Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 ERLENT INNLENT Stórvið- skipti tapast Verzlunarkeðjan Aldi Sud í Þýzkalandi hefur ákveðið að hætta kaupum á íslenzkri rækju af Sölustofnun lagmetisins. Astæðuna segja þýzkir vera hval- veiðar íslendinga og þrýsting grænfriðunga. Rúmlega 40% íslenzks lagmetis fara á Þýzka- landsmarkað og 75 manns munu missa vinnuna vegna þess. SL tapar viðskiptum fyrir 430 millj- ónir króna. Bjórmál skýrast Forráðamenn ÁTVR hafa ákveðið að þrjár erlendar bjórteg- undir, Budweiser, Tuborg og Kaiser, verði til sölu í áfengis- verzlunum og milljón lítrar hafa verið pantaðir af hverri tegund. í sérverzluninni á Stuðlahálsi mun einkum fást dökkt öl til að byija með. íslenzk brugghús bjóða upp á Egils gull, Sanitas pilsner og lageröl, auk Löwen- brau. Samiðum loðnustofninn Samningar tókust við Norð- menn og Grænlendinga um skipt- ingu loðnukvótans þannig að Is- lendingar fá 78% aflans, en hinir 11% hvor. Halldór Ásgrímsson sj ávarútvegsráðherra segir að samkomulagið byndi enda á deil- ur þjóðanna vegna fiskveiða, einkum sé mikilvægt að hafa sa- mið við Grænlendinga. Olía og áfengi í strandinu 100.000 lítrar af gasolíu runnu í sjóinn úr danska skipinu Mar- iane Danielsen, sem strandaði við Grindavík. Nokkuð er um að dauðir fuglar hafí fundizt. Við sjópróf kom fram að skipstjórinn var ölvaður er skipið tók strikið upp í fjöru. Vonzkuveður og ófeerð Hríð og ófærð hefur gert mönnum lífíð leitt víða um land. í Reykjavík var mesta ófærð í fímm ár og mikið var um um- ferðartafír og árekstra. Ný lánskj aravísitala Ný lánskjaravísitala hefur ver- ið tekin upp. í henni vegur launavísitala þriðjung. Ásmund- ur Stefánsson, forseti Alþýðu- sambandsins, segir að breytingin sé fráleit og muni torvelda kjara- samninga. í sama streng taka aðrir verkalýðsleiðtogar. Úr- skurðamefnd um verðtryggingu telur að vísitalan verði að teljast ný, og geti ekki gilt gagnvart flár- skuldbindingum, sem til var stofnað fyrir gildistöku hennar. Baldur Guðlaugsson, lögfræð- ingur, hefur kært nýja vísitölu- grundvöllinn til nefndarinnar og samband lífeyrissjóða hyggst ekki ræða við ríkið um skulda- bréfakaup fyrr en niðurstaða hef- ur fengizt. ERLENT Blóðbaðí Afganistan Hundruð óbreyttra borgara féllu í stórskotaliðsárásum Sovét- manna og afganska stjómarhers- ins á mánudag. Árásimar voru gerðar á svæðið sunnan og norðan við Salang-jarðgöngin en um þau fara birgðaflutningar Sovét- manna til Afganistan og sögðu sjónarvottar að heilu þorpin hefðu verið þurrkuð út. Salvador Dali látinn Spænski snill- ingurinn Salvador Dali þ lést á mánudag, 84 ára að aldri. Dali var síðasti stórmálarinn úr röðum súrreal- istaogvareinnig ____ þekktur fyrir sérstæða framkomu sína. Hann hafði ekki málað í fímm ár vegna taugaveiki og handskjálfta en hjarta- og lungnamein dró hann til dauða. Jarðskjálfti í Sovétríkjunum Talið er að um 300 manns hafí farist er öflugur jarðskjálfti reið jrfír Sovétlýðveldið Tadzhíkístan á mánudag. Tvö þorp grófust undir aurskriðu, sem hljóp af stað í skjálftanum og var í fyrstu óttast að rúmlega 1.000 manns hefðu týnt lífí BushtilKína George Bush Bandaríkjaforseti fer í tveggja daga heimsókn til Kína í næsta mánuði en forsetinn var á sínum tíma sendiherra Bandaríkjastjómar þar í landi. Bush verður í Kína 25. og 26. febrúar og er yfírlýstur tilgangur heimsóknarinnar sá að treysta enn betur góð samskipti ríkjanna tveggja. Fækkað í herafla A-Þjóðverja Erich Honec- ker, leiðtogi austur-þýska kommúnista- flokksins, skýrði frá því á mánu- dag að ákveðið hefði verið að fækka í herafla Iandsins um 10.000 manns fyrir lok næsta árs auk þess sem framlög til hermála yrðu skorin niður um tíu prósent á þessu tímabili. Sorsa biðst lausnar Kalevi Sorsa, utanríkisráðherra Finnlands, afhenti Finnlandsfor- seta afsagnarbeiðni sína á þriðju- dag. Sorsa sagði af sér til að koma formanni Jafnaðarmannaflokks- ins inn í ríkisstjómina en aðrir ráðherrar flokksins reyndust ekki reiðubúnir til að láta stóla sína af hendi í þessu skyni. Sakharov keppir um þingsæti Sovéski mann- réttindafrömuð- urinn og Nóbels- verðlaunahafinn, Andrej Sak- harov, hefur verið valinn einn af frambjóðend- um fyrir Moskvu í kosningum til nýs fulltrúaþings sem brátt verður valið. Fullvíst er talið að Sakharov keppi um þingsæti við Vítalíj Vorotníkov, sem á sæti stjóm- málanefnd Kommúnistaflokksins. Dag Solstad: Þróun 68- kynslóðar- ínnarrakín Dag Solstad er fímmti Norð- maðurinn sem 6er bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. Að auki hafa 10 Svíar. fimm Danir, fimm Finnar, þrir íslendingar og einn Færeyingur fengið verðlaun- in sem fyrst voru veitt 1962. Dóm- nefnd bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs segir m.a. i rökstuðn- ingi sínum fyrir valinu á bók Dags Solstads, „Roman 1987“, að höf- undurinn lýsi „i bókinni þróunar- sögu 68-kynslóðarinnar, mistök- um hennar og afdrifum i norskum smábæ...“ Skýrt var frá úthlutuninni á frétta- mannafundi í Krístjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn en fulltrúar íslands í dómnefndinni eru rithöfundamir Jóhann Hjálmarsson og Sveinn Ein- arsson. Verðlaunin, 150.000 dkr., (1.100 þúsund isl. kr.), verða afhent þann 28. febrúar nk. á 37. þingi Norðurlandaráðs við hátíðlega at- höfn í ráðhúsinu í Stokkhólmi af forseta Norðurlandaráðs. í viðtali við Morgunblaðið sagði Jóhann Hjálmarsson, að „Roman 1987“ væri opin skáldsaga þar sem Solstad gagnrýndi stjómmálaskoð- anir 68-kynslóðarinnar og þar með sjálfan sig. Væri hér um að ræða mjög heiðarlegt verk. Jóhann Hjálmarsson var formaður dómnefndarinnar, sem nú skilaði af sér. Var þetta f sfðasta sinn, sem nefndin starfaði með þeim hætti, sem verið hefur. Reuter LaRouche í 15 ára fangelsi Bandaríski öfgamaðurinn Lyndon LaRouche var á föstudag dæmdur i 15 ára fangelsi fyrir klækjabrögð. LaRouche, sem er 66 ára gam- all og hefur ýmist boðað vinstri eða hægri öfgar, er sakaður um skattsvik og auk þess telja yfirvöld að hann hafí aldrei ætlað að greiða stuðningsmönnum sfnum milljónir dollara er þeir sendu hon- um að láni með póstinum. Við réttarhöldin sakaði LaRouche m.a. Elísabetu Bretadrottningu og fyrrum utanrikisráðherra Banda- ríkjanna, Henry Kissinger, um aðild að alþjóðlegri fíkniefnasölu. Á myndinni sést LaRouche leiddur á brott frá réttarsalnum. Michel Rocard, forsætisráðherra Frakklandsr Slyngari stj órnmálamað ur en menn höfðu ætlað FRAM til þessa hefur Michel Rocard, sem tók við embætti forsæt- isráðherra Frakklands í maí á síðasta ári, ekki talist til þungavigt- armanna í frönskum stjóramálum. Hann þykir ekki hafh yfir sér yfirbragð leiðtoga, er t.a.m. bæði nákvæmur og smámunasamur. Verkföll ríkisstarfsmanna hleyptu illu blóði í almenning og forsæt- isráðherrann saup seyðið af þvi. Vinsældir hans minnkuðu ört og skoðanabræður hans innan Sósialistaflokksins gerðust gagn- rýnir ekki síst er flokkurinn tapaði tveimur mönnum f aukakosn- ingum. Nú hefur Rocard tekist að binda enda á verkföllin án þess að samið hafi verið um óhóflegar launahækkanir og staða hans þykir traustari en nokkru sinni fyrr. Vinsældir hans hafa aukist til muna og það markmið hans að hverfa frá forskriftum þaulskipulagðar hugmyndafræði virðist eiga hljómgrunn meðal almennings. Skömmu fyrir jól lýsti Rocard því yfír í sjónvarpsávarpi að hann hefði hvergi hvikað frá því markmiði sínu að skapa þjóðar- sátt og lægja þann hugmynda- fræðilega ágreining milli vinstri manna og hægrisinnaðra sem ein- kennt hefur ■ frönsk stjómmál. Tæpum mánuði áður höfðu 40 prósent aðspurðra lýst yfír óánægju sinni með störf forsætis- ráðherrans og menn voru famir að gera því skóna að Rocard myndi ekki end- eftir Ásgeir ast í embætti fram til vors. Þjóðin var greinilega búin að nóg af verkföllunum, sem hafíst höfðu í september, og Roc- ard var vændur um úrræðaleysi og litla stjómvisku. Flokksbræður hans og andstæðingar gengu á lagið og þannig lýsti Jaques Chirac, fyrrum forsætisráðherra og leiðtogi Ný-Gaulista, yfír því að sáttastefna forsætisráðherrans hefði lamandi áhrif á þjóðfélagið. Almenningur gerði sér nú ljóst að stefna „spámannsins" leiddi einvörðungu eymd og volæði yfír þjóðina. Aðförin að Rocard mistókst. Honum tókst að binda enda á verkföllin og í nýlegri skoðana- könnun kváðust 45 prósent að- spurðra ánægð með frammistöðu hans og 53 prósent sögðust vilja að hann yrði áfram forsætisráð- herra næstu tvö árin hið minnsta. Um líkt leyti birtist skýrsla frönsku Tölfræðistofnunarinnar um ástand efnahagsmála og sagði þar að gera mætti ráð fyrir áfram- haldandi hagvexti, sem mældist H 3,5% á sfðasta ári. Loks var því spáð að atvinnu- leysi yrði komið Sverrisson niður fyrir 10% í júnímánuði. Rocard var að sönnu heppinn en fleira kom til. Þann 18. desem- ber kom Rocard fram í sjónvarps- viðtali, því fyrsta sem hann hefur veitt frá því hann varð forsætis- ráðherra, og þótti standa sig mjög vel. Honum tókst að skýra við- horf sín á einföldu máli og án útúrsnúninga og þrotlausra mála- lenginga sem þótt hafa einkenn- andi fyrir málflutning hans. Roc- ard lýsti m.a. yfír því að tími inn- antómra slagorða væri liðinn, þau væru yfírborðskennd og vitur-. legra væri að láta verkin tala. „Ég hef ávallt verið þeirrar skoðunar að stjómmálamenn taki of oft til Michel Rocard. máls og tali of lengi um lítið sem ekkert," sagði hann. Telja má hæpið að Rocard tak- ist það ætlunarverk sitt að færa frönsk stjómmál nær miðju á næstu mánuðum því reynslan sýn- ir að stjómmálaflokkar em al- mennt og yfírleitt fhaldssamar stofnanir. Samstarf hans og Fran- cois Mitterrands Frakklandsfor- seta þykir hins vegar hafa gengið prýðilega og báðir njóta þeir al- mennra vinsælda. Ólíklegt er talið að Pechiney-fjármálahneykslið grafí undan stjóm Rocards ekki síst ef hann bregst skjótt við og skýrir á hvem hátt stjómvöld hyggjast halda uppi eftirliti með kauphallarviðskiptum. Allt að einu virðist ljóst að Michel Rocard býr yfír meiri útsjónarsemi og stjómunarhæfíleikum en menn höfðu ætlað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.