Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989
13
— Því nefnir fólk aldrei ástina
svona yfirleitt þegar það er spurt
stóra heimi. „Við erum bara rétt
að byija,“ útskýrir Helgi, og ekki
laust við að hrifningar gæti í rödd-
inni. En sambúðin hefur komið þeim
að gagni í starfi, þau þekkja við-
brögð mótspilarans og þurfa því
ekki að sóa tíma í að eyða vafa og
misskilningi sem gæti verið á milli
þeirra. „Við þekkjum hvort annað
og vitum hvað við getum verið and-
styggileg,“ segir Helga.
En hjónin Marta og Georg eru
verulega andstyggileg hvort við
annað, og það sem verra er, áhorf-
andinn hefur lúmskt gaman af að
hvers vegna það hafi verið saman
svona lengi?
Þau líta hvort á annað. „Fólk er
stundum feimið við orðið ást.“
„Það er líka til fólk sem þorir
aldrei að elska af hræðslu við að
missa eða vera hafnað,“ segir
Helga. „En ég get alveg sagt þér
hvers vegna ég er ennþá með hon-
um Helga, mér finnst hann bara
svo skemmtilegur."
BERJAST Á BLÓÐ-
VELLI
„Grikkir kölluðu það kaþarsis,
þessa hugarhreinsun sem verður
hjá leikaranum þegar hann losar
um tilfínningalífið á sviðinu," segir
Helgi. „Einnig sögðu þeir þetta
vera nokkurs konar dóp fyrir áhorf-
endur, því þeir þjást með leikaran-
um allan tímann og dæla þar með
úr sér spennunni. Þetta er í raun
og veru mjög hollt fyrir sálina,
ágætis heilaþjálfun."
„Maður öskrar og grenjar, núna
síðast í dag, en því fylgir þó nota-
leg þreyta, mér líður eins og ég sé
að koma úr baði,“ segir Helga. „En
þetta verk trekkir upp, það kemur
einhver glannaskapur upp í manni.“
Marta og Georg virðast bæði eiga
samúð áhorfandans að áliti leikar-
anna, því þetta eru óvenjuleg
spjótalög eins og Helgi segir, og
bæði hjónin jafn „flínk". Þau eflast
þegar þau fá áhorfendur og ná sér
því vel á strik þegar ungu hjónin
koma til þeirra og eru þá nánast í
skapi til að fleygja sér út í hvað
sem er. „Þau stunda leiki, og þessi
nótt á sér enga hliðstæðu. Leikregl-
ur eru brotnar og hvar ertu þá
staddur? Þau berjast á blóðvelli,
manneskjur, sem þurfa að vera svo
vondar hvor við aðra,“ segir Helgi
og hristir höfuðið.
— Þetta verk er samt fallegt í
öllum sínum óþverraskap, hvemig
má það vera?
„Þetta er galdur sem einungis
listamaður getur framið," svarar
Helga. Við megum ekki einblína á
grimmdina eingöngu. Þetta er eins
og mynd sem virkar ljót í fyrstu,
en síðan sér maður þennan tærleika
í ljótleikanum, og verður meyr.“
— En mig langar að vita hvort
það ríki aldrei samkeppni milli
Helga og Helgu þar sem þau eru
nú í sömu starfstétt?
Helgi: „Það er tæknilega ómögu-
legt að hún stingi undan mér hlut-
verki. Og alla okkar tíð hefur verið
þessi öldugangur, við erum til skipt-
is í sviðsljósinu, það fer bara eftir
hlutverkunum."
Helga krossleggur hendur og
verður ekkert nema yfirlætið. „Ég
er nú svo greind að ég dreg mig
alltaf í hlé þegar ég fínn að Helgi
er að verða „abbó“. Og ef við fömm
í fylu þá er það alltaf ég sem gef
eftir.“
Helgi: „Á mánudögum."
Helga: „Þetta er spurning um
greind.“
— Stundum finnst mér þið dá-
lítið lík, segi ég.
„Já, við urðum strax mjög lík,
bæði dökkhærð og hálslöng."
— Hvað er það sem hefur alltaf
dregið þig að Helgu, spyr ég Helga,
og hann horfir lengi á mig opnum
augum án þess að ansa.
„Hann skilur það ekki,“ segir
Helga loks og teygir sig út að
glugganum til að gá til veðurs.
„Nei, það er fullkomlega óskiljan-
legt,“ segir hann og starir enn á
mig. „Ég á ekkert svar við þessu.“
Horfír svo á konu sína hugsi:
„Henni er alltaf að detta eitthvað
í hug. Já, þú kemur mér sífellt á
óvart!“
TRYGGINGIN
Þau eiga engin sérstök áhugamál
saman hjónin, þegar ég spyr þau út
í þá sálma, segjast ekki vera með
þessi stóm „hobbý“, hesta og
þvíumlíkt, en aftur á móti eigi þau
sumarhús þar sem þau dveljast
langdvölum og lesa jólabækurnar
sínar. En leikarar em þaulvanir að
tjá tilfínningar og því mætti ætla
að þau ættu auðvelt með að tjá sig
heima fyrir, ræða óskir sínar og
langanir, lenda ekki í þeirri gryfju
sem hendir marga, að geta ekki
talað saman.
Helgi segir að nokkuð sé til íþví.
„Með mismunandi stuttu millibili
fömm við inn í heim sem gagntek-
ur okkur og er oft uppspretta sam-
tala. í vor og haust var það „Marm-
ari“ sem Helga leikstýrði og ég lék
í, og nú er það þetta verk sem
gagntekur hugann."
„Það er þó ekki nokkur tiygging
fyrirgóðu hjónabandi,“ segir Helga.
— En hver er þá tryggingin?
„Ef ég vissi lausnina þá mundi
ég ekki hugsa mig um heldur stofna
fyrirtæki og það yrði eitt hið um-
svifamesta hér á landi,“ segir hún.
„En ágætt ráð held ég að sé þetta:
Beitið ekki gömlu íslendingasagna-
aðferðinni, auga fyrir auga. Hún
hefur aldrei reynst vel.“
Helgi: „Tryggingin er sú, að það
er engin trygging til. Það væri líka
leiðinlegt að hafa slíkt í upphafí
hjónabands. En í hjónabandi er
gagnkvæm virðing fyrir mannkost-
um og þörfum hins aðilans mikil-
væg.“
En haldið þið að þetta leikrit
hafí einhvem tilgang eða boðskap?
„Mér dettur .ekki í hug að það
breyti lífsmunstri nokkurs manns,"
segir Helgi. „En ef okkur auðnast
að gera þetta að góðri leiksýningu
þá gefur það eitthvað sem hægt er
að byggja á. Leikhús byggir á því
sem góðar leiksýningar gefa fólki.“
„Ég held það geti orðið aðvömn
ef vel tekst til,“ segir Helga. „Gefi
fólki ástæðu til að hugsa og líta í
eigin barm.
Við höfum fundið fyrir spennunni
í kringum þetta verk. Þegar við
vomm í Berlín á dögunum hittum
við nokkra sænska leikara sem við
þekkjum úr „filmunni" og þeir sögð-
ust allir ætla að koma!“
Fmmsýning er framundan en
þau taka því með heimsins mestu
ró. „Kunningi okkar sem vann eitt
sinn í byggingavömverslun sagðist
hafa tekið eftir því, að við kæmum
alltaf til að skoða flísar og þess-
háttar hjá honum á fmmsýningar-
daginn."
— En skyldi hjónaband þeirra
Mörtu og Georgs eiga sér nokkra
hliðstæðu í raunvemleikanum, er
þetta ekki bara tómur skáldskapur?
Helgi segir að skáldskapur sé það
vitanlega, en þó væri hægt að
ímynda sér að slíkir einstaklingar
væm til þótt þeir birtust hér í skáld-
sögulegum búningi, og ekki ólíklegt
að ýmsir fyndu einhveija samsvör-
un. Helga tekur undir það og bætir
því við, að það sem geri verkið verð-
mætara en það að vera til dæmis
vitni að rifrildi hjóna í raunveruleik-
anum, sé hversu fimlega það sé
gert og góður skáldskapur.
„Hér teflir höfundur fram tveim-
ur vopnfímum einstaklingum, og
samkennd áhorfendans sveiflast á
milli þeirra, þannig að það er aldrei
á hreinu hver sigurvegarinn er í
þessum hildarleik. En það er ekki
hægt að bera verkið saman við
raunveraleikann, því lífíð, eins og
það er frá degi til dags er ekki
búið að hreinrita."
HELGA OG HELGI
Sennilega mun svipurinn harðna þegar átökin hefjast inni í leikhúsinu.