Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 r * p er sunnudagur 29. janúar, 2. sd. í NÍUVIKNA- 4 UALjtFÖSTU. 29. dagur ársins 1989. Biblíudagurinn. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 10.44 og síðdegisflóð kl. 23.16. Sólarupprás í Reykjavík kl. 10.17. Sólarlag kl. 17.06. Myrk- ur kl. 18.04. Sólin er í hádegisstað í Reyirjavík kl. 13.41 ogtunglið í suðri kl. 6.41 (Almanak Háskólans). Og heimurinn fyrirferst fýsn hans, en sá sem gerir Guðs vi(ja, varir að eilífu. (Jóh. 1,2,17.) ur lektor við námsbrautir í hjúkrunarfræði í læknadeild Háskóla íslands. Frá 1. jan- úar sl. VIÐSKIPTAVIKAN sem hefst á morgun, mánudag, er 5. vikan á þessu ári. AKSTURSGJALD. í tilk. í nýju Lögbirtingablaði frá ferðakostnaðanefndinni segir að hinn 1. janúar hafí tekið gildi nýtt akstursgjald í samn- ingum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana. Er því skipt í þijá flokka: almennt gjald, sérstakt gjald og torfæru- gjald. í almenna gjaldfl. er gjaldið frá kr. 15.60 — krónur 19.80. Hið sérstaka gjald er á bilinu kr. 18—22.75 og tor- færugjaldið á bilinu kr. 22.60-28.60. Að vilja hlúa að fúglalífínu er af hinu góða. Undanfarið hefúr verið algjört jarð- bann. Er þá ekki í mörg hús að vernda fyrir fúgla him- insins, jafnt smærri sem hinna stærri. Hin sígilda hvatning á nú vel við: Munið eftir fúglunum það er hart I búi hjá þeim. FRÉTTIR BISKUPSKOSNINGARN- AR. í Lögbirtingablaðinu til- kynnir kjörstjóm biskups- kosningarinnar að kjörskrá hafí verið lögð fram til sýnis í biskupsstofu og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og muni hún liggja frammi til 14. febrúar næstkomandi. í kjörstjóminni eiga sæti Þor- steinn Geirsson í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og er hann formaður en aðrir í kjör- stjóminni eru þeir Valgeir Ástráðsson og Vilhjálmur Hjálmarsson. MENNTAMÁLARÁÐU- NEYTIÐ tilk. í nýlegum Lög- birtingi að Ingibjörg Sæ- mundsdóttir hafí verið skip- uð í hálfa stöðu bókavarðar við Háskólabókasafnið, frá 1. janúar. Þá hefur ráðherra skipað Guðrúnu Pétursdótt- KIRKJA KIRKJA Óháða safnaðarins: Guðþjónusta kl. 14 í dag, sunnudag. Organisti Jónas Þórir. Sr. Þorsteinn Ragnars- son. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN. í gær komu tvö nótaskip inn með loðnufram: Helga ni. með 900 og Hilmar SU 1300 tonn. í dag, sunnudag, fara til veiða togaramir Ásbjörn og Snorri Sturluson. Vænt- anlegir eru að utan Reykja- foss og Urriðafoss, sem mun hafa haft viðkomu í Straumsvíkurhöfn. HAFNARFJAKÐARHÖFN. Á morgun, mánudag, em væntanlegir inn af veiðum til löndunar togaramir Venus og Sjóli. Þá er Valur væntan- legur að utan á morgun, mánudag. MOLAR • SPÁNVERJAR læra að búa til súkkulaði í Mexíkó og flytja það árið 1520 til Evrópu. • KARTÖFLUR voru fluttar frá Ameríku til Evr- ópu árið 1584. Var það Walter Raleigh. Fyrstur til að kynna kartöfluna fyrir Evrópumönnum var sjó- heijan breska Francis Drake. ÞETTA GERÐIST 29. JANUAR ERLENDIS gerðist þetta á þessum degi. 1635: Franska Akademían stofnsett. 1728: Betlaraóperan frum- sýnd. 1820: Georg IV. verður kon- ungur Bretlands við lát Ge- orgs III. 1853: Napóleon gengur að eiga Eugenie de Montijo í Tuileries. 1856: Viktoríukrossinn tek- inn upp í Bretlandi. 1889: Harmleikurinn í May- erling er ríkisarfí Austurríkis Rúdolf krónprins myrðir ást- konu sína og sviptir síðan sjálfan sig lífi. 1916: Fyrstu Zeppelin-árásir Þjóðveija á París. 1919: Tékkar sigra Pólveija í Galiziu. 1942: Bretar og Rússar gera bandalag við írana. 1950: Fyrstu óeirðir gegn kynþáttastefnu S-Afríku- stjómar. 1963: Erakkar. beita neitunar- valdi gegn aðild Breta að Efnahagsbandalaginu. Þessi dagur var afinælis- dagur þeirra: Emmanuels Swedeborg, sænskur guð- fræðingur (1688—1772), tón- skáldanna Daniels Auber (1782—1871) Frakklandi og Bretans Fredrick Delius (1863—1934) og rithöfund- anna Antons Tsjekhovs (1860—1904), Romains Rol- iands, Frakki (1866—1944), og T. Paine, Breti (1737— 1809). HÉRLENDIS gerðist þetta á þessum degi. 1869: Eyfírðingar og Þingey- ingar stofna félag um verslun og útgerð kaupf ars á Akur- eyri. 1881: Stórskaðar í aftaka veðri. 1906: Kristján IX. deyr. 1950: Togarinn Vörður fórst í hafí. Fimm fórust en 14 bjargað. 1977: Mondale varaforseti BandaríkjannaLheimsókn.. - - Orðsending frá Ögmundi Jónassyni, form. BSRB: Kjarabót að jarð tengja Sverri . Kjarabótarafvirkinn vill fá að stinga í samband herra bankastjóri... • MOKSTURSVÉLIN var fúndin upp af Variantius. Hún var knúin með manns- afli. Var það árið 1591. Englendingurinn Grim- shaw fann fyrstur upp gufúknúnu mokstursvélina 1796. Varð hún í endur- bættri mynd mikilvæg við lagningu jámbrautalagna og skurðgröft. • SJÓNAUKANN fann Hollendingur upp, Lippers- hey að nafúi árið 1608. Stjömukíkinn fann Kepler upp 1611. • TE var í fyrsta skipti flutt til Evrópu frá Kína árið 1610. Vom það Hol- lendingar, en þar eystra höfðu menn kynni af tei þá þegar á 6. öld. Til Norður- landa kom te fyrst árið 1665 og til London 1650. • FYRSTU fiðluna smíða þeir Tesori og de Balo. Seinna kom til sögunnar Stradivarius-fiðlan þeirra Amati og Guaneri. Hún er svo fúllkomin að tækni nú- timans hefúr ekki getað búið til samsvarandi hfíóð- færi, fyrst og fremst vegna þess að mönnum hefúr aldrei orðið (jóst á hveiju hin einstæða hljómfylli þessara hljóðfæra byggist. KROSSGATAN SF 9 ■ Zll:____ 122 28 24 LÁRÉTT: 1 hagnaður, 5 fljót, 8 beltið, 9 ránfugl, 11 fljót, 14 trýni, 15 blómið, 16 starfið, 17 reið, 19 trylítar, 21 spil, 22 hnettinum, 25 rödd, 26 elska, 27 askur. LÓÐRÉTT: 2 brák, 3 handsamaði, 4 líkamshlutan- um, 5 ögn, 6 frostskemmd, 7 fæddu, 9 vanrælq'a, 10 skemmast, 12 ámar, 13 lang- ur gangur, 18 þreytt, 20 kyrrð, 21 vantar, 23 tónn, 24 óþekktur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 króks, 5 skæla, 8 tækinu, 9 digna, 11 aldan, 14 pár, 15 fjáða, 16 aular, 17 Rán, 19 alur, 21 Óðni. 22 gálunni, 25 iða, 26 æra, 27 rót. LÓÐRÉTT: 2 rói, 3 kæn, 4 skapar, 5 snaran, 6 kul, 7 lúa, 9 duflaði, 10 gráðuga, 12 dalaðir, 13 nærðist, 18 áður, 20 -ráf wll *ón,-28* k*f 24^ Na.-■ - *r ~ * ***** * - - - * MANNAMÓT MÁLSTOFA í guð- firæði. Næstkomandi þriðju- dag 31. þ.m. verður haldin málstofa í guðfræði. Þá flytur dr. Gunnar Kristjánsson fyrirlestur sem hann nefnir: Lútherska þjóðkirkjan. — Um tvíþættan kirkjuskilning í lútherskri guðfræði. Málstof- an er haldin í Skólabæ Suður- götu 26 og hefst kl. 16. MOSFELLSBÆR, Kjal- araes og Kjós. Tóm- stundastarf aldraðra í Mos- fellsbæ efnir til leikhúsferðar í Þjóðleikhúsið Ævintýri Hoffmanns miðvikudags- kvöldið 8. febrúar næstkom- andi. Þær Svanhildur í s. 666377 eða Steinunn í s. 667032 gefa nánari uppl. SAFNAÐARFÉL, Ás- prestakalls heldur aðal- fundinn nk. þriðjudagskvöld í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 20.30. Á fundinn kemur frú Ragna Jónsdóttir og segir frá kvennaráðstefnunni í Osló á sl. sumri. AÐÁLDEILD K.F.U.M. í Hafnarfírði heldur kvöld- vöku n.k. þriðjudagskvöld, 31. þ.m., í húsi félaganna Hverfisgötu 15 kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Friðrik Hilmarsson kennari talar. FÉL. eldri borgara. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 í dag, sunnudag kl. 14 og verður þá fijáls spilamennska og tafl. Dansað verður kl. 20. Á morgun mánudag er opið hús í Tónabæ frá kl. 13.30. Félagsvist spiluð kl. 14. Fyrir- hugað er að halda þorrablót í Tónabæ 11. febrúar n.k. ef næg þátttaka fæst. Uppl. á skrifstofunni s. 28812. RANGÆINGAFÉL. í Reylqavík heldur annað spila- kvöld sitt í Ármúla 40 nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. ORÐABÓKIN Að hósta og pelkja Um það hafa verið nokk- uð skiptar skoðanir, hvort í máli okkar íslendinga séu svonefndar mállýzkur, þ.e. ýmis sérkenni í máli eða orðaforða, sem greini menn í sundur eftir sveitum eða landshlutum. Fáum dettur í hug að synja fyrir, að svo sé. Hlustendur þáttanna um íslenzkt mál í Ríkisútvarp- inu hafa a.m.k. oft orðið varir við þetta. Hitt er svo annað mál, að hér á landi er þessi munur miklu minni en þekkist með mörgum öðrum þjóðum og veldur engum vandræðum í skipt- um manna. Nýlega var td. sagt frá no. þaldrar í þess- um pistlum, en það er stað- bundið orð og þá einkum við Suðausturlandið. Nokkru fyrir jól minntist ung stúlka, sem kom á Orðabókina, á so. að pelkja, sem hún sagði, að afí sinn notaði stundum um að hósta eða ræskja sig. Jú, mikið rétt. Dæmi frá afanum var einmitt í talmálssafni OH. Þetta orð virðist nær ein- göngu þekkt í Barðastrand- arsýslu. Þar um slóðir segja menn sem svo: „Vertu nú ekki alltaf að hósta þetta og pelkja eða: „Mikið er hvað þú hóstar og pelkir." - JAJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.