Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989
Af ijárfestingaim, allsherj-
arlausnum og fámenni
í UMRÆÐU dagsins er mikið talað um samdrátt og kreppu. Á þessu
ári er fyrirsjáanlegur samdráttur í fiskveiðum. Samdráttur I veiðum
hefur alla jafiia þýtt samdrátt á öðrum sviðum og öfugt. Samdráttur
i veiðum þarf þó ekki endilega að þýða samdrátt tekna ef verð á
afurðum okkar hækkar. Hvort við getum aukið verðmætin á þessu
ári og haldið þannig í gegn samdrætti veiða er alls óvíst, en að öllu
óbreyttu ekki líklegt. Því ganga flestir út frá því að um samdrátt
verði að ræða og það kreppi að. Arið í fyrra var hins vegar, ef horft
er til afla og tekna, eitt hið besta í sögunni. Samt sem áður var
komið kreppuhljóð upp úr miðju ári og flestir famir að halda að
sér höndum varðandi Qárfestingar þegar leið á árið. Þá vorum við
reyndar búin að taka vel til hendi á því sviði nánast hvert sem litið
var. Við höfðum semsé nýtt okkur það færi sem hækkandi verð á
afiirðum okkar erlendis gaf til þess að bæta og auka við, eða byggja
nýtt, nánast hvar sem því varð við komið. Og í bjartsýnni trú á áfram-
haldandi vöxt, tekið lán erlendis til þess sem uppá vantaði. Vextir
af lánsfé skrúfuðust upp, en samkvæmt kenningunni, þetta reddast,
hafði hækkandi vaxtastig lítil áhrif á Qárfestingargleðina.
Nú stöndum við frammi fyrir
þegar gerðum hlut, með
flárfestingar í steinsteypu,
vélum og tækjum, sem í alltof mörg-
um tilvikum ekki geta staðið undir
þeirri ávöxtun sem eigendur fjár-
magns kröfðust, og kreíj'ast reynd-
ar enn. Það var þetta ljós sem rann
upp fyrir ýmsum um mitt síðasta
ár. Stærsta viðvörunin vargjaldþrot
fyrirtækja í óþekktum mæli. Nokk-
uð sem enn sér ekki fyrir endann á.
Menn geta deilt um hver orsökin
er, afleiðingamar eru hins vegar
skýrar, offjárfesting. Offjárfesting
þýðir einfaldlega að fjárfestingar
undanfarinna missera skila ekki því
sem vænst var og kjörin rýma.
En við erum ekki aðeins að fást
við afleiðingar ijárfestinga síðustu
missera. Breyttar aðstæður í okkar
undirstöðuatvinnuvegum gera það
að verkum að þegar gerðar ijárfest-
ingar þar eru ýmsum ofviða. Nýt-
ingin er lakari vegna atvinnuhátta-
breytinga og þegar vextimir telja
á gamla skuldahalann þarf engan
að undra þó eitthvað láti undan.
Þess vegna er verið að skuldbreyta
og reyna sameiningu fyrirtækja eða
huga að annars konar nýtingu á
þegar og e.t.v. löngu gerðum fjár-
festingum.
Það að takast á við íjárfestingu
síðustu missera væri útaf fyrir sig
ærið verkefni, hvað þá hvort
tveggja í senn. Enda er beðið um
efnahagsaðgerðir með stórum staf,
þó það vefjist reyndar fyrir hinum
sömu að útskýra í hveiju þær gætu
verið fólgnar. Hraustleg gengisfell-
ing mun þó vera það sem margir
meina en kinoka sér við að segja.
Það er undarleg nátt-
úra að ímynda sér að
alltaf sé hægt að leysa
hlutina með einni alls-
heijarlausn, hversu
flóknir sem þeir
kunna að vera. Auð-
vitað þarf marghátt-
aðra aðgerða við og
þær er verið að fram-
kvæma.
Með efnahagsað-
gerðinni hraustleg
gengisfelling væri
hægt að leysa tíma-
bundið hluta vandans,
en magna hann í leið-
inni annars staðar.
Það hefur reyndar
verið vinsælasta
flóttaleiðin þegar erf-
iðleikar hafa steðjað
að; öllu haldið á floti áfram um til-
tekinn tíma, fólkið í landinu hefur
tekið á sig kjaraskerðinguna rétt
eins og hvert annað óveður og síðan
hefur flest runnið í sama gamla
farið. En er ekki mál að Iinni? í
stað þess að grípa til gamalkunnra
úrræða er verðugra verkefni að
reyna að hugsa upp á nýtt og breyta
til þar sem þörf er á.
Og það er óttaleg hallærispólitík
hjá stjómarandstöðu að bíða þess
úrræðalítil og aðgerðarlaus að
stjómin greini frá sínum hugmynd-
um, koma síðan í lqölfarið, hafandi
allt á homum sér, nánast eins og
úr öðmm heimi, þar sem enginn
veit hversu stutt er síðan t.d. Sjálf-
stæðisflokkurinn var í forsæti ríkis-
stjómar. Hvað þá að hann fór frá
vegna þess að hann heyktist á því
að takast á við það ástand sem
orðið var.
Einn flórði úr milljón
upphAtt
/ dagskrifar Svanfríður
Jónasdótíir,
varaformaður
Alþýðubandalagsins.
Það er ekki alltaf gott að greina
á milli þess, hvort gefíst er upp á
miðri leið við lausn þeirra verkefna
sem fyrir ríkisstjómum liggja, að
kjarkinn skortir, hug-
myndaflugið, pólití-
skar forsendur til að
takast á við tiltekna
hluti eða einfaldlega
að hagsmunir, jafnvel
persónulegir, standa í
vegi.
Við skulum ekki
gleyma því að sam-
félag okkar er ekki
hvað síst kunningja-
og íjölskyldusamfé-
lag, þar sem skýring
tiltekinna atriða kann
jafnvel að felast í
frændsemi einhverra
eða því hveijir eða
hveijar vom saman í
skóla á sínum tíma.
Að hafa fámennið
g^==r^-i'"f‘Tl1 1 -
ÉÍWfl m ; : )[jjW M'h. 1 í^rnllflK
- • •-• • - - • - - — - - •
Teikning/Pétur Halldórsson
í huga ætti að leiða
til dýpri skilnings á aðstæðum á
hveijum tíma.
Við vomm enn á ný minnt á það
um þessi áramót, þegar Hagstofan
gaf út bráðabirgðatölur um mann-
ijölda, að við emm einungis u.þ.b.
einn ijórði úr milljón sem byggjum
þetta land. Það var nú sem endra-
nær þörf áminning, því alla jafna
látum við slíkar staðreyndir ekki
tmfla okkur þegar fjallað er um
þjóðmál, eða gerðar áætlanir um
uppbyggingu, hvort sem er í at-
vinnu eða menningarmálum. Við
miðum kröfur okkar og væntingar
í mörgum tilfellum við það sem
gerist með stórþjóðum og emm að
því er virðist alltaf jafn undrandi
þegar í ljós kemur að hlutimir
ganga ekki upp, hvort sem um er
að ræða hagfræðikenningar eða
aðrar lánaðar hugmyndir um það
hvernig standa beri að hlutunum.
í umræðu um byggðamál undan-
farin ár hefur sú kenning verið reif-
-v
Þíða eriendis,
frost á íslandi
- því vígbúumst við í þíðunni?
Kvennalistinn boðar því til fundar á HÓTEL BORG
- MÁNUDAGINN 30. JANÚAR KL. 17.00 þar
sem Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir
flytja stutt ávörp.
Auk þess hefur forsætisráðherra, utanríkisráðherra og
samgönguráðherra verið boðið að sitja fyrir svörum.
Fundarstjóri verður Elín G. Ólafsdóttir.
Einstaklingar - Félagasamtök
Hver man ekki eftir hinu glæsilega sumarhúsi á Norðlingabraut?
ETPUn H. UmnddUN
byggingameistari
//. Sími 623106 og 621288 á kvöldin.
Borgartúni 29, 105 Reykjavík.
Nú er rétti tíminn
að huga að húsi
fyrir sumarið.
★ Stærð og gerð eftir óskum
hvers og eins.
★ Fjöldi tilbúinria teikninga.
★ Nýja línan.
★ Flutningurhvertálandsemer.
★ Möguleikar á grillhorni, sól-
krók eða garðstofu.
★ Við ábyrgjumst okkar vinnu.
★ Hef sumarbústaðalóðir,
aðgangur að veiðivatni.
Upplýsingar á
skrifstofu í dag og
næstu daga.
Metsölublað á hvetjum degi!