Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B OG LESBOK STOFNAÐ 1913 41. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 18. PEBRÚAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Afganistan: Risaveldin reyni að stöðva blóðbaðið - segir í bréfi Gorbatsjovs til Bandarílgaforseta Moskvu, Kabúl, Waahington. Reuter. MÍKHAIL S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur sent George Bush Banda- rikjaforseta bréf þar sem hann hvetur til þess að risaveldin tvö samein- ist um að binda enda á blóðbaðið i Afganistan. Aðstoðarutanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Alexander Bessmertnykh, skýrði fréttamönnum frá orðsendingu Gorbatsjovs á fundi i Moskvu í gær. í bréfí Gorbatsjovs segir að Sovét- stjómin telji að risaveldin geti í sam- vinnu við önnur erlend ríki beitt sér fyrir friðsamlegri lausn deilumála í Afganistan. Sovétleiðtoginn leggur til að risaveldin hvetji til vopnahlés í átökum stjómarhersins og afgan- skra skæruliða og skuldbindi sig til að hlutast ekki um málefni afgönsku Miklar vin- sældir Banda- ríkjaforseta þjóðarinnar þannig að unnt verði að mynda nýja stjóm í landinu. Að sögn aðstoðarutanríkisráðherrans hefur ákalli i þessa vem einnig verið kom- ið á framfæri við stjómvöld á Bret- landi og Ítalíu og í FVakklandi og Vestur-Þýskalandi. Bessmertnykh sagði að „nokkrir" sovéskir hemaðarráðgjafar væru enn í Kabúl en kvað þá ekki vera á vigstöðvunum. Aðstoðarráðherrann sagði sovésk stjómvöld líta svo á að „ýmislegt jákvætt" væri að fínna í yfírlýsingu Bandarílqaforseta frá þvi á fimmtudagskvöld en þá kvaðst hann telja ótímabært að stöðva her- gagnasendingar til skæruliða. Reuter Um 1.000 heittrúaðir múhameðstrúarmenn söfnuðust saman í Dhaka í Bangladesh i gær og hvöttu tíl þess að indverski rithöfundurinn Salman Rushdie, sem býr á Bretlandi, yrði tekinn af lífi með heng- ingu vegna bókarinnar „Söngvar Satans". WaBhington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti nýtur mikilla vinsælda í upp- hafi valdaferils síns ef marka má niðurstöður skoðanakönnun- ar bandarísku sjónvarpsstöðvar- inna ABC og dagblaðsins Wash- ington Post. Frá lokum síðari heimsstyrjaldar- innar hafa aðeins tveir forsetar, þeir Harry Tmman og Lyndon Johnson, notið meiri vinsælda en Bush en 76 prósent aðspurðra kváð- ust vera sátt við framgöngu forset- ans frá því hann sór embættiseiðinn þann 20. fyrra mánaðar. í sams konar könnun árið 1981 sögðust 68 prósent ánægð með frammistöðu Ronalds Reagans og Johns F. Kenndys naut fylgis 72 prósenta þjóðarinnar við upphaf forsetaferils síns. Könnunin var gerð í síðustu viku. 1.512 karlar og konur þátt í henni og vom skekkjumörk sögð vera þijú prósent. hvatti í gær mdverska nthöfúnd- inn Salman Rushdie til að biðja múhameðstrúarmenn um heim all- an afsökunar vegna skáldsögu hans, „Söngvar Satans“ sem vakið hefur hamslausa heift i brjóstum öfgafúllra múslima vfða um heim. Sagði forsetinn „hugsanlegt" að þá myndu fylgismenn Múhameðs spámanns „náða" Rushdie en fjór- ar milljónir Bandarfkjadala (200 milljónir ísl. kr.) hafa verið settar til höfúðs honum. Öfgamenn í íran hafa dæmt Salm- an Rushdie til dauða vegna bókarinn- ar sem þeir leggja að jöfnu við guð- last. Ummæli Khameinis í gær þóttu gefa til kynna að ráðamenn vildu sefa reiðina sem bókin hefur orsakað þar eð hamfarir öfgafullra múha- meðstrúarmanna, sem fylgja Aya- tollah Khomeini, trúarleiðtoga írana að málum, hafa spillt fyrir samskipt- um írana og vestrænna ríkja en þau hafa stjómvöld í íran reynt að bæta að undanfömu. Ríkisstjómir fjölmargra vest- rænna ríkja hafa fordæmt dauða- dóminn og hótanir íranskra ráða- manna en Bretar hyggjast að auki beita sér fyrir því að öll 12 aðild- arríki Evrópubandalagsins sendi írönum mótmæli í sameiningu. Fran- skir bókaútgefendur hvöttu í gær Alþjóðasamtök útgefenda (IPA) til að bregðast hart við mótmælunum, sem sögð voru „afturhvarf til villi- mennsku". Evrópuþingið hefur þegar fordæmt dauðadóminn, sem Khom- eini erkiklerkur kvað upp og hótað refsiaðgerðum verði reynt að ráða Rushdie af dögum. Hann fer nú huldu höfði á Bretlandi og nýtur öflugrar lögregluvemdar. Lögreglumenn í borginni Srinagar á Indlandi beittu í gær skotvopnum gegn trylltum múg sem safnaðist saman til að fordæma rithöfundinn og verk hans og um 1.000 múham- eðstrúarmenn kröfðust þess í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, að Rushdie yrði tekinn af lífi. Hermenn vopnaðir vélbyssum héldu uppi gæslu á götum Karachi í Pakistan. Bandaríska dagblaðið The New York Times skýrði frá því í gær að forráðamenn stórrar keðju bóka- verslana, „Waldenbooks", hefðu af- ráðið að hætta sölu bókarinnar af ótta við hefndir öfgamanna og ákveðið hefur verið að loka skrifstofu „Penguin“-útgáfufyrirtækisins í Grikklandi. Talsmaður danska út- gáfufyrirtækisins „Samlerens Forlag A/S“ sagði að fyrirtækið hefði ákveðið að gefa bókina út í danskrí þýðingu. Yfírvöld í Kanada ákváðu í gær að stöðva innflutning bókarinn- ar til að unnt væri að skera úr um hvort í henni sé að fínna „haturs- fullan áróður" en samkvæmt lögum þar í landi geta stjómvöld bannað sölu og dreifingu slíkra bókmennta. Pressens Bild Hlutar selamyndarinnar falsaðir Svíar halda uppteknum hætti og saka Norðmenn um hrottaskap við selveiðar og brot á alþjóðasamningum varðandi þær. Að sögn NTB, norsku fréttastofúnnar, hefúr komið í ljós að hlutar selamyndarinn- ar, sem hratt málinu af stað, eru ekki af norskum veiðimönnum heldur teknir fyrir mörgum árum við Nýfúndnaland. Ekki sé þó rétt að kalla myndina í heild sinni fölsun. A myndinni sjást fyrirsagn- ir í blöðum frændþjóðanna. Sjá einnig bls. 22: „Sviakonungur sakaður..." Gorbatsjov ræðir um framtíð sína og völd Moskvu. Reuter. MÍKHAlL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, gerði vangaveltur á Vesturlöndum um að hann yrði ekki langlífúr i embætti að umtals- efni i ræðu sem hann flutti á fúndi með verkamönnum á fimmtudag. í máli hans kom einnig fram að allt tal um að koma á fiölflokka- kerfi væri „þvættingur" og kvað hann nauðsynlegt að sýna fúlla hörku þeim sem hefðu uppi kröfúr um aðskilnað frá Sovétríkjunum. í ræðunni sagði Gorbatsjov: „Hlýði menn á vestrænar útvarps- stöðvar — þær eru ekki lengur truflaðar — þá heyrast sumir segja að Gorbatsjov muni tæpast halda völdum lengur en í eitt ár.“ Kvað hann málið ekki snúast um þetta heldur um umbæturnar, sem lands- menn allir, ekki hann einn, vildu koma á. Verkamaður frá Litháen sagði á fundinum, að alls kyns samtök þar í landi væru farin að gera starfsemi kommúnistaflokksins erfítt fyrir og krefðust meðal annars fjölflokka- kerfis og aðskilnaðar frá Sovétríkj- unum. Gorbatsjov sagði, að allt slíkt tal væri út í hött: „Fjölflokkakerfi, tveir flokkar, þrír flokkar eða fleiri, þetta er þvættingur. Kommúnistaflokkur- inn á bjarta framtíð fyrir sér, hann hefur sannað sig í verki," sagði Gorbatsjov. Mótmæli heittrúaðra múhameðstrúarmanna vegna bókarinnar Söngvar Satans: Höfundurinn heldur ef til vill lífi játi hann villu sína - segir forseti Irans en 200 milljónir króna hafa verið settar til höfuðs Salman Rushdie Nikósíu, Srinagar á Indlandi, Brussel, Islamabad, Dhaka, New York, Kaupmannahöfn, Ottawa. Reuter. FORSETI írans, Ali Khameini,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.