Morgunblaðið - 02.03.1989, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1989
og ég er þakklát fyrir að hafa þekkt
svo góða konu sem hún var.
Bræður mínir og ég, makar og
bömin okkar viljum þakka Oddu
frænku allt það sem hún hefur gert
fyrir okkur og fjölskyldur okkar.
Við þökkum frænku fyrir allt og
allt.
Sigrún
Fel Drottni vegu þína og treyst honum,
hann mun vel fyrir sjá. (Sálm. 37.5.)
Þessi orð voru eins og yfirskrift
yfír líf Oddu vinkonu okkar.
Oddný fæddist að Setbergi á
Bráðræðisholti 26. október 1911,
dóttir hjónanna Ingveldar Jóns-
dóttur og Jóns Jónssonar. Móðir
hennar var Húnvetningur að ætt,
en faðir hennar Skagfirðingur, og
í Skagafírðinum byijuðu þau bú-
skap sinn. Þau fluttu suður til
Reykjavfkur 1905. Eftir árs dvöl í
Reykjavík eignuðust þau nýlegan
bæ, Setberg á Bráðræðisholti, og
bjuggu þar til æviloka. Böm þeirra
vom sjö. Þeirra elstur var Oskar
prentari, Halldór vélstjóri, Hulda,
sem lést innan við fermingu, Skarp-
héðinn sjómaður, sem lést af slys-
fömm, Astþór málari, þá Oddný,
en yngstur var Baldur, sem lengst-
um starfaði sem íþróttavallarvörður
og lifir systkini sín.
Ung að aldri byijaði Odda að
starfa í sunnudagaskóla KFUM og
K. í gegnum starf þessara félaga
þekktum við hana best. Alltaf var
hún hress, þakklát og glöð, þrátt
fyrir ýmsa erfíðleika sem mættu
henni á lífsleiðinni. Á unglingsámm
þráði hún t.d. að fá að læra, en þá
vom kreppuár og efnahagurinn
leyfði það ekki.
Hún var svo lánsöm að fá góða
atvinnu, en það reyndist oft erfitt
í þá daga. Þeim mun meira áfall
var fyrir hana að þurfa að hætta
þeirri vinnu vegna veikinda móður
hennar. Þannig varð það hennar
hlutskipti að þjóna foreldrum sínum
og Qölskyldu í 7 ár, allt þar til
móðir hennar lést.
Eftir það munum við hana starfa
af mikilli gleði og krafti í KFUK,
'uvort heldur var víðs vegar í sumar-
starfinu, í deildarstarfinu hér í bæ
eða úti á landi.
Nú fóm langanir hennar að ræt-
ast. Hún naut þess að ferðast og
fór meðal annars á Biblíuskóla í
Noregi, sem veitti henni mikla
blessun og ánægju. Þar eignaðist
hún marga góða og tiygga vini.
Síðustu starfsárin vann hún við
símavörslu á Kleppsspítalanum.
Fyrir það starf var hún mjög þakk-
lát, enda einkenndist líf hennar eins
og áður er sagt af þakklæti og
trausti til Drottins, eins og segir í
sálminum:
Treyst þú á Drottin, það dugar þér mest,
Drottni fel byrðar, þá miðar þér best.
Treystu þér sjálfum, þá fellur þú fljótt.
Frelsarinn einn veitir sigur slq'ótt. (M.R.)
Guði séu þakkir, sem gefur oss
sigurinn fyrir Drottin vom Jesúm
Krist. I. Kor. 15.57.
Að endingu vottum við Baldri,
Regínu og öðmm ættingjum inni-
lega samúð og biðjum Guð að blessa
þau.
Félagssystur í KFUK.
Leitið til okkar:
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
RÆÐUMENNSKAOG
MANNLEG SAMSKIPTI
Kvennanámskeið
Kynningarfundur verður haldínn í kvöld
kl. 20.30 á Sogavegi 69.
Allir velkomnir.
★ Námskeiðið getur hjálpað þér að:
★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust.
★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring-
arkrafti í samræðum og á fundum.
★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og
viðurkenningu.
★ Talið er að 85% af velgengni séu komin und-
ir því hvernig þér tekst að umgangast aðra.
★ Starfa af meiri lífskrafti - heima og á vinnu-
stað.
★ Halda áhyggjunum í skefjum og draga úr kvíða.
Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt.
ES CE
Innritun og upplýsingar í síma 82411
0
STJÖRIMUIUARSKÓLIIMIM
c/o Konráð Adolphsson. Emkaumboö fyrir Dale Carnegie námskeidm*
SIEMENS
Fullkomið símakerfi frá SIEMENS fyrir lítil fyrirtæki:
SATURN12
Stærð: 4 bæjarlínur og 8 innanhússnúmer.
Dæmi um möguleika kerfisins:
• Innbyggtinnanhússkallkerfi
• Handfrjáls notkun
• Tónlistá biðlínu
• Næturtenging
• Valeftirlit
• Símafundur
• Hringivörn
• Eltisími
• Skammval
• Eins númers minni
• Svaraðfyrirannan
• Bókun bæjarlínu
Leitið nánari upplýsinga hjá símatæknideild okkar.
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300