Morgunblaðið - 18.02.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 18.02.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ1 LAUGARDAG'UR 18. FEBRÚÁR 1989 lega í Laxá og í Skjálfandafljótið. Svo fer það illa í fólk að tala um hemað í þessu sambandi, æfínga- flug hervéla. Ég held að fólk hér í sveitinni sé upp til hópa á móti þessu. Svona flugvallargerð fylgir geysilega mikið jarðrask og ég sé ekki hvar á að taka efnið í völl- inn,“ sagði Vigfús. Hann bjóst við að landeigendafélagið legðist gegn framkvæmdinni, en taldi ekki að andstaða yrði í sveitinni við stækk- un núverandi flugvallar. Hjördfs Ámadóttir forseti bæjar- stjómar á Húsavík segir það vera langbesta kostinn að hafa varaflug- völl við Húsavík. Hins vegar hafí ekki verið tekin afstaða í bæjar- stjóminni til alþjóðlegs varaflug- vallar. Hún segist halda að fólk þar sé almennt hlynnt framkvæmdinni aðrir en Alþýðubandalagsmenn. Húsvíkingar horfa til þess að físk- eldi fer vaxandi í nágrenninu og möguleikar skapist til að flytja físk- inn með flugvélum, hóteliými er fyrir á staðnum og landsvæðið í kring er eftirsótt af ferðamönnum. „Furðuleg umræða“ „Öll þessi umræða um varaflug- velli er hin furðulegasta," segir Akureyringur, gjörkunnugur flug- málum nyrðra. „Akureyrarflugvöll- ur hefur verið varaflugvöllur fyrir innlenda millilandaflugið, minni þotumar, undanfarin ár nema þeg- ar fsing hefur verið á brautinni. Nú er stutt í að allur millilandaflug- floti íslendinga verði minni þotur og þá er ekkert mál að Akureyrar- völlur verði varaflugvöllur. Þar er þegar mikil umferð og af þeim sök- um einum er hann betri kostur en bæði Egilsstaðir og Sauðárkrókur. Þar er starfsemi alla daga og ekki þarf miklu að bæta við til að starf- semi geti verið allan sólarhringinn.“ Vara- flugvellir Varaflugvöllur fyrir Innlent millilandaflug Varaflugvöllur fyrir alþjóðlegt millilandaflug, hernaðarflug og innlent millilandaflug Flugvélar B-727, B-737, B-757 DC-9, B-767 B-747, DC-8, D.C-10 Stærstu herflugvélar Flugbrautir lengd x breidd 2.400 x 45m 3.000 x 60m Staðirsem mælt hefurverið með Akureyri, Egilsstaðir Húsavík, Sauðárkrókur Húsavík, Sauðárkrókur til vara Stærð flug- vallarsvæðis 1.838 km2 3.720 km2 Nauðsynlegar framkvæmdir Lenging flugbrautar, flugleiðsögubúnaðar, snjóruðningstæki, slökkvi- og björgunartæki Lagning flugbrautar, lagning akstursbrautar, bygging flugskýlis, bygging flugstöðvar og flugturns, bygging skýlis fyrir vélarog tæki, bygging eldsneytisgeymslu neðan- jarðar. Fullkomin flug- leiðsögutæki, fullkomin slökkvi- og björgunar- búnaður, fullkominn snjóruðningsbúnaður. Áætlaður kostnaður Stofnkostnaður Reksturáári (Miðaðervið Egilsstaði) 300-350 millj. kr. 11.000 millj. kr. 100 millj. kr. Stofnkostnað greiðir: Islendingar Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandal. Áætlaður mannafli fastráðinna Óbreytt (+ 1 til 2) U.þ.b. 10 Melrakkaslétta best Þessi sami Akureyringur er undr- andi á umræðum um alþjóðlegan völl f Aðaldal. „Það er eitt viðkvæm- asta svæði landsins og kemur næst Mývatnssveitinni að því leyti. Svona flugvöll þarf alls ekki að hafa ná- lægt byggð og þess vegna á að hafa hann norður á Melrakkasléttu. Þar eru engin fjöll og nóg rými, landið er ekki viðkvæmt og frá sjón- armiði flugihanna er Sléttan hag- stæðust því að þar er eini staðurinn sem getur rúmað tvær flugbrautir ef menn vilja, aðalflugbraut og aðra þvert á hana. Menn eiga að hætta þessum feluleik og kalla hlutina réttu nafni. Leyfa Atlantshafs- bandalaginu að byggja varaflugvöll á Melrakkasléttu og ganga tryggi- lega frá því að hann verði ekki aðeins byggður, heldur að hann verði líka í rekstri.“ Tvíátta umræða Augljóslega er um tvö aðskilin mál að ræða í þessari umræðu. Varaflugvöll fyrir umferð innlendra millilandaflugvéla sem verða fljót- lega eingöngu tveggja eða þriggja hreyfla þotur og þurfa styttri flug- brautir. Hins vegar alþjóðlegan varaflugvöll fyrir alla flugumferð, þar á meðal stærstu flugvélar sem þurfa lengri flugbrautir. Spyija má hvort þurfi marga varaflugvelli. Ef til vill er það nauð- synlegt vegna veðurskilyrða til að tryggja að fært sé á að minnsta kosti einn völl þegar veður eru eins og undanfarið hafa gengið yfír landið. Það virðist vera ljóst, að almennt eru heimamenn í héraði áfjáðir í að flugvellir þeirra verði bættir þannig að þeir geti þjónað sem varaflugvellir fyrir þotur. Slíkt bætir samgöngur þeirra og gefur þeim aukna möguleika í ferðaþjón- ustu og flutningum. Fjórir staðir koma til greina. Á fjórða hundrað milljóna króna kostar að fullgera Egilsstaðaflugvöll í 2.400 metra lengd. Nægja ekki tveir flugvellir, Akureyri og Egilsstaðir? Verða „bygðasjónarmið" ef til vill til þess að norðanlands verða fullgerðir §órir varaflugvellir? Fjöldi breiðþotna fer um íslenska flugstjómarsvæðið á degi hveijum. Bæði farþega- og flutningaflugvél- ar. Hvar eiga þær að lenda ef neyð kallar og lokað er í Keflavík? Hvað á flugstjóri Júmbóþotu að gera þeg- ar hann er staddur við ísland með fulla vél af farþegum og tilkynning berst um sprengju í vélinni? Ef lok- að er í Keflavík er fátt um fína drætti, þá verður flugstjórinn að spyija sjálfan sig hvar skást sé að renna fram af flugbraut og varla velur hann þá Aðaldalshraun? Jón Baldvin hefur alfarið hafnað þeirri túlkun að alþjóðlegi varaflug- völlurinn, kostaður af Mannvirkja- sjóðnum verði hemaðarmannvirki. Henn hefur bent á að á stríðstímum sé ekki um marga kosti að velja fyrir íslendinga. Verði bandamenn okkar á landinu yrði samið um af- not af vellinum. Verði innrásarlið í landinu þurfum við ekki að vænta þess að samninga verði leitað um flugvöllinn fremur en önnur mann- virki. Á það má benda hér að til dæmis Austurbæjarskólinn í Reykjavík og Þjóðleikhúsið eru fyirverandi hemaðarmannvirki og voru íslendingar ekki spurðir um þau afnot. íslendingar bera mikla ábyrgð með því að hafna gerð alþjóðlegs varaflugvallar hér á landi. Sú ábyrgð er þyngri en ella ef kreddur ráða afstöðunni. Er Jón Baldvin reiðubúinn til þess að láta bijóta á málinu í ríkisstjóminni? Hvort veg- ur hann þyngra andstöðu Alþýðu- bandalagsins eða öryggi auk at- vinnuhagsmuna á landsbyggðinni? Og, ætlar Alþýðubandalagið að standa svo fast gegn varaflugvellin- um að stjómarslit verði ef Jón Bald- vin bakkar ekki í málinu? En, fyrsta skrefið er að kanna staðsetningu og gerð vallarins, þeg- ar það hefur verið gert er hægt að taka afstöðu. Grænlendingar með Dani sér við hlið hafa þegar sam- þykkt forkönnun og vilja fá flugvöll- inn. Ætla íslendingar að hafna honum að óathuguðu máli? OPIÐ HÚS UMHELGINA i i Nú er öU þjónusta Bílaumboðsins á einum stað. Jtilefni fonnlegrar opnunæ- Bílauniboðsins hf. að Krókhálsi 1 í Reykjavík, er þér og fjölskyldu þinni boðið í heimsókn til að skoða bæði BMW og Renault bifreiðar, nýja þjónustuverkstæðið, nýju varahlutaversl- unina og auðvitað aðstöðu söludeildar. Veiið velkomin um helgina. Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13—17. Bílaumboðið hf Einkaumboð fyrir BMW og Renault bifreiðar Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.