Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989
21o
Ríkisforsjá er vondur kostur
eftirHalldór
Blöndal
Lausnarorðið nú er „hlutabréfa-
sjóður". Hann hefur m.a. verið rétt-
lættur af forsætisráðherra með því,
að á sl. ári hafí helmingur eigin fjár
í sjávarútvegi gufað upp í halla-
rekstri. Og sama þróunin hefur hald-
ið áfram á þessu ári. Ég er sammála
forsætisráðherra um, að nauðsynlegt
sé að þjóðfélagið búi vel að sjávarút-
veginum. En það verður ekki gert
nema á einn hátt. Með því að sjávar-
útvegurinn hafí rekstrargrundvöll,
skili hagnaði.
Hugsunin á bak við hlutabréfa-
sjóðinn er sú, að milli 10 og 20 fyrir-
tæki í sjávarútvegi sameini þetta
tvennt: Þau skuldi of mikið til þess
að vera rekstrarhæf og þau séu burð-
arásinn í byggðarlaginu. Lán úr At-
vinnutryggingasjóði útflutnings-
greina séu ekki talin koma að haldi
ein og sér fyrir þessi fyrirtæki, en
einstaklingar og fyrirtæki eru ófús
að leggja nýtt fé til sjávarútvegsins
eins kalt og andað hefur til hans frá
stjómvöldum upp á síðkastið.
Sum af þeim fyrirtækjum, sem hér
um ræðir, eiga fyrir skuldum og
hefðu auðvitað ekki þurft á fyrir-
greiðslu af þessu tagi að halda ef
ástandið í landinu væri eðlilegt. Ef
sjávarútvegurinn hefði fengið í sinn
hlut það sem honum ber. Frystihúsin
í Ólafsfírði eru mjög glöggt dæmi
um fyrirtæki, þar sem það var á
mörkunum hvort Atvinnutrygginga-
sjóðurinn skuldbreytti eða ekki.
Það ber að athuga að Ólafur bekk-
ur var erlendis í endurbyggingu
fyrstu átta eða níu mánuði ársins
1987 meðan afkoman í sjávarútveg-
inum var enn góð eða viðunandi. Það
ásamt vaxandi hráefnisskorti í frysti-
húsusnum olli því, að þau risu ekki
undir hallarekstrinum á árinu 1988.
Þau hafa nú verið lokuð í hálft ár
meðan ríkisstjórnin hefur verið að
gera upp við sig hvort og hvemig
hún hygðist mæta erfíðleikum sjáv-
arútvegsins en eins og allir vita fara
jafnvel skuldlítil fyrirtæki illa i svo
langri rekstrarstöðvun.
Ég tel mig mega fullyrða, að hrað-
frystihúsin með Utgerðarfélagi
Ólafsfjarðar hefðu fengið skuldbreyt-
ingu, ef eins hefði verið staðið að
málum nú og gert var fyrir útgerðina
1984. Þá vom aðgerðimar almennar
og sjávarútveginum tryggður rekstr-
argmndvöllur, — þ.e. það þótti mark-
mið í sjálfu sér að fyrirtækin gætu
skilað hagnaði, græddu. Reynslan
hefur sýnt að þá var rekin rétt pólitík.
Nú em hagnaður og gróði bannorð
eins og ævinlega þegar Alþýðu-
bandalagið stendur að ríkisstjóm.
Það vekur auðvitað tortryggni í
sambandi við Atvinnutryggingasjóð-
inn og Hlutabréfasjóðinn að einungis
útvaldir gæðingar ríkisstjómarinnar
skuli móta stefnuna og framkvæma
hana. Það sýnir, að ríkisstjórnin telur
sér nauðsynlegt áð geta haft áhrif á
niðurstöðuna, þegar um viss fyrir-
tæki er fjallað.
Fjárhags- og viðskiptanefnd efri
deildar átti fund með fulltrúum sjáv-
arútvegsins um Hlutabréfasjóðinn
m.a. Þá kom það fram hjá Áma
Benediktssyni framkvæmdastjóra
Félags sambandsfrystihúsa að allt
eigið fé væri uppurið hjá fyrirtækjum
í sjávarútvegi. Ágúst Einarsson út-
gerðarmaður, sein sæti á í stjóm
Sambands fískvinnslustöðvanna,
taldi, að nauðsynlegt væri að lækka
raungengi krónunnar um 10% a.m.k.
Aðrar upplýsingar sem nefndinni
bámst vom í samræmi við þetta.
Við umræðumar í deildinni var for-
sætisráðherra með sínar vanalegu
vangaveltur og sló því m.a. fram,
að 6,5% hagnaður væri á saltfísk-
verkun sem er auðvitað algjörlega
út í bláinn. En viðbrögð forsætisráð-
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
herra sýna, hversu erfitt það er að
fá ríkisstjómina til að taka erfíðleik-
ana í sjávarútveginum álvarlega.
Enginn vafí er á því, að tilvist
Hlutabréfasjóðsins ógnar heilbrigð-
um rekstri í sjávarútvegi. Með fram-
lögum úr Hlutabréfasjóði hefur ríkis-
stjómin annars vegar það markmið
að hressa upp á fyrirtæki í eigu sam-
vinnuhreyfíngarinnar, en þau standa
mörg mjög illa um þessar mundir.
Hins vegar hyggst ríkisstjómin troða
sér bakdyramegin inn í þau fyrir-
tæki, sem fram að þessu hafa verið
rekin af einstaklingum og eiga mörg
margra áratuga sögu að baki. Ósví-
fnin lýsir sér m.a. í því, að þeir sem
leggja hlutabréfasjóðnum til fé eiga
engu að fá að ráða um það, hveijir
verði fulltrúar sjóðsins í stjómum
fyrirtækjanna. Um það munu berast
dagskipanir úr forsætisráðuneytinu
hveiju sinni.
Eðlilegra hefði verið og komið í
„Enginn vafi er á því,
að tilvist Hlutabréfa-
sjóðsins ógnar heil-
brigðum rekstri í sjáv-
arútvegi. Með fi*amlög-
um úr Hlutabréfasjóði
hefur ríkisstjórnin ann-
ars vegar það markmið
að hressa upp á fyrir-
tæki í eigu samvinnu-
hreyfingarinnar, en
þau standa mörg mjög
illa um þessar mundir.“
veg fyrir tortryggni, ef Atvinnu-
tryggingarsjóður og Hlutabréfasjóð-
ur hefðu lotið stjórn Byggðastofnun-
ar, þar sem sjóðimir eru hvort eð
er hýstir vegna þeirrar þekkingar
sem þar er á málefnum sjávarútvegs-
ins. Stjóm Byggðastofnunar er þing-
kjörin og hefur aldrei sett pólitíska
fulltrúa í stjómir þeirra fyrirtækja,
þar sem hún er hluthafí.
Síðast en ekki síst er hollt að hafa
í huga, að þau fyrirtæki í sjávarút-
vegi, sem hafa bjargast fram að
þessu, sjá nú fram á vaxandi erfið-
leika framundan af því að taprekst-
urinn er skipulagður af ríkisstjóm-
inni með rangri gengisskráningu og
ósvífnum skattahækkunum. Um leið
og búið er að lyfta þeim fyrirtækjum
upp með ríkisframlögum, sem nú
standa höllustum fæti, færast önnur
niður og koma í þeirra stað. Það
verður síðan hlutskipti forráðamanna
þeirra að mynda næstu biðröð í
Hlutabréfasjóðnum og svo koll af
kolli, nema ríkisstjómin fari frá, —
nema ríkisstjómin hrökklist frá völd-
Halldór Blöndal
um. En það er önnur saga og miklu
fallegri.
Höfundur er varaformaður þing-
Bokks SjálfstæðisBokksins.
SÖLUMADURINN
KEMUR í HEIMSÚKN TIL YKKAR
MEÐ SÝNISHORN 0G BÆKLINGA!
Ertu að hugsa um að endurnýja eldhús- eða
baðinnréttinguna, skápana í svefnherberginu,
parketið, dúkinn í eldhúsinu eða eitthvað
annað.
Hringdu þá í síma 8 20 33 og við sendum
þér sölumann okkar heim til þín, til skrafs og
ráðagerða, án nokkurra skuldbindinga.
Sölumaðurinn kemur á staðinn með bækl-
inga, sýnishorn og góð ráð. Láttu hann taka
mál, reikna út og setja upp fyrir þig greiðslu-
áætlun sem þér er að skapi. Hjá okkur færðu
allar byggingavörur frá A til Z á einum og
sama staðnum. Og svo bjóðum við þér að
dreifa greiðslum á allt að 24 mánuði.
Pantaðu sölumanninn heim til þín strax í dag,
hann finnur fyrir þig hagkvæma lausn.
V
Opið laugardag kl. 9-5.
BETRI ÞJÓNUSTA-
BETRI SKILMÁLAR.