Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 11 1700 klukkustundir í rannsóknimar SEGIR RAYBATEMAN1SAMTALIVIÐMORGUNBLAÐIÐ Brúðkaupsmynd af foreldrum Rays, Daphne H6r or Ray með afa sínum, Lárusi Erlendssyni frá Erlendsson og Ray Bateman eldri og með þeim er Stóru Giljá. Fem, amma hans, sem er af norskum ættum. LARRY RAY BATEMAN, drengurinn sem svo mikla at- hygli hefur vakið um allan heim fyrir rannsóknir sínar með lyf við krabbaæxlum, er af íslensk- um ættum. M.a. af Orrastaða- ætt og Hindisvíkurætt. Afi hans, Lárus Erlendsson frá Stóru Giyá í Austur-Húnavatns- sýslu fór til Ameríku um tvítugt, eftir að hafa lokið gagnfræðaprófi við Mennta- skólann á Akureyri 1919. Hann tók að byggja hús í San Francis- co, en missti þau í kreppunni og varð að byrja að nýju. Hann eignaðist því byggingar í mið- borginni, sem ýölskyldan á enn. Einkadóttir hans Daphne Erlendsson giftist írskum verk- fræðingi og Ray er einkasonur þeirra. Ray á að sjálfsögðu Qöl- marga ættingja hér á landi, iangafí hans Erlendur Ey- steinsson frá Beinakeldu og kona hans Ástríður Helga Sig- urðardóttir frá Hindisvik áttu átta börn. Einn afabróðir Rays var Björn Eysteinsson, afi dr. Þorbjamar Sigurgeirssonar og Björns Þorsteinssonar sagn- fræðings. Afi Rays fæddist 1896 og Ray er 14 ára gamall, svo að sá ættleggur hefur geng- ið mun hægar fram. Kom Lárus einu sinni til Islands ásamt konu sinni laust eftir 1950, en er látinn fyrir nokkrum árum. Fréttamaður Mbl. náði tali símleiðis af vísindamanninum unga, Ray Bateman, á heimili hans í Huntington Beach rétt utan við Los Angeles á laugardags- morgni, þegar hann var ekki í skólanum. Hann er einkabam og býr með foreldrum sínum, Ray Bateman verkfræðingi sem er af írskum ættum og móður sinni, Daphne Erlendsson. Þau vora nýkomin frá Ítalíu, en þangað hafði Ray verið fenginn til viðtals í ítalska sjónvarpið og foreldram hans boðið að fylgja honum í ferð- ina. Sagði Ray að þetta hefði ver- ið afskaplega skemmtileg ferð, þau gátu skoðað Flórens og nokkrar fleiri borgir, en þar sem móðuramma hans er gömul og heilsutæp vildi fjölskyldan ekki vera í burtu lengur en viku. „Viðtalið í ítalska sjónvarpinu var allt í lagi,“ svaraði Ray spum- ingu okkar og virtist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því. „Ann- ars hafa einhver viðtöl birst í Evrópublöðum, þýskum blöðum og það ítarlegasta sennilega í London Daily Telegraph, sem kemur út um þessar mundir. Þeir tóku það í New York. Þar geturðu kannski fengið handhægari upp- lýsingar um þetta allt,“ sagði Ray í símann. Ray kvaðst hafa gaman af að fara á skíði, en engan áhuga hafa á boltaleikjum. Annars fari mikill tími hjá honum í lestur. Ekki þó skáldsögur, heldur liggi hann í ritum um efnafræði, bókum eins og Pharmacologic Principles of Cancer Treatment og slíku, sem hann hafi gaman af. „Ég er búinn að eyða 1.700 klukkustundum í þessar rannsóknir sém við voram að kynna í New York, svo ég fiefi ekki haft mikinn tíma til annars. Svo er ég í skólanum, er í níunda bekk í unglingaskólanum. Ég á enn eftir langa skólagöngu. Fer auðvitað áfram í háskóla, líklega Stanford-háskóla.. En ég hefi mestan áhuga á rannsókna- störfum í læknisfræði og vil fara í einhveija slíka grein.“ Ray segist enga formlega kennslu hafa fengið í efnafræði, aðeins lært sjálfur af bókum. Daphne móðir hans segir að hann hafi frá því hann var kornungur haft áhuga á vísindum, en byijaði um 10 ára aldur að sökkva sér niður í efnafræði og rannsóknir. Fjórtán ára vann hann verðlaun fyrir verkefni við Kalifomíuhá- skóla og er fyrsti drengurinn til að fá slíka viðurkenningu svo ungur. Og nýlega hlaut hann American Veterinarian-verðlaun- in, sem þótti merkilegt af 14 ára dreng. Feðginin sögðust bæði hafa áhuga á að koma til íslands. Ray sagði að kannski yrði hægt að koma því við ef þau færa aftur til Evrópulanda. Veit hann þá nokkuð um ísland? „Sáralítið," segir hann. Auðvitað viti hann að hann er þaðan ættaður og hefur hitt ættingja. Tvær frænkur hans, Erla og Asta Gunnarsdætur frá Syðra-Vallholti i Skagafirði, hafa komið þar, en móðir þeirra var afasystir hans. „Afi var orðinn gamall og kominn með Parkin- sonsveiki þegar ég var lítill, svo ég man ekki eftir að hann hafi talað mikið um ísland við mig. Hann er dáinn fyrir nokkrum áram. Afi minn og amma bjuggu í öðram bæ, San Mateo, þar sem amma býr enn í gamla húsinu." Ray er 180 sm á hæð og ljós yfirlitum. Daphne Erlendsson, móðir hans, segir að hann sé ákaf- lega íslenskur í útliti og líkur afa sínum. Ekki þarf að skoða lengi myndir af honum og Lárusi afa hans þegar hann var ungur maður til að sjá að mikið er til í því. Vomum etu kemmi Verð: Jakkih. 4.611,- Buxurkl. 2.466,- Pils h. 2.666,- Blússurh. 2.766,- NÁMSKEIÐ Rafn við nuddkennslu: „Allir geta lært að nudda“. fyrir almenning Laugardaginn 4. febrúar kl. 10-17. Kennari er Rafn Geirdal nuddfræðingur. ATH: Afsláttur fyrir hjón. Gildi nudds: irmýkir vöðva, irörvar blóðrás, ikslakar á taugum, ireykur vellíðan, HEILSUMIÐSTÖÐIN Upplýsingar og skráning í síma Gulu línunnar kl. 9-18. 62 33 88.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.