Morgunblaðið - 09.03.1989, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Unnið að siökkvistarfi í Eiðisvík í gær.
Eiðisvík
Fiskeldishús brann
HÚS íslenska fiskeldisfélagsins í Eiðisvík við Gufunes skemmd-
ist mikið I eldi um hádegisbil í gær. Um helmingur hússins,
einnar hæðar timburhúss, brann til kaldra kola en afgangur-
inn er skemmdur af hita og reyk. Eldsupptök eru ókunn en
RLR vinnur að málinu.
Eldur var í helmingi hússins
þegar starfsmenn komu úr hádeg-
ismat laust fýrir klukkan eitt. Þar
sem eldurinn kom upp er tækja-
geymsla fyrirtækisins, neta-
vinnsla og fóðurblöndun. Talsvert
var inni af netadræsum og öðrum
eldmat, að sögn slökkviliðs.
Slökkviliði tókst að hindra að eld-
ur læstist í allt húsið en hinn helm-
ingur þess, þar sem eru skrifstof-
ur, skemmdist nokkuð af reyk og
hita.
Utanríkisráðherra um gagnrýni á leyfi tíl útflutnings á gámafíski:
„Takmörkun á framboði á
ábyrgð L.Í.Ú og útflytjenda“
„Hitar valda verðfallinu,“ segir umboðsmaður ytra
JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra vísar gagnrýni Ara
Halldórssonar, umboðsmanns í Þýskalandi alfarið á bug, en í
blaðinu í gær gagnrýnir Ari utanríkisráðuneytíð harðlega og
gerir það ábyrgt fyrir verðfalli því sem orðið hafí á gámafiski
frá íslandi í Þýskalandi. „Ef ekki tekst að takmarka framboðið
í næstu viku, þá verður það fyrst og fremst á ábyrgð L.Í.Ú. og
útflytjenda sjálfra,“ sagði Jón Baldvin. „Fyrstu hitarnir eru komn-
ir hér í Þýskalandi og þeir eru helsta ástæðan fyrir þessu verð-
falli,“ sagði Samúel Grétar Hreinsson, umboðsmaður i Bremer-
haven í Vestur-Þýskalandi,
„Það eru tveir aðilar sem gefa
viðskiptadeild utanríkisráðuneytis-
ins með reglubundnum hætti upp-
lýsingar um mat sitt á því hvað
þýski markaðurinn þoli mikið fram-
boð á helstu tegundum gámafiskjar
í viku hverri. Ari Halldórsson er
ekki einn af þeim,“ sagði utanríkis-
ráðherra í samtali við Morgunblað-
ið. Hann sagði að þama væri ann-
ars vegar um að ræða forsvarsmann
fiskmarkaðar í Bremerhaven og
fulltrúa eins stærsta fyrirtækisins
í Cuxhaven, sem héti Hein.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 9. MARS.
YFIRLIT í 6ÆR: Um 300 km suö-suövestur af Vestmannaeyjum
er 943ja mb. víöóttumikil lægð, sem þokast norð-norðaustur og
fer heldur minnkandi, en 1014 mb. hæð yfir Norður-Grænlandi.
Áfram veröur fremur hlýtt í veðri í bili, en veður fer hægt kólnandi
og má búast við 1—3 stiga frosti um allt land á morgun.
SPÁ:Horfur á morgun: Sunnan og suðaustanátt, víðast stinnings-
kaldi. Él sunnan- og vestanlands en víða léttskýjað norðanlands.
Hiti um frostmark.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Sunnan- og suðaustan-
átt, kaldi eða stinningskaldi, víða ól sunnan- og vestanlands, en
að mestu úrkomulaust í öðrum landshlutum. Frost 1—3 stig.
Heiðskírt
TÁKN:
o
á Léttskýjað
■á Hálfskýjað
á Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r / r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
* »
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—j. Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM U 12/00 i gmr að ísl. tima hltl vsður Akureyri 7 skýjsö Reykjavík 4 úrkoma
Bergen 7 hólfskýjaö
Helalnkl 2 ekýjaö
Kaupmannah. 6 tóttskýjaö
Naraaarssuaq +18 skýjað
Nuuk +18 akafrenningur
Oaló 6 rlgnlng
Stokkhólmur 4 akýjeð
Þórahöfn 8 alekýjaö
Algarve 20 Mttakýjaö
Amsterdam 9 léttskýjað
Barcelona 10 súld
Bertln 8 mlstur
Chicago +7 skýjaö
Feneyjar 9 þokumóða
Frenkfurt 4 súld
Glasgow 7 rignlng
Hamborg 9 mlstur
Lae Palmas 28 skýjað
London 9 akýjaö
Los Angelea 13 þokumóða
Lúxemborg 2 alydda
Madrfd 14 léttakýjaö
Malaga 23 mlstur
Mallorca 13 súld
Montreal +19 skýjaö
New York +8 alakýjaö
Orlando 10 mfstur
Parle 10 hálfskýjaö
Róm 13 altkýjað
San Dlego 12 þoka
Vln 11 alskýjaö
Washington +7 alskýjaö
Wlnnipeg +2 þokumóöa
í frétt frá utanríkisráðuneytinu
segir að 3. mars hafi verið leyfður
útflutningur á 385 tonnum úr 30
gámum og 600 tonnum úr fiskiskip-
um. Selt hafi verið úr 38 gámum
þar sem við hafi bæst afli úr b/v
Barða, sem hætt hafi við siglingu.
Jón Baldvin sagði staðreyndir máls-
ins vera þær að trúnaðarmenn við-
skiptadeildar hefðu síðustu tvær
vikumar metið stöðuna svo, að í
aðdraganda páskaviku væri óhætt
að auka framboðið úr 10 til 12
gámum, í allt að 30 gáma. „Þessum
upplýsingum hefur jafnaðarlega,
samkvæmt reynslu mátt treysta.
Það sem nú hefur gerst, er það,
að það er aukið framboð eftir öllum
leiðum inn á þýska markaði, og í
annan stað er það mat þessara
manna að hitabylgja sem gengur
þar yfír nú, hafí dregið úr eftir-
spum," sagði utanríkisráðherra.
„Vegna þess að fulltrúar L.Í.Ú.
hafa gerst harðorðir um þetta mál,
er rétt að benda á eftirfarandi,"
sagði Jón Baldvin, „samkvæmt
gamalli hefð þá stjómar L.f.Ú. sigl-
ingum fískiskipa á þýska markaði.
Jafnaðarlega hafa tveir til þrír tog-
arar eða bátar landað á þýskan
markað í viku hverri. Það sem mun
skera úr um framhaldið er hvemig
L.Í.Ú. takmarkar sitt framboð. Nú
er upplýst að þeir hafi stefnt sex
íslenskum skipum á þennan fisk-
markað í þessari viku og líklega
tvöfalda það magn sem venja er
að flytja. Utanríkisráðuneytið hefur
beint þeim tilmælum til L.Í.Ú. að
það takmarki þetta, í ljósi upplýs-
inga um of mikið framboð eftir
ýmsum öðrum leiðum. Utanríkis-
ráðuneytið mun takmarka framboð-
ið samkvæmt mati sinna heimilda-
manna í næstu viku, _en L.Í.Ú. þarf
að gera það sérlega. Á það má einn-
ig benda að það er ekki hag-
kvæmasta leiðin til þess að koma
ferskum fiski á markað, að láta dýr
veiðiskip sigla og eyða þannig
mörgum dögum í siglingu, löndun
og veiðitap. Þetta er í rauninni úr-
elt kerfi, eftir að ný tækni í flutning-
um, gámatækni og aukið flug er
komið til sögunnar," sagði utanrík-
isráðherra.
Samúel Grétar Hreinsson um-
boðsmaður í Þýskalandi sagði að
fiskneysla Þjóðveija hefði alltaf
dottið niður í fyrstu hitunum á vor-
in. „Þá draga margir þeirra fram
útigrillið og grilla kjöt,“ sagði
Samúel Grétar. Hann sagði að það
væri ekki hægt að sjá það fyrir
hvenær fyrstu hitamir kæmu. í
fyrra hefðu þeir til dæmis komið í
aprílbyijun. „í þessari viku verða
seld hér 450 tonn úr gámum og
450 tonn úr skipum og það er ekki
meira magn en reiknað hafði verið
með," sagði Samúel Grétar.
Hann sagði að vegna mikillar
fiskneyslu kaþólikka á föstunni
væru tvær næstu vikur með bestu
söluvikunum í Vestur-Þýskalandi
og þá yrðu seld þar 2.500 tonn af
óunnum fiski. í sömu vikum í fyrra
hefðu hins vegar verið seld þar
2.700 tonn af óunnum fiski.
SAL
Vaxtalækkun
ekki í bíg'erð
“ÞAÐ er ekki í bígerð að lækka
vextina hjá okkur,“ sagði Hrafii
Magnússon framkvæmdastjóri
Sambands islenskra lífeyrissjóða.
Fyrir skömmu lækkuðu vextir
Lífeyrissjóðs verslunarmanna úr
8% í 7%, en Hrafii oagði lífeyris-
sjóði innan SAL ekki hafa í hyggju
að fylgja í kjölfarið.
Hrafn sagði almennu regluna þá
að vextir lífeyrissjóðanna innan SÁL
fylgdu meðaltalsvöxtum samkvæmt
vaxtalögum, en þeir eru nú 8.1%.
Hann sagði ekki ástæðu til að skoða
sérstaklega hvort lækka beri vexti
lífeyrissjóðanna nú þegar. Sérstök
ráðgjafanefnd hefði það mál tii um-
ijöllunar og myndi hún skila áliti
seinna í þessum mánuði.
Guðmundur H. Garðarsson vara-
formaður Lífeyrissjóðs verslunar-
manna sagði við Morgunblaðið þegar
vextir sjóðsins voru lækkaðir, að til-
gangurinn væri að stuðla að breyt-
ingum á vöxtum til lækkunar al-
mennt og vonandi yrði þetta upphaf-
ið að frekari lækkun raunvaxta.
Karl Benediktsson hjá Lífeyris-
sjóði Dagsbrúnar sagði sjóðina verða
að ávaxta það fé sem þeir hefðu til
umráða á sem hagkvæmastan hátt.
„Staða margra sjóða er alls ekki góð
og menn verða einfaldlega að gera
allt sem f þeirra valdi stendur til að
ávöxtunin sé sem best. Þetta er
spuming um það hvort lífeyrissjóð-
imir haldi velli," sagði Karl.
Margeir í 1. sæti í Lugano:
Vann Gheorghiu og gerði
jafhtefli á móti Kortsnoj
MARGEIR Pétursson er nú í 1. sætí með 5,5V2 vinninga af 6 mögu-
legum, ásamt Kortsnoj, á opna skákmótinu í Lugano i Sviss sem
stendur nú yfir. Karl Þorsteins er með 3,5V2 vinninga. í sjöttu
umferð mótsins vann Margeir alþjóðlega meistarann Meijer frá
Hollandi en Karl tapaði fyrir Nunn. Alls taka 196 skákmenn þátt í
A-flokki mótsins, þar á meðal margir af sterkustu stórmeisturum
heims.
Margeir vann Júgóslavann Nicolic
í annarri umferð, en sá er bróðir
stórmeistarans Predrags Nicolics. í
þriðju umferð vann hann Milosevic
frá Júgóslavíu, en f fjórðu umferð
vann hann rúmenska stórmeistarann
Florin Gheorghiu. „Þetta var einn
ánægjulegasti sigur minn á ferlin-
um,“ sagði Margeir, en Gheorghiu
bauð Margeiri jafntefli strax í upp-
hafi skákarinnar.
í 5. umferð tefldi Margeir við Vikt-
or Kortsjnoj og hafði svart. Margeir
fórnaði snemma peði, og Kortsjnoj
eyddi miklum tíma við að finna vinn-
ingsleið. Honum yfirsást flétta, og
Margeir náði tveimur peðum í stað-
inn, en þá var staðan orðið það ein-
föld að ekki var hægt að vinna hana.
Því var niðurstaðan jafntefli eftir 41
leik.
Karl Þorsteins vann svissneskan
skákmann í 2. umferð en tapaði fyr-
ir Sovétmanninum Lemer í 3. um-
ferð. í 4. umferð vann Karl júgóslav-
neskan skákmann, Kliako að nafni.
í fimmtu umferð tefldi Karl við Yass-
er Seirawan og hafði hvítt. Karl átti
undir högg að sækja alla skákina en
tókst að veijast sóknum stórmeistar-