Morgunblaðið - 02.03.1989, Síða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstofiarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Uppgnöf
Akvörðun um nýtt físk-
verð, sem tekin var í
fyrradag sýnir, að ríkis-
stjómin hefur gefízt upp við
að stjóma landinu. Fiskverð
hefur verið hækkað um
9,25%. Hvemig má það vera?
Mánuðum saman hafa tals-
menn fískvinnslunnar lýst
hörmulegri fjárhagsstöðu
fískvinnslustöðvanna. Fullyrt
er, að á sl. ári hafí helmingur
af eigin fé sjávarútvegsins
bmnnið upp. Hver frysti-
húsaforstjórinn á fætur öðr-
um hefur gengið fram fyrir
skjöldu og lýst gífurlegum
taprekstri fískvinnslunnar.
Hvemig má það vera, að físk-
vinnslan semji við þessar að-
stæður um hækkun físk-
verðs? Talsmenn fiskvinnsl-
unnar verða að gera grein
fyrir því.
Vera má, að skýringin á
afstöðu þeirra felist í „að-
gerðum“ ríkisstjómarinnar í
tengslum við fískverðs-
ákvörðun. Hveijar eru þessar
„aðgerðir"? í fyrsta lagi er
haldið áfram að fella gengið.
Segja má, að þetta sé fjórða
gengislækkunin á fímm mán-
uðum frá því að núverandi
ríkisstjóm tók við völdum.
Bersýnilegt er, að stjómin
stefnir að því að taka upp
þá stjómarhætti, sem tíðkuð-
ust fyrr á árum og byggðust
á nánast stöðugu gengissigi.
Endapúnktur þess var 130%
verðbólga vorið 1983. Ætlar
Steingrímur Hermannsson
að skilja þannig við?
í öðru lagi er haldið áfram
að bæta við uppbótarkerfið.
Sl. haust var ákveðið að taka
upp verðbætur úr tómum
verðjöfnunarsjóði. Þá var
tekið til þess erlent lán að
greiða fískvinnslustöðvum
uppbætur á verð! Nú er tekið
upp nýtt fyrirkomulag. Nú á
að greiða verðbætur í formi
endurgreiðslu á söluskatti!
Það kostar 100 milljónir til
mafloka. Hvaðan koma þeir
peningar? Erlent lán?! Ef
þessum greiðslum verður
haldið áfram út árið kostar
það 600-700 milljónir til við-
bótar. Hvaðan koma þeir
peningar? Með hallarekstri
ríkissjóðs? Ef ríkisstjómin
fellir þessar greiðslur hins
vegar niður í maflok þarf hún
að fella gengið um 7% til
þess að fiskvinnslan standi í
sömu sporum og er hún þó
samt rekin með tapi!
Þeir sem láta sér til hugar
koma, að hægt sé að stjóma
landinu og atvinnumálunum
með þessum hætti eru búnir
að gefast upp. Það liggur í
augum uppi, að launþegar
munu líta á þessa fískverðs-
hækkun sem fordæmi fyrir
launahækkunum. Hvemig
ætlar ríkisstjómin að
rökstyðja að svo sé ekki?
Fyrir tæpum mánuði lýsti
ríkisstjómin því yfír, að hún
ætlaði að lækka vexti með
handafli. Það gengur ekki
betur en svo, að vextir hafa
hækkað stöðugt síðan og
ekki síður hjá ríkisbönkum
heldur en öðmm. Það stendur
ekki steinn yfír steini í efna-
hagsaðgerðum þessarar
ríkisstjómar. Nánast allt,
sem hún gerir, er tómt kák.
Ef stjómarflokkamir geta
ekki komið sér saman um
efnahagsstefnu, sem ber ein-
hver einkenni heilbrigðrar
skynsemi, eiga þeir að horf-
ast í augu við það, viður-
kenna það og ijúfa þing og
efna til kosninga. Það er of
dýrt spaug fyrir þessa þjóð
að búa við svona stjómarfar
í nokkur misseri í viðbót. Við
höfum reynslu af svona ráðs-
lagi. Það hefur alltaf endað
með hörmungum.
Ríkisstjómin hefur ekki
starfhæfan meirihluta á Al-
þingi. Tilraunir hennar til
þess að fá Borgaraflokkinn
inn í ríkisstjóm fóru út um
þúfur. Það er erfítt að skilja
hvað vakir fyrir þeim þing-
mönnum, sem ljá máls á því
að veita stjóm, sem bersýni-
lega veit ekki sitt ijúkandi
ráð, liðsinni. Fiskverðs-
ákvörðunin nú, sem er ger-
samlega út í hött sýnir, að
það fer bezt á því að stokka
upp spilin og efna til þess
pólitíska uppgjörs, sem aug-
ljóslega er forsenda fyrir því,
að einhver þingmeirihluti nái
tökum á landsstjóminni.
/
Fyrsti dag'ur bjórsins
Um 340.000 bjórdósir
seldar á bjórdeginum
Löwenbráu og Egils Gull vinsælastir
LÁTA mun nærri að um 340.000 dósir af bjór hafi verið seldar úr
verslunum ATVR í gærdag er bjórsala var leyfð í fyrsta sinn síðan
árið 1915. Á höfúðborgarsvæðinu voru seldar 213.000 dósir af bjór. í
samtölum Morgunblaðsins við verslunarstjóra ÁTVR kom fram að teg-
undirnar Löwenbrau og Egils Gull voru vinsælastar. Budweiser seldist
upp en mjög lítið magn af honum kom til landsins fyrir bjórdaginn eða
einn gámur.
stjóri í hinni nýju vínbúð upp á
Stuðlahálsi segir einnig að frá því
að þeir opnuðu kl. 10 í gærmorgun
hafí verið stöðug og mikil umferð
fólks í búðina allan daginn.
Erling Ólafsson verslunarstjóri á
Snorrabraut segir að Löwenbráu og
Egils Gull hafi verið mest seldu teg-
undimar fyrsta daginn og tóku allir
aðrir verslunarsljórar undir það.
Þessi samanburður er þó villandi að
því leyti að lítið magn af Budweiser
var til og seldist hann upp. Kaiser
var aðeins til á flöskum og því ein-
göngu seldur á veitingahúsum og
Tuborg kom ekki í verslunina á
Stuðlahálsi fyrr en síðdegis.
A Akureyri höfðu starfsmenn San-
itas vart undan að flytja bjórinn í
verslun ATVR, en Haukur Torfason
Af einstökum verslunum var salan
mest í vínbúð ÁTVR í Kringlunni eða
um 46.000 dósir. Salan var svipuð á
Snorrabraut og Lindargötu, rúmlega
38.000 dósir á Snorrabraut en tæp:
lega 38.000 dósir á Lindargötu. í
Mjóddinni var salan tæplega 27.000
dósir og í hinni nýju búð upp á
Stuðlahálsi var salan 35.000 dósir.
í Hafnarfirði var salan tæplega
29.000 dósir. Samtals gerir þetta
213.000 dósir.
Sævar Skaftason verslunarstjóri í
Kringlunni segir að örtröð hafi verið
fyrir utan búðina er þeir opnuðu í
gærmorgun. Síðan hafi verið jöfn og
mikil umferð fólks allan daginn. Auk
bjórsins seldist töluvert magn af öðru
áfengi í búðinni.
Bjarni Þorsteinsson verslunar-
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Umbúðir bjórsins í Rikinu vöktu athygli, „Ekkert kemur í staðinn
fyrir mjólk“ , stóð á pokunum sem bjórinn var settur í.
Auglýsingar á pokum ÁTYR:
Agóðinn rennur
til Landvemdar
ÞEIR sem keyptu bjórkassa hjá
ÁTVR í gærdag hafa væntanlega
tekið eftir því að pokarnir undir
veigarnar eru orðnir litríkari en
áður. ÁTVR hefur nú í fyrsta sinn
leyft auglýsingar á plastpokum í
verslunum sínum og rennur ágóð-
inn af þeim til Landverndar.
Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR
segir að um sé að ræða samstarf
ÁTVR, Plastprents og viðkomandi
auglýsenda en á fyrstu 600 þúsund
pokunum auglýsir Mjólkurdags-
nefnd. Fyrir það fær Landvemd 300
þúsund krónur. Höskuldur vonar að
fleiri auglýsendur fáist til að taka
þátt í þessu starfi en ÁTVR lætur
útibússtjóri sagði að fljótt hefði horf-
ið af brettunum og því þurft að
bæta reglulega við birgðirnar. A
Akureyri seldust tæplega 40 þúsund
dósir af Sanitas-bjórtegundunum
þremur og um 6.000 dósir af Egils-
gulli. Haukur sagði að um 2,5 millj-
ónir króna hefðu farið í gegnum
verslunina í gær. í gærkvöldi unnu
starfsmenn við að afgreiða pantanir
á þá staði á Norðurlandi þar sem
ekki er áfengisútsala.
A Isafirði seldust um 15.000 dósir
af bjór og var Löwenbráu-bjórinn
vinsælastur fyrir vestan. „Það voru
nokkrir mættir á undan mér í morg-
un,“ sagði Brynjar Júlíusson á Seyð-
isfirði, en þar seldust tæplega 9.000
dósir af bjór í gær. A Siglufirði seld-
ust tæplega 5.000 dósir af bjór.
A Olafsvík voru seldar tæplega
3.500 dósir af bjór í gær og voru
menn spenntastir fyrir Löwenbráu-
bjómum, að sögn Sigríðar Þóru Eg-
gertsdóttur verslunarstjóra. A Sauð-
árkróki keyptu menn hæfilegt magn
af bjór, að sögn Stefáns Guðmunds-
sonar útibússtjóra, en hann vildi ekki
gefa upp nákvæmari tölur þar um.
„Ég hef aldrei lent í öðru eins,“
sagði Birgir Axelsson, útsölustjóri
ÁTVR í Keflavík. Löng biðröð mynd-
aðist fyrir utan áfengisútsöluna þeg-
ar leið að opnun verslunarinnar.
Birgpr sagði að um 15 þúsund dósir
hefðu selst, fyrir 1,5 milljónir.
Ekki náðist í útsölustjóra ÁTVR
á Selfossi og Neskaupstað í gær-
kvöldi.
Morgunblaðið/Sverrir
Simon afgreiðir í Ölveri í gærkvöldi. Hinn barþjónninn er Guð-
mundur sonur hans.
Sáttur við bjórinn
-segir Simon á Naustinu
„ÉG ER sáttur við bjórinn, svo
framarlega sem fólk drekkur
hann en þambar ekki,“ sagði
Símon Siguijónsson, en hann
vann á bamum á Naustinu i
yfir þrjátíu ár. Símon var kall-
aður til í gær til að afgrejða
gesti veitingarstaðarins Olvers
í Glæsibæ. Staðurinn opnaði þá
á ný eftir gagngerar endurbæt-
ur og til að laða fram réttu
stemmninguna lék írska hljóm-
sveitin The Dubliners við opn-
unina.
Þó svo að Símon hafí ekki af-
greitt áfengi um tíma vegna veik-
inda átti hann ekki von á að hafa
gleymt neinu. „Það sem maður
einu sinni hefur lært gleymist
ekki,“ sagði hann. Símon starfaði
um borð í Gullfossi um nokkurt
skeið og afgreiddi þá farþega með
bjór. Arið 1953 fékk Símon viður-
kenningu frá Tuborg fyrir störf
sín og sagði hann að slíkt þætti
mikill heiður í dag.
Símon sagði að það tæki heilan
mannsaldur að læra að drekka
bjór. „Ég vona að íslendingar taki
bjómum af skynsemi. í góðum
selskap léttir bjórinn mönnum
lífið.“
Rætl við kráargesti:
Leitum efit-
ir ákveðinni
stemmningu
„ÞAÐ ER mjög gaman að þessu
og við teljum að þetta verði til
þess að vínmenning í landinu
batni til muna, vonum það að
minnsta kosti,“ sögðu nokkrar
starfsstúlkur Ferðaskrifstofúnn-
ar Úrvals í samtali við Morgun-
blaðið.
Þær stöllur voru sammála um
að líklega myndu þær oftar freist-
ast til þess að fara út á kvöldin,
nema að þannig æxlaðist að bjór-
krámar fylltust af unglingum, þá
gilti öðru máli. „Fólk lærir ömgg-
lega að neyta bjórs smám saman.
Islendingar era orðnir þvílíkir
heimsborgarar og hafa það mikil
kynni af bjór að ástæðulaust er að
ætla að allt hlaupi úr böndunum.
Við treystum því að minnsta kosti.
Við eram að leita að ákveðinni
stemmningu þegar við föram út að
skemmta okkur og það er stemmn-
ing sem bjórveitingar gefa færi á,
möguleiki á að setjast í rólegu
umhverfi og rabba við vini og kunn-
ingja,“ sögðu Úrvalsstúlkurnar að
lokum.
„Við vonum bara að landsmenn
læri að fara með þennan mjöð, það
væri til hins góða. Reyndar erum
við mjög hlutlausar um bjórinn yfir-
leitt, en vonum að tilkoma hans
hafi góð áhrif á áfengisvenjur
landsmanna,“ sögðu aðrar stöllur á
einum af bjórstöðum borgarinnar í
gær í samtali við Morgunblaðið.
Þær töldu þó ekki að þær myndu
stunda bjórkrár.
Fjölmargir erlendir fréttamenn fylgjast með bjórkomunni:
Tvær bandarískar sjónvarpsstöðv-
ar sendu beint frá Islandi í gær
árlegafrá sér 2-3 milljónir plastpoka.
„Við vonumst til að geta veitt
Landgræðslunni álitlega fjárhæð
með þessu móti, að minnsta kosti
eina milljón króna á ári,“ segir Hös-
kuldur.
Sveinn Runólfsson landgræðslu er
að vonum ánægður með þetta fram-
tak. Hann segir að Landgræðslan
meti það afskaplega mikils og vonar
að það verði öðram aðilum hvatning
til að gera slíkt hið sama. „Við lítum
á þetta framtak nú sem táknrænt
fyrir þann velvilja sem Landgræðslan
nýtur í landinu. Það er mjög ánægju-
legt og virðingarvert og kemur sér
vel í starfi okkar,“ segir Sveinn.
FÓLK víða um heim fylgdist með
er Islendingar kneyftiðu fyrstu
ölsopana í gær. Komu margir er-
lendir fréttamenn sérstakalega
hingað til lands til að gera at-
burði þessum skil. Má nefiia sem
dæmi að tvær bandarískar sjón-
varpsstöðvar, ABC og NBC, sendu
menn út af örkinni svo og danska
stöðin Kanal 2. Peter Laurence,
fréttastjóri ABC í Evrópu sagði í
samtali við Morgunblaðið að
mönnum væri enn í fersku minni
frá því að leiðtogafúndurinn var
haldinn hér að ekki hefði verið
hægt að fá áfengan bjór. Það
hefði því þótt áhugavert að koma
hingað er fréttist að breyting yrði
þar á 1. mars.
Oddur Gústafsson, deildarstjóri
útsendingardeildar RUV, sagði við
Morgunblaðið að gervihnattasam-
bandið hefði verið ansi ásett í gær,
en þá voru nokkrar stöðvanna þegar
búnar að panta tíma.
Klukkan 16.00 var sendur í loftið
pakki til allra ríkissjónvarpstöðva í
Evrópu ög tveimur tímum síðar var
tíu mínútna löng umfjöllun send til
Kölnar í Þýskalandi fyrir ARD-sjón-
varpsstöðina. Bandarísku sjónvarps-
stöðvarnar NBC og ABC tóku frá
hálftíma hvor fyrir sínar útsending-
ar, frá kl. 22.30 til 23.00 í gærkvöld.
íslenska fyrirtækið Metropolitan
Product hafði einnig tekið saman
ýmislegt það sem tengdist fyrsta
degi í bjór og biðu menn þess að
komast í loftið með þá umfjöllun, en
seinnipartinn í gær vissi Oddur ekki
hvort það tækist. Kostnaður vegna
tíu mínútna langrar sendingar og
móttöku efnisins í gegnum gervi-
hnött er tæplega níutíu þúsund krón-
Morgunblaðið/Sverrir
ABC-menn leggja síðustu hönd á fréttina um bjórinn í gærkvöldi. Á
myndinni eru talið frá vinstri: Peter Laurence, fréttasljóri AlBC í
Evrópu, James Godfrey, kvikmyndatökumaður, Michael Trew, klipp-
ari, John Lower, framleiðandi og Andy Laurence, h\jóðupptökumað-
ur. Þess má geta að kvikmyndatökumaðurinn Godfrey er hér á landi
í fjórða sinn líkt og Peter Laurence. Áður hefúr hann fylgst með
því þegar vinstri stjórnin hótaði að segja upp varnarsamningnum á
fyrri hluta síðasta áratugar, þorskastríðinu og leiðtogafúndinum.
Sagði hann þorskastríðið hafa verið mjög spennandi upplifún og
hefði hann m.a. verið um tvo sólarhringi á varðskipi. Godfrey, sem
er breskur, er mjög reyndur kvikmyndatökumaður og m.a. búinn
að starfa í 25 ár hjá ABC.
Það var Peter Laurence, frétta-
stjóri ABC, í Evrópu sem stjórnaði
útsendingu stöðvarinnar frá íslandi
í gær. Fréttin var send út í þættinum
„World News with Peter Jennings"
sem er einn vinsælasti fréttaþáttur
Bandaríkjanna. Horfa að jafnaði um
20 milljónir áhorfenda á þáttinn.
Þetta er í fjórða sinn sem Peter kem-
ur til íslands. Fyrsta 6kiptið var árið
1972 til að fylgjast með heimsmeist-
araeinvíginu í skák en einnig kom
hann árið 1974 vegna þorskastríðs-
ins og 1986 vegna leiðtogafundarins.
Sagði hann að ávallt hefði verið
ánægjulegt að koma hingað og liði
að hans mati allt of langur tími milli
ferða.
Fréttin um bjórinn var sýnd í lok
þáttar Peter Jennings í gærkvöldi
en þá er venjan að hafa einhverja
„öðravísi“ frétt; létta, skemmtilega
eða grípandi. „ísland hefur haft sér-
stöðu með að selja ekki bjór og er
okkur það í fersku minni frá leið-
togafundinum að ekki var hægt að
fá hér neitt nema óáfengt öl. Mér
fannst það þó ágætt. Þegar við frétt-
um síðan af því að þessi lög hefðu
verið felld úr gildi og bjórsala hæfíst
1. mars fannst okkur áhugavert að
koma og fylgjast með hvemig það
gengi fyrir sig,“ sagði Peter Lauren-
Þegar hann var spurður hvað hann
ætlaði að sýna bandarískum áhorf-
endum sagði hann að fyrst yrði sýnt
frá sölu á bjór í áfengisverslun, síðan
yrði viðtal við formann íslenskra
bjóráhugamanna, sýndar fallegar
myndir af fólki á skautum á Tjöm-
inni og sagt aðeins frá sögu landsins
og hefðum. Þá yrði sýnt viðtal við
þingmanninn Guðrúnu Agnarsdótt-
ur, sem hefði greitt atkvæði gegn
bjórnum og frá veitingahúsi þegar
talið var niður að því augnabliki að
bjórsalan mætti hefjast.
Peter Laurence sagði að ritstjórar
hans í New York legðu mikla áherslu
á að smekklega yrði sagt frá þessum
atburði. Aðalfrétt stöðvarinnar þetta
kvöld væri um John Tower og í dag
gengi öldungadeildin til atkvæða um
útnefningu hans í vamarmálaráð-
herraembættið.
Hann sagðist að lokum vera
ánægður með hvað veðrið hefði verið
gott og vonaðist til að geta komið
aftur fljótlega þar sem hann hefði
hug á að gera þátt hér á landi er
tengdist umhverfinu og sögunni.
KEYKJAVIK. - Die Zahl der Wale
in den Meeren um Island wird auf
etwa 30.000 geschátzt. Die majestá- .
tischen Tiere sind heute zum Symbol fúr
tll jene geworden, die fur eine besscre
und sauberere Erde kámpfcn. I.n den letz-
ten Jahren habcn sie zunehmmd vehe-
ment reagiert, weil die Islándcr einige der
Wale aus Forschungsgrúnden crlegen; im
ergangenen Jahr waren es 78 Wale.
Was in diesem Jahr geschehcn wird, ist
noch ungewifi; möglicherweise könnte
Auch Walfang
ist Umweltschutz
Island wehrt sich gegen BoykoU-Aufrufe
aus der Bundesrepublik
Yon Björn Bjarnason
Handelsministerium wegen Verletzung
der IWC-Beschlússe den Prásidenten zu
wirtschaftlichen Sanktionen gegen den In-
selstaat drángtc.
Fúr die islándische Wirtschaft ist der
Walfang ohne Bedeutung. Aber fúr ein
Land, das vom Meer lebt, ist das ökologi-
sche Gleichgewicht des Ozeans besonders
wichtig. Zudem legt Island Wen darauf,
dafi das Rccht international anerkannt
witd, Wale wie andere Lebewesen auch
zu fischen. Seitdie Islánder im lahr 1946
sidentin Gudrun Helgadottir, die zu den
Anhángem der gegcnwártigen Links-Rc-
gierung záhlt, erklárte vor kurzem itr
Parlament: „Island hat die Auseinander-
setzung um den Walfang verloren. Ei
gibt keinen anderen Ausweg, als den
Walfang einzustellen.* Innerhalb der Re-
gierung ist die Meinung úber das weitere
Verfahren gespalten; auf jcden Fall wach-
sen die Zweifel, ob die heutigc Politik
nach 1990 zu einer túr Island gunstigei
Regelung fúhren wird.
In der Debatte úber deutsche Firmen,
dic islándische Fischkonserven boykottie-
ren — frischer Fisch aus Isiand findei
weiterhin auf den Fischmárkten Nord-
deutschlands gute Abnahme — hat eir
sozialdemokratischer Parlamentsabgeord-
neter in Reykjavik das Won von det
„Koilektivr.chuld" und die deutsche Dis-
kussion dariiber erwáhnt. Es sei mora-
liscH falsch, sich an Dritten zu ráchen
wie es gegen islándische Unternehmer
geschieht, die nie am Walfang beteilig
waren. Neben dem Boykott gegen Fi
schereiprodukte macht Greenpeace auci
isiándischen Luftfahrtlinien und den Ex
porteuren von Wollwaren das Lebej
schwer.
Alle Nachrichten uber Naturkatastro
phen im Meer — wie etwa in der Nord-
Hvalveiðar
eru líka um-
hverfisvemd
ísland snýst til varnar gegn þeim sem
hvetja til efiiahagsþvingana í V-ÞýskaJandi
eftirBjöm Bjamason
í ÞÝSKA vikublaðinu Die Zeit,
sem kom út 24. febrúar síðast-
liðinn birtist meðfylgjandi
grein eftir aðstoðarritstjóra
Morgunblaðsins til skýringar á
málstað íslendinga S hvalamál-
inu.
Áætlað er að 30.000 hvalir séu
í hafinu umhverfis ísland. Þessi
stórfenglegu dýr era orðin að
tákni fyrir alla þá sem beijast
fyrir umhverfisvemd. Undanfarin
ár hafa þeir í vaxandi mæli bragð-
ist harkalega við því að íslending-
ar skuli drepa nokkra af þessum
hvölum í rannsóknarskyni; í fyrra
var um 78 hvali að ræða.
Enn er óvíst hvað gerist á þessu
ári. Ef til vill verða enn færri
hvalir veiddir. Hvalveiðar í
vísindaskyni hafa engu að síður
vakið reiði umhverfisvemdar-
sinna, einkum í Bandaríkjunum
og Vestur-Þýskalandi. Til þess að
þvinga íslendinga til að stöðva
hvalveiðamar hvetja andstæðing-
ar hvalveiðistefnu lslands til þess
að menn kaupi ekki íslenskar fisk-
afurðir. Ef þessi yrði raunin væm
afleiðingamar hrikalegar því að
sjávarafurðir era um það bil 70%
af útflutningi landsmanna.
Árið 1982 bannaði Alþjóðahval-
veiðiráðið hvalveiðar í atvinnu-
skyni fram til loka árs 1990. ís-
land andmælti ekki banninu; ein-
ungis Noregur, Japan og Sov-
étríkin lögðust gegn hvalveiði-
banninu. Frá árinu 1986, er bann-
ið tók endanlega gildi, hafa ís-
lendingar einungis stundað veiðar
í vísindaskyni. I fyrstu var um
að ræða 200 dýr á ári. En vegna
opinberra mótmæla frá banda-
rískum stjómvöldum var dregið
úr veiðunum. Þannig hafa íslensk
stjómvöld til þessa getað hindrað
að bandaríska viðskiptaráðuneyt-
ið legði að forsetanum að grípa
til efnahagsþvingana vegna brots
á ákvörðunum Alþjóðahvalveiðir-
áðsins.
Hvalveiðar hafa sáralitla eða
enga þýðingu fyrir íslenskan efna-
hag. En fyrir ríki sem lifir á sjáv-
arfangi er vistfræðilegt jafnvægi
í hafinu sérlega mikilvægt. Auk
þess leggja íslendingar mikið upp
úr því að rétturinn til að veiða
hvali eins og aðrar lífverur verði
viðurkenndur á alþjóðavettvangi.
Síðan íslendingar hófu hvalveiðar
að nýju árið 1946 hafa þeir ætíð
tekið fullt tillit til ástands stofn-
anna. Það ætti líka að vera aug-
ljóst að það er tilgangslaust að
útrýma stofninum vilji maður við-
halda jafnvægi alveg eins og það
er tilgangslaust að banna alger-
lega hvalveiðar sem era innan
veijanlegra marka. Síðan hval-
veiðibannið tók gildi verða sjó-
menn þess í vaxandi mæli varir
að hvalir flækjast í netum og tor-
velda þar með fiskveiðamar. En
hvorki grænfriðungar né aðrir
andstæðingar hvalveiðanna benda
á þessar staðreyndir.
Meirihluti 'íslendinga er á móti
því að láta undan „efnahags-
hryðjuverkum" grænfriðunga og
annarra samtaka eins og Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra
kallaði aðgerðir þeirra. Hann not-
aði þetta orð þegar ljóst var að
hin þýska matvörukeðja Tengel-
mann hefði hætt innflutningi á
íslensku fisklagmeti vegna hval-
veiða íslendinga. En andstaðan
við þessa afstöðu vex. Guðrún
Helgadóttir þingforseti, sem telst
til stuðningsmanna núverandi
vinstristjómar, sagði nýlega á
Alþingi: „Stefna íslendinga í
þessu máli er töpuð ... Deilan um
hvalveiðamar er töpuð fyrir ís-
lendinga og engin leið út úr henni
nema hætta hvalveiðum." Stjóm-
in er klofín í afstöðu sinni til þess
hvert framhaldið skuli vera. Víst
er að efasemdir vaxa um hvort
núverandi stefna leiðir til hag-
stæðs samkomulags um hvalveið-
arjeftir 1990.
í umræðunni um þýsk fyrir-
tæki, sem sniðganga íslenskt lag-
meti (ferskfiskur selst enn vel á
fiskmörkuðum í Norður-Þýska
landi), minntist þingmaður jafn
aðarmanna á orðið „samsekt" og
umræður Þjóðveija um það efni.
Það væri siðferðilega rangt að
hefna sín á þriðja aðila, eins og
íslensk fyrirtæki, sem aldrei hafa
fengist við hvalveiðar, yrðu fyrir.
Auk efnahagsþvingana gagnvart
fiskafurðum gera grænfriðungar
íslenskum flugfélögum og útflytj-
endum ullarvöra lífið leitt.
íslendingar fylgjast náið með
öllum fréttum af umhverfisslysum
eins og þegar fiskur varð eiturefn-
um að bráð og selir fundust dauð
ir í Norðursjó og Eystrasalti. Að
þessu leyti eiga íslendingai
grænfriðungar og aðrir umhverf-
isvemdarsinnar margt sameigin-
legt. Að sjálfsögðu er það skiljan-
legt að þeir sem kynnast ástandi
sjávar umhverfis meginland Evr-
ópu af eigin reynslu fyllist áhyggj
um og að björgun hvalanna verði
eitt áhyggjuefnið.
En hvalveiðibann mun hvorki
hindra mengun í Norðursjó né
Eystrasalti. Þvert á móti gæti það
sett vistkerfíð úr skorðum. Ifyrir
nokkrum árum tóku náttúru
vemdarmenn ástfóstri við seli
Nú er svo komið að þeir fara í
þúsundatali um norðlæg hafsvæði
og era orðnir að plágu við strend
ur Noregs. Vonandi eiga hvalimir
betri framtíð í vændum.