Morgunblaðið - 02.03.1989, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 2. MARZ 1989
55
Karl Allgöwer
ítfðmR
FOLX
FráJóni
Halldóri
Garöarssyni
ÍV-Þýskalandi
m KARL Allgöwer, miðvörður
Stuttgart, sagði í blaðaviðtali eftir
tapleikinn gegn Hannover, að nú
fyrst reyndi á hæfni Arie Haan,
sem þjálfara - hvort
að hann væri hæfur
í sínu starfi. Haan
svaraði á bragði í
öðru blaðaviðtali, að
Allgöwer ætti ekki að vera að
skjóta á sig, því að það væri hans
hlutverk sem reyndasta leikmanni
liðsins, að halda því saman. Það er
greinilegt að undiralda er nú í her-
búðum Stuttgart. Það er veikleika-
merki þegar þjálfari og leikmaður
eru byijaðir að kýtast á í blöðum.
■ MANFRED Kaltz, bakvörð-
urinn snjalli hjá Hamburger, til-
kynnti í gærkvöldi að hann myndi
fara til útlanda eftir þetta keppn-
istímabil. Kaltz, sem hefur leikið
með HSV í nítján ár, óskaði eftir
að fá nýjan tveggja ára samning
við félagið. Erich Ribbeck, ráð-
gjafi félagsins, vildi ekki bjóða
Kaltz nema eins árs samning til
að byija með. Kaltz var ekki
ánægður með þetta og nú er hann
á fórum frá félaginu.
KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND
Ásgeir Sigurvinsson skilaði fyrirliðabandi sínu:
„Tek ekíci aftur við
fyrirlidastöðunniM
- segirÁsgeirSigurvinsson, sem eróhress með vinnubrögð Arie Haan
ÞAÐ vakti geysilega athygli á
Neckar-leikvanginum, þegar
leikmenn Stuttgart mættu til
leiks, að Ásgeir Sigurvinsson
var ekki fyrirliði liðsins, eins
og þrjú undanfarin ár. Guido
Buchwald var með fyrirliða-
bandið. Blöð í Stuttgart gerðu
mikið úr þessu í gær og sagði
Arie Haan, þjálfari liðsins, í
blaðaviðtölum, að Ásgeir
myndi taka við fyrirliðabandinu
aftur. Haan hrósaði Ásgeiri
mikið fyrir leik hans gegn Real
Sociedad í UEFA-bikarkeppn-
inni.
Asgeir sagði í viðtali við Morg-
unblaðið í gær, að hann hafi
ákveðið að skila fyrirliðabandinu á
sunnudaginn - á fundi með þjálfara
og leikmönnum. „Ég tek ekki við
því aftur.“
Það vakti athygli á laugardaginn
að Ásgeir var tekinn af leikvelli í
leikhléi gegn Hannover, eftir að
hafa leikið vel í fyrri hálfleiknum.
„Það sauð upp úr í Hannover. Ég
læt ekki bjóða mér það sem fyrir-
liða, að vera tekinn af leikvelli í
leikjum sem ég stend mig vel í. Ég
var ekki ánægður þegar ég var tek-
inn af leikvelli á dögunum í Miinch-
en, þar sem við töpuðum unnum
leik gegn Bayem niður í jafntefli.
Retur
Ásgeir Sigurvinsson sést hér án fyrirliðabandsins, sem hann hefur skilað,
í baráttu um knöttinn við Gajate, leikmann Real Sociedad.
Þegar sagan endurtók sig í Hannov-
er var ég ákveðinn að segja hingað
og ekki lengra.
Ég sætti mig ekki við þetta, sem
fyrirliði liðsins. Ég tel að fyrirliði
eigi að hafa stuðning þjálfarans og
hjálpa til inn á vellinum. Þegar ég
sá að þetta gat ekki gengið svona
lengur, ákvað ég að skila fyrirliða-
bandinu á fundinum. Þar gerði ég
hreint fyrir mínum dyrum og sagði
mínar skoðanir á málinu. Það er
betra að sætta sig við að vera tek-
in af leikvelli þegar ég er ekki fyrir-
liði,“ sagði Ásgeir.
Ásgeir sagði að Haan hafi óskað^
eftir því að hann hugsaði málið
betur, áður en hann tæki loka-
ákvörðun. „Ég er ákveðinn að taka
ekki aftur við bandinu. Ég held
mínu striki áfram og legg mig allan
fram við að leika sem best fyrir
Stuttgart, eins og ég hef gert hing-
að til,“ sagði Ásgeir, sem sagðist
ekki vera í neinu stríði við Arie
Haan.
„Úrslitin gegn Real Sociedad
voru ekki svo slæm fyrir okkur.
Heppnin var samt ekki með okkur.
Við náðum ekki að nýta færin okk-
ar - eins og fyrri daginn. Það er
mikill möguleiki fyrir hendi að ná
góðum úrslitum í seinni leiknum á
Spáni,“ sagði Ásgeir.
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
Óli Ben. aftur I Valsmaridð?
Mjög líklegt er að Einar Þor-
varðarson, markvörður Vals
og landsliðsins, leiki ekki meira með
liði sínu á þessu keppnistímabili.
Einar meiddist í úrslitaleiknum í
B-keppninni gegn Pólveijum.
„Ég fór í skoðun í dag hjá Stefáni
Carlssyni, lækni Valsliðsins og
landsliðsins, og hann hélt að þetta
gætu verið slitin krossbönd. Slíkt
myndi þýða ijögurra mánaða hvíld
frá handknattleik," sagði Einar
Þorvarðarson í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Páll Guðnason hefur verið vara-
markvörður Vals í vetur. „Hann á
án efa eftir að standa sig vel. Nú
svo erum við að reyna að fá Óla
Ben. til að byija aftur með meist-
araflokki. Hann hefur verið. með
fyrsta flokki í vetur og staðið sig
vel. Hann hefur hinsvegar ekki enn
gefið svar um hvort hann ætli að
æfa með okkur,“ sagði Einar.
Ólafur Benediktsson lék síðast í
Valsmarkinu fyrir átta árum.
1.DEILD
Fj.leikja U j T Mörk Stlg
VALUR 11 11 0 0 294: 220 22
KR 11 9 0 2 278: 247 18
STJARNAN 11 7 1 3 254: 232 15
FH 11 6 1 4 291: 274 13
VÍKINGUR 11 5 1 5 284: 290 11
GRÓTTA 11 4 2 5 232: 237 10
KA 11 4 0 7 257: 267 8
ÍBV 11 1 3 7 223: 255 5
FRAM 11 1 3 7 228: 268 5
UBK 11 1 1 9 229: 280 3
Evrópukeppnin
Fyrri leikirnir í 8-iiða úrslitum í Evrópukeppninni í knatt-
spyrnu fóru fram í gær og fyrradag. Urslit voru sem hér segir:
Keppni meistaraliða
IFK Gautaborg (Svíþjóð) — Steaua Búkarest (Rúmeníu)...............1:0
Klas Ingesson (55. mín.) Ahorfendur: 16.067.
Eindhoven (Hollandi) — Real Madrid (Spáni)........................1:1
Romario (52. m(n.) — Emilio Butragueno (45. mín.)
Áhorfendur: 28.000
Werder Bremen (V-Þýskalandi) — AC Mflanó (Ítalíu)..................0:0
Áhorfcndur: 40.000
Mónakó (Frakklandi) — Galatasary (Tyrklandi)......................0:1
— Tanju Colak (20. mín.) Áhorfendur: 20.000.
Keppni bíkarhafa
Dinamo Búkarest (Rúmeníu) — Sampdoria (Ítalíu)....................1:1
Vaiscovici (16. mín.) — Vialli (90. mín.). Áhorfendun 15.000.
CSKA Sofía (Búlgaríu) - Roda JC Kerkrade (Hollandi)...............2:1
Stoichkov (14. mín.), Kostadinov (67. mín.) - Burebach (84. mín.).
Áhorfondur: 30.000.
Frankfurt (V-Þýskalandi) — Mechelen (Belgíu)......................0:0
Áliorfendur: 20.000
Árhus (Danmörku) — Barcelona (Spáni)..............................0:1
— Gary Uneker (70. mfn.) Áhorfcndur: 16.000
UEFA-keppnin
Stuttgart (V-Þýskalandi) — Real Sociedad (Spáni)..................1:0
Fritz Walter (86. mín.) Áhorfendur: 25.140.
Hearts (Skotlandi) — Bayem Miinchen (V-Þýskalandi)................1:0
lan Ferguson (53. mín.). Áhorfcndur: 26.000.
Victoria Búkarest (Rúmeníu) — Dynamo Dresden (A-Þýskalandi)..l:l
Solomon (48. mln.) - Guetschow (24. m[n.). Áhorfendun 10.000.
Juventus (Ítalíu) — Napólí (Italíu)...............................2:0
Pasquale Bruno (13. mín.j, Giancarlo Corradini, sjálfsm. (45. min.)
Áhorfendur: 40.000
Fall blasir við Blikunum
Grótta átti ekki í teljandi vand-
ræðum með að leggja slakt lið
Breiðabliks að velli í íþróttahúsinu
á Seltjarnamesi í gærkvöldi. Það
er fátt sem getur
ValurB. komið í veg fyrir að
Jónatansson Blikarnir falli í 2.
skrifar deild úr þessu.
Liðið hefur aðeins
hlotið þijú stig og hefur ekki burði
til að bæta mörgum stigum í safnið
í næstu umferðum.
Leikurinn var þó jafn framan af
og þegar 20 mínútur voru búnar
Luton, sem er núverandi deildar-
bikarmeistari, sigraði West
Ham 2:0 í síðari leik liðanna í und-
anúrslitum í gærkvöldi og mætir
því Nottingham Forest í úrslitum á
Wembley 9. aprfl. Luton vann fyrri
leikinn 3:0. Það voru þeir Mick
Harford og Roy Wegerle sem gerðu
mörkin.
Tottenham, án Guðna Bergsson-
ar, færist upp 1. deildartöfluna eft-
ir 2:0-sigur á Aston Villa í gær-
varstaðan, 5:5. Þátóku heimamenn
við sér og skoruðu hvert markið á
fætur öðm úr hraðaupphlaupum,
án þess að Blikar fengu við nokkuð
ráðið, og staðan 12:6 í leikhléi.
Síari hálfleikur var hálfgerður
skrípaleikur og ekki mikið fyrir
augað. Grótta hafði leikinn í hendi
sér í síðari hálfleik og aðeins spum-
ing um hve munurinn yrði mikill.
Athygli vakti að landsliðsmark-
vörðurinn, Guðmundur Hrafnkels-
son, fékk ekki að fara inná fyrr en
20 mínútur voru eftir af leiknum.
kvöldi. Það var landsliðsmaðurinn
Chris Waddle sem skoraði bæði
mörkin.
Liverpool komst í 5. sæti með
sigri á Charlton, 2:0, á Anfield.
Mörkin gerðu Peter Beardsley á 14.
mínútu og John Aldridge úr víta-
spyrnu á 89. mínútu.
Paul Miller, ungur nýliði, gerði
þrennu fyrir Wimbledon er liðið
burstaði Derby, 4:0, á heimavelli.
Grótta-UBK
24 : 14
íþróttahúsið Seltjamamesi, íslandsmó-
tið í handknattleik - 1. deild karla,
miðvikudaginn 1. mars 1989.
Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 5:3, 5:4,
8:5, 8:6,12:6,12:7,13:9,15:10, 16:12,
22:12, 23:14, 24:14.
Grótta: Willum Þór Þórsson 7, Halldór
Ingólfsson 5/3, Davíð Gíslason 4, Páll
Björnsson 3, Sverrir Sverrisson 2, Stef-
án Amarson 1, Jón Örvar Kristjánsson
1, Friðleifur Friðleifsson 1, Svafar
Magnússon, Gunnar Gíslason.
Varin skot: .Sigtryggur Albertsson
17/1, Stefán Öm Stefánsson.
Utan vallar: 8 mínútur.
UBK: Hans Guðmundsson 7/2, Kristj-
án Halldórsson 2, Sveinn Bragason
2/1, Andrés Magnússon 1, Elvar Erl-
ingsson 1, Þórður Davíðsson 1, Ólafur
Bjömsson, Alexander Þórisson, Eyjólf-
ur Einarsson, Pétur Ámason.
Varin skot: Þórir Sigurgeirsson 9,
Guðmundur Hrafnkelsson 3.
Utan vallar: 8 mínútur.
Áhorfendur: 70.
Dómarar: Vigfús Þorsteinsson og
Steindór Baldursson dæmdu þokka-
lega.
m
Sigtrvggur Albertsson og Willum Þór
Þórsson, Gróttu.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Luton á Wembley