Morgunblaðið - 02.03.1989, Síða 46

Morgunblaðið - 02.03.1989, Síða 46
v©*4‘- •*- '-■’ w-> * ■''**■*•> MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989 ái. I TAKT VIÐ TIMANN Viltu skara fram úr á hörðum vinnumarkaði? Við bjóðum þér upp á hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvu- greinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og dugandi starfskrafti. Þú getur valið um morgun- eftir- miðdags- eða kvöld tíma, eftir því sem þér hentar. Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Innritun og allar nánari upp- lýsingar færðu í símum 68 75 90 og 68 67 90. Við erum við símann til kl. 22 í kvöld. Sigtryggur R. Eyþórsson, framkvæmdastjóri XCO hf., innflutn- ingur og útflutningur: „Ég hef stjórnað inn- og útflutningsfyrir- tæki í 15 ár og hef reynt hve það er mikilvægt að hafa fjölhæft og lipurt starfsfólk til að leysa þau víðtæku verk- efni sem fyrir liggja þar sem skjót og örugg vinnubrögð skipta miklu. Reynsla mín er sú að það er afar erfitt að fá fólk með slíka starfsreynslu. í fyrirtækinu eru tölvur mikið notaðar t.d. við tollskýrslugerð og við margvísleg önnur verkefni. Fyrir ári réði ég til starfa nýútskrifaðan skrifstofutækni frá Tölvufræðslunni og ég sé ekki eftir því. Reynsla mín af þessum starfsmanni er í einu orði sagt frábær og ég mæli ein- dregið með því að atvinnurekendur nýti sér menntun og færni þessa fólks. Tölvufræðslan Borgartún 28 MANNVIRKJAÞING 1989 8. mars 1989 að Hótel Sögu, Reykjavík Ráðstefna um mannvirkjagerð á íslandi, með megináherslu á framkvæmdir 1989. Fjallað er um: 1. Mannvirkjagerð hverskonar 2. Fjármögnun 3. Framkvæmdaáætlun 4. Mannaflaþörf 5. Magntölur 6. Tækja- og vélakost Þær upplýsingar sem koma fram á ráðstefn- unni og önnur gögn eru sett í handbók um mannvirkjagerð 1989 og afhent þátttakend- um á ráðstefnunni. 15% AFSLÁTTUR Aðilar að Byggingaþjónustunni fá 15% afslátt á þátttökugjaldi. Þátttökugjald er kr. 10.000.- Innifalið í þátttökugjaldi er handbók, morgunkaffi, hádegisverður og eftirmiðdagskaffi. 0830 Gögn afhent 0900 Ávarp: Forsætisráöherra, Steingrimur Hermannsson 0915 Erindi: Fjármögnun framkvæmda og fjárfesting i mannvirkjagerö síöustu ára. Ástand og horfur i ár: Þóröur Friðjónsson, forstjóri Þjóöhagsstofnunar. 0945 Erindi: Framkvæmdir hins opinber í mennta- stofnunum, sjúkrastofnunum og öörum slíkum mannvirkjum: Indriði H. Þorláks- söii, fjárlaga og hagsýslustjóri. 1000 Erindi: Vega og brúarframkvæmdir: Snæbjörn Jónasson, vegamálastjóri. 4. MARS Tilkynna þarf þátttöku til Byggingaþjónustunnar Hallveigarstíg 1 sími 29266 fyrir 4. mars n.k. BY6GINGA ÞJONUSTAN 1015 Kaffihlé 1030 Erindi: Hafnarmannvirki. Hermann Guðjónsson, vita og hafnarmálastjóri. 1045 Erindi: Ibúöabyggingar: Sigurður E. Guömundsson, framkvæmdasljóri Húsnæöisstofnunar ríkisins. 1115 Erindi: Orkuframkvæmdir: Kristján Jónsson, forstjóri RARIK/Jóhann Már Maríusson, aöstoöarforstjóri Landsvirkjunar. 1130 Erindi: Atvínnuhúsnæöi: Ármann Örn Ármanns- son, forstjóri Ármannsfells hf. Fyrirspurnir 1215 Hádegisverðarhlé 1345 Erindi: Framkvæmdir á vegum Pósts og síma: Ólafur Tómasson, Póst- og simamála- stjóri. 1400 Erindi: Framkvæmdir Reykjavíkurborgar: Þóröur Þ. Þorbjarnarson, borgarverk- fræöingur. 1430 Erindi: Framkvæmdir stærri sveitarfélaga: Sigurður Björnsson, bæjarverkfraeðingur Kópavogs. 1500 Erindi: Viöhald og viögeröir mannvirkja: Björn Marteinsson, yfirverkfræöingur Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðarins. 1515 Kaffihlé 1545 Fyrirspurnir 1615 Panilumræöur: Stjórnandi: Ragnar S. Halldórsson, stjórnarlormaður ISAL 1730 Þingslit: Anton Bjarnason, forstjóri, formaður stjórnar Byggingaþjónustunnar. Þingstjórn: Benedikt Daviösson, formaður Sambands byggingamanna Hákon Olafsson, forstjóri Rann- sóknarstofnunar byggingariönaðarins Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri I Kópavogi OddnýJóns- dóttir — Minning Fædd26. októberl911 Dáin 19. febrúarl989 Nú, þegar Oddný er horfín sjón- um okkar og farin á fund hans, sem hún helgaði líf sitt, Drottins Guðs, kemur mér í hug atvik, sem mig langar að lýsa. Síðan eru liðin um það bil 35 ár og ég var þá aðeins bam að aldri. Það var sólbjartur sumardagur í sumarbúðum KFUK í Vindáshlíð. Náttúran skartaði sínu fegursta og við telpumar lékum okkur úti. Ég og vinkonur mínar ætluðum niður að Laxá. Þar er nokkuð bratt nið- ur, einkum fyrir litla fætur. Lítil gijótnibba varð mér að falli, þannig að ég steyptist fram fyrir mig. Síðan skoppaði ég eins og bolti nið- ur á við, þar til ég stansaði loks með höfuðið á oddhvössum steini. Við það fékk ég smá skurð á höfuð- ið, sem blæddi úr. Vinkonur mínar fóm með mig upp í skála til flokks- foringjanna. Ég gleymi sjálfsagt seint hve kvíðin ég var því, að kon- urnar tækju því illa að ég kæmi svona óhrein og blóðug. Ég var jú bam og hugsaði því eins og bam. En kvíði minn var svo sannarlega óþarfur. Þegar í skálann var komið tóku þær mér opnun örmum, fóm með mig í sitt herbergi, „konuher- bergið", eins og við telpumar köll- uðum það með mikilli lotningu. Þar var sárið hreinsað og í ljós kom að sauma þurfti nokkur spor. Ein kvennanna í þetta skipti var ein- mitt Oddný G. Jónsdóttír. Hún var afar hlý, gaf mikið af sjálfri sér í þetta starf og auðfundið var hve vænt henni þótti um okkur telpum- ar. Ég skildi ekki þá hve góðar þær vom mér, sérstaklega Oddný, þrátt fyrir auka álag sem ég olli þeim. Ég var látin sofa inni hjá þeim, þær dekmðu við mig og bám mig á örmum sér. Þegar vikan var á enda bauð Oddný mér að vera aðra viku, sem hún myndi sjálf borga. Þannig var Oddný. Með samþykki og þakk- læti foreldra minna var ég því áfram í Vindáshlíð. „Kærleikurinn er góð- viljaður" stendur í 1. Kor. 13.4. Þennan góðviljaða kærleika fann ég svo vel hjá Oddnýju. Sjálfsagt hefur verk og framkoma þessarar góðu konu, ásamt kristilegri fræðslu og uppeldi móður minnar, átt ríkan þátt í því, að orð Guðs, sem ég heyrði, féll í góðan jarðveg. Fyrir það er ég þakklát bæði Guði og mönnum. Seinna lágu leiðir okkar Oddnýj- ar saman á fundum hjá KFUM og K. Þegar ég stálpaðist gerði efínn umn tilveru Guðs vart við sig og ég átti í trúarbaráttu. Þá átti Oddný það til að bjóða okkur unglingunum heim til sín, þar miðlaði hún okkur af visku sinni, reynslu og kærleika. Við fórum ætíð ríkari en við kom- um. Alltaf var stutt í hennar hlý- lega bros og ávallt var gleði- og kærleiksglampi í augum hennar. Síðan skildu leiðir. Þegar ég flutti aftur til Reykjavíkur árið 1984, hitti ég Oddnýju fljótlega á fundi í KFUK. Ég gekk til hennar og spurði hana hvort hún þekkti mig. Þá ljómaði hún eins og sólin og nefndi nafnið mitt, hún hafði engu gleymt. Ætíð er við hittumst eftir þetta, sagði hún við þá sem með mér voru: „Ég á svolítið í þess- ari stelpu," og brosti sínu góða, fallega og glettnislega brosi. Ég er Guði þakklát fyrir að hafa þekkt Oddnýju, sem bam, sem ungl- ingur og sem fullorðin kona. Hún var gleðigjafi og fyrirmynd kær- leika og manngæsku. Hún var trú allt til dauða. Eftir stendur minn- ingin um kærleiksríka konu, sem helgaði Guði líf sitt, ríki hans til dýrðar og ótalmörgum til blessunar. Störfin þín eru indælt sáð. Ávöxtinn gefur Drottins náð. Niður var sáð í nafiii hans. Nú munt þú hljóta sigurkrans. (B.B.) Aðstandendum hennar votta ég samúð mína og bið góðan Guð að styrkja þau og styðja. Fjóla Guðleifedóttir Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (Matth. Jochumsson.) Það er erfítt að kveðja konu sem hefur verið ein af aðalþátttakendum í lífi mínu, frá fæðingu og allt til þessa dags. Hún bjó á heimili foreldra minna og við fluttum að heiman á sama ári, hún í íbúðina sína í Gnoðar- vogi, ég með frumburðinn á vit lífsins. En ekkert breyttist. Sam- bandið við Oddu frænku var alltaf eins. Hún leit á okkur systkinin eins og sín eigin og bömin okkar sem sín. Hún sagði sjálf: „Ég lít á þau eins og bamabömin mín, enda á ég engin önnur.“ Hún hugsaði ávallt um velferð okkar og bamanna. Eins og bömin okkar sögðu og vissu: „Það er bara til ein Odda frænka!" Og hún kom fram við þau sem slík, afasystir en samt eins og nokkurs konar amma. Um það vitna gjafír og góðar óskir hennar. í jólaboðum hjá afa og ömmu ljómaði Odda frænka af ánægju. „Sjáið þennan yndislega hóp," sagði hún og naut þess að vera í hópnum. Dóttir mín, Gunna Sigga, sendir saknaðarkveðjur frá Ameríku. Þær vom góðar vinkonur hún og Odda frænka, enda á hún margar góðar minningar um frænku sína. Eins og ég. Við voram ekki alltaf sammála þegar ég var að alast upp. í dag veit ég að umhyggja hennar fyrir velferð okkar systkinanna var henni mikils virði. Ég vona að hún hafí getað sagt, að úr okkur hafí ræst, og þá, að hún viti að hún hafí átt þó nokkuð innlegg í þeirri framtíð, sem í lífí okkar er. Andlát Oddu frænku er sárt, samt lausn. Hún treysti Guði og við vitum að múna líður henni vel. í huganum reika minningar, minningar sem við eigum bara tvær Aðhlynning aldraðra og sjúkra í heimahúsum Námskeið í aðhlynningu aldraðra og sjúkra í heimahús- um verður haldið á vegum Rauða kross íslands, mánu- daginn 6, mars og þriðjudaginn 7. mars kl. 09.00-17.00 báða dagana. Námskeiðið er ætlað öllum þeim, sem annast aldraða og sjúka í heimahúsum. Skráning og nánari upplýsingar í síma 26722. mmm Rauði Kross Islands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.