Morgunblaðið - 18.02.1989, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 18.02.1989, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1989 Fr ímerkj asýningar og íslenzkir safnarar Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Nokkrir íslenzkir frímerkjasafnar- ar taka þátt í sýningum hér heima og erlendis á þessu ári. Er ánægju- legt til þess að vita, að þeim flölgar smám saman, sem verða gjaldgengir á þessum vettvangi. Eins og áður er samt vissulega við ramman reip að draga, þegar erlendir stórsafnarar 'eiga í hlut, en allt þokast samt í rétta átt hjá okkur. Hins vegar tekur það alllangan tíma og kostar flár- muni að koma sér upp söfnum, sem fullnægja þeim kröfum, sem gerðar eru til sýningarhæfs efnis, a.m.k. á alþjóðasýningum. En hafi safn einu sinni hlotið ákveðin verðlaun á lands- sýningu, er ekkert því til fyrirstöðu að senda það áfram á næstu sýn- ingu, þrepi ofar, í von um enn betri árangur þar. Þetta er það, sem íslenzkir safnarar vita, og því hafa margir þeirra lagt mikla alúð við að bæta söfn sín og auka við þau, svo að þau verði að lokum gjaldgeng á alþjóðavettvangi frímerkjasafnara. Aður en kemur að erlendum sýn- ingum, veráur haldin landssýning hér I Reykjavík í apríl nk. á vegum Klúbbs Skandinavíusafnara, ÍSFÍL 89. Er hún haldin um sama leyti og landsþing LÍF fer fram. Ekki hef ég enn haft svo nánar spumir af þess- ari sýningu, að ég geti frætt lesend- ur um hana í þessum þætti. Vafa- laust sendir sýningamefndin brátt út tilkynningu um hana, enda er ekki langur timi til stefnu. Norðmenn halda næstu norrænu frímerkjasýninguna í Fredrikstad dagana 7.-11. júní nk., NORDIU 1989. Umboðsmaður íslands er Sig- urður H. Þorsteinsson. Hann greindi frá þessari sýningu hér í Mbl. 31. jan. sl., svo að hér má því fara fljótt yfir sögu. Engu að síður vil ég líka vekja athygli á sýningunni í þessum þætti. í heiðursdeild mun Þjóðskjala- safn íslands sýna íslenzk bréf frá 1870-1900. í deild dómara verður safn danskra frímerkja og umslaga frá 1870-1905. í samkeppnisdeild verða svo gamalkunn söfn, sem margir hafa séð og áður hefur verið rætt allrækilega um í þessum þátt- um. Hálfdan Helgason sýnir þar íslenzka bréfspjaldasafn sitt, Sigurð- ur P. Gestsson Pósthomsfrímerkin EtTlfíi - breska ferðamálaráðið stendur fyrir stórskemmtilegri Bretlandskynningu á söluskrifstofu Flugleiða í Kringlunni, laugardaginn 18. febrúar nk. Fulltrúar þeirra verða á staðnum, ásamt starfsfólki söluskrifstofu Flugleiða, til skrafs og ráðagerða um ótrúlega fjölbreytta ferðamöguleika innan Bretlands. Með því að fylla út seðilinn hér fyrir neðan og taka hann með ykkur til okkar í Kringluna eruð þið orðnir þátttakendur í sérstöku ferðahappdrætti sem BTA efnir til í tengslum við Bretlandskynningunna. 1. vinningur: Tveggja vikna enskunámskeið á Pitman School í London. 2. vinningur: Helgarferð fyrir tvo til London með gistingu á Cumberland Hótel. 3. vinningur: Helgarferð fyrir tvo til London með gistingu á Clifton Ford Hótel. 4. vinningur: Helgarferð fýrir tvo til Glasgow með gistingu á Swallow Hótel. Notið tækifærið til þess að fræðast um Bretland - frá fyrstu hendi. Hittumst í Kringlunni laugardaginn 18. febrúar milli kl. 10 og 16. flBUf FLUOLEIDIR BRESKA FERÐAMALARAÐIÐ Vinsamlegast sendið mér nánari upplýsingar um ferðamöguleika innan Bretlands. Nafn:________________________________________________________:__________________ Heimilisfang: _______________________________________________ Sími: ____________ norsku, Hjalti Jóhannesson póstst- implasafn sitt, Óli Kristinsson íslenzk frímerki og umslög frá 1902-1940 og Páll H. Ásgeirsson flugsögusafn sitt frá 1928-1945. Þá sýnir Þór Þorsteins bókina Pósthús og bréf- hirðingar á íslandi. Umboðsmaður- inn sýnir einnig ýmis ritverk sín og má þar m. a. nefiia íslenzk frímerki 1989 og kennslubók um frímerkja- söfnum. Unglingastarf á vegum LÍF í þætti 14. jan. sl. var því lofað, að rætt yrði nokkuð um unglinga- starf meðal frímerkjasafnara hér á landi. Ég hafði samband við Guðna F. Gunnarsson, sem hefur þetta starf á hendi fyrir Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara. Það, sem hér fer á eftir, er að megin- stofni til frásögn hans. Hann segist hafa séð ánægjulega breytingu í starfí meðal unglinga. Þar telur hann hafa skipt miklu, þegar stjóm Félags frímerkjasafnara felldi niður aldurslágmark fyrir inngöngu í fé- lagið fyrir fáum ámm. í kjölfar þess jókst þátttaka bama og ungl- inga í félagsstarfinu. Þessir ungu safnarar em flestir á aldrinum. 10 til 15 ára. Félagið hefur svo gengizt fyrir námskeiðum í frímerkjasöfnun fyrir þessa unglinga. Jafnframt þessu hafa samtök frímerkjasafnara hér á höfuðborg- arsvæðinu í samráði við þá, sem annast tómstundastarf í gmnnskól- um borgarinnar, gengizt fyrir fræðslu um frímerkjasöfnum í þeim. Er þar um að ræða Árbæjarskóla og Ölduselsskóla . Þá er fyrir- hugað, að fleiri skólar taki þátt í þessu starfi. í sambandi við þetta starf meðal unglinga hefur verið vemlegur fengur í kennsluefni frá Svíþjóð, sem hefur verið þýtt á íslenzku og staðfært eftir þörfum okkar. Um leið og unglingastarf hefur aukizt til muna hér á landi, hefur ísland gengið til samstarfs með öðmm Norðurlöndum. Stofnað hef- ur verið samband ungra safnara á Norðurlöndum, sem skammstafað er SNU. Við tókum fyrst þátt í slíku samstarfi, þe gar spumingakeppni unglinga um Alfreð Nóbel fór fram á alheimssýningunni STOCK- HOLMIA 86. Næst fór svo fram keppni meðal unglinga á FIN- LANDIU 88. Frá hinni frækilegu frammistöðu íslenzku unglinganna hefur áður verið greint í þessum frímerkja þáttum. Þar sem mjög góð reynsla hefur fengizt af þessari spumingakeppni unglinga um ákveðin viðfangsefni innan frímerlq'asöfhunar, hefur ver- ið ákveðið að reyna að halda slíka keppni árlega. Verður næsta keppni í Jönköping í Svíþjóð á þessu ári. Þá er stefnt að því að halda árlega unglingasýningu í einhveiju Norð- urlandanna. Verður hún í Svíþjóð á þessu ári, í Noregi 1990 (í Ósló) og þannig áfram. Eins verður reynt að auka kynni meðal bama og ungl- inga með hópferðum á slíkar sýn- ingar. Þá er á döfinni að reyna frímerkjaskipti milli unglinga á Norðurlöndum. Eins er gert ráð fyrir því að halda sérstök námskeið fyrir þá, sem tekið hafa að sér leið- beiningarstarf meðal unglinga. Af framansögðu sést, að mark- visst er stefnt að því að auka bæði fræðslu um frímerki og frímerkja- söfnun meðal unglinga hérlendis og svo líka að auka tengslin við unglinga á öðram Norðurlöndum. Þetta allt er mjög lofsvert og í reynd nauðsynlegt, því að oft hefur verið um það rætt meðal frímerkjasafn- ara, að áhugi unglinga sé ekki nægjanlega mikill á þessari hollu og oft mjög skemmtilegu tóm- stundaiðju. iH T* !l 'kvenna * * %

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.