Morgunblaðið - 18.02.1989, Side 20

Morgunblaðið - 18.02.1989, Side 20
20 • iMORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 18- FEBRÚAR 1989 AF INNLENDUM VETTVANGI ÞÓRHALLUR JÓSEFSSON Varaflugvöllur fyrir millilandaflug: Deiltumtvær gjörólíkar lausnir Varaflugvöllur á íslandi fyrir millilandaflug hefur enn á ný kom- ist til umræðu. Málið vaknaði upp á nýjan leik þegar Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra kynnti nýja stefhumörkun i ríkis- stjórninni um flugmál 7. febrúar s.l. og þegar Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra ræddi við James Baker utanríkisráðherra Bandarikjanna 11. febrúar. Þeir Jón og Steingrímur tala ekki sama mál þegar þeir nefna varaflugvöll og ber allmikið i milli. Steingrím- ur ræðir um varaflugvöll sem þjónað geti islensku millilandaflugi og yrði að öllu leyti kostaður af lslendingum. Jón talar um varaflug- völl sem geti þjónað allri flugumferð og kostaðan af Mannvirkja- sjóði Atlantshafsbandalagsins. Flugmálaáætlun og varaflugvallamál eru til afgreiðslu i ríkisstjórn og óvist hvemig með þau verður far- ið. Jón segist vera sannnfeerður um að alþjóðlegur varaflugvöllur verði gerður hér, Steingrímur segir slikt mega aldrei verða. Hér skal reynt að varpa ljósi á hvaða munur er á þessum mismunandi gerðum varaflugvalla. Varaílugvöllur fyrir innlent millilandaflug Flugmálastjóm skipaði starfshóp vorið 1987 sem skyldi kanna að- stæður hér á landi fyrir varaflug- völl. Athuguð vom flugvallastæði fyrir innlent millilandaflug og fyrir alþjóðlega varaflugvelli. Starfs- hópurinn skilaði áliti í apríl 1988 og síðan hefur Flugráð gert tillögur um varaflugvöll á Egilsstöðum. í niðurstöðum starfshópsins seg- ir „Að áliti sérfróðra aðila hjá Flug- málastjóm og Flugleiðum hf er 2.400 metra löng flugbraut nægj- anleg fyrir þær flugvélategundir sém Flugleiðir hf nota nú á Norður- Atlantshafsflugleiðinni, eða munu líklega nota eftir endumýjun." Þegar flugmálaáætlun var lögð fyrir Alþingi var gert ráð fyrir 2.000 metra langri flugbraut, en Öryggis- nefnd Félags íslenskra atvinnuflug- manna taldi að 2.400 metra braut væri nauðsynleg og hefur sú tala verið höfð til viðmiðunar, meðal annars um Egilsstaðaflugvöll. Um þessar tillögur sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri í samtali við Morgunblaðið 30.7.1988: „Þama er aðeins um að ræða skammtímahagsmuni sem miðast við þær flugvélategundir sem Flug- leiðir áætla að kaupa og það sem við þekkjum í dag.“ Utan Reykjanesssvæðisins hafa fjórir staðir verið til nefndir fyrir varaflugvelli: Akureyri, Egilsstaðir, Húsavík og Sauðárkrókur. Á Egils- stöðum er þegar hafin lenging flug- brautar í 2.000 metra. Guðmundur H. Garðarsson og Egill Jónsson fluttu síðan tillögu á Alþingi þann 9. febrúar þessefnis að þegar skuli he§a „undirbúning að stækkun og breytingum á Egilsstaðaflugvelli þannig að hann fullnægi kröfum sem gerðar em til alþjóðaflug- valla." Varaflugvöllur með 2.400 metra braut yrði að öllu leyti kostaður af íslendingum. Á öllum stöðunum þarf að lengja flugbrautir og á flest- um að kaupa og setja upp ýmsan tækjabúnað. Steingrímur J. Sigfússon sagði í umræðum á Alþingi um Egilsstaða- flugvöll, að áætlaður kostnaður við að lengja hann úr 2.000 metrum í 2.400 metra og við tækjakaup væri á bilinu 250 til 330 milljónir króna. Alþjóðlegnr varaflugvöllur Breiðþotur þurfa lengri flugbraut og hefur yfirleitt verið rætt um 3.000 metra. Fullhlaðin Jumbo-þota þarf allt upp í 3.150 metra. Það sem nú er rætt um, og deilt er um í ríkisstjóminni, er hvort reisa eigi fullkominn alþjóðlegan vara- flugvöll sem kostaður verði af Mannvirkjasjóði Atlantshafsbanda- lagsins. Slíkur flugvöllur yrði mikið mannvirki, nýframkvæmd að mestu eða öllu leyti og gæti tekið við öllum þeim flugvélategundum sem fljúga um íslenskt flugstjómarsvæði. Kostnaður er áætlaður um 11 milljarðar króna. Starfshópurinn mælti með Húsavíkurflugvelli í Aðaldal sem aðalkosti og Sauðár- króksflugvelli til vara, sem alþjóð- legum varaflugvöllum. Jón Baldvin hefur lýst þeirri skoðun sinni að leggja eigi vara- flugvöll fyrir fé Mannvirkjasjóðsins. Það verður þó ekki fyrr en að lok- inni forkönnun á stað&tningu og gerð vallarins. í raun er það afstað- an til þessarar forkönnunar sem ríkisstjómin ræðir nú. Eftir að könnunin hefur farið fram er gmnd- völlur fyrir því að taka afstöðu til sjálfrar flugvallargerðarinnar. Pólitískt þrætuepli Alþjóðlegur varaflugvöllur greiddur af Mannvirkjasjóðnum er pólitískt þrætuepli og eiga deilumar uppmna sinn í afstöðu til vem ís- lands í Atlantshafsbandalaginu og dvalar Vamarliðsins hér á landi. Varaflugvöllur samkvæmt hug- myndum samgönguráðherra, mið- aður við innlent millilandaflug, er líka deiluefni. Eins og sést á orðum flugmálastjóra, em ekki allir á eitt sáttir um að sú lausn dugi. Jón Baldvin hefur fengið skrif- lega yfírlýsingu frá Manfred Wöm- er aðalframkvæmdastjóra NATO um að ekki verði litið á flugvöllinn sem hemaðannannvirki nema á striðstímum. í viðræðum hans við James Baker kom fram að afstaða Bandaríkjamanna er sú sama. Með þessar yfírlýsingar í veganesti seg- ist Jón vera sannfærður um að flug- völlurinn verði gerður. Ráðherrar Alþýðubandalagsins em ekki á sama máli. Steingrímur J. Sigfússon segir afdráttarlaust að um hemaðarmannvirki sé að ræða og að ekki verði úr framkvæmdum. Ólafur R. Grímsson formaður Al- þýðubandalagsins tekur í sama streng, segir að flugvöllurinn yrði hemaðarmannvirki á sama hátt og flugstöðin á Keflavíkurflugvelli. Hann vitnar til stjómarsáttmálans, spurður hvort hans afstaða gegn varaflugvellinum sé afdráttarlaus. Þar segir að ekki skuli rísa nein meiri háttar hemaðarmannvirki í tíð þessarar ríkisstjómar. Samgöngnbót Ótvírætt er að fullkominn flug- völlur hefur samgöngubót í för með sér og hefur ekki verið mótmælt. 2.400 metra völlur hefur fyrst og fremst þau áhrif að þar sem áður vom malarvellir, eins og á Egils- stöðum, verður ekki lengur flugfall vegna aurbleytu. Þar að auki verð- ur hægt að taka við þotum og tækjabúnaður verður fullkomnari. Rekstur vallarins yrði með svipuðu sniði og nú er á þessum stöðum. Alþjóðlegur varavöllur hefur enn meira samgöngugildi, þar sem hann yrði opinn allan sólarhringinn alla daga ársins og einungis verstu veð- ur hömluðu umferð um hann. Staðarval Starfshópur Flugmálastjómar takmarkaði athuganir sínar á stað- arvali einkum við aðflugsskilyrði, veðurfar, afstöðu til mannvirkja- gerðar og umhverfísmál. Miðað við 2.400 metra flugbraut virðast allir ijórir framangreindir staðir koma til greina. Aðflug fær hæstu einkunn við Húsavíkurflug- völl, veðurfar við Egilsstaðaflugvöll og mannvirkjagerð við Akureyrar- flugvöll. Þar er hins vegar um- hverfí talið viðkvæmast, en hag- stæðast við Húsavfk. -! Egilsstaðir Á Egilsstöðum em heimamenn almennt ánægðir með að verið er að bæta flugvöllinn, að sögn Helga Halldórssonar forseta bæjarstjóm- ar. Hann segir að ekki sé enn farið 4 að ræða með formlegum hætti í bæjarstjóm um hugsanlega leng- ingu I 2.400 metra, né heldur um alþjóðlegan varaflugvöll kostaðan af Mannvirkjasjóðnum. Hann á þó von á að það verði gert á næsta bæjarstjómarfundi. Helgi taldi ekki vandkvæði fylgja því að lengja flug- brautina í 2.400 metra þótt færa þurfí þjóðveginn. Hann sagði Egils- staðabúa binda miklar vonir við uppbyggingu ferðaþjónustu með vallarbótum. „Egilsstaðir eru sam- göngu- og þjónustumiðstöð og í því liggja möguleikar okkar." Húsavík Flugvöllurinn í Aðaldal er við bakka Laxár. Bændum við Laxá og ýms- um öðram er ákaflega annt um það svæði. Vigfús B. Jónsson bóndi á Laxamýri segir að sér lítist afar illa á þetta staðarval. „Þetta er svo viðkvæm náttúra," segir hann. „Ég er hræddastur við að olía fari út í hraunið. Þaðan rennur hún greið- Á myndinni má sjá sýningame&id og stjóm FÍM. Talið frá vinstri em Sjö&i Harðardóttir, Sigrid Waltengojer, Sigurður Örlygsson, Daði Guðbjörasson, formaður FÍM, og Eyjólfúr Einarsson. Skúlpt- urinn sem sjá má á myndinni er eftir Guttorm Jónsson en olfumál- verkin eftir Sigurð Orlygsson. Morgunbiaðía/Bjami Kjarvalsstaðir: Félagasýning FÍ M hefst í dag Félagasýning Félags fslenskra myndlistarmanna, FIM, opnar að Kjarvalsstöðum í dag klukkan 14. Sýningin verður opin daglega kl. 11-18 til 5. mars nk. Félag íslenskra myndlistar- manna, FÍM, var stoftiað árið 1928 í Listvinahúsinu á Skóla- vörðuholti. Markmið félagsins var að efla myndlist í landinu og koma upp aðstöðu til sýningarhalds. Aðalhvatamenn að stofnun fé- lagsins vora m.a. Finnur Jónsson, Guðmundur frá Miðdal, Eyjólfur Eyfells og Kjarval. Félagasýning FÍM var lengi haldinn árlega, yfírleitt að hausti til, en er nú haldin annað hvert ár. Oft hefur utanfélagsmönnum eða erlendum myndlistarmönnum verið boðin þátttaka. Félagsmenn í FÍM era 125 talsins. Ráðuneytin 880 milljón- um fram úr Qárlögum ÚTGJÖLD dómsmálaráðu- neytisins fóra 320 miHjónir króna eða 11% fram úr Qár- lögum á síðasta ári, og má rekja þessa aukning nær ein- göngu til embætta lögreglu og fógeta. LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið tíl sýninga myndina Skálmöld og er raunsönn lýsing á afstöðu Svía — aðalsmanna og alþýðu — til rótlausra sfgauna á 16. öld, segir í frétt frá kvikmynda- húsinu. Myndin fjallar um ungan aðals- mann sem leitar að tvíburabróður sínum er horfið hefur að heiman. Við leitina rekst hann á hóp sígauna undir forystu Horats (Gunnar Eyjólfsson). Með önnur hlutverk í myndinni fara Gösta Ekman, Stellan Skarsgárd og Lill Lindfors. Útgjöld menntamálaráðuneyt- isins fóru 300 milljónir, eða 4% fram úr fjárlögum og kom sú aukning aðallega fram í skóla- kerfínu. Þá fóra útgjöld fjár- málaráðuneytisins 100 milljónir fram úr áætlun, þar sem stærstu Atriði úr myndinni Skálmöld, þar sem Gunnar Eyjólfsson era f einu aðalhlutverkanna. frávik komu fram hjá embætti Tollstjóra og Gjaldheimtunni í Reykjavík. Útgjöld Alþingis voru 80 millj- ónir króna umfram áætlun og heilbrigðisráðuneytisins 60 millj- ónum Hjá öðrum ráðuneytum voru frávik lægri. Alls nam útgjaldahækkun 880 milljónum króna umfram verð- lagshækkanir og samþykktar heimildir. Af þeirri upphæð má rekja 60 milljónir til aukinna uppbóta á lífeyri opinberra starfsmanna en 800 milljónir era halli á rekstrargjöldum. Þingeyskar konur ftinda FÉLAG þingeyskra kvenna í Reykjavík heldur félagsfund á Hallveigarstöðum sunnudaginn 19. febrúar kl. 15. Vonast er til að sem flestar félagskonur mæti og taki með sér gesti, segir í frétt frá stjóminni. Laugarásbíó frumsýnir: Skálmöld - ný sænsk kvikmynd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.