Morgunblaðið - 02.03.1989, Side 22
22
MOKGUNBLABIÐ FIMMTUDAGUR 2,'MARZ* 1989
37. þing Norðurlandaráðs
Samkomulagið um skiptingu loðnukvótans:
Skammsýni vék
fyrir samvinnu
-segir Jonathan Motzfeldt
Stokkhólmi. Frá Ólafi Þ. Stephenscn, blaðamanni Morgunblaðsins.
Jón Sigurðsson:
Sláum skjaldborg um
norrænt þjóðfélag
JONATHAN Motzfeldt, formaður
grænlenzku heimastjómarinnar,
segist telja samkomulag Græn-
lendinga, íslendinga og Norð-
manna um skiptingu loðnukvótans
mikilvæga lausn á erfiðu vanda-
máli. Hún hafi fengizt vegna þess
að nauðsyn samvinnu milli
ríkjanna hafi að lokum vegið
þyngra en skammsýnir hagsmunir
hvers um sig.
í ræðu sinni á þingi Norðurlanda-
ráðs sagði Motzfeldt að þrátt fyrir
fiskveiðisamkomulag Grænlendinga
og Evrópubandalagsins væri nóg
svigrúm fyrir samstarf Grænlend-
inga og nágrannaþjóða þeirra um
fiskveiðar. Motzfeldt minnti á að nú
stæði endumýjun sáttmálans við EB
fyrir dymm, og mikilvægt væri
hvemig til tækist. Hann gaf þó í
skyn að Grænlendingar yrðu fastir
fyrir í öllum samningaviðræðum.
Eins og búizt hafði verið við, gerði
Motzfeldt selveiðar að umtalsefni og
sagði að þekkingarskortur í mörgum
löndum um selveiðar Grænlendinga
hefði skaðað grænlenzka hagsmuni
vemlega. „Fyrst var það blóðugt
kópadráp við Nýfundnaland, og nú
hefur það sannazt, að norsk fyrir-
tæki hafa viðhaft sömu aðferðir við
Jan Mayen. Ekkert af þessu kemur
hins vegar Grænlandi við. Sjálfir
höfum við aldrei drepið selkópa, en
engu að síður beinist athyglin þvf
miður að Grænlandi. Fávizka um
landafræði og raunvemlegar aðstæð-
ur á norðlægum slóðum er yfir-
þyrmandi í iðnríkjunum - þvi miður
einnig á Norðurlöndum.“ Hann fagn-
aði því að Norðmenn hefðu nú bann-
að allt kópadráp í ár. „Enginn okkar
getur lifað af misnotkun á sjávar-
spendýmm," sagði Motzfeldt.
ÓLAFUR Ragnar Grímsson,
5ármálaráðherra, hefúr gert fyr-
irvara af hálfú íslenzku ríkis-
stjórnarinnar við þann kafla Efna-
hagsáætlunar Norðurlanda fyrir
1989 - 1992 sem fjallar um frjáls-
ar fjármagnshreyfingar. Segir
hann íslenzkt efiiahagslíf á ýms-
um sviðum öðruvísi en á hinum
Norðurlöndunum. Markmið þau
og tillögur um Qármagnssfjórnun
og fjármálaþjónustu, sem sett
væru fram, gæfii því tilefiii til
sérstakrar athugunar af íslands
hálfu, að sögn ráðherrans.
I yfirlýsingu íslensku ríkis-
stjómarinnar um efnahagsmál frá
6. febrúar síðastliðnum segir hins
vegar að á næstu misserum verði
Jonathan Motzfeldt
reglur um fjármagnshreyfingar og
fjármálaþjónustu mótaðar á grund-
velli tillagna ráðherranefndarinnar.
Matthías Á. Mathiesen, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram
fyrirspum á Alþingi til forsætisráð-
herra um það, hvort þetta þýði að
fallið sé frá fyrirvaranum, en hefur
ekki ennþá fengið svar.
Hjörleifur Guttormsson ítrekaði
þennan fyrirvara í ræðu sinni í um-
ræðum um Efnahagsáætlunina.
Hjörleifur sagði að þótt ýmislegt
gott væri í áætluninni væri kaflinn
um fijálsa fjármagnsflutninga næg
ástæða til þess að hann greiddi henni
ekki atkvæði sitt.
Í Efnahagsáætlun Norðurlanda er
fremur loðin grein um að það sé
Viðskiptamálaráðherra, Jón
Sigurðsson, flutti ræðu við al-
mennar umræður á þingi Norð-
urlandaráðs og sagði m.a að
norræn samvinna snerist ekki í
sama mæli og fyrr um málefiii
sem eingöngu snertu Norður-
löndin. Nú yrði hún einnig að
þjóna hagsmunum landanna í
alþjóðlegu samhengi. Hann
nefiidi sem dæmi tillögu um
áríðandi að athuga sem bezt mögu-
leikana á samstarfi launþegahreyf-
inga á Norðurlöndum með tilliti til
aukinnar samhæfingar efnahagslífs-
ins. Tillaga um að slíkt samstarf
verði beinlínis tryggt með lögum,
sem Eiður Guðnason, þingmaður
Alþýðuflokks, flutti ásamt fleiri sós-
íaldemókrötum, féll í atkvæða-
greiðslu í gær eftir langar og harðar
deilur sósfaldemókrata og sósíalista
annars vegar og hins vegar íhalds-
manna sem ekki vildu ljá máls á lög-
festingu. Tillagan fékk reyndar nau-
man meirihluta atkvæða en reglan
er sú að minnst helmingur viðstaddra
þingfulltrúa verður að vera með-
mæltur tillögu til að hún teljist sam-
þykkt. Slíkt var ekki tilfellið.
Efhahagsáætlun Norðurlanda,
sem nú hefúr verið lögð fram,
og skýrslu sérstakrar nefiidar
um alþjóðamál er starfað hefúr
á vegum Norðurlandaráðs.
Ráðherrann sagði að á næstu
árum yrði að koma á auknu frelsi
varðandi fjármagnshreyfíngar milli
ríkja og sagði ríkisstjóm Islands
hafa ákveðið að endurskoða reglur
þar að lútandi. „Enn einu sinni verð-
um við að leggja áherslu á þýðingu
þess fyrir okkur að fá frjálsan að-
gang að mörkuðum í EFTA og EB
fyrir mikilvægustu útflutningsvörur
okkar og til þessa þurfum við stuðn-
ing annarra Norðurlandaríkja. Og
þetta hlýtur að vera forsenda þess
að við getum tekið þátt í efnahags-
samstarfí Norðurlanda á jafnréttis-
grundvelli."
Viðskiptamálaráðherra sagði að
norræn samvinna hefði aldrei ein-
skorðast við efnahagsmál. Nánari
samvinna Norðurlanda við önnur
Evrópuríki mætti ekki leiða til þess
að við slægjum af kröfum á mikil-
vægum sviðum, t.d. varðandi um-
hverfisvemd, vinnuumhvefi og
neytendavernd. Einnig sagði ráð-
herrann að fríverslun í Vestur-
Evrópu mætti aldrei standa í vegi
alþjóðlegrar fríverslunar. „Við verð-
um að slá skjaldborg um hina norr-
ænu þjóðfélagsgerð sem á rætur
sínar í sameiginlegum menningar-
arfí okkar, lýðræðishefðum og um-
hyggju fyrir þeim sem minna mega
sín í lífsbaráttunni," sagði Jón Sig-
urðsson.
Efiiahagsáætlun Norðurlanda 1989-1992:
Mendingar gera fyrirvara
um fj ármagnshreyfingar
FRIíö rafmagnshítablásarar eru
hljóðlátir smekklegir og handhægir
Frico rafmagnshitablásarinn, TEMPERATOR 200,
fæst hjá Rönning. Þessi frábæri hitablásari er
léttur og meðfærilegur.
Hann er með hitastillingu, valrofa fyrir afl og loftmagn,
kröftugan blástur og yfirhitavörn.
TEMPERATOR 200 er sterkbyggður, mjög hljóðlátur
og með hitöld úr ryðfríu stáli.
Hjá Rönning fást einnig fleiri gerðir af hitabl^surum
sem henta nánast hvar sem er.
Frico TERMOVARM ofnar eru hannaðir til að þola
raka t.d. í skipum og bátum.
Hann er mjög fyrirferðarlítill en gefur góðan hita.
Á ofninum er rofi af og á, hitastillir og yfirhitavörn.
Framhlið er einfalt að fjarlægja með einu handtaki
til að auðvelda þrif.
Það er notalegt að sitja við ylinn frá Frico TERMOVARM.
vtiátiiftr
Sérstök hitaþolin lakkhúð.
Rofi af og á.
Hitastillir.
Einfalt að fjarlægja
framhlið til að
auðvelda þrif.
T"M'
!(*'
-L.i [ V L ' 1'
u
RONNING HF
Sundaborg 15-104 Reykjavík
i
AF INNLENDUM
VETTVANGI
HJÖRTUR GÍSLASON
Staða fiskvínnslunnar í maílok:
Gengislækkun um 9% eða 650
milljóna framlag ríkissjóðs?
UM 650 milljónir króna þarf til
að halda áfram 5% verðbótum
á frystan fisk og 1% ábót á
endurgreiddan söluskatt til
fískvinnslunnar frá maílokum
til ársloka. Ríkisstjórnin ábyrg-
ist nú 750 milljóna króna verð-
bætur og 100 milljónir vegna
aukinnar endurgreiðslu sölu-
skatts. Verði á hinn bóginn fall-
ið frá þessu bótum, þarf gengi
að lækka um 7% fyrsta júní
næstkomandi, eigi rekstrar-
staða vinnslunnar að verða sú
sama þá og nú. Eigi fískvinnsl-
an hins vegar að komast úr
taprekstri þarf gengið að
lækka um 9% og er þá miðað
við óbreytt ástand. I þessu til-
felli er rétt að taka fram að
gengissig vegna ákvörðunar
um fiskverð nú er 2,25% sam-
kvæmt heimildum Seðlabank-
ans til að láta gengið síga.
Á fjárlögum þessa árs eru áætl-
aðar 937 milljónir í endurgreiðslu
uppsafnaðs söluskatts fyrirtækja
í sjávarútvegi, jafnt vinnslu sem
veiða. Sjávarútvegsráðuneytið
ráðstafar þessari fjárhæð og
renna um 460 milljónir af henni
til frystingar og söltunar. Greiðsl-
unni er þannig háttað, að miðað
er við 3% af útflutningsverðmæti,
fob, frystra afurða og 2% útflutn-
ingsverðmæta saltfísks. Sam-
kvæmt ákvörðun stjórnvalda bæt-
ist nú 1% ofan á þessa greiðslu,
um 100 milljónir og stendur það
til maíloka. Hlutfall þetta af út-
flutningsverðmætum er áætlað
miðað við ákveðna framleiðslu og
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins telja stjómvöld að 100
milljóna króna viðbót rúmist innan
skekkjumarka útreikninganna.
Eigi að halda viðbótargreiðslunni
áfram til ársloka þarf, miðað við
útflutningsverðmæti, um 200
milljónir króna til viðbótar. End-
urgreiðsla uppsafnaðs söluskatts
með þessum hætti hefur staðið í
nokkur misseri í samræmi við þá
stefnu að jafna samkeppnisstöðu
útflytjenda gagnvart erlendum
keppinautum, sem búa við önnur
skattheimtukerfi.
Við setningu bráðabirgðalaga
ríkisstjórnarinnar síðastliðið
haust, var ákveðið að heimila
Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins
að taka lán að upphæð 800 millj-
ónir króna til 5% verðbóta úr
frystideild sjóðsins. Jafnframt
lýstu stjórnvöld yfír því, að ríkis-
sjóður myndi greiða þetta lán.
Skýring þessa er meðal annars
sú, að fiystideild Verðjöfnunar-
sjóðsins hefur verið haldið óvirkri
í nokkur ár og var því ekkert fé
í henni. Söltunin nýtur einnig
verðbóta úr deild sinni í sjóðnum,
en þar er innistæða fyrir verð-
bótunum eitthvað frameftir þessu
ári. Áætlað útflutningsverðmæti
frystra sjávarafurða á þessu ári
er um 17 milljarðar króna. Miðað
við jafnan útflutning þarf um 450
milljónir króna til ársloka til að
halda sömu verðbótum á frystan
físk og nú gilda.
Eftir ákvörðunina um hækkun
fískveiðs er frystingin rekin með
2% tapi. Verði verðbótum og ábót
á endurgreiðslu uppsafnaðs sölu-
skatts hætt að loknum maímánuði
nemur tapið alls um 9% af tekjum.
Miðað við áhrif gengislækkunar-
innar á kostnað við frystinguna
þarf um 7% lækkun gengis til að
vega á móti afnámi beggja þess-
ara bóta og um 2% til viðbótar
eða 9% alls til að taprekstri vinnsl-
unnar linni. Þessir útreikningar
miðast við óbreytt markaðsverð
afurða, óbreytt fískverð, óbreytt-
an launa- og framleiðslukostnað
og óbreytt gengi. Hækkun inn-
lends kostnaðar eykur þörfína á
gengislækkun og/eða verðbótum,
en hækkun afurðaverðs dreg^ur
úr henni. Skiptar skoðanir eru á
mögulegri hækkun fiskverðs á
erlendum mörkuðum, en sam-
dráttur þorskveiðiheimilda við
Norður-Atlantshaf eykur mönn-
um vonir um hækkandi afurða-
verð.