Morgunblaðið - 19.01.1989, Síða 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
15. tbl. 77. árg.
FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Eistland:
Staða þjóðtung-
unnar styrkt
Moskvu. Reuter.
ÞING Eistlands steig enn eitt skrefíð i sjálfstæðisátt i gær er það
samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að eistneska skyldi notuð
dags daglega í Sovétlýðveldinu. í þessu felst meðal annars að opin-
berum starfsmönnum ber að hafa eistnesku auk rússneskunnar á
valdi sínu í síðasta lagi eftir Qögur ár.
Heimildarmenn í Eistlandi sögðu
í gær að hópur rússneskumælandi
þingmanna hefði neitað að taka
þátt í atkvæðagreiðslunni og hótað
Bandaríkin:
Reagan vin-
sælli en for-
verar hans
New York. Reuter.
NÚ ÞEGAR Ronald Reagan lætur
af forsetaembættinu í Banda-
ríkjunum nýtur hann meiri vin-
sælda en nokkur forseti frá seinni
heimsstyijöld. í skoðanakönnun á
vegum CfiS-sjónvarpsstöðvarinn-
ar og New York Times, sem birt
var í gær, sagðist 61 af hundraði
ánægður með forsetatíð Reagans.
Enginn forvera Reagans i forseta-
embætti frá Harry Truman að
telja naut meira en vinsælda 60%
bandarísku þjóðarinnar.
Vinsældir Reagans dvínuðu nokk-
uð á samdráttartímabilinu frá
1982-83. Þær jukust á ný þegar
hann var endurkjörinn árið 1984 en
minnkuðu þegar vopnasalan til írans
komst í hámæli. Undir lok seinna
kjörtímabilsins hafa vinsældir forset-
ans aukist jafnt og þétt. í skoðana-
könnuninni var Reagan einkum talið
það til tekna að hafa bætt sambúðina
við Sovétríkin og eflt efnahag lands-
ins. Meira en helmingi aðspurðra
fannst að meira hefði mátt gera til
að vinna bug á eiturlyfjavandanum
og fjárlagahallanum og bæta að-
búnað heimilislausra.
Sjá „Helga sig skriftum . . .“ á
bls. 24.
að senda Æðsta ráðinu í Moskvu
formlega kvörtun vegna nýju lag-
anna.
A fímmta og sjötta áratug þess-
arar aldar voru Rússar hvattir til
að flytjast búferlum til Eistlands
með þeim afleiðingum að nú eru
einungis 60% íbúanna eistnesk að
uppruna. Málgagn Sovétstjómar-
innar, Izvestia, birti grein fyrr í
mánuðinum þar sem eistneska þing-
ið var hvatt til að bíða með löggjöf
um þjóðtunguna þangað til ný
stjómarskrárákvæði um stöðu lýð-
veldanna innan Sovétríkjanna hafa
verið afgreidd. Eystrasaltslýðveldin
þrjú, Eistland, Lettland og Litháen
samþykktu í fyrra lög sem tryggðu
að þjóðtungur lýðveldanna væm hin
opinberu mál en ekki rússneska.
Almennt var litið á þessa ráðstöfun
sem lítt dulda sjálfstæðisyfirlýsingu
gagnvart miðstjómarvaldinu í
Moskvu án þess þó að í samþykkt-
unum fælust raunvemlegar breyt-
ingar. Nú hefur eistneska þingið
tekið af öll tvímæli um hvert stefnt
skuli.
Reuter
Fáni Júdeu
Gyðingur, búsettur á vesturbakka Jórdanár, breiðir úr nýjum
fána Júdeu, ríkis sem heittrúaðir gyðingar hyggjast stofíia ef
ísraelsk stjórnvöld ákveða að láta hernumdu svæðin af hendi. f
gær hófst fyrsta þing Júdeuríkisins tilvonandi.
Marcos
að dauða
kominn
New York. Reuter.
FERDINAND Marcos, fyrrum
forseti Filippseyja, er að dauða
kominn og getur ekki svarað til
saka i dómsmáli sem höfðað hef-
ur verið á hendur honum í
Bandaríkjunum að því er segir í
bréfi frá lögfræðingi Marcosar
til dómara í New York.
Saksóknarar i máli Marcosar
hafa ekki tjáð sig um þá fullyrðingu
að Marcos, sem nú er í útlegð á
Hawaii, sé nær dauða en lífi en
þeir hafa fallið frá kröfu sinni um
að hann komi til New York vegna
réttarhaldanna. Segja þeir full-
nægjandi að Marcos svari til saka
á Hawaii. Marcos er sakaður um
að hafa í 20 ára valdatíð sinni stol-
ið 103 milljónum dala úr ríkissjóði
Filippseyja og beitt brögðum til að
fá 165 milljóna dala Ián hjá bönkum
í New York.
í bréfí Richards Hibeys, lögfræð-
ings Marcosar, kemur fram að for-
setinn fyrrverandi sé svo heilsuveill
að hann þoli ekki langferðir. í
læknaskýrslu sem fylgir bréfinu
segir að Marcos þjáist af hjarta-
og nýmasjúkdómi auk lungnabólgu.
Sjá „Ódauðleikinn tryggð-
ur . . .“ á bls. 25.
Tékkneska lögreglan læt-
ur fjöldamótmæli óátalin
Prag. Vin. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti fímm þús-
und manns söíhuðust saman í
miðborg Prag í gær, fjórða dag-
inn i röð, og kröfðust frelsis og
mannréttinda. Margir hrópuðu
„Gorbatsjov, Gorbatsjov!“ eða
Efiiaverksmiðjan í Líbýu:
Virða skal mannrétt-
indi kaupsýslumanna
Bonn. Reuter.
í UMRÆÐUM í vestur-þýska þinginu í gær deildi stjórnarandstaðan
hart á ríkisstjóm Helmuts Kohls kanslara fyrir að láta undir höfuð
leggjast að stöðva þátttöku vestur-þýskra fyrirtækja í byggingu
efiiaverksmiðju í Líbýu. Wolfgang Sch&uble, yfirmaður kanslara-
ráðuneytisins, viðurkenndi í umræðunum að ríkisstjórnin hefði feng-
ið leynilegar upplýsingar um aðild vestur-þýskra fyrirtækja að
uppsetningu verksmiðjunnar i Rabta, suður af Tripóli, i mai i fyrra.
SchSuble skýrði aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar á þann veg að hún
væri einungis bundin af gildandi lögum og minnti á að „kaupsýslu-
menn hefðu líka sin mannréttindi“.
Norbert Gansel, varaformaður
flokks jafnaðarmanna (SPD), sak-
aði Helmut Kohl um að hylma yfir
með „viðskiptum dauðans", skaða
orðstír Vestur-Þýskalands á al-
þjóðavettvangi og grafa undan
þeirri siðferðislegu ábyrgð Vestur-
Þjóðveq'a sem hlytist af fortíð þjóð-
arinnar. Getum hefur verið að því
leitt að Muammar Gaddafi Líbýu-
leiðtogi hyggist beita efnavopnum
gegn Israel. Gansel sagði að sam-
skipti Vestur-Þýskalands og
Bandaríkjanna hefðu aldrei verið
jafnstirð og nú vegna þessa máls.
Vestur-þýska ríkisstjómin neitaði
því staðfastlega í fyrstu að vestur-
þýsk fyrirtæki ættu aðild að verk-
smiðjunni í Rabta en smám saman
hefur hún fallist á grunsemdir
ríkisstjómar Bandaríkjanna. Fyrir-
tækið Imhausen hefur verið kært
fyrir viðskipti sín við Líbýumenn.
Mordechai Amihai, talsmaður
Reutcr
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, mátti sitja undir
þungum ásökunum á þingfundi
f Bonn í gær.
ísraelska utanríkisráðuneytisins,
sagðist í gær ekki líta svo á að
vestur-þýska ríkisstjóm bæri
ábyrgð á hlut v-þýskra fyrirtækja
í smíði efnavopna í Líbýu en af
sögulegum ástæðum væri það litið
mjög alvarlegum augum í ísrael
að Þjóðveqar aðstoðuðu öfgasinn-
aða araba við að smíða vopn til að
deyða gyðinga.
„Lengi lifi Charta!“. Nú brá svo
við, að sögn sjónarvotta, að
tékkneska lögreglan lét mótmæl-
in óátalin. Frá því á sunnudag
hafði óeirðalögregla gengið
fram af mikilli hörku gegn and-
ófsmönnum, sem minntust þess
að 20 ár eru liðin síðan Jan
Palach lést eftir að hafa kveikt
í sér til að mótmæla innrás sov-
éska hersins. íbúar í Prag, sem
fréttamenn Reuters-fréttastof-
unnar ræddu við, virtust telja að
hörð gagnrýni á tékknesk stjórn-
völd á Ráðstefiiunni um öryggi
og samvinnu í Evrópu (ROSE)
sem haldin er í Vínarborg hefði
valdið þessari stefnubreytingu
yfirvalda.
Umræður um mannréttindamál í
Tékkóslóvakíu og tilvist Berlínar-
múrsins settu svip sinn á annan dag
utanríkisráðherrafundar RÖSE í
Vínarborg. Þegar menn komu til
fundar í gærmorgun var lesið bréf
frá tékknesku mannréttindasam-
tökunum Charta 77. Þar var því
haldið fram að tékknesk stjómvöld
hefðu nauðug viljug skrifað undir
lokaályktun Vínaifundarins fyrr í
vikunni en í raun væru þau andsnú-
in auknum mannréttindum heima
fyrir. Jaromir Johanes, utanríkis-
ráðherra Tékkóslóvakíu, kvaddi sér
hljóðs og mótmælti ræðu George
Shultz, starfsbróðurs síns frá
Bandaríkjunum, sem haldin var á
þriðjudag. Shultz hafði gagnrýnt
tékknesku stjórnina harðlega fyrir
að beija niður fund andófsmanna á
sunnudag, sama daginn og loka-
skjal RÖSE var undirritað. Johanes
mæltist til þess að Bandaríkjamenn
gerðu hreint fyrir eigin dymm áður
en spjótum yrði beint að Tékkum.
Edúard Shevardnadze, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, vék einnig
að málflutningi Shultz í ræðu sinni
í gær. Hann sagði ekki tímabært
að rífa Berlínarmúrinn og það væri
Austur-Þjóðverjum í sjálfsvald sett
að „veija landamæri sín“.
Janos Berecz, félagi í ungverska
stjómmálaráðinu, sagði í útvarps-
viðtali í vikunni, að ungversk og
tékknesk stjómvöld greindi alvar-
lega á í mannréttindamálum og er
slík yfirlýsing einsdæmi í samskipt-
um ríkjanna frá stríðslokum. Berecz
var í heimsókn í Tékkóslóvakíu í
siðustu viku og segir hann að mik-
ill uggur sé í þarlendum yfirvöldum
vegna breytinga í lýðræðisátt í
Ungveijalandi. „Félagar okkar í
Tékkóslóvakíu eru fullir ósjálfráðs
ótta við þróun líka þeirri sem átti
sér stað vorið 1968 en við [Ungveij-
ar] erum í miðjum klíðum við að
hrinda slíkum breytingum í fram-
kvæmd," sagði Berecz meðal ann-
ars en hann er aðalhugmyndafræð-
ingur ungverska kommúnista-
flokksins.