Morgunblaðið - 18.02.1989, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.02.1989, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 27 Verð á skinku kr/kg Áleggsskinka Skinka i___I Lúxusskinka Hiutfali fitu í skinku (Raðað eftir hækkandi verði) g/100g Aleggsskinka Skinka l l Lúxusskinka Verðkönnun Verðlagsstoj&iunar: Engín tengsl á mílli verðs og gæða skinku 110% munur á hæsta o g lægsta verði NÝLEGA gerði Verðlagsstofiiun athugnn á 43 tegundum af svinaskinku frá 22 innlendum framleiðendum og sex dönskum. Voru tekin sýni af öllum skinkutegundunum og hefur Rannsókna- stofiiun landbúnaðarins efiiagreint og mælt og metið þau skv. ýmsum gæðastöðlum. Erlendis hafa víða verið settar reglur um gæðaflokka og eftirlit með skinku til að tryggja það að varan sé góð og samkeppni heiðar- ieg. í reglunum er tekið fram hvaða kjöt má nota og hve mikið af vatni, próteinum og bindiefnum. Einnig eru reglur um fitumagn. Engar reglur eru til hér á landi um þessi atriði og hafði Rannsóknastofnun landbúnaðarins því erlenda staðla til viðmiðunar við mat sitt. Skinku er skipt í þijá flokka eft- ir gæðum. Besta skinkan er oftast kölluð lúxusskinka, veisluskinka eða raftaskinka. í næsta flokki er venjuleg skinka og í þriðja flokkn- um eru áleggsskinka, brauð- skinka, eða sparnaðarskinka eins og hún er stundum kölluð. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum sem fram komu í þessari athugun. Ekki tengsl á milli verðs og gæða Athugun leiddi í ljós að ekki er um að ræða tengsl á milli verðs og gæða skinku. Lúxusskinka var oft- ast dýrari en önnur skinka, en hins vegar var hún ekki almennt betri (hlutfall fítu, próteina og vatns). Samkvæmt erlendum stöðlum má ekki bæta vatni í lúxusskinku og fita má ekki fara yfír 10-15%. Þessi athugun sýndi á hinn bóginn að í þremur sýnum af átta sem tekin voru af lúxusskinku var fítumagn yfír 15% og í lúxusskinku frá Kosta- kaupum var t.d. 26% fíta. í athuguninni kom heldur ekki fram merkjanlegur munur á verði og gæðum venjulegrar skinku og áleggs- eða brauðskinku. Þess ber þó að geta að hjá þeim framleiðend- um sem framleiða skinku í mismun- andi gæðaflokkum var almennt um að ræða verðmun á milli gæða- flokka. Könnun Verðlagsstofnunar á verði og gæðum nautahakks sem unnin var með aðstoð Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins og birt var í desember sl. leiddi í ljós að ekki voru tengsl þar á milli. Með öðrum orðum lágt verð gaf ekki vísbendingu um rýr gæði né heldur hátt verð um mikil gæði. Niðurstöð- ur skinkukönnunarinnar eru á sama veg og hrekja fullyrðingar tals- manna kjötiðnaðarstöðva um hið gagnstæða. Mikill munur á hæsta og lægsta verði Mikill munur er á hæsta og lægsta verði á skinku. Ódýrust í könnuninni var skinka frá Búrfelli sem kostaði 999 kr. hvert kg skv. Raunverul. Uppgefið verð/kg Mismunur Dæmi verð/kg afskinku kr./kg Goði, skinka í loftsk.umb. 1.908 2.163 255 Bautabúrið lúxusskinka 2.070 2.335 265 Nóatún, skinka 1.345 1.509 164 Höfn, Hafnarskinka 1.625 1.815 190 Kjötvinnsla KS, Sauðárkr., bógskinka 1.787 1.995 208 Tafla 3 skráðu verði. Næst henni í verði var skinka í bitum sem kostaði 1.245 kr. hvert kg. Dýrustu tegund- ir skinku voru veisluskinka frá Búa, Akureyri, en skráð verð var 2.109 kr. hvert kg, raftaskinka frá Goða sem skráð var 2.096 kr. kg og lúxusskinka frá Bautabúrinu, Akureyri, skráð á kr. 2.070 hvert kg. Dýrasta íslenska skinkan kostaði því um 110% meira en sú ódýrasta. íslensk skinka sambærileg danskri að gæðum en verðið mun hærra í athuguninni kom fram að íslenska skinkan er sambærileg hinni dönsku að gæðum. Verðið á íslensku skinkunni er hins vegar mun hærra. Meðalverðið á dönsku skinkutegundunum sjö, sem athug- unin náði til, var 492 kr. hvert kg, en meðalverðið á íslensku tegund- unum 36 (miðað við uppgefíð kg- verð hjá framleiðendum) var 1.645 kr. eða 234% hærra. Umbúðir vigtaðar með Einungis tveir innlendir framleið- endur, Ali og íslenskt franskt eld- hús, gefa upp þyngd á skinku án þess að vigta umbúðimar með. Það gera einnig allir dönsku framle'j'b- endumir. Aðrir framleiðendur skinku hér á landi vigta plastum- búðimar utan um skinkuna .með innihaldinu þannig að neytendur þurfa í raun að greiða sama kg- verð fyrir plastumbúðimar og fyrir innihaldið. Er þyngd umbúðanna allt að 10-12% af raunverulegri þyngd innihaldsins eins og eftirfar- andi dæmi sýna:(sjá töflu 3) Ljóst er að hvorki upplýsingar á umbúðum né verð skinkunnar veita neytendum þær upplýsingar um vörugæði sem þeir eiga rétt á. Er það mat Verðlagsstofnunar að biýna nauðsyn beri til að setja reglur um gæðastaðal á skinku og öðmm unnum kjötvömm. Er þaéPi- forsenda fyrir því að unnt sé að ástunda heiðarlega samkeppni í sölu á þessum vöram. (Frétt frá Verðlagsstoftiun) Ráðstefna um Evrópu- bandalagið ALÞÝÐUBANDALAGIÐ gengst fyrir opinni ráðstefnu um Evrópubandalagið í dag, laugardag, á hótel Sögu und- ir heitinu ísland og umheim- urínn. í fréttatilkynningu segir að á ráðstefnunni verði reynt að varpa ljósi á stöðu Islands gagnvart Evrópubandalaginu og öðmm heimshlutum og leit- að svara varðandi viðskiptalega hagsmuni og félagsleg og menningarleg í samskipti í umróti næstu ára. Tore Houg, þingmaður Sósíalíska vinstri- flokksins í Noregi flytur erindi um Norðurlönd og samranann í Evrópu. Flutt verða yfírlitser- indi um bandalagið í víðu sam- hengi og fulltrúar samtaka launafólks og atvinnurekenda flytja stutt erindi. Ráðstefna hefst klukkan níu og lýkur klukkan fímm. Morgunblaðið/Emelía Guðbjörgf Lind við eitt verka sinna. Sýnir í Nýhöfii í Listasalnum Nýhöfii, Hafiiar- stræti 18, stendur nú yfir sýning Guðbjargar Lindar. Guðbjörg sýnir þar olíumálverk og vatnslitamyndir unnar á síðast- liðnu ári. Myndefni Guðbjargar Lindar eru aðallega lækir, fossar og borð, oft samofíð í einu verki. Þetta er siðasta sýningarhelgin. Sýningunni lýkur 22. febrúar og er opin frá klukkan 10 til 18 á virk- um dögum og frá klukkan 14 til 18 um helgina. Rafinagnstruflanirnar: Símakerfíð innaulands stóð sig vel - segir Póst- og símamálastoftiunin ÖRBYLGJUKERFIÐ, sem er burðarás símakerfísins milli staða, bilaði ekkert við rafinagnstruflanirnar sem urðu fyrir skömmu, segir í fréttatilkynningu frá Póst- og símamálastofiiuninni. Sama má segja um allar símstöðvar höfúðborgarsvæðisins og stærri símstöðvar úti um landið. Nokkrar bilanir hafá orðið á smærri stöðvum en sumar þessara bilana voru ekki vegna rafinagnsleysis. Samband milli íslands og ann- rafmagnstraflana frá Landsvirkjun arra landa rofnaði hins vegar þrisv- síðastliðinn sunnudag. Díselrafstöð ar, samtals í 78 mínútur, vegna jarðstöðvarinnar fór í gang við raf- magnsrofið en sendimagnarar urðu óvirkir. Fyrsta rofíð var 69 mínút- ur. Jarðstöðin var mannlaus og kalla þurfti út viðgerðarmenn. Á mælistofu Landssímans er unnið er að uppsetningu nýs fjarstýribúnað- ar fyrir jarðstöðina. Þegar hann er kominn í notkun verður hægt að laga þaðan bilanir af þessu tagi og á mælistofunni er alltaf vakt, segir í fréttatilkynningunni. Morgunblaðið/Þorkell Sigurþór Hallbjörnsson heldur sína fyrstu einkasýningu á Mokka kaffi um þessar mundir. Mokka: Ljósmyndasýning SIGURÞÓR Hallbjörnsson heldur sina fyrstu einkasýningu um þessar mundir á Mokkakaffi. 'T Sýningin byijaði 7. febrúar og stendur til 28. febr- úar. Myndimar era teknar á ferðalagi um Evrópu sem Sigurþór fór síðastliðið sumar ásamt 13 ára dóttur sinni. Ferðin hófst í Prag, en síðan var tilfínning látin ráða um val á næstu viðkomustöðum. Ljósmyndimar sýna upplifun Sigurþórs á ýmsu því sem fyrir augu r bar 4 ferðalaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.