Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 29
....... |l!(K9m£mA!fMmiT& rr„T MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 errv* jr &Q 29 Haíiiarfjörður: Sameiginleg messa Þjóðkirkju og Fríkirkju BIBLÍUDAGURINN er í dag, sunnudag. Þá verður haldin sam- eiginleg messa HafnarQ arðar- sóknar og Frikirkj unnar i Hafnar- firði i HafiiarQ arðarkirkj u og hefst hún kl. 14.00. Séra Einar Eyjólfsson, safnaðar- prestur Fríkirkjunnar, prédikar og séra Gunnþór Ingason, sóknar- prestur Hafnarijarðarkirkju, þjónar fyrir altari. Kirkjukórar beggja kirknanna munu leiða söng undir stjóm organista sinna þeirra, Smára Ólasonar og Helga Bragasonar. Að messu lokinni verður boðið til kaffisamsætis sem kvenfélög kirkn- anna standa að í Álfafelli, íþróttahús- inu við Strandgötu. Þessi sameigin- lega messa á biblíudaginn er haldin Kvennalisti: Fundur um vígbúnað og hervæðingu Kvennalistinn boðar til fundar á morgun, mánudag, undir yfir- skriftinni: „Þíða erlendis frost á íslandi — því vigbúumst við i þíðunni?" Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir flytja stutt ávörp. Forsætisráðherra, utanríkis- ráðherra og samgönguráðherra hefur verið boðið að sitja fyrir svör- um. Fundurinn verður haldinn á Hót- el Borg og hefst klukkan 17. Elín G. Ólafsdóttir verður fundarstjóri. til að leggja áherslu á sameiginlega boðun þessara kirkna og til að styrkja vinaböndin þeirra á millum. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í þessari sameiginlegu guðsþjónustu safnað- anna (Fréttatílkynninjf) Söngfé- lagar 1 & 8 í Gerðubergi SÖNGFÉLAGAR 1 & 8 (einn og átta) syngja í Gerðubergi í Breið- holti f dag, sunnudaginn 29. jan- úar kl. 16.00. * Asöngskránni em bæði íslensk og erlend lög. Söngstjóri hóps- ins er Helgi R. Einarsson, en undir- leikari er Áslaug Bergsteinsdóttir. Söngfélagar 1 & 8 hófu söngfer- il sinn með ferð á íslandskynningu í Sovétríkjunum sumarið 1987 og hafa nú tekið upp þfáðinn að nýju og hafa þegar haldið eina tónleika í Mosfellsbæ, við mjög góðar undir- tektir. Einnig hafa þeir sungið við ýmis tækifæri hér innanlands á sí. ári. Miðasala verður við innganginn. o INNLENT Myndbönd með Strumpunum koma út með íslensku tali. Steinar gefe, út 100 myndbandatitla ÚTGÁFA myndbanda hefur verið vaxandi þáttur í starfeemi Steina hf. á undanfómum árum, enda er fyrirtækið umboðsaðili fyrir tvo stærstu framleiðendur kvikmynda og sjónvarpsefiiis i heiminum, þ.e. Wamer Home Video og CBS FOX Video. Utgáfa myndbanda mun skipa stærri sess í starfsemi fyrirtæk- isins á nýbyrjuðu ári heldur en nokk- um tíma áður. Nú þegar hafa verið ákveðnar útgáfur á um 100 mynd- bandatitlum. Gefnir verða út 3 flokk- ar, þ.e. í fyrsta lagi myndir sem sýnd- ar hafa verið í kvikmyndahúsum hérlendis og erlendis, í öðru lagi kvikmyndir sem framleiddar hafa verið fyrst og fremst fyrir sjónvarp eða þá sérlega framleiddar til mynd- bandaútgáfu, en slíkt tíðkast í mjög auknum mæli. í þriðja lagi mun fyrir- tækið „endurútgefa" sígildar myndir sem ekki hafa verið fáanlegar á ís- landi nema þá ótextaðar og innflutt- ar 'érleridií5ifra:‘'“,I“**********“ í janúar koma út Q'órtán titlar og má þar finna blöndu af öllum gerðum myndbanda. Má þar nefna myndir sem sýndar hafa verið við vinsældir í kvikmyndahúsum svo sem Baby Boom þar sem Diane Keaton fer með aðalhlutverk, Gardens of Stone sem er nýjasta mynd Francis Ford Coppola og boðaði jafnframt endur- komu James Caan til kvikmynda eft- ir langt hlé og Wall Street, en Mic- hael Douglas fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í aðalhlutverki í þeirri mynd. Aðrir frægir leikarar koma einnig til sögu, þ.e. feðgamir Martin og Charlie Sheen. í janúar líta einnig dagsins ljós þijár nýjar spólur með Strumpun- um, spólur númer 18, 19 og 20, en þær innihalda sex ný ævintýri Strum- panna. Það er Laddi sem ljáir Strumpunum íslenskt mál. Strumpa- myndböndin voru þau fyrstu með íslensku tali enda hefur þessi mynd- bandaflokkur notið meiri vinsælda heldur en nokkrar aðrar útgáfur sem 'komið hafa út hér á landi. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis opnar myndlistarsýningu SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis opnar myndlistarsýn- ingu í útíbúinu Álfabakka 14, i Breiðholtí, í dag, sunnudaginn 29. janúar kl. 14.00—17.00. Sýnd verða verk eftír Sigurð Þóri Sig- urðsson. Sigurður Þórir er fæddur árið 1948. Hann stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1968—1970. Hóf síðan nám við Listaháskólann í Kaup- mannahöfn árið 1974 og var þar við nám hjá prófessor Dan Sterup- Hansen í flögur ár, eða til ársins 1978. Sigurður Þórir hefur haldið einkasýningar í Reykjavík árin Stílsveiflur og samfé- lagsform BJÖRN Th. Björnðson listfræð- ingur flytur erindi i Hafiiarborg mánudaginn 30. janúar kl. 20.30. Yfirskrift þess er Stflsveiflur og samfélagsform. í erindinu verður rakið með dæmum hvemig breytingar þjóðfélags kalla sífelld- lega fram ný stflbrigði í myndlist, húsgögnum og annarri hýbýlalist. Erindi Bjöms er hið fyrsta í röð- inni af þremur sem fyrirhuguð eru í Hafnarborg á næstu mánuðum. Síðari erindin verða í höndum Hrafnhildar Schram listfræðings, þann 27. febrúar nk. og Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings, þann 3. apríl nk. Þau erindi verða nánar iiögprciðaF.'-——----------- 1976, 1977, 1981, 1983, 1985, 1986 og síðast á Kjarvalsstöðum á árinu 1988. Erlendis hefur hann haldið sýningar í Kaupmannahöfn og Þórshöfn í Færeyjum. Þá hefur hann tekið þátt í flölda samsýninga hér heima og eriendis. Verk Sigurðar Þóris eni í eigu Listasafns íslands, Listasafns al- þýðu og einkaaðila hér heima og erlendis. Sýningin er á Álfabakka 14 og mun standa yfir til 31. mars nk. og verður opin frá mánudegi ti! fimmtudags, frá kl. 9.15—16.00 og föstudaga frá kl. 9.15—18.00. Sýn- ingin er sölusýning. (Fréttatilkynning) Atriði úr myndinni „í þokumistrinu" sem Bíóhöllin hefur tekið tíl sýningar. Bíóhöllin sýnir „I þokumistrinuu BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýn- inga myndina ! þokumistrinu. í aðalhlutverkum eru, Sigourney Weaver, Bryan Brown og Julie Harris. Leikstjóri, Michael Appted. Br. Louis Leakey hefur miklar áhyggjúr af því, að góriilan í Mið-Afríku, stærsta mannapateg- und jarðar, verði brátt aldauða. Að vísu á tegundin að heita friðuð en veiðiþjófar skjóta apana og selja hausa og hendur, sem menn hafa til skrauts. ^ (Úr fréttatilkynningu) Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og Ástmar Ólafeson halda tónleika i kvöld i Norræna húsinu. Musica Nova í Norræna húsinu (S) 0MB Hannu-BarUtm - M l'I* Ný tónlist fyrir tvö píanó Pianóleikararnir Ástmar Ól- afeson og Sveinbjörg Villyálms- dóttír halda tónleika i kvöld á vegum Musica Nova i Norræna húsinu kl. 20.30. ar munu þau flytja tuttugustu aldar tónlist fyrir tvö píanó. Á efnisskránni eru verk eftir Lennox Berkeley, Benjamin Britten, Mariko Kabe, Willem Pijper og nýtt verk eftir John Speight sem hann samdi sérstaklega fyrir þau. Ástmar Ólafsson stundaði píanó- nám hjá Sveinbjörgu Vilhjálms- dóttur við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og lauk þaðan burt- fararprófí árið 1978. Hann stundaði framhaldsnám hjá Philip Jenkins við Royal Academy of Music í Lond- on 1978-1983 og frá 1983-1985 sótti hann einkatíma til Louis Kentner. Undanfarin tvö ár stundaði hann kennslu við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar en hefur nú aðset- ur í Englandi. Þetta eru fyrstu opin- beru tónleikar Á-stmars frá því að hann lauk námi. Sveinbjörg Viihjálmsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Jóni Nordal og framhaldsnám við Guildhall School of Music I London frá 1965—1972 þar sem Thomas Rajna var aðal- kennari hennar. Þaðan lauk hún einleikara- og kennaraprófi í píanóleik og kenn- araprófi í einsöng. Hún hlaut skóla- verðlaun Guildhall-skóla 1966 og var veittur námsstyrkur Lundúna- borgar. Sveinbjörg hefur haidið fjölda tónleika heima og erlendis með ýmsum listamönnum. Hún starfar nú sem skólastjóri við Tónlistar- skóla Bessastaðahrepps og kennari- við Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar. !VIEt> ÍSI .ENSKU TAI.i llulitinxur 1A1>I»I . S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.