Morgunblaðið - 02.03.1989, Síða 23

Morgunblaðið - 02.03.1989, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ- FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989 23 ísland með 2. mestu landsframleiðslu OEDC ríkja 1987; Saman fór aukinn útflutningnr hátt afurðaverð og viðskiptahaUi Landsframleiðsla dróst saman í fyrra Landsframleiðslan á íslandi jókst mun meira árið 1987 en í öðrum aðildarlöndum OECD, en þá fór saman aukinn útflutningur, hátt afúrðaverð og mikill viðskiptahalli. Á síðasta ári dróst landsfram- leiðlsan hins vegar saman hér á landi á meðan landsframleiðsla jókst í öðrum OECD-löndum, og útlit er fyrir sömu þróun á þessu ári. Samkvæmt tölum sem birtust í Hufvudstadbladet og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu, var ís- land í 2. sæti árið 1987, þegar mæld var landsframleiðsla á mann miðað við gengi. Þegar þetta var Borgardómur: Ráðuneytin sýkn- uð af kröfum Skúla og Jökuls BORGARDÓMUR Reykjavíkur hefúr sýknað sjávarútvegsráðherra og fjármálaráðherra af þeim kröfúm Jökuls h/f á Hellissandi að felldur verði úr gildi sá úrskurður sjávarútvegsráðuneytisins að andvirði 96 þorskígilda skuli gert upptækt frá fyrirtækinu til ríkis- sjóðs. Um rúmlega 1.5 miljónir króna er að ræða. „Þessum dómi verður áfrýjað," sagði Skúli Alexandersson alþingismaður og fram- kvæmdasfjóri Jökuls þegar hann hafði heyrt dómsorðið. borið undir Þórð Friðjónsson for- stjóra Þjóðhagsstofnunar sagði hann að í kringum 1970 hefði Is- land verið í 9-10. sæti meðal OEC- D-ríkja, þegar mæld _ var lands- framleiðsla á mann. Á næstu 15 árum hefði ísland hækkað jafnt og þétt og verið í 4-5. sæti árið 1986. „Árið 1987 var auðvitað fima gott ár og landsframleiðslan hér jókst um 8,7% en sambærilegar tölur fyfir OECD löndin voru um 3,5% að meðaltali.Árin 1986 og 1987 fór saman mikil aukning í útflutningi vöru og þjónustu, sem sjávarútvegurinn leiddi að venju, og veruleg hækkun á afurðaverði. Til dæmis jókst heildaraflaverð- mæti að magni til um tæplega 8,5% árið 1986 og 4,5% árið 1987. Verð á sjávarafurðum hækkaði um 8% miðað við SDR, á milli áranna 1985 og 1986, og um 13% milli áranna 1986 og 1987. Landsframleiðsla á íbúa árið 1987 Finnland = 100 Miðað við gengi Miðað við kaupmátt 1. Sviss 145 1. Bandaríkin 143 2. ísland 122 2. Kanada 134 3. Noregur 111 3. Sviss 126 4. Danmörk 111 4. Noregur 123 5. Japan 109 5. Island 121 6. Svíþjóð 106 6. Lúxemborg 116 7. Vestur-Þýskaland 103 7. Svíþjóð 109 8. Bandaríkin 102 8. Danmörk 104 9. Finnland 100 9. Vestur-Þýskaland 104 10. Lúxemborg 93 10. Japan 103 11. Kanada 90 11. Frakkland 101 12. Frakkland 89 12. Finnland 100 Til nánari útskýringar á frétt sem var á forsíðu sunnudaginn 19. febrúar birtist hér samanburður á landsframleiðslu á mann I einstökum OECD-ríkjum. Samanburðurinn er ættaður úr Hufvudstadsbladet, sem sænskumælandi Pinnar gefa út, og því er mið- að við að landsframleiðslan á mann sé 100 i Finnlandi. Tvær aðferðir eru einkum notaðar við að bera saman landsframleiðslu á mann í mismunandi rílgum. Ef gengi er notað (vinstri dálkur) eins og algengast er þá er ísland I öðru sæti árið 1987. Það ár var gengi krónunnar stöðugt og því komum við svo vel út í samanburði. Ef verðlag á vörum og þjónustu í hvetju landi er tekið með f reikninginn (hægri dálkur) reynist ísland í 5. sæti við samanburð á landsframleiðslu á mann ! OECD-ríkjum. Þar fyrir utan var mikil þensla í efnahagslífinu samfara viðskipta- halla, og þensla og viðskiptahalli hafa tilhneygingu til að þenja lands- framleiðsluna. Þama breyttust raunstærðimar og við bættist að viðskiptalífið var keyrt áfram á er- lendum lántökum. En árin 1988 og 1989 emm við að tala um samdrátt hér á landi en töluverðan vöxt í aðildarríkjum OECD. Við drögumst því aftur úr öðmm þjóðum þótt ég sé ekki viss um að þessi sætaniðurröðun sé mjög næm fyrir einu ári,“ sagði Þórður Friðjónsson. EGAR EITTHVAÐ XTENDURTIL! „Ég lít á þetta sem réttarfars- slys. Eg lét mér aldrei detta í hug að fá svona dóm í þessu máli og læt mér ekki detta annað í hug en að maður nái rétti sínum fyrir Hæstarétti,“ sagði Skúli Alexand- ersson. Úrskurður sjávarútvegsráðu- neytisins var kveðinn upp þar sem því þótti sýnt af upplýsingum inn- veginn afla að Jökull hefði þurft minnst 120 tonn til viðbótar af ós- lægðum þorski til framleiða þær afurðir upp vom gefnar. Var litið á þann afla sem ólögmætan og fenginn utan við heimildir kvóta- kerfis. Skúli Alexandersson mót- mælti fyrir hönd Jökuls, sagði sak- argiftir rangar, taldi að heimildir til ráðuneytisins samkvæmt lögum um upptöku ólögmæts sjávarafla Formaður Orat- ors um fall í al- mennri lögfræði: Nemendur vildu breytta kennsluhætti „ÞAÐ ER auðvitað enginn ánægð- ur með þetta,“ sagði Björn L. Bergsson, formaður Orators, fé- lags laganema, þegar Morgun- blaðið spurði hann álits á hinu mikla falli í almennri lögfræði. Eins og fram kom í Morgunblað- inu á laugardag náðu einungis 27 þeirra 122 laganema á fyrsta ári, sem þreyttu próf í almennri lög- fræði í janúar, tilskilinni einkunn. Fallprósentan var þvi 77,9%. Bjöm L. Bergsson sagði að ekki hefðu verið teknar ákvarðanir um hvemig bregðast ætti við þessu mikla falli í almennri lögfræði. Fyrir tveim- ur árum síðan hefði verið fram- kvæmd skoðanakönnun þar sem yfir- gnæfandi meirihluti nemenda hefði verið fylgjandi því að almenna lög- fræðin yrði einungis kennd á haus- tönn. Eftir þetta mikla fall nú hefðu menn verið að velta fyrir sér hvað ætti að gera, en engar ákvarðanir verið teknar og varla hægt að segja að málið væri á umræðustigi enn þá. Bjöm sagðist líka vera sammála Sigurði Líndal, prófessors í almennri lögfræði og deildarforseta lagadeild- ar, sem segði að tölur um fall væm tæpast marktæpar fyrr en að loknum endurtekningarprófum í vor. væru andstæðar stjómarskrá og einnig hefði fyrirmælum þeirra laga um málsmeðferð ekki verið fylgt að formi til. Fjölskipaður dómur borgardóm- aranna Allans Vagns Magnússonar dómsformanns, Garðars Gíslasonar og Eggerts Óskarssonar, féllst ekki á það sjónarmið Jökluls, að með lögum um upptöku ólöglegs sjávar- afla, sem úrskurður ráðuneytis byggðist á, hefði átt sér stað slíkt framsal dómsvalds í hendur framk- vælmdavalds að brjóti í bága við stjómskipunarlög landsins. Einnig var því hafnað að sú tilhögun að sjávarútvegsráðuneytið hafí á hendi alla málsmeðferð — rannsóknar- kæm- og úrskurðarvald — í málum af þessu tagi sé andstæð stjómskip- unarlögum. í niðurstöðum dómsins segir að enda þótt ráðuneytinu sé með lögum þessum veittar mjög víðtækar heimildir til upptöku ólög- legs sjávarafla og ákvörðunar um andvirði hans séu úrskurðir þess ekki endanlegir heldur sé hægt að bera þá undir almenna dómstóla. Þá var ekki fallist á það sjónar- mið að úrskurður sjávarútvegsráðu- neytisins sé ógildanlegur vegna þess að rökstuðning skorti fyrir niðurstöðu hans. Ljóst sé af úr- skurðinum hvers vegna ráðuneytið telji efni til að beita upptöku afla- verðmætis og á hverju sú niður- staða sé byggð. Einnig telur dómur- inn að það varði ekki ógildingu að ekki hafí verið leitað álits seljenda áður en úrskurðurinn hafi verið kveðinn upp enda hafi ekki verið vitað hvaðan sá afli kom sem ætla mátti að sóknaraðila hefði borist andstætt heimildum til veiða. Þá sýni gögn málsins að forsvarsmönn- um Jökuls hafi ætíð verið veitt tækifæri til andmæla við ákvörðun- um ráðuneytisins og fyrirhugaðri upptöku afla. Þá segir í niðurstöðunni að ekki hafi komið fram skýringar í málinu sem geri það sennilegt að sóknarað- ili hafi náð hætta nýringarhlutfalli en ráðuneytið byggði úrskurð sinn á að fengnum upplýsingum frá helstu sölusamtökum framleiðenda sjávarafurða, Fiskifélagi íslands, einstökum fyrirtækjum og við sér- staka samanburðarathugun á nýt- ingu tveggja fyrirtækja á Snæfells- nesi annars vegar og nýtingu á hráefni Jökuls hins vegar. Áætlun ráðuneytis á aflamagni til upptöku uppfylli kröfur laga um upptöku sjávarafla og reglugerðar, sem sett var með stoð í þeim lögum. Hvor aðila var látinn bera sinn kostnað af málinu. Hvort sem það er árshátíð, þorrablót, brúðkaup eða fermingarveisla er nauðsynlegt að hafa líflegt í kringum sig. dúkarúllur eru til í mörgum fallegum litum og ávallt í nýjustu tískulitunum. dúkarúllur eru 40 m á lengd og 1,25 m á breidd. heim má rúlla út á hvaða borðlengd sem er og síðan skærin á. Þægilegra getur það ekki verið. 9 «5 H. Slgurmundsson hf., heildverslun Hafsteinn Vilhjálmsson M. Snædal, heildverslun BfJdshöffta 14 s. 91-672511 Vestmannaoyjum, s. 98-2344/2345 Hlíðarvegi 28. ísafirði, s. 94-3207 Lagarlelli 4. Egilsstöðum, s. 97-1715. Rekstrarvörur P. Björgúlfsson hf., heildverslun Bitruhálsi 2. Reykjavík. s. 91-82511 Réttarhálsi 2. Reykjavik, s. 91-685554 Hafnarstræti 19. Akureyri. s. 96-24491

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.