu aldrei verið jafnstirð og nú vegna þessa máls. Vestur-þýska ríkisstjómin neitaði því staðfastlega í fyrstu að vestur- þýsk fyrirtæki ættu aðild að verk- smiðjunni í Rabta en smám saman hefur hún fallist á grunsemdir ríkisstjómar Bandaríkjanna. Fyrir- tækið Imhausen hefur verið kært fyrir viðskipti sín við Líbýumenn. Mordechai Amihai, talsmaður Reutcr Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, mátti sitja undir þungum ásökunum á þingfundi f Bonn í gær. ísraelska utanríkisráðuneytisins, sagðist í gær ekki líta svo á að vestur-þýska ríkisstjóm bæri ábyrgð á hlut v-þýskra fyrirtækja í smíði efnavopna í Líbýu en af sögulegum ástæðum væri það litið mjög alvarlegum augum í ísrael að Þjóðveqar aðstoðuðu öfgasinn- aða araba við að smíða vopn til að deyða gyðinga. „Lengi lifi Charta!“. Nú brá svo við, að sögn sjónarvotta, að tékkneska lögreglan lét mótmæl- in óátalin. Frá því á sunnudag hafði óeirðalögregla gengið fram af mikilli hörku gegn and- ófsmönnum, sem minntust þess að 20 ár eru liðin síðan Jan Palach lést eftir að hafa kveikt í sér til að mótmæla innrás sov- éska hersins. íbúar í Prag, sem fréttamenn Reuters-fréttastof- unnar ræddu við, virtust telja að hörð gagnrýni á tékknesk stjórn- völd á Ráðstefiiunni um öryggi og samvinnu í Evrópu (ROSE) sem haldin er í Vínarborg hefði valdið þessari stefnubreytingu yfirvalda. Umræður um mannréttindamál í Tékkóslóvakíu og tilvist Berlínar- múrsins settu svip sinn á annan dag utanríkisráðherrafundar RÖSE í Vínarborg. Þegar menn komu til fundar í gærmorgun var lesið bréf frá tékknesku mannréttindasam- tökunum Charta 77. Þar var því haldið fram að tékknesk stjómvöld hefðu nauðug viljug skrifað undir lokaályktun Vínaifundarins fyrr í vikunni en í raun væru þau andsnú- in auknum mannréttindum heima fyrir. Jaromir Johanes, utanríkis- ráðherra Tékkóslóvakíu, kvaddi sér hljóðs og mótmælti ræðu George Shultz, starfsbróðurs síns frá Bandaríkjunum, sem haldin var á þriðjudag. Shultz hafði gagnrýnt tékknesku stjórnina harðlega fyrir að beija niður fund andófsmanna á sunnudag, sama daginn og loka- skjal RÖSE var undirritað. Johanes mæltist til þess að Bandaríkjamenn gerðu hreint fyrir eigin dymm áður en spjótum yrði beint að Tékkum. Edúard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, vék einnig að málflutningi Shultz í ræðu sinni í gær. Hann sagði ekki tímabært að rífa Berlínarmúrinn og það væri Austur-Þjóðverjum í sjálfsvald sett að „veija landamæri sín“. Janos Berecz, félagi í ungverska stjómmálaráðinu, sagði í útvarps- viðtali í vikunni, að ungversk og tékknesk stjómvöld greindi alvar- lega á í mannréttindamálum og er slík yfirlýsing einsdæmi í samskipt- um ríkjanna frá stríðslokum. Berecz var í heimsókn í Tékkóslóvakíu í siðustu viku og segir hann að mik- ill uggur sé í þarlendum yfirvöldum vegna breytinga í lýðræðisátt í Ungveijalandi. „Félagar okkar í Tékkóslóvakíu eru fullir ósjálfráðs ótta við þróun líka þeirri sem átti sér stað vorið 1968 en við [Ungveij- ar] erum í miðjum klíðum við að hrinda slíkum breytingum í fram- kvæmd," sagði Berecz meðal ann- ars en hann er aðalhugmyndafræð- ingur ungverska kommúnista- flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.