Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐH) SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 Sópran- söngkonan Ileana Co- trubas væntanleg RÚMENSKA sópransöng- konan Ileana Cotrubas er væntanleg til íslands í byrjun febrúar. Hún mun koma firam á tvenn- um tónleikum, syngja & óperutónleikum með Sinfóníuhyómsveit íslands þann 9. febrúar og sfðan á þ’óðatón- leikum f Islensku óperunni laug- ardaginn 11. febrúar. Ileana Cotrubas hefur sungið f aðalhlutverkum á helstu óperusvið- um heims, svo sem Vínaróperunni, Covent Garden í London, La Scala f Mflanó og Metropolitan í New York. Hún hefur sungið á móti helstu tenórum heims á þessum tfma og íslenskum óperuaðdáendum er hún að góðu kunn fyrir þátttöku í sýningum íslenska Sjónvarpsins á La Traviata og Ævintýrum Hoff- manns fyrir nokkrum árum. Heana er einkum þekkt fyrir túlk- un sfna á ftölskum óperuhlutverkum eftir Verdi og Puccini, en einnig hefur hún hlotið lof fyrir frammi- stöðu sína í óperum Mozarts. Vestmannaeyjar: Gámar fuku í VESTMANNAEYJUM komst vindur f 100 hnúta þegar lægðin gekk yfir aðfaranótt laugardags og fuku gámar og kör til á bryggjunni og jámplötur af fisk- þró. Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum varð ekkert verulegt eignartjón en jafnvel Vestmannaey- ingum þótti nóg um f verstu hviðun- um. Deana Cotrubaa Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: „Nálgumst meir og STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra telur að rfldssfjórn hans muni f dag eða á morgun takast að ná saman um þær efhahagsað- gerðir sem verið hafa til umQöllunar f rfldssfjórninni að undanförau og f samtali við Morgunblaðið á hádegi f gær sagði hann að f höftiðatrið- um hefði tillögum hans verið vel tekið f rfkisstjórninni. „Ég lagði nú fyrstu hugmyndimar frW fyrir .10 dögum og ég tel að þeim hafi verið vel tekið í ríkisatjóm í höfuðatriðum. Þetta hefur smám- saman verið að þróast f rétta átt, en ég hef ekki lagt fram neina úr- slitakosti," sagði forsætisráðherra. Steingrímur sagði jaftiframt: „Ég er sæmilega vongóður um að við náum samstöðu um aðgerðir f þessa vera. Hins vegar þegar maður hlust- ar á einstaka þingmenn eins og Kar- vel Pálmason og Skúla Alexanders- son úttala sig um það sem við erum að ræða þá er maður kannski ekki eins sannfærður." Aðspurður um hvemig hann hygð- ist fá Jón Siguðrsson, viðskiptaráð- herra til þess að samþykkja afnám vaxtafrelsis sagði forsætisráðherra: „Ég er alveg sannfærður um það að þegar við erum búnir að fara f gegn- um alla hlutina þá sér Jón Sigurðs- son það, að það er miklu skynsam- legra að stinga sér í gegnum brotsjó- inn, heldur en að ætla að synda yfir hann. Mér finnst að þegar menn hafa rætt þessi mál, þá höfum við nálgast meira og meira." Steingrímur sagðist jafnframt telja að ráðherrar ríkisstjómarinnar hefðu nálgast meira og meira um það hvaða prósentutala verið ákveðin varðandi gengisfellingu, en eins og kemur fram f Morgunblaðinu f gær vill Framsóknarflokkurinn ganga mun lengra f þeim efnum en Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag. „Það fer auðvitað allt eftir því hvem- ig slfkt er framkvæmt," sagði forsæt- isráðherra. „Eins og ég hef marg- sinnis sagt, þá er ég jafnmikið á móti þvf og aðrir, að færa eingöngu frá launþegum, en það þarf að færa frá öðrum aðilum f þjóðfélaginu eins og flármagnseigendum, bönkunum, Landsvirkjun og hinum ýmsu opin- berum fyrirtækjum. Ef menn geta ekki sætzt á það, þá er ekkert vit f gengisfellingu." Steingrímur sagðist sannfærður um að ríkissijómin næði saman um aðgerðir, en hvort það yrði á ríkis- stjómarfundi f dag eða á morgun kvaðst hann ekki vita. Það væri ver- ið að vinna að öllum þessum málum af ýmsum sérfræðingum nú, og hann hefði ekki sett nein ákveðin tima- mörk. í Alþýðublaðinu í gær varar Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra við aukinni miðstýringu f vaxta- og verð- lagsmálum og tímabundnum aðgerð- um f þeim efiium. Hann segir að f nútímaþjóðfélagi sé það aðall jafnað- arstefnu að beita „ftjálsræði í at- Nýtt kvenna- fangelsi Um mánaðamótin mars/apríl verður tekið f notkun nýtt kvennafitngelsi fyrir 12 fanga, við Kópavogsbraut 17 f Kópa- vogi. Samningi um vistun kven- fknga á Bitru í Hraungerðis- hreppi var sagt upp um sfðustu áramót. Að sögn Þorsteins A. Jónssonar deildarsijóra i dómsmálaráðuneyt- inu er þörf fyrir fangelsisrými fyr- ir konur afar mismunandi allt frá einu til sjö á ári og er því gert ráð fyrir að nýja fangelsið visti bæði karla og konur. meir“ vinnu- og efnahagsmálum." Menn eigi ekki að stefna að samþjöppun valdsins, nema þegar ekki verði hjá því komist." Þetta er svar hans við spumingunni hvort stefna beri frá fijálsræði í vaxta- og verðlagsmálum til aukinnar miðstýringar. Þjóðvijjinn segir frá tillögum Steingrfms Hermannssonar f frétt f gær undir fyrirsögninni „Vextimir kýldir niður". Þar kemur fram að forsætisráðherra leggi til að raun- vextir lækki f 4-5%, en áður hafði verið stefnt að því að þeir lækkuðu f 6%. Markmiðið með tillögum for- sætisráðherra er sagt vera „að koma f veg fyrir okur og draga sem mest úr misgengi fjármagnskostnaðar og launa." Jafnframt er greint frá þvf að hann leggi til strangt verðlagseftir- lit, þegar verðstöðvun lýkur, að Út- vegsbankinn verði annað hvort sam- einaður rfkisbönkunum eða seldur og að þak verði á almennum launa- hækkunum á þessu ári Sala Útvegsbankans gengur hægt: Þeír sem mestan hafa áhugann eru útilokaðir EKKERT gengur eða rekur f sölu á hlutabréfiun rikissjóðs í Útvegsbankanum. Þar að auki hafa þeir sem mestan áhuga hafa á kaupunum fengið lítil viðbrögð frá stjórnvöldum. Hér er um að ræða Sambaud íslenskra sparisjóða. Því er borið við að vegna tæknilegra og lagalegra vandamála geti sparisjóðirair ekki sam- einast um kaupin. Forráðamenn sparisjóðanna viðurkenna að til að geta sameinast þurfil verulegar lagabreytingar og tima en samt sem áður sé þetta mögulegt ef samningsviðræður við þá færu á annað borð í gang. Heildarhlutafé í Útvegsbank- anum er 1000 milljónir króna. Af því á ríkisq'óður 764 milljónir, Fiskveiðasjóður 200 og einstaklingar 36 milljónir. Sölugengi hlutabréfanna er nú skráð á 1,37 á hlutabréfamarkað- inum. Samkvæmt því er hlutur ríkissjóðs 1046 milljóna króna virði og lætur nærri að það sé það verð sem ríkisajóður vill fá fyrir bréfin. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er til athugunar að ríkissjóður selji meirihluta, 501 milljón, á nafiiverði eða 686 milljónir samkvæmt sölugengi, þeim aðilum sem hugsanlega keyptu bankann og samein- uðust honum. Afgangurinn yrði síðan greiddur með hlutabréfum í hinum nýja banka sem ríkis- sjóður myndi sfðan selja á Verðbréfaþingi íslands er það tek- ur upp skráningu hlutabréfa. Þeir bankamenn sem Morgun- blaðið ræddi við um þetta mál sögðu að nefnd sú sem stofnuð var fyrr í vetur og íalið var að annast sölu bankans hefði farið sér rólega. Aðeins hefðu verið haldnir tveir óformlegir fundir með hugsanlegum kaupendum og ekkert farið að ræða verð fyrir hlutaféð eða greiðsluskilmála. Þau skilyrði sem Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra setti fyrir sölunni voru að gott verð fengist fyrir hlutabréfin, að salan leiddi til samruna banka og að eignarað- ild yrði dreifð. Þeir bankar sem til greina koma eru hlutafélaga- bankamir, Iðnaðarbankinn, Verslunarbankinn, Alþýðubank- inn, Samvinnubankinn svo og 8parisjóðimir. Nefndin sem ann- ast á sölu bankans vill að einhver samsteypa þess- ara banka kaupi hlut ríkissjóðs. Ef ekki tekst að selja einhveijum af þessum aðil- um Útvegsbank- ann verður honum annað hvort skipt upp á milli Landsbankans og Búnaðarbankans eða hann sameinaður öðram hvorum þess- ara banka. Slíkt eru raunar tillög- ur Framsóknarflokksins í rfkis- stjóminni. Iðnaðar- og Verslunarbankinn höfðu áhuga á kaupum Útvegs- bankans fyrir tveimur árum en þá strandaði það samstarf á Verslunarbankanum. Hefur sá angi málsins verið í biðstöðu eftir Fri&rik Indribason síðan. Hvað Alþýðubankann og Samvinnubankann varðar segja forráðamenn þeirra að málið sé svo skammt á veg komið að lítið sé hægt að segja um það af eða á enn sem komið er. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun stjóm Alþýðubankans þrískipt í afstöðu til þess með hvaða öðmm hlutafélagabanka eigi að eiga samstarf. Einn hlutinn vill sam- starf með Iðnaðarbanka, einn með Verslunarbanka, og einn með Samvinnubanka. Sparisjóðimir em sá aðili sem einna best uppfyllir þau skilyrði sem sett vom um sölu á bankan- um. Á þriðja óformlega fundinum sem fulltrúar þeirra áttu með nefndinni var þeim hinsvegar til- kynnt að þeir væm ekki lengur inni í myndinni einir sér af fram- angreindum ástæðum og finnst þeim það óskaplega skrýtin af- staða. Þau tæknilegu vandamál sem borið er við séu síður en svo óyfirstíganleg. Og hvað fiárhags- legt bolmagn varðar benda þeir á að eigið fé sparisjóðanna um síðustu áramót var um 2 milljarð- ar króna. Hvað sem öðm líður er ljóst að íslenskir bankamenn verða að fara að hugsa sinn gang hvað varðar sameiningu bankanna og aukna hagkvæmi þeirra vegna þeirrar þróunar sem er að gerast í Evrópu. Hér er átt við fríverslun- arsamning milli Evrópubanda- lagsins og EFTA-landanna. Það liggur ljóst fyrir að fríverslunin mun ekki eingöngu ná yfir vörar heldur einnig þjónustu, þar með talið bankaþjónustu. Á fundi sem haldinn var í Tam- pere í Finnlandi í sumar með EFTA-ráðherrum og fulltrúum frá yfirs^'óm Evrópubandalagsins kom fram sérstaklega að stefnt skyldi að því að bankaþjónusta yrði ftjáls milli Evrópulandanna. I gildi hafa verið reglur innan Evrópubandalagsins um banka- starfsemi sem virka þannig að ef til dæmis Dani ætlaði að reka banka á Ítalíu yrði hann að stofna hann sérstaklega þar og reka hann eftir ítölskum lögum og regl- um. Nú liggja hinsvegar fyrir drög að nýjum reglum sem kveða á um að Daninn þarf ekki _að setja upp sérstakan banka á Ítalíu heldur geti rekið þar bankastarfsemi í eigin nafni sem lyti áfram dönsk- um lögum og reglum. Þetta sjá allir bankar sem nokkra hótun við tilveru sína, það er að hagkvæm- ustu bankamir muni taka yfir markaðinn í aukinni samkeppni sem væntanlega lækkar verð á bankaþjónustu. EFTA-löndin hafa verið að ræða þessi mál sín í millum en Evrópubandalagið mun vera orðið óþolinmótt eftir að niðurstaða fá- ist f samræmingu á reglum um bankastarfsemi milli landanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.