Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 23 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Bókari (35) Ferðaskrifstofa í Reykjavík vill ráða bókara til starfa sem allra fyrst. Heilsdagsstarf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. Við ieitum að bókara sem getur starfað sjálf- stætt og annast bókhald fyrirtækisins, þ.e. merkingar og færslur, afstemmingar og upp- gjör í hendur endurskoðanda. Starfsreynsla er skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs. Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Sölumaður Auglýsingadeild Ríkisútvarpsins vill ráða sölumann fyrir auglýsingar á Rás 2. Reynsla við sölustörf er æskileg. Umsóknarfrestur er til 6. febrúar og ber að skila umsóknum til Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, á eyðublöðum sem þar fást. RIKISUTVARPIÐ Fjármálafyrirtæki óskar eftir samstarfi við lögmann. Öll að- staða fyrir hendi. Góð staðsetning. Lysthafendur leggi inn tilboð á auglýsinga- deild Mbl. merkt: „F - 6991“. Starf innheimtumanns Þjónustufyrirætki á sviði innheimtu óskar eftir starfskrafti í fullt starf. Umsækjandi þarf að hafa bifreið til afnota, vera snyrtileg- ur til fara, töluglöggur og hafa þægilegt og ákveðið viðmót. Um er að ræða framtíðarstarf hjá ört vax- andi fyrirtæki. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merkt- ar: „I - 2643“ fyrir föstudaginn 3. feb. ’89. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar- mál. Ritarastarf Fyrir eina af deildum Sambandsins óskum við eftir að ráða í starf ritara sem allra fyrst. Starfið felur í sér m.a. bréfaskriftir, rit- vinnslu, vistun skjala, ásamt ýmsum skýrslu- gerðum. Við leitum að starfsmanni með góða fram- komu. Hann þarf að hafa góða vélritunar- og enskukunnáttu, svo og reynslu af vinnu við tölvuskjá. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna- stjóra er veitir upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Framleiðslustjóri Fyrirtækið er eitt af stærri iðnfyrirtækjum landsins með fjölþætta framleiðslu. Fyrirtæk- ið er í Reykjavík. Starfssvið framleiðslustjóra: Framleiðsluá- ætlanir. Framleiðslustýring. Kostnaðarstýr- ing. Stjórnun gæðaeftirlits. Þátttaka í og út- færsla vöruþróunarverkefna. Starfsmanna- hald. Umsjón með öllu birgðahaldi. Stjórnun viðhalds véla og tækjabúnaðar. Við leitum að vélaverkfræðingi/rekstrarverk- fræðingi eða manni með aðra haldgóða verk- fræði-/tæknifræðimenntun. Reynsla af stjórnunarstörfum nauðsynleg. Starfið gerir kröfu til sjálfstæðis og framtakssemi. Fram- undan eru mikil og krefjandi verkefni í endur- skipulagningu verksmiðjunnar. í boði er krefjandi stjórnunarstarf hjá fram- sæknu og vaxandi fyrirtæki, sem framleiðir fyrir innlendan og erlendan markað. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „Framleiðslustjóri 2“ fyrir 6. febrúar nk. Hagvangur hf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Matreiðslumeistari! Auglýsi eftir matreiðslu- eða stjórnunar- starfi. Hef 18 ára reynslu í faginu hér héima og erlendis. Allt landið og miðin koma til greina. Hafið samband við Guðmund Haf- stein í síma 685903 eftir kl. 20.00 eða í síma 611120 frá kl. 09.00-19.00. ||| PAGVIST HAHiVY Umsjónarfóstra Dagvist barna í Reykjavík auglýsir stöðu umsjónarfóstru með rekstri gæsluvalla lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. Nánari upplýsingar gefa framkvæmdastjóri eða skrifstofustjóri Dagvistar barna í síma 27277. Sólheimar í Grímsnesi óska eftir að ráða þroskaþjálfa til að hafa umsjón með kertagerð. Annar starfskraftur með reynslu og áhuga á starfi með fötluðum kemur einnig til greina. Nánari upplýsingar gefur Ólafur í síma 98-64432. Blikksmiður Blikksmiður, vanur vinnu í ryðfríu stáli, ósk- ast til starfa við framleiðslu vora. Mikil vinna framundan, góð vinnuaðstaða og góð laun fyrir rétta manninn. Þarf að geta byrjað strax. Upplýsingar veitir verkstjóri í símum 651011 og 50473. Reykjavíkurvegi 25. „Au pair“ óskast í London. Reynsla með börn æskileg. Upplýsingar í síma 41264. Vélavörður 2. vélstjóra eða vélavörð vantar á mb. Elliða GK 445 á togveiðar frá Sandgerði. Upplýsingar í síma 92-37744. Sölumaður íteppaverslun Fyrirtækið er teppaverslun í austurhluta Reykjavíkur. Starfið felst í sölu og ráðgjöf í versluninni. Hæfniskröfur eru að viðkomándi hafi hald- góða reynslu af sölustörfum og geti unnið sjálfstætt. Æskilegur aldur 25-35 ára. Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 1989. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skólavördustig 1a - 101 fíeyk/avik - Simi 621355 Þjónarath.! Lærðan framreiðslumann vantar nú þegar í veitingahúsið Glóðina í Keflavík. Upplýsingar í síma 92-11777 eða á staðnum. Samstarf Lögfræðingur óskar eftir samstarfi við mann með sambærilega starfsemi um rekstur skrif- stofuhúsnæðis o.fl. Áhugasamir leggi nöfn sín og heimilsföng inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 4. febrúar merkt: „Traustur grundvöllur - 7599“. Sölumaður Bifreiðaumboð óskar eftir að ráða röskan og hugmyndaríkan mann til sölu á nýjum og notuðum bifreiðum. Söiumenn hafa með auglýsingar að gera. Reynsla í sölumennsku nauðsynleg. Umsóknum, með upplýsingum um aldur og fyrri störf, sé skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyrir miðvikudag, 1. feb., merktum: „Áhugasamur - 6989“. Framtíðarstarf Laghentur maður óskast til starfa við slökkvi- tækjaþjónustu. Æskilegur aldur 23-30 ára. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt. Upplýsingar ekki veittar í síma. Eldverkhf., Ármúla 36. Ábyrgðarstaða Lítið innflutnings- og þjónustufyrirtæki, sem stendur í miklum framkvæmdum, óskar eftir vel hæfum og dugmiklum starfsmanni í stöðu fulltrúa forstjóra. Þarf m.a. að sjá um áætlun- argerð, meðferð fjármála og eftirlit með dag- legum rekstri. Æskileg menntun í viðskipta- eða lögfræði eða hliðstæð menntun og góð starfsreynsla við áðurgreind störf. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sé skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyr- ir þriðjudag 31 /1 merktar: „Ábyrgð - 6988“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.