Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 MIDULEWIR UfiHABAHBSIIIS Helga Bachmann og Helgi Skúlason hafa verið gift í þrjátíu ár og jafn lengi verið í hópi fremstu leikara landsins. Nú leika þau aðalhlutverkin í einu frægasta hjónabandsleikriti samtímans, * „Hver er hræddur við Virginiu Woolf?u hjá Leik- félagi Akureyrar eftir Kristínu Morju Baldursdóttur/mynd Rúnar Þór MARTA OG Georg kunna allar leikreglur hjónabandsins, slá aldrei vindhögg því þau þekkja út í æsar veikleika hvors annars og geta því af kunnáttu og vandvirkni sært og drep- ið ást og tilfinningar. í návist annarra eflast þau í illkvittni sinni og orðheppni og sýna svart á hvítu hvílíkt helvíti hjóna- bandið getur verið. En þau munu aldrei skilja, þessi hjón í leikritinu „Hver er hræddur við Virginiu Woolf?“, því á milli þeirra liggur taugin sterka. Leikararnir Helga Bachmann og Helgi Skúlason sem saman hafa gengið veginn í þrjátíu ár, leiða nú íslenska áhorfendur í gegnum þetta „skolpræsi“ hjónabandsins í hlutverkum þeirra Mörtu og Georgs. Yið erum ekki mjög árásargjöm núna,“ segir Helga hæ- versklega, enda eru þau hjónin nýkomin af fímm tíma æfíngu þar sem þau leggja sinn síðasta blóð- dropa í sálir Mörtu og Georgs. — Leikstjórinn sagði að þið vær- uð í mjög góðu formi, segi ég þeg- ar þau setjast og andvarpa eftir átök dagsins. Og hvernig er leikari þegar hann er í góðu formi? Þá er ég fullkomlega, vitsmuna- lega og tilfinningalega opin fyrir öllu,“ segir Helga.„Ég er sem sagt ekki að tala um strekktan maga, þótt ég hunsi það ekki alveg að hreyfa mig svona endrum og eins. En annars stundum við engar reglu- legar líkamsæfíngar, en höfum tek- ið „heilsuköst“ svona annað slagið, og það er ágætt.“ Helgi samsinnir því og lætur það fylgja með að hver æfing sé á við marga kúrsa í líkamsrækt. „Annars finnst mér ég ekki vera í neitt óvenjulega góðu formi núna, ekkert frekar en vanalega. En auðvitað er það örvandi að fást við verk sem er afburðagott." Það er Leikfélag Akureyrar sem frumsýnir „Hver er hræddur við Virginiu Woolf?“ eftir bandaríska leikskáldið Edward Albee þann 10. feb. nk. Leikstjórar eru Inga Bjamason og Arnór Benónýsson, tónlist eftir Leif Þórarinsson og leikmynd og búningar eftir Guð- rúnu Svövu Svavarsdóttur. Með hlutverk ungu hjónanna sem heim- sælq'a þau Mörtu og Georg átaka- nóttina miklu fara þau Ragnheiður Tryggvadóttir og Ellert A. Ingi- mundarson. Leikritið, sem ijallar um ástir óskaplega ósamlyndra hjóna, eins og Inga Bjamason komst að orði, var fyrst sýnt á Broadway 1962 og vakti mikla hneykslun í fyrstu, en gerði jafnframt stormandi Iukku. Leikritið fékk ótal verðlaun og var síðar kvikmyndað með þeim frægu hjónum Elisabeth Taylor og Richard Burton í aðalhlutverkum. En nú em það Helga og Helgi, eða Burtons Íslands eins og Peter Ustinov leikari kallaði þau í gamni, sem takast á í þessu magnaða leik- verki. PÚKAR — Georg segir í einu atriðinu að hjónaband þeirra Mörtu „líti út fyr- ir að vera barsmíða- og rifrildissam- band“, þannig að áhorfanda skilst að svo muni þó ekki vera í rauninni? Helgi: „Nei það er miklu beittara en það. Taugin á milli þeirra er svo sterk að þau munu aldrei geta ski- lið eða farið frá hvort öðra þessi hjón. Og ef ekki væri fyrir þessa sterku taug, þá væra átök þeirra ógeðfelld." Helga: „Þau hanga ekki saman á húsinu. Eða á bílnum.“ Helgi: „Eða á mávastellinu.“ „Þetta verk stendur jafnfætis verkum Strindbergs, nema það er fyndnara," segir Helga. „Þetta era soddan púkar, svo klár í hausnum. Niðurrifíð og drápið er afskaplega vandað hjá þeim, því þetta er fólk sem kann til verka og vinnur störf sín vel.“ Helgi: „Og húmorinn er aldrei langt undan. í miðjum átökum get- ur hún allt í einu komið auga á „húmorbrilljans“ hjá honum . . . Helga: . . . og reynir að leyna hrifningu sinni.“ — Hvemig er það, verða leikarar ekki að hafa upplifað hamingju og helvíti hjónabandsins til að geta leikið þessi hlutverk? „Heyrirðu hvað hún er lúmsk Helgi? Nei ég hef reynt við svo mörg hlutverk sem ég hef aldrei upplifað sjálf, eins og til dæmis Höllu þegar hún kastaði baminu sínu í fossinn, svo ég nefni eitt- horfa upp á öll andstyggilegheitin, en botnar jafnframt ekkert í því hvað það er sem heldur þessum hjónum saman. „Enda er það í rauninni óútskýr- anlegt," segir Helgi. „Það era þessi sterku bönd ytri og innri aðstæðna sem þau geta ekki slitið. Strindberg fæst einnig við þetta í Dauðadansi. Þetta fólk sem er tengt svo saman berst fyrir lífi sínu, gerir stöðugt árás hvort á annað, en getur samt ekki skilið.“ Helga: „Ekki hægt að útskýra þetta með orðinu ást.“ — En hvað heldur ykkur saman? Helgi hugsar sig um: „Köttur- inn.“ „Hann er nú bara 10 ára gam- all, Helgi,“ segir Helga. „Nei, ástæðan er sú að í upphafi löðuðumst við hvort að öðra. Við sáumst fyrst í leiklistarprófi í Þjóð- leikhúsinu. Hann var úr Keflavík hann Helgi, utanbæjarmaður." Helgi: „Já, ég fór bara með rút- unni heim um kvöldið aftur.“ hvað. Það er ekki hægt að virkja eða nota tilfinningar annarra, en það er hægt að spila og leika á eig- in tilfinningar, láta þær fæðast inni í sjálfum sér.“- „Tæknilega þá er ferlið það, að koma sér í ástand þeirrar persónu sem maður túlkar,“ segir Helgi. „Setja sig inn í hugsanagang og tilvera persónunnar. Það er ekki hægt með því að muna um hvað maður var að rífast við konuna sína deginum áður. En öll tilfínningaleg reynsla hjálpar manni auðvitað til að lifa þessar sveiflur á sviðinu og það er held ég ómögulegt að setja manneskju inn á svið sem aldrei hefur skipt skapi.“ Helga segist muna eftir leikara sem sagðist aldrei hafa fundið fyrir afbrýðisemi, en var þó að leika Jago í Othello. „Ég vorkenndi honum um leið og hann sagði þetta, því það er erfitt að leika tilfínningar sem maður hefur aldrei upplifað sjálf- ur.“ - Hún þagnar aðeins, segir svo: „En svo er það leikarinn sem geng- ur inn á sviðið en hefur kannski stuttu áður misst náinn ættingja. Áhorfandinn finnur að eitthvað er ekki í lagi, en hann hefur borgað sinn aðgöngumiða og á því heimt- ingu á að fá góða sýningu. Þetta er kalt starf, allar persónu- legar tilfínningar verður að hreinsa burtu áður en gengið er inn á svið- ið.“ ANDSTYGGILEG Helga og Helgi hafa verið gift í þijátíu ár sem þætti nú nokkuð gott í sömu atvinnustétt úti í hinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.