Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 7 RNLI - „Grace Paterson Ritchie" mun innan tiðar sigla undir íslensk- um fána og merki SVFÍ. Forráðamenn Sjóvá og SVFÍ, Benedikt Sveinsson form. Sjóvá afhendir forseta SVFÍ, Haraldi Henrys- syni, gjöfina. Aðrir á myndinni: f.v. Örlygur Hálfdánarson, SVFÍ, Einar Sveinsson, Sjóvá, Ester Kláus- dóttir, Garðar Eiriksson, Hannes Þ. Hafstein, SVFÍ og Sigurjón Pétursson, Sjóvá. Sjóvá öfefur SVFÍ stórgjöf Björgunarbátur keyptur firá Englandi Á SÍÐASTA stjórnarfundi Sjó- vátryggingafélags íslands hinn 17. janúar sl. var samþykkt að styrkja Slysavarnarfélag ís- lands með einnar milljónar króna framlagi til kaupa á björgunarbáti frá Englandi. Þá nýverið hafði SVFÍ undirrit- að samning við RNLI (The Royal National Lifeboat Institution) um kaup á einum af bátum stofnunar- innar. Báturinn er yfir 70 lestir, byrðingur og þilfar úr stáli, en lúkarskappi og yfirbygging úr áli. Botninn er tvöfaldur og þar eru olíukjölfestu- og vatnsgeimar og þurrrými. Síður eru einnig tvöfald- ar og hólfaðar í mörgu, uppdrifs- eða flotrými. Alls eru 43 vatnsþétt rými í bátnum. Hann er knúinn tveim 230 hestafla aðalvélum, sem hvor um sig er í sjálfstæðum vatns- þéttum vélarrúmum og ganghraði 11,5 sj. á klukkustund. Þá er báturinn búinn öflugum slökkvi- og björgunardælum auk margháttaðs annars öryggisbún- áðar. Á framþilfari er 16 feta slöngubátur með 40 hestafla utan- borðsvél til notkunar á grunnsævi. í yfírbyggingu, brú og kortaklefa eru nauðsynleg siglingatæki og kallkerfi fyrir fram- og afturþilfar, vélarrúm og lúkar. Þar er einnig sameiginlegt eld- hús og borðsalur áhafnar. Vistar- verur eru í mjög góðri hirðu, með hreinlætisaðstöðu, loftræstingu og rafinagnsblásurum til hitunar. I afturskipi er káeta með tveim koj- um og bekkjum, en í framskipi er rúmgóður lúkar með tveim her- bergjum. Heimahöfn bátsins var áður í Kirkwall á Orkneyjum og gengdi hann veigamiklu hlutverki á þvi erfiða hafsvæði. Á sl. ári var þar staðsettur annar bátur af nýjustu ferð björgunarbáta RNLI. Heimsigling bátsins er fyrir- huguð um miðjan marsmánuð nk. Það var á landsþingi SVFÍ á sl. vori þegar minnst var 60 ára af- mælisins að viðræður hófust um kaup á bátnum, en þá komu full- trúar frá RNLI í heimsókn í tilefni þeirra tfmamóta. SVFÍ færir Sjóvátryggingafé- lagi íslands bestu þakkir fyrir hina rausnarlegu gjöf til styrktar hinum veigamikla þætti sjóslysavama fé- lagsins er lýtur að kennslu og þjálf- un og til leitar- og björgunarstarfa. 7s&3L\ Nú er skíðaáætlun vetrarins tilbúin hjá Samvinnuferðum-Landsýn. í ár skíðum við enn hærra en áður og kynnum aðeins toppskíðastaði, sem sannað hafa gildi sitt aftur og aftur. Með í hverri ferð er íslenskur fararstjóri, sem sér til þess að allir eigi ánægjulega dvöl og skemmti sér sem best jafnt að degi sem kvöldi. SÖLDENOG SfíALBACH/HINTERGlEMM - Einungis fyrsta flokks skíðasvæði Aðalskíðastaðirnir í ár, Sölden og Saalbach/Hinterglemm, hafa fyrir löngu skipað sér sess á meðal allra bestu skíðalanda Evrópu. Fjölbreyttir möguleikar í gistingu, vel staðsett hótel og vandaðir gististaðir ásamt fyrsta flokks skíðaaðstöðu og fullkomnum aðbúnaði til leikja og hvíldar eru dýrmæt trygging fyrir hnökralausri ferð. BROTTFARARDAGAR TIL SÖLDEN: 18. mars -13 nætur - PÁSKAFERÐ BROTTFARARDAGAR TIL SAALBACH/HINTERGLEMM: 18.febrúar-2vikur UPPSELT 4. mars - 2 vikur Verð frá kr. 48.500* * Verð m.v. 2 vikur án fæðis í Saalbach, 5 í ibúð m/2 svefnherb., brottför4. mars, staðgr. DRAUMAVIKAISAIZBURG Hér er sannkallað ævintýri á ferðinni; skíða- og listaferð til Salzburg. Þú býrð á glæsilegu 4ra stjörnu hóteli í Salzburg og skíðar á mörgum nafntoguðustu skíðasvæðum Austurríkis milli þess sem þú stundar listina að lifa í háborg tónlistarog menningar! BROTTFARARDAGAR TIL SALZBURG: 18/2,4/3 og 18/3. Verð kr. 41100* • Verð m.v. gistingu i tvíbýli á Hótel Winkler í viku ásamt morgunverðarhlaðborði, staðgr. og gengi 20.01.89. Innifaldar eru ferðirtil og frá flugvelli erlendis og 6 dagsferðir með fararstjóra á einhver bestu skiðasvæði austurrísku Alpanna. Samvinnuferdir - Landsýn oggengi 20.01.89. Austurstræti 12 ■ Sími91 -69-10-10 • Suðurlandsbraut 18 • Sími91 -68-91-91 Hótel Sögu við Hagatorg • Sími 91 -62-22-77 • Skipagötu 14 • Akureyri ■ Sími 96-2-72 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.