Morgunblaðið - 02.03.1989, Side 19

Morgunblaðið - 02.03.1989, Side 19
þessu ári má nefna aðgerðir til þess að hefta útbreiðslu alnæmis, sam- vinnuverkefnis á sviði hátæknilegr- ar sjúkrahússþjónustu, námskeið fyrir fólk sem starfar við félagslega þjónustu og athugun á skipan lífeyrismála á Norðurlöndum. Fyrir nokkrum árum veitti ráðherra- nefndin fé til þróunar upplýsinga- kerfis fyrir heilsugæslu á Islandi. Umrætt kerfi hefur nú verið tekið í notkun á flestum heilsugæslu- stöðvum landsins. Eftiahags- og iðnaðarmál Þótt ekki tækist að koma á nor- rænu tollabandalagi, NORDEK, um 1970, hefur samvinna Norðurlanda í efnahags- og iðnaðarmálum síðan aukist ár frá ári. Árið 1985 var samþykkt norræn efnahagsáætlun, „Norðurlönd á vaxtarbraut; áætlun um bætta efnahagsþróun og fulla atvinnu". Tók hún til áranna 1986-88. Höfuðmarkmið þessarar áætlunar var að stuðla að auknum hagvexti og tryggja fulla atvinnu á Norðurlöndum með því að auka samstarf landanna á ýmsum svið- um. Þetta samstarf á sviði iðn- og tækniþróunar var m.a. aukið með því að hækka fjárframlög til Nor- ræna iðnþróunarsjóðsins (Nordisk Industrifond). Norræni fjárfesting- arbankinn (Nordiska Investerings- banken) veitti jafnframt aukin lán til fjárfestingar í samgöngu- og flutningakerfum landanna og aukið samstarf á útflutningssviðinu var auðveldað með eflingu Norræna verkefnaútflutningssjóðsins (Nord- iska projektinvesteringsfonden). Innan ramma þessara efnahags- áætlunar var komið á fót sérstökum sjóði fyrir vestlæg Norðurlönd, Þró- unarsjóði Vestur-Norðurlanda (Vástnordfonden) og eru aðalstöðv- ar hans í Reykjavík. Tillögur um nýja efnahagsáætlun Norðurlanda, sem nær til áranna 1989-92, voru samþykktar á fundi fjármálaráðherra landanna í Kaup- mannahöfn í nóvember í haust. Áætlunin beinist að því að styrkja efnahagslíf Norðurlanda, ryðja úr vegi viðskiptahömlum milli land- anna og efla þannig sameiginlegan markað þeirra. Þá er lögð áhersla á að undirbúa Norðurlönd undir aukna samkeppni í kjölfar sameig- inlegs markaðar Evrópubandalags- ins 1992. Fjallað verður um þessa nýju efnahagsáætlun á þingi Norð- urlandaráðs sem nú er haldið í Stokkhólmi. Við mótun áætlunarinnar var af íslands hálfu lögð megináhersla á sérstakar aðgerðir til þess að efla útflutningsiðnað og styrkja rann- sóknar- og þróunarstarfsemi á ýms- um sviðum, þar á meðal sameigin- legar rannsóknir Norðurlandanna á nýtingu fiskistofna og auðlindum sjávar. Stofnun Norræna fjárfestingar- bankans, Norræna iðnþróunar- sjóðsins, Norræna verkefnaútflutn- ingssjóðsins og fleiri stofnana á sviði efnahags- og iðnaðarmála hef- ur þannig á síðustu árum átt dijúg- an þátt í að efla norrænt samstarf, ekki aðeins á milli ríkisstjóma land- anna og opinberra stofnana, heldur einnig, og ekki síður, á milli fyrir- tækja í löndunum. Sem dæmi um áhrif þessarar þróunar á íslandi má nefna auknar lánveitingar Norræna fjárfestinga- bankans til opinberra aðila og at- vinnufyrirtækja. Samkvæmt árs- skýrslum bankans árið 1907 námu lán til íslands á því ári samtals 36,9 milljónum SDR, sem er al- þjóðleg mynteining og samsvarar á núgildandi gengi tæpum 2,5 millj- örðum íslenskra króna. Þá má jafn- framt nefna, að ísland hefur tengst yfír 40 verkefnum Norræna verk- efnaútflutningssjóðsins frá því hann var stofnaður árið 1982. Einn- ig veitir Norræna ráðherranefndin árlega Qármagn til sérstakra byggðaverkefna á vestlægum Norð- urlöndum, og nemur framlagið í ár rúmum 24 milljónum íslenskra króna. Niðurlag Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir nokkrum þáttum nor- rænnar samvinnu og skýrð upp- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989 O I 19 bygging og starfsemi Norðurlanda- ráðs og Norrænu ráðherranefndar- innar. Vonandi hefur þetta varpað nokkru ljósi á hlutverk og sam- skipti þessara aðilja og hvemig unnið er að málum á norrænum vettvangi. Einhveijum kann ef til vill að finnast þetta flókið skipulag. Hins vegar er erfítt að sjá hvemig hjá því verður komist, ef fylgja á settum reglum og nýta á þá miklu sérfræðilegu þekkingu sem Norð- urlöndin búa yfír til hagsbóta fyrir löndin öll. Auk þess verður þetta opinbera samstarf Norðurlanda til þess að auka samskipti og sam- vinnu á fjölmörgum öðrum sviðum og til að styrkja þá samkennd sem ávallt hefur búið með þjóðum land- anna. Samanburður á því hveijum við veitum til Norræns samstarfs og hvað við fáum út úr því, sýnir að fjárhagslega fá íslendingar ríflega aftur í einu eða öðru formi það sem lagt er fram. Mörg rök hníga að því að íslendingar geti með skipu- legri aðgerðum aukið hlutdeild sína frá því sem nú er, til að mynda hvað varðar rannsóknir og vísindi og samvinnu háskóla og kennslu- stofnana. Öflug norræn samvinna í efna- hagsmálum svo og á öðrum sviðum getur auðveldað löndunum að búa sig undir þá auknu samkeppni sem vænta má í kjölfar sameiginlegs markaðar Evrópubandalagsins árið 1992. Þetta ber að hafa í huga þegar rætt er um breyttar áherslur í samskiptum íslands við önnur lönd og þá sérstaklega takmarkanir á þátttöku okkar í norrænu samstarfí. Höfundar eru starfsmenn Nor- rænu ráðherranefhdarinnar í Kaupmannahöfh. aoar FÆRIBANDA- MÓTORAR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SlMI 624260 SÉRFRÆÐIPJÓNUSTA - LAGER NY SMURÞJÓNUSTA „FYRIR CITROEN OG SAAB AUKIN ÞJÓNUSTA Á BIFREIÐAVERKSTÆÐUM GLOBUS Globus hefur nú opnað smurstöð fyrir Citroén og Saab bifreiðar á verkstæðum sínum að Lágmúla 5. Smurstöðin er opin alla virka daga á verkstæðistíma. Hægt er að hringja og panta tíma eða líta við þegar leiðin liggur nálægt Lágmúlanum og fá afgreiðslu á meðan beðiðer. Verðið hjá okkur er það sama og á venjulegum smurstöðvum þrátt fyrir að allir starfsmenn Globus verkstæðanna séu sérþjálfaðir í viðhalds- og viðgerðarþjónustu á Citroén og Saab bifreiðum. Við minnum Citroén og Saab eigendur einnig á fyrirbyggjandi kílómetraskoðanir og örugga viðgerðar- og varahlutaþjónustu Globus. GLOBUS VERKSTÆÐIN - FAGLEG ÞJÓNUSTA FYRIR CITROEN OG SAAB Gbbusi Lágmúla 5, Sími 681555 m: ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.