Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 um að visst lyf, sem ekki var leng- ur mikið notað, nánar til tekið 5-FUdR, gæti enn reynst áhrifa- meira og öruggara en ódýrari lyf sem höfðu komið í staðinn fyrir það, samsetning kölluð 5-FU. Dr. Tisman hafði hvorki tíma né tækni- legar aðstæður til að koma upp sérhæfðum tækjum til þessa verk- efnis. Svo hann stakk upp á því við Ray að hann fengi lánaðan hjá sér þúsund blaðsíðna leiðarvísi um há- þrýstivökvagreininn til að vita hvort hann gæti nokkuð botnað í þessu. Eftir viku kom Ray aftur til hans og sagði: „Ég er tilbúinn. Nú skul- um við hefjast handa.“ Nú tók Ray til við að setja upp þetta nærri tveggja metra langa og 60 sm breiða tölvukerfi í rann- sóknastofu Tismans nálægt Whitti- er. Tisman fór að prófa 5-FUdR og leiða saman við það vítamín- afbrigði sem kallast leucovorin, reyna þetta á sjö manna hópi sjúkl- inga með krabbamein í ristli, í bijósti, þvagblöðru eða lunga. Að nokkrum vikum liðnum höfðu æxlin dregist saman í flestum sjúkling- anna, sum furðulega mikið en önn- ur minna. Eftir að Ray kom úr skólanum setti hann háþrýstigrein- inn í gang og lagði sitt til með því að greina árangurinn af tilraunun- um. „Hann setti fram góðar kenn- ingar um hvemig við ættum að gera þetta," segir dr. Tisman. „Það er engin spuming um það að hann er fullgildur samverkamaður minn.“ Þetta verkefni kom Ray sérlega vel, því honum hafði ekki gengið neitt vel í bamaskólanum. „Honum leiddist í skólanum," segir faðir hans, Ray Bateman eldri, sem er 62 ára gamall verkfræðingur og kominn á eftirlaun hjá Bechtel- fyrirtækinu. „Hann blandaðist ekk- ert of vel félögum sínum og fannst hann vera mesti heimskingi. Þegar hann var sjö ára gamall fómm við með hann til sálfræðings og hann mældist yfír 98 af hundraði í stærð- fræði. Svo við tókum til við að reyna að auka sjálfstraust hans og hann tók fljótt við sér.“ Herbergi Rays á heimili þeirra í Huntington Beach er fullt af tölvum og stereogræjum, upptökutækjum, mótara-afmótarabúnaði og læknis- fræðilegum bókum. Við hliðina á alfræðiuppflettitæki hans er bólstr- að leikfang sem lítur út eins og liggjandi kartafla. „Faðir minn,“ segir hann og hlær. Nú, mánuði eftir að hann kynnti tilraunimar í New York er Ray aft- ur kominn í rannsóknastofuna til að halda áfram þar sem frá var horfíð. Um það leyti sem hann verð- ur stúdent 1992, þá getur verið lokið klínískum tilraunum er leitt hafí til þess að þessi lyfjameðferð sé komin í notkun um allan heim. Ray hefur verið með miðlungsein- kunnir í skólanum samhliða því sem hann hefur hlotið alls konar heiðurs viðurkenningar fýrir verkefni sem hann vann utan við skólanámið. Sjálfan langar Ray til að verða læknir eða fara i rannsóknir á því sviði. En fyrst verður hann að kom- ast í gegnum algebruna, reikning- inn og undirstöðuatriðin í efnafræði í skólanum, að ekki sé talað um önnur enn leiðinlegri verkefni.“ UNDRABAKN eftir Elínu Pólmodóttur NÓBELSVERÐLAUNAHAFIÁ KOMANDIÁRUM? var I haust spurt í fyrirsögn í bandaríska vikuritinu Time, þar sem sagt var frá 14 ára gömlum dreng, Ray Bateman, sem vakið hafði mikla athygli fyrir vísindaafrek í læknisfræði. Hann hafði þá gert grein fyrir rannsóknum sínum og bandaríska læknisins dr. Glenns Tismans, í fyrirlestri hjá American Feder- ation for Clinieal Research í New York um nýtt kemískt lyfjaafbrigði, sem reynst hafði yfir 50% á ákveðna tegund af krabbameinsæxlum, einkum við ristilinn, og betur en þau lyf sem eru í notkun. Og það sem merkilegast þótti, að því er Time segir, er að Ray Bateman er ekki nema 14 ára gamall og hefiir enn ekki lagt stund á neitt formlegt nám í efhafræði. Þessi furðudrengur er bara önnum kafinn við að skoða áhrif 5-Fluorodeoxyuridines og teng- ingu á gleymdu lyfiaefhi við eitthvert afleitt vídamín og sýna fram á að það vinni á krabbameinsæxlum, milli þess sem hann finnur sér tíma fyrir stereogræj- umar sínar, tölvumar, rokk- og barok-tónlist, Ree- bock og hundinn sinn Spike. En þeim mun forvitnilegra — og skemmtilegra — er þetta fyrir íslendinga, að Ray Bateman er af íslenskum ættum, afi hans, Láms Erlendsson, flutt- ist vestur um haf og hefiir Qölskyldan haft samband við ættfólk sitt hér á landi. Er betur gerð grein fyr- ir þeim tengslum í viðtali við Ray hér á síðunni. En greinar uih Ray hafa birst í blöðum um allan heim að undanförnu, m.a. í þýskum blöðum og enskum, auk þess sem hann var í sjónvarpi á Ítalíu, fyrir utan öll skrifin í bandarísk blöð. Grein þeirra Davids Lustings og Susan Reed í People’s Magazine í Kali- fomíu sl. nóvember um „undradrenginn" sjálfan er býsna upplýsandi um málið og því vikið að henni. Drengurinn Ray Bate- man, sem er 14 ára gamall, er engu síður vitlaus í hrollvelq'u- myndir, pizzur eða hljómsveitina Pet Shop Boys en hinir strákamir í 9. bekk ungl- ingaskólans í Huntington Beach í Kalifomíu. Hann viðurkennir líka sígildar unglingasyndir eins og að svíkjast um að læra heima (einkum frönskuna, sem hann segir að hon- um sé meinilla við). Það greinir þó Ray frá félögum hans með hveiju þessi furðulega þroskaði drengur afsakar sig: „Ef þið þyrftuð að eyða 1.300 stundum í læknisfræðilegar rannsóknir á 9 mánuðum, þá mun- duð þið heldur ekki hafa tíma til að læra heima.“ í októbermánuði missti Ray Bateman svolítið meira úr skólan- um, þegar hann og lærimeistari hans, hinn 46 ára gamli sérfræðing- ur í krabbameins- og blóðsjúk- dómum, dr. Glenn Tisman, héldu flugleiðis til New York til að kynna árangurinn af starfi sínu á ráð- stefnu American Federatión for Clinical Research. Utan úr fýrir- lestrarsalnum horfði læknirinn hreykinn á Ray Bateman í ræðu- stólnum undir glampandi ljósum sjónvarpsvélanna. Hann lýsti því rólegum, drengjalegum rómi hvem- ig hann og dr. Tisman hefðu með klínískum rannsóknum tekið gam- alt lyf, sem lítið væri nú notað og tengt það afbrigði af vítamíni og fundið að það hafði meiri áhrif til lækninga á viss æxli, einkum á ristl- inum en þau lyf sem nú eru í notk- un. Og það sem meira væri, þessi samsetning hefði í för með sér færri og mildari hliðarverkanir. „Að mínu áliti er þetta góð rannsókn," sagði dr. Victor Herbert, prófessor í lækn- isfræði við Mount Sinai-læknaskól- ann í New York. „Afrek hans er ekki síðra því sem helmingi eldri vísindamenn kynnu að hafa ráðið við.“ Fundum Rays og dr. Tismans bar fyrst saman fyrir fímm árum, þegar Terry sonur læknisins og jafnaldri Rays bauð honum heim til sín í mat Samvinna þeirra hófst svo kvöld eitt fyrir ári síðan, þegar læknirinn var að fjargviðrast yfír því við Ray að tveimur af tækni- mönnum hans hefði ekki tekist að koma nýju flóknu stereotækjunum hans í nothæft stand. „Ray leit á tækin og eftir 13 tíma var hann búinn að leysa verkið,“ segir dr. Tisman. „Ég vissi að þetta var gáf- aður strákur, en það var fyrst þá sem rann upp fyrir mér að heili hans starfaði öðruvísi en allra ann- arra.“ í rauninni hafði Ray svo að segja aldrei rekist á tæki sem hann gat ekki gert við. Foreldrar hans segja að hann hafí ekki verið nema íjög- VERÐANDIN ÓBELS VERÐLAUN AH AFI ? Vísindamaðurinn íjórtán ára, Ray Bateman. urra ára gamall þegar hann tók í sundur biluðu ryksuguna hennar mömmu sinnar og setti hana saman aftur svo hún fór í gang. Tíu ára gamall bjó hann sér til litasjón- varpstæki úr fóndurpakka á marg- falt styttri tíma en leiðarvísirinn fyrir fullorðna taldi nauðsynlegt. Tækið stendur í stofunni hjá þeim og faðir hans segir að það hafí aldrei bilað. Jafnvel áður en Ray sannaði getu sína á stereotækinu hans dr. Tismans, var hann farinn að læra ýmislegt í læknisfræði hjá föður vinar síns. „Ég fór venjulega yfír um til að hitta vin minn Terry, en endaði með að eyða meiri tíma með föður hans,“ segir Ray. „Ég gat fylgst með þvf sem dr. Tisman var að útskýra þött ég hefði ekki fyrr fengið neina kennslu í læknis- fræði eða efnafræði. Það er dálítið skrýtið. Ég veit heilmikið, en ég hefi enga hugmynd um hvemig ég lærði það.“ Þegar Ray var að leita sér að verkefni fyrir tilraunatímana í skól- anum spurði hann dr. Tisman hvort honum dytti nokkuð í hug sem hent- aði. Læknirinn var þá nýbúinn að panta 2,6 milljóna króna háþrýsti- vökvagreini (HPLC eða High Per- formance Liquid Chromatography- tæki) til að sannprófa kenningu sína Ray war ekki nema ijög- urra ára gamall þegar hann tók í sundur bilaða ryksugu móður sinnar og setti hana saman heila aftur. Lárus Erlendsson frá Stóru-Giljá, afí Rays. Mynd- in er tekin er hann hafði lok- ið gagnfræðaprófi á Akur- eyri og áður en hann hélt til Ameríku. AF BLENSKUM ÆTTUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.