Morgunblaðið - 18.02.1989, Síða 19

Morgunblaðið - 18.02.1989, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 19 Mývatn er í öllum nýjum kennslubók- um í vatnalíffræði Vidtal við prófessor Gísla Má Gíslason, líffræðing Mývatn er orðið eitt af þekktustu stöðuvötnum heims. Með rannsóknum hefur smám saman safuast um það vitneskja svo að fræðimenn eru farnir að skilja gangráð- inn í þessu merkilega vatni. Liggja fyrir um 300 vísinda- legar ritgerðir um Mývatn. Er svo komið að farið er að taka Mývatn fyrir í öllum nýjum erlendum kennslu- bókum í vatnalífifræði. Því er forvitnilegt að vita hvar rannsóknirnar á vatninu eru staddar. Prófessor Gísli Már Gíslason, vatnalífifræðingur, er stjórnarformaður Rannsóknastöðvarinnar við Mývatn og á jafnframt sæti sem fulltrúi Náttúruvernarráðs í sérfræðinganefiid þeirri sem rannsaka skal vatnið firam til 1991 með tilliti til framtíðar Kísiliðjunnar. Gísli var nýkominn að norðan er við náðum tali af honum og spurðum hann hvað væri búið að gera og hvað ætti að gera á næstunni. LíÉfræðingarnir Gísli Már Jónsson og Erlendur Jónsson að rann- Rannsóknastöðin sjálf fékk í fyrsta skipti fjár- veitingu til rannsókna á vatninu 1986, en hafði fram að því orðið að láta sér nægja að veita mönnum aðstöðu í húsnæði meðan þeir voru að rannsóknastörfum við vatnið. Þetta er því þriðja árið sem stöðin hefur fjárveitingu sjálf. Og hvað hefur þá verið gert á þessum tæpum þremur árum og hvað á að gera í ár? Því svarar Gísli: „Fyrsta verkefnið var að bora í Syðri-Flóa og hafa farið fram rannsóknir á borkjömunum, til þess að lesa úr þeim sögu vatns- ins. Annað verkefni var könnun á stærð mýflugnanna. En með því að vita stærð mýflugna getum við fengið húgmynd um fæðuástand þeirra í vatninu á hveijum tíma. Niðurstöður verða svo nýttar til að skýra hinar miklu sveiflur í vatninu og átta sig á því hvort fæðuframboð stjómar þeim. Þriðja verkefnið er að fylgjast með fuglastofnunum á vatninu. Em endumar taldar á vorin til að kanna stofnstærð þeirra og aftur á haustin til þess að sjá hve mikið af ungum kemst á legg á svæðinu og meta viðkomuna. Og nú emm við svo að heíja rann- sóknir á botnþömngum í Mý- vatni. En þar er eitt af þessum stóm götum í þekkingu okkar. Botnþömngar em mjög mikilvæg- ir tii að spá í sveiflumar, því á þeim lifa mýlirfumar og botn- krabbamir. Það er aðalfæðan í vatninu og upphafíð á öllu lífí þar. Þetta em gmnnrannsóknir, sem einnig nýtast í hagnýtum þáttum." — Hvemig ætlið þið að vinna þessar rannsóknir á þömngunum? „Við munum nota glerplötur, sem verða látnar síga niður í vatn- ið og hanga rétt ofan við botnleðj- una. Verður svo fylgst með því hve mikið safnast á þær af græn- þömngum og hvaða tegundir það em. Er hægt að telja beint af gleijunum. Ætlunin er að vinna að þessu með heimamönnum, sem m.a. getur sparað ferðakostnað norður. Þetta á að gera í eitt ár og vonumst við til að fá niður- stöðu næsta vetur. Þá munum við halda áfram efnamælingum í lin- um, sem við höfum verið með.“ — Hvað er þá í stómm dráttum vitað nú þegar? „Eftir rannsóknir sem unnar hafa verið í Rannsóknastöðinni að viðbættum þeim rannsóknum sem stundaðar hafa verið af Líffræðistofnun Háskólans og Veiðimálastofnun á seinni ámm, þá höfum við orðið þekkingu á stofnstærðum fugla, stofnstærð- um bleikju og urriða í vatninu og sveiflum á þeim, og því hvað stjómar sveifíum á mýlirfunum í Mývatni og Laxá.“ — Og hvað er það sem stjómar þeim sveiflum? „Ef við tökum mýstofnana þá hafa þeir tvenns konar sveiflur. Mýlirftimar á botninum lifa á þömngum. Þegar vatnið er tært er framleiðslan mest við botninn og þá vegnar þeim tegundum vel. En þegar mikið leirlos er í vatninu er aðalþömngavöxturinn uppi í vatninu, en við botninn er minni vöxtur og lirfunum þar vegnar illa. En þá þömngastofna sem em ofarlega í vatninu rekur inn á grynningar og niður Laxá og þá vegnar mýlirfun á gmnnum svæð- um Mývatns og í Laxá vel. Þetta tvennt fer venjulega ekki saman. En svo koma undantekningar eins og í sumar, þegar verður hmn í öllum mýstofnum í einu á gmnn- vatni og við botninn. Þetta gerð- ist líka 1974 og 1983 og sagnir um að það hafí hugsanlega gerst 1938. Hvað gerðist? Ein kenning- in er að það standi i sambandi við homsílastofninn. 1983 varð hmn í öllum mýstofnum í einu, en haustið 1982 mun homsfla- stofninn hafa verið mjög stór þeg- ar vetur gekk í garð og gekk þá ótæpilega í mýið. Hjálpaði það ásamt fæðuskortinum til að drepa allt mýið. Þetta er tilgáta sem við emm að skoða nánar. í fyrra var sett í gang áætlun um að fylgjast með homsílunum og við emm enn að reyna að þróa aðferðir til þess að gera það á hagkvæman hátt.“ Við höldum áfram að spjalla um Mývatn og Gísli bendir á að Mývatn sé margskonar auðlind. „Það er náttúmauðlindin sem veitir yndi og dregur að ferða- menn, það er auðlindin sem bænd- ur hafa tekjur af með silungsveiði og eggjatekju og vatnið hefur ekki hvað síst gildi sem rann- sóknastofa. Svo er í vatninu kísilgúr, sem er ein auðlindin enn. Náttúruvemdarráð, sem fer með lögsögu í Mývatni, hefur því vandasamt verk að vinna. Ef meta á mannalega starfsemi við vatnið, þá verður að meta alla þættina. Ekki hægt að taka einn út úr. Náttúmvemdarráð verður því að hafa yfirsýn yfir alla þessa þætti." Fosfóraukning’ varasöm Mesti styrinn hefur staðið um kísiliðjureksturinn, en þar er líka mesta áhættan tekin. „Þama er tvenns konar áhætta. Kísilgúr- vinnslan dýpkar í fyrsta lagi vatn- ið og ef það dýpkar getur fuglinn ekki nýtt fæðuna. Einnig er það áhyggjuefni að kísilgúrvinnslan losar svo mikinn fosfór úr læð- ingi. Sá fosfór var áður bundinn í seti, en losnar við dælinguna. Skilar Kísiliðjan frá sér 65 tonnum af fosfór á ári, sem fer niður í gmnnvatnið aftur. Mikið af þess- um fosfór binst í jarðlögunum, en 1,5 tonn skila sér út í vatnið á ári. Þama sitjum við á tíma- sprengju, því fosfórinn í jarðlög- unum getur losnað. Og það getur reynst Mývatni hættulegt. Vatnið tekur af öðmm ástæðum þegar við miklum fosfór, svo að vara- samt er að bæta þar við. Talið er að landbúnaðurinn kringum vatnið skili 100 kg af fosfór út í það. Mývatn hefur mesta magn af náttúrnlegum fosfór sem við þekkjum í stöðuvatni. Fosfór- aukningin vegna Kísiliðjunnar er um 3% miðað við vatnið allt. Það er þó ekki jafndreift, fosfórmagn- soknastörfum við Mývatn. ið er t.d. hærra í Ytriflóa. Af þessu höfum við áhyggjur. Ef maður skoðar í Evrópu vötn með fos- fórmengun má sjá að þau em að fyllast af þömngablóma. Afleið- ingin er sú að mýflugnastofnum hnignar og í kjölfarið fuglastofn- um og fískistofnum í viðkomandi vatni. Því er mjög mikilvægt ef Kísiliðjan starfar áfram að starf- semi hennar sé á svæðum þar sem dýpkun gerir sem minnstan skaða og komið sé í veg fyrir efnameng- un út í vatnið frá verksmiðjunni. Þetta verða menn að sætta sig við.“ Var ekki verið að segja að kísilgúrinn í vatninu dygði í mörg hundmð ár? „Það er misskilningur að svo mikill kísilgúr sé til ráðstöf- unar,“ svarar Gísli. „Það sem gerir Mývatn svo mikilvægt er einmitt hve gmnnt það er. Og enginn vill eyðileggja Mývatn, dæla öllu upp úr því og skilja það eftir eins og hveija aðra tæmda og dauða malargiýfju." Við víkjum talinu að sérfræð- inganefndinni, sem er annað en Rannsóknastöðin við Mývatn. Hún var skipuð 1987 til rann- sókna á áhrifum Kísiliðjunnar á Mývatn sérstaklega. Pétur Jónas- son hefur hætt formennsku í nefndinni og tekur Vilhjálmur Lúðviksson, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs, við og varafor- maður er Amþór Garðarsson. Fulltrúar Rannsóknastöðvarinnar em Jón Ólafsson hafefnafræðing- ur og Gísli Már Gíslason líffræð- ingur. Auk þess em í nefndinni Hákon Aðalsteinsson líffræðingur og Jón Kristjánsson. Varamenn em Erlendur Jónsson vatna- líffræðingur, Sigurður Rúnar Ragnarsson, Jón Gunnar Ottósson líffræðingur og Ami Einarsson líffræðingur. Þessari nefnd er ætlað að skila niðurstöðum 1991 og í framhaldi af þvi mun Nátt- úruvemdarráð og það ráðuneyti sem fer með náttúruvemdarmál taka ákvörðun um hvort og hvar Kísiliðjan getur starfað í vatninu. Verða þá komnar nægar upp- lýsingar til að taka slíka ákvörð- un? „Það vona ég sannarlega," svarar Gísli. „Við höfum fyrir heilmikla þekkingu frá rannsókn- um sem Liffræðistofnun Háskól- ans og Rannsóknastöðin við Mý- vatn hafa safnað og rannsóknir Péturs Jónassonar vatnalíffræð- ings og hans manna vom gmnn- urinn að því að hægt er yfirleitt að fara nú í svo sérhæfðar rann- sóknir vegna Kísiliðjunnar. Pétur og hans menn lögðu í rannsókna- verkefnið 20 ársverk og síðan hafa sennilega bæst við i rann- sóknir um 40 ársverk. Stefnt er að því að halda áfram af fullum krafti í ár og næsta ár. Auk þeirra verkefna sem við höfum þegar nefnt má nefna athugun á set- flutningum yfir á dýpkuðu svæð- in, nýtingu fugla og físks eftir svæðum í vatninu, efnamælingar og fleira. Það er semsagt verið að fylla inn í myndina það sem sérstaklega vantar í hana vegna kísilvinnslunnar. Fyrr en myndin er öll komin er ekki hægt að taka ákvaraðanir um áframhaldandi vinnslu." — Nú er eitthvað af þessu efni sem þið hafið safnað komið fram? „Já, við höfum þann háttinn á að kynna skýrslumar jafnóðum. Ef við gefum út skýrslu um ein- hveija rannsókn þá teljum við að enginn sé betur í stakk búinn til að kynna hana en við. Svo marg- ir stunda þessar rannsóknir og eru að vinna skýrslur, að þær hljóta að ganga milli manna. Og við teljum eðlilegt að fólk geti fylgst með þessu eftir því sem miðar áfrarn." Stórfyrirtæki styður umhverfisrannsóknir — Er Rannsóknastofnunin við Mývatn ekki að fá til afnota lang- þráð tæki til þessara rannsókna? „Jú, íslenska álfélagið tók upp á sitt eindæmi að styðja við bakið á náttúruvemd, bæta sitt um- hverfi og styðja við umhverfís- vemdarrannsóknir í landinu. Þeir ákváðu að gefa Líffræðistofnun Háskólans tvær vandaðar og dýr- ar smásjár, sem nýta á í þessar rannsóknir við Mývatn. En alltaf hefur verið náið samstarf milli Líffræðistofnunar og Náttúru- vemarráðs. Fara smásjámar því norður í Rannsóknastöðina við Mývatn. Hingað til hafa rann- sóknamenn orðið að taka slik tæki i Líffræðistofnun og flytja þau í hvert skipti með sér norður. Ekki hefur verið fé til að kaupa þessi tæki, sem eru dýr, kosta um 750 þúsund krónur. Þetta er fyrsta stórfyrirtækið sem þetta gerir og er alveg einstakt hér á landi. Við sem stöndum í þessum rannsóknum erum ákaflega þakklátir þeirn." E.Pá. Rannsóknastöðin við Mývatn, sem er í gamla prestshúsinu. Mynd- in er tekin þegar Náttúruverndarráð tók hana formlega i notkun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.