Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 Halla, Anna og karlamir Hvað skal segja um kon- ur í dag? Mér finnst . efnið margþvælt. Umræð- an um kjör og þjóðfélags- stöðu kvenna hefur verið löng og ítar- leg. Ég held að fáum þjóðfé- lagsvanda- málum hafi verið gerð eins góð skil og kvenna- málum, ef maður má komast svo kjánalega og ósmekklega að orði. Hið þjóðfélagslega misrétti sem konur verða fyrir hefur verið tíundað margsinnis, og málstaður þeirra nýtur mikillar sam- úðar fjölda fólks. En þjóð- félag okkar stjórnast mjög af tregðulögmálinu. íslend- ingar eru hræddir við breytingar, því þær geta haft ógnarlegar afleiðingar í för með sér: menn gætu misst pínulítinn spón úr agnarsmáum aski sínum. JÞess vegna miðar kvenna- baráttunni svo hægt sem og öðrum umbótamálum. Og því meira sem konur láta til sín taka, þeim mun augljósara verður, hversu líkar þær eru körlum: þær geta líka verið ómerkilegar, fordómafullar og aftur- haldssamar. Meira að segja heimskar og illgjarnar. Með fullri virðingu fyrir þeim hef ég aldrei trúað á slagorð þeirra um þennan reynsluheim kvenna. Það er lítt skilgreind stærð. Ég held að karlar hafi lýst konum best, t.d. í bók- menntum, enda fleiri þar. Lýsingar Stendals og Balsacs á sálarlífi kvenna og afstöðu í lífinu, eru mjög sannfærandi, að mínu mati. Og svo kemur Flaub- ert með frú Bovary, og sú bók olli mikilli hneykslan. Og ekki má gleyma Ibsen, þeim gamla snjalla gaur, með Brúðuheimilið og Nóru. Öll rök kvennabar- áttunnar í dag er þar að finna, og lýsing hans er hárrétt. Og mér finnst ég ennþá heyra bergmálið af hurðarskellinum þegar Nóra brýst út. Og ekki má gleyma okk- ar höfundum. Höllu hjá Jóni gamla Trausta (sem mér þykir alltaf' svolítið vænt um) og Snæfríði ís- landssól hjá Halldóri Lax- ness. Og Svava Jakobs- dóttir dró upp eftirminni- lega mynd af konu og kjör- um hennar í Hvað er í blý- hólknum? Og ekki má gleyma ærslafengnum kvenlýsingum Thors Vil- hjálmssonar, t.d. Foldu, sem er mikil snilld. Og Guðbergur Bergsson er lunkinn líka. Ein besta bók hans heitir Anna, að mig minnir. Og hún er um mikla Önnu. eftir Atla Heimi Sveinsson Slöngurnar sem eru aðgreindar með tölustöfunum núll, einn og tveir eru ekki slímugar og ógeðslegar viðkomu heldur hafa leður- kenndan skráp. ! Morgunblað- ið/Þorkell Sam- kvæmt reynsl- uríkum hvarflar ekki að þeim að kyrkja nokkra sálu. SJALDGÆF GÆLUDYR Salamöndrur eru dagfarsprúðar Þeir eru margir sem eiga algeng gæludýr eins og ketti eða hunda, fiska eða páfagauka, og elska þau auðvitað út af lífinu. En aðrir eru gefiiir fyrir sjaldgæfari og kannski ógeðslegri heimilisvini og er þá á enga tegund hallað, ekki á slönguna, tarantúluna, salamöndruna eða skjaldbökuna, sem sjá má á meðfylgjandi myndum. Ekki verður gerð nein úttekt á þessum tegundum hér en til fróðleiks má nefna að slöngumar bera latneska heitið ELAPHE SCHRENCKI og koma frá Austur- löndum flær. í sinni eiginlegu nátt- úru liggja þær í dvala í ijóra til fimm mánuði, para sig þá og fjölg- ar eftir það. Ef um gæludýr sem á að fjölga er að ræða þarf að setja þær í lokað box inn í ísskáp og láta þær liggja þar mánuðum saman í dvala við ákveðið hitastig. Þær eru víst ótrúlega heimskar, hafa ekki sjálfstæða hugsun og fara eingöngu eftir eðlisávísun. Slöngumar eru um 130 sm á lengd og algerlega mein- lausar þótt næsta ótrúlegt sé. En sjálfsbjargarviðleitnina vantar ekki því að ef þær verða vitstola af hungri má Guð hjálpa næstu mús. Tarantúlur em ekki margar hér á landi. Þetta er risastór kóngulóar- tegund og ekki með öllu hættulaus. Hún er árásargjöm ef hún er á annað borð áreitt en að öðm leyti er hún friðsöm með afbrigðum. Hún lifír á bjöllum en bit hennar á fólki veldur bólgum og roða. í gamla daga var sagt að hún væri stór- hættuleg og ylli svokölluðu dansæði hjá mönnum. Skjaldbakan étur allt sem að kjafti kemur og er hin gráðugasta. Reyndar kann hún sér ekki maga- mál og étur þar til að hún gubbar og springur ef hennar er ekki gætt. Það þarf lítið að hafa fyrir skjald- bökunni nema að taka hana úr vatn- inu einu sinni í viku og leyfa skel- inni að þoma, annars deyr hún. Þetta er mjög hreinlegt dýr. Salamöndmr em lítil dýr sem lifa á fískafóðri og rækjum og kunna sér ekki hóf í áti frekar en skjald- bakan. Þetta em dagfarsprúðar lúxuspöddur og falla gjaman vel inn í. heimilismynstrið, með köttinn malandi við búrið daginn út og inn. Tekið skal fram að engu dýranna sem hér hefur verið rætt um er hleypt út úr búri sínu nema fyrir myndatökur eða aðrar viðhafnar- stundir í lífí þeirra. Morgunblað- ið/Þorkell Þetta er hún Lóa. Þessi teg- und sem hér glápir út í loftið er kölluð þriggja kjala skjaldbaka. SVEITABALLASTEMMNING Tríó Óskars Guðmundssonar og Kolbrun Þær eru margar hyómsveitirnar sem urðu til á bestu árum rokksins. Meðal sveita sem gerðu garðinn frægan eru hljómsveit Óskars Guðmundssonar, Selfossi, Limbó kvartett, HG tríóið, Faxar og hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar og Kolbrún á ísafirði. Síðan eru liðin mörg ár. Nú hefur ný hljómsveit litið dagsins ljós og skipa hana fyrrverandi meðlimir úr áður- nefndum hljómsveitum. Sá er þó munurinn að nú eru þeir allir orðnir eldhressir afar og söng- konan, sem áður söng sig inn S hjörtu ísfirðinga, er orðin amma. „Þessi hljómsveit varð óvænt til í haust. Gamalt hljómsveitar- fólk kom saman og fór að ræða málin og úr því varð þessi hljóm- sveit,“ segir Kolbrún Svein- bjömsdóttir, söngkona. „Við er- um að reyna að endurskapa stemmninguna sem var á sveita- böllum hér á árum áður. Við spilum gömlu og nýju dansana, íslensk jafnt sem erlend lög, í svipuðum dúr og var á skemmti- dagskránni „Manstu vinur“ á Selfossi síðastliðið ár. Jú, það er hægt að panta okkur við nánast hvaða tækifæri sem er.“ Það má segja með sanni að Kolbrún hafí fengist við tónlist frá blautu bamsbeini. Tímunum saman héngu hún og vinkona hennar, Ingibjörg Guðmunds- dóttir (BG og Ingibjörg) á Hjálp- ræðishemum á Isafírði, lærðu á gítar og hástöfum sungu þær sálma fyrir gesti og gangandi. Síðar bættust í hópinn krakkar úr götunni og var þá spilað á tvær harmonikkur, gítar og molasykur í boxi. Þetta var fyrsta hljómsveitin sem hún spil- aði í. Kolbrún leikur bæði á harm- onikku og gítar og árum saman kom hún fram í Reykjavík ásamt vinkonu sinni Evelyn Adólfs- dóttur, sem hlotið hefur þann heiður að vera líkt við djassis- tann Louis Armstrong. Saman sungu þær gafnanvísur eftir að hafa sigrað í hæfíleikakeppni sem haldin var á Hótel Sögu hér um árið. Þá gengu þær undir því vafasama atvinnuheiti „ís- húsmellurnar". Rétt er og skylt að taka fram að það viðumefni kom til af því að þær skemmtu Trfó Óskars Guðmunds- sonar skípa, frá vinstri: Þor- valdur Björnsson, Óskar Guð- mundsson, Kolbrún Sveinbjöms- dóttir og Ólafur Rúnar Þorvarð- arson. Morgunblað ið/Bjami Salamöndrur eru svosem ekkert gúddjí gúddjí, gilli gill, en bara allra sætustu kvikindi. glerfínu fólki í illa iyktandi frystihúsgallanum og gættu þær þess óvenju vel að hafa stígvélin mjög hreistrug. Kolbrún og aðrir hljómlistar- menn frá gömlu góðu árunum kunna eflaust frá mörgu að segja, þegar farið var á varðskip- um, vélsleðum, eða jafnvel kvab- bað í Björgunarsveitinni til þess að flytja skemmtikrafta á milli fjalla. I þá daga var dansleikjum ekki frestað, enda var það sveita- ballarómantík sem fékk hjörtun til að slá í takt. Og nú skal aftur verða líf í tuskum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.