Morgunblaðið - 02.03.1989, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989
Minning:
EngilbertM. Ólafs-
son myndskeri
í dag er til moldar borinn Engil-
bert Maríus Ólafsson, myndskeri,
er lést að morgni þess 18. febrúar
sl. eftir um það bil eins og hálfs
árs baráttu við sjúkdóm þann, sem
dró hann til dauða.
Engilbert var fæddur að Álftar-
hóli, Austur-Landeyjum þann 24.
febrúar 1914, og hefði því orðið 75
ára á næsta afmælisdegi sínum.
Foreldrar hans voru hjónin Ólafur
Halldórsson, bóndi, og Sigurbjörg
Ámadóttir. Var Engilbert þriðja
bam þeirra, en þeim varð 12 bama
auðið. Urðu þau hið mætasta fólk,
og eru öll á lífi nema sá er við
kveðjum í dag. Óskar, sem er elstur
bamanna, er nú bóndi að Álftarhóli.
Á þeim ámm sem Engilbert er
að alast upp, vom kjör flestra al-
þýðuheimila fremur bág, og skar
heimilið að Álftarhóli sig þar ekki
úr, enda bamahópurinn stór.
Ástæður til skólagöngu vom því
engar, og gat hann því ekki sem
unglingur nýtt sér til náms þær
góðu gáfur til munns og handa, er
hann hlaut í vöggugjöf, eins og
hann að sjálfsögðu hafði löngun
til. Hann tók snemma til hendinni
við bústörfin og var heima fram á
þrítugsaldur. Tuttugu ára fór hann
ásamt bróður sínum Óskari á vertíð
til Vestmannaeyja, eins og títt var
á þeim tíma um unga menn til
sveita nærri sjávarplássum. Var
hann nokkrar vertíðir í Eyjum.
Bræðumir fóm vel með það, er
þeir öfluðu og lögðu í sameiginlegan
sjóð heimilisins er heim kom.
Það er ekki fyrr en árið 1939,
að Engilbert, þá orðinn tuttugu og
fimm ára, á þess kost að leita sér
menntunar og sest á bændaskólann
á Hvanneyri.
Þegar hann kom í bændaskólann,
var hann ekki eins vel búinn undir
skóiagönguna og flestir skólabræð-
ur hans, er verið höfðu í gagn-
fræða- og héraðsskólum. Hann
hafði ekki annan undirbúning en
stopula bamafræðslu úr farkennslu,
sem stundum var misjöfn að gæð-
um. Mátti því búast við, að honum
reyndist námið erfitt og náms-
árangurinn yrði ekki með neinum
glæsibrag.
En þar varð önnur raunin á.
Hann lauk náminu 1941 með hæstu
einkunn og margverðlaunaður fyrir
framúrskarandi námsárangur.
í skólanum reyndist hann nem-
endum, sem erfiðara áttu með nám,
góð hjálparhella er í nauðir rak.
Þóttust kennarar skólans stundum
þekkja handbragð Engilberts á
sumum verkefna þeirra, þá helst
teiknivinnu, en létu kyrrt liggja.
Það sagði mér Guðmundur Jóns-
son fv. skólastjóri á Hvanneyri, að
líklega væri Engilbert sá nemenda
sinna, sem honum hefði þótt einna
ÞAÐ ER ÓÞARFI AÐ SKJALFA ÞOTT HANN BLASI KOLDU
Hita- og kæliblásararnir frá Blikksmiðjunni eru
löngu landsþekktir fyrir gæði og afköst. Þeir
eru sérstaklega hannaðir fyrir fslenskt vatn
sem tryggir þeim hámarks endingu.
Ef þú þarft að hita eða kæla bílskúrinn,
tölvuherbergið, verkstæðið, vinnusalinn,
húsbygginguna eða kæliklefann þá höfum
við lausnina.
Hafðu samband og við veitum fúslega allar
nánari upplýsingar um verð og tæknileg atriði.
BLIKKSMIÐJAN
Allir hita- og kæliblásararnir eru gæðaprófaðir af
sérfræðingi Blikksmiðjunnar f hita- og kælítækni.
SMIÐSHÖFÐA 9
112 REYKJAVlK
SÍMI 685699
vænst um, því að öll hefði fram-
koma hans í skólanum verið til fyr-
irmyndar og öðrum til eftirbreytni.
Hugur Engilberts stóð ekki til
landbúnaðarstarfa, heldur til hand-
verks, því hann var hagur vel, eink-
um á tré.
1942 hóf hann nám í mynd-
skurði hjá listamanninum og tré-
skurðarmeistaranum Marteini Guð-
mundssyni og var við það nám í
fjögur ár. Man ég eftir, að Marteinn
sagði við mig, er ég var eitt sinn
staddur á vinnustofu hans, að Eng-
ilbert væri óvenju hagur maður.
Eftir að hann lauk námi vann
hann að iðn sinni alla tfð. Fyrst hjá
Marteini, en fór til frekara náms
til Svíþjóðar 1947 og var á Vást-
erás í um það bil tvö ár.
Að lokinni dvöl sinni í Vásterás
starfaði hann hér heima um tíma,
og liggja eftir hann margir fallegir
gripir. Hygg ég að sveinsstykki
hans, sem er kista skreytt myndum
úr norrænu goðafræðinni, sé sá
hlutur, er hann lagði mesta vinnu
í, og er hinn fegursti gripur.
Eftir nokkra dvöl hér heima,
langar hann til að skoða sig frekar
um í heiminum og fór 1952 til syst-
ur sinnar Katrínar, sem búsett var
á Norður-Dakóta, þar sem hún og
maður hennar ráku búgarð.
Nokkrum missirum síðar fluttist
hann til Los Angeles, þar sem hann
bjó allt til ársins 1987, en þá er
hann næstum alkominn heim,
vegna ástæðna, er hann fékk ekki
ráðið við.
í Los Angeles réði hann sig til
fyrirtækis, er framleiddi byssur af
mjög vandaðri gerð. Voru byssur
þessar meira eða minna handsmíð-
aðar. Var hlutverk Engilberts að
smíða byssuskefti og skreyta með
tréskurði, eftir máli og ósk hvers
viðskiptavinar. Var fyrirtæki þetta
mjög virt fyrir framleiðslu sína, en
tæpast var fyrir aðra en efnamenn
að éiga viðskipti við það.
Man ég að Engilbert sagði mér,
að honum var eitt sinn falið að
smíða og skreyta skefti fyrir írans-
keisara. Hann hafði gaman af að
geta þess, að þótt hann hafi þótt
hæfur til að gera skeftið á byssu
keisarans, þótti ekki við hæfi að
hann mátaði það við hans hátign.
Hann fékk þó að vera viðstaddur,
er skeftið var mátað, til að geta
tekið við athugasemdum.
Eftir nokkurra ára dvöl þama
keypti hann sér öll nauðsynleg verk-
færi og stofnaði sitt eigið verkstæði
og vann að mestu við smíði og
skreytingu byssuskefta öll þau ár
er hann bjó í Los Angeles. Þó mun
hann eitthvað hafa fengist við ann-
an myndskurð. Engilbert hefði
hæglega getað orðið efnaður maður
á iðn sinni, en það varð hann aldr-
ei. Hann kunni aldrei að verðleggja
vinnu sína, aðalatriðið var að skila
óaðfinnanlegu verki. Þá trúi ég því
líka, að hann hafi aldrei haft áhuga
á að verða auramaður, því að í
hans huga var farsælast að allt
væri í hófi, líka efnahagurinn.
„því það er svo misjafnt, sem mennimir
leita að
og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim
vakir“. (T.G.)
Kynni okkar Engilberts hófust
haustið 1943, er ég ásamt vini
mínum Sigurði Jónssyni, síðar vél-
stjóra, sótti námskeið í Iðnskólan-
um í Reykjavík fyrir þá, er vildu
þreyta próf utanskóla í 2. bekk
skólans. Þar tókum við eftir þessum
hógværa manni, sem sat einn við
borð og lét lítið á sér bera. Þrátt
fyrir að hann væri töluvert eldri en
við, var eitthvað í fari hans, sem
vakti áhuga okkar og leituðum við
félagsskapar við hann. Fór svo, að
við nefndum við hann hvort við
mættum ekki halda hópinn, allir
þrír. Hófst þama vinátta þriggja
manna, sem staðið hefur síðan og
aldrei fallið skuggi á. Ekki sköðuð-
umst við Sigurður á þessari sam-
vinnu, því að Engilbert var okkur
miklu fremri í námsgetu. Er við
lukum náminu vorið 1944, var Eng-
ilbert með hæsta prófið yfir allan
Jónína Ásmunds-
dóttír - Minning
Fædd6. nóvember 1908
Dáin20. febrúarl989
„Hún Nína okkar er dáin!“ Mér
varð bilt við þegar ég heyrði þetta;
ég fann, hvað ég hafði misst mikið.
Nína fæddist og ólst upp á heim-
ili afa míns, Magnúsar Þorsteins-
sonar, og ömmu minnar, Valgerðar
Gísladóttur á Mosfelli í Mosfells-
sveit. Móðir hennar, Bjarghildur
Jónsdóttir, einstök dugnaðar- og
ágætiskona, var í heimilinu með
dóttur sína. Ólst Nína upp sem eitt
af bömum prestshjónanna. Nokkru
eftir að afi lést, fluttist faðir minn,
Bergþór, með fjölskyldu sína til
stöðvarinnar í Viðey, og fylgdu
Nína og móðir hennar okkur. Móðir-
in varð amma og Nína önnur móðir
okkar systkina.
Stöðin í Viðey var líkust þorpi;
var þar margt ungt fólk, sem Nína
átti glaða daga með. Hún kynntist
þar manni sínum, Ólafi Halldórs-
syni, dugnaðar- og myndarmanni.
Þegar rekstur stöðvarinnar í Viðey
fór að dragast saman, fluttust þau
ásamt systrum Ólafs, Guðrúnu og
Sigríði, til Reykjavíkur að Hlíðardal
í Kringlumýri.
Hlíðardalsfólkið var orðlagt fyrir
gestrisni, hjálpsemi, og glaðværð.
Naut Nína sín vel í þeim hópi. Ég
get sjálfur skrifað undir að það var
gott að koma í Hlíðardal og upplifa
og njóta gestrisni heimilanna. Ég
bjó hjá Óla og Nínu flest námsár
mín í Reykjavík og naut einstakrar
umönnunar. Bjöm bróðir og Hulda
systir nutu sömu hlýju.
Nína missti mann sinn árið 1961.
Fluttist hún þá á heimili einkasonar
og tengdadóttur, Halldórs hús-
gagnabólstrara og Jónínu Sigurðar-
dóttur. Bjó hún þar til æviloka,
síðast á Funafold 35. Hjá þeim leið
henni vel; hún varð amma fjögurra
barna og langamma 8 bama. í þess-
um hlutverkum komu eiginleikar,
sem Nínu voru í blóð bomir —
hjartahlýja, glaðværð og hjálpsemi
— að góðum notum. Heimsókn á
heimilið gaf ætíð mér og mínum
góðar stundir. Ég hefi ekki upplifað
betra samband milli tengdamóður
og tengdadóttur.
Fyrir okkur öll, sem höfum notið
glaðværðar, iðjusemi og hjartahlýju
Nínu, er eftirsjáin mikil. Að lokum
vil ég votta syni, tengdadóttur og
öllu venslafólki dýpstu samúð mína.
Magnús Bergþórsson