Morgunblaðið - 02.03.1989, Síða 14

Morgunblaðið - 02.03.1989, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR, 2. MARZ 1989 14 FLOTT FORM í Kramhúsinu Flottform-æfingakerfið styrkir, liðkar, grennir og veitir góða slökun. Tækin eru hönnuð með það í huga að veita alhliða þjálfun án of mikils álags. Auknar birgðir súrefnis og bætt blóðstreymi hjálpa til við að brjóta niður erfiða appelsínuhúð og losa um vöðvabólgu, bakverk svo og aðra álagssjúkdóma. HÖFUM OPNAÐ AFTUR Flottform æfingasalinn okkar eftir gagngerar breytingar -og nþ getum við boðið 8 tímar á kr. 2.800,- 14 tímar á kr. 4.600,- Verið velkomin í áhrifaríka og þægilega líkamsrækt. Tímabókanir standa yfir ísímum 15103 og 17860. Memphis - Mílanó List og hftnnun Frá sýningunni í Mirale. Morgunbiaðið/Emiiía BragiÁsgeirsson Það verður að teljast stórvið- burður á íslenzkum menningarvett- vangi, að sýnishom af vinnubrögð- um hins heimskunna listahóps Memphis, sem höfuðsetur hefur í Mflanó, skuli rata hingað. Er hér um að ræða hóp manna frá sex löndum, sem flestir eru arki- tektar að mennt, með mjög nýstár- legar hugmyndir i hönnun brúks- hluta. Höfuðpaurinn telst Ettore Sottsass, sem hlaut heimsfrægð á sínum tíma fyrir nýstárlega og af- burða fagra hönnun rauðu Valent- ine-ritvélarinnar frá Olivetti-verk- smiðjunum, er gekk sem faraldur víða, en allir 20 meðlimimir eru full- gildir og skapandi einstaklingar. Slíkir hafa í senn verið nefndir mót- unarlista-arkitektar eða verkfræði- listamenn og víst er, að þeir fara ekki troðnar slóðir og gefa flestum viðteknum reglum og hugmyndum um útlit brúkshluta langt nef — en gera það á glæsilegan hátt og af mikilli þekkingu á öllu því, sem þeir hafa á milli handanna, og eru enda hámenntaðir í sínu fagi. Það var á sjöunda áratugnum, sem þessir menn sáu, hvert stefndi í brúkshönnun, og þeim ofbauð hinir sálarlausu hlutir sem voru að yfír- taka markaðinn en formlega var hópurinn ekki stofnaður fyrr en upp úr 1980 og hlaut fyrir tilviljun nafn- ið Memphis. Bæði skírskotar nafnið til hinnar sögufrægu borgar fom- Egypta á vinstri bakka Nflarfljótsins svo og nafns á lagi á annarri hlið hljómplötu með Elvis Presley, sem var á fóninum kvöldið sem félags- skapurinn var formlega stofnaður, og enginn nennti að snúa við í ákaf- anum, svo að hann spilaði lagið í sífellu og fékk þá Sottsass hugmynd- ina. Það sem vakir fyrir listhópnum er að gera hluti, sem gangi þvert á allar viðteknar hugmyndir um brúkslist og hristi upp í skoðendun- um, og þetta hefur þeim tekist svo rækilega, að þeir eru sagðir hlið- stæða nýbylgjumálverksins og hinna svonefndu síðnúlistamanna (postmodemista) í myndlistinni. Þróun brúkshluta hefur snúist kringum hreint hagnýtisgildi þeirra, allt frá því að hinn nafntogaði Vínar- arkitekt Adolf Loos mælti af munni fram hina frægu setningu árið 1908: „Allt skreytigildi (omament) er glæpur." Þessi stefna fékk svo auk- inn meðbyr með stofnun Bauhaus árið 1919 og hefur verið ráðandi afl og markað steftiuna fram á daginn í dag, en þó með hinum margvís- legustu frávikum svo sem að líkum lætur. En Memphis-hópurinn hefur tekið skreytigildið í sátt og hefur litlar áhyggjur af kenningum Bau- haus — hann virkjar jafnvel fárán- leikann við gerð og samsetningu hlutanna, svo að skoðandanum hnykkir við, enda hefur hann ekki litið slíkt augum áður, en óneitan- lega er leikurinn skemmtilegur og vissulega vel fallinn til að losa um nýjar og ferskar hugmyndir, svo sem fram hefur komið. Glæsileikann vantar svo sannarlega ekki í hönnun- ina, hugmyndaauðgina né hina óvið- jafnanlegu útfærslu, sem menn þekkja svo vel frá þessum breidd- argráðum. Þótt minna en áratugur sé liðinn síðan listhópurinn var stofn- aður, er hann löngu heimskunnur, og sýningar á munum hans hafa víða farið og sá ég m.a. eina á Louisiana-safninu fyrir fáum árum, en ég hef fylgst með athöfnum hans í fjarlægð frá upphafi. Það er freistandi að gera þessari sýningu mun nánari skil en þar sem hún stendur einungis yfír í vikutíma, er það vonlaust verk, ef skrifið á að birtast áður en sýningunni lýkur — auk þess vissi ég ekkert um að sýningin væri væntanleg, svo að hún kemur flatt upp á mig og undirbún- ingurinn því enginn. En sjón er sögu ríkari og ættu sem flestir að líta inn í húsakynni Mirale á Engjateigi 9, þar sem sýn- ingin er til húsa fram til 27. febrúar. Utsölustaðir: Ingólfsapótek, Kringlunni. Stella, Bankastræti 3. Brá, Laugavegi 74. Snyrtistofan, Rauðarárstíg 27. Lilja, Grenigrund 7, Akranesi. Kaupf. Skagfirðinga, Skagfirðingabúð. Kaupf. Eyfirðinga, Akureyri. Húsavíkurapótek, Húsavík. Egilsstaðaapótek, Egilsstöðum. Vestmannaeyjaapótek, Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.