Morgunblaðið - 09.03.1989, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1989
Minning:
Leifiir Jónsson
Fæddur 6. september 1919
Dáinn 28. febrúar 1989
Þriðjudaginn 28. febrúar síðast-
íiðinn gekk Leifur Jónsson föður-
bróðir minn á fund feðra sinna.
Hann kvaddi þennan heim á sama
hátt og sjö bræður hans sem á
undan eru gengnir, varð bráðkvadd-
ur, sá áttundi lést í æsku. Leifur
var fæddur í Reykjavík og bjó allan
sinn aldur þar og setti svip á bæ-
inn. Hann skar sig úr fjöldanum
vegna vanheilsu sinnar, hann náði
aldrei fullum þroska. Leifur var
þriðji yngstur 12 bama, hjónanna
Ingibjargar Gilsdóttur og Jóns Odds
Jónssonar, af þeim er nú á lífi tvær
systur og einn bróðir.
Frænda minn hef ég þekkt alla
mína tíð og ógleymanlegt er það
litlum drengstaula, þegar við röltum
um bæinn á góðviðrisdögum og
ævinlega var amma, klædd peysu-
fotum, í för með okkur. Var ferð-
inni oftast heitið til ættingja, því
það var í þá daga að fólk heimsótti
hvort annað. Á þessum gönguferð-
um var ákveðin hefð, amma leiddi
mig en frændi gekk á hæla okkar
og bar þar ekki út af. Hann hafði
sína ákveðnu sérvisku, sem sést vel
á lítilli sögu af honum. Það var á
hemámsárunum að amma hafði
bannað honum að tala við hvem
sem væri á götu úti. Svo var það
kvöld eitt að foreldrar mínir höfðu
farið í bíó og á heimleið mættu þau
honum, pabbi kastaði á hann kveðju
en hann tók ekki undir, það var
bannað. Eitt var það sem frænda
mínum var gefið og það var gott
tímaskyn, allar hans gjörðir í lífinu
miðuðust við klukkuna, t.d. það að
hann fór í gönguferð á hverju
kvöldi alltaf á sama tíma og gekk
svo til allt fram til hins síðasta.
Leifur átti því láni að fagna að
eiga góða að, fyrst foreldra sína
og að þeim látnum þá systkini, sem
hann bjó með og hugsuðu þau um
hann. Nú hin síðustu ár bjó hann
með systur sinni Elísabetu og á hún
þakkir skilið fyrir hversu vel hún
hugsaði um hann.
Veri kært kvaddur, frændi minn,
hvíli hann í friði, friður guðs hann
blessi.
Jón Oddur
Sveinn Magnús-
son - Kveðjuorð
Fæddur 15. nóvember 1919
Dáinn 1. febrúar 1989
Lofíð þreyttum að sofa. Þetta
kom upp í huga mér þegar mér var
tilkynnt lát föður míns Sveins
Magnússonar. Hann sem hafði svo
ómælt æðruleysi til að bera, öll
þessi ár sem hann var svo til sam-
bandslaus við umheiminn vegna
veikinda sinna. Það veit víst enginn
sem hefur öll líffæri sín i lagi hve
þungt það er að sýkjast af ólækn-
andi sjúkdómi, og bera hann í ára-
raðir, geta ekki gengið tröppur eða
varla nokkur spor nú síðustu ár án
verulegra átaka og erfíðis. Það má
nærri geta hvort það hafí ekki ver-
ið þung spor hjá mömmu og pabba
að verða að selja og sjá á eftir ein-
býlishúsi sínu á Víghólastíg 12 í
Kópavogi, vegna þess að pabbi gat
ekki gengið þær tröppur sem þar
voru. En ekki heyrði ég hann
kvarta. Þau fluttu svo í fallega íbúð
sem þau keyptu í Hrafnhólum 6 í
Breiðholti. Og þar sem að ég er
mjög trúuð veit ég að honum líður
betur þar sem hann er nú. Nú get-
ur hann fylgst með okkur úr ijar-
lægð, ekkert móður, nei, ekkert
sjúkur. Við bömin hans, bamaböm-
in og bamabamabamið, söknum
hans mikið, en þar sem við vitum
að honum líður svo mikið betur nú,
þá ætlum við að hugsa okkur um.
Jú, hve yndislegt hefði það verið
ef elsku pabbi hefði verið frískur,
hann sem var svo mikill náttúm-
unnandi og hafði yndi af útiveru.
Það kom smá ljós í huga minn,
þegar þau höfðu fengið sér hjólhýsi
og komið því vel fyrir á fallegum
stað í Þjórsárdal, því allt varð að
vera vel gert, eða þá bara ógert.
Ekki veit ég með vissu hvað marg-
ar ferðir hann komst þangað, en
þær vom fáar. Þá var súrefniskút-
urinn á milli mömmu og pabba í
ÍLOMi>
HAFIMARSTRÆT115,
SÍMI21330
Kransor, krossar og
k isti/sk i 'c ylin <>ar.
o
Sendum um allt land.
Opið kl. 9-19 virka daga
og til 21 um helgar.
framsætinu og mamma keyrði með
sumarfugla í maganum af ánægju
yfir því að geta lyft honum upp.
Ég er nú ekki beint þekkt fýrir
að vera alveg orðlaus, en þegar
mér verður hugsað til mömmu
minnar og alls þess er hún hefur á
sig lagt öll þessi ár, þá á ég fá
orð. Pabbi var alltaf heima, utan
nokkurra daga í einu á Vífílsstöð-
um, þar sem hann lést 1. febrúar
síðastliðinn. Það hlýtur að hafa
verið mikið æðmleysi á því fallega
heimili foreldra minna. Enginn
heyrði móður mína kvarta yfír hlut-
skipti sínu enda var hjónabandið
alla tíð einstaklega gott.
Ég efast ekki um að það hafí
verið vel tekið á móti pabba á nýja
staðnum. Móðuramma mín, Guðrún
Erlendsdóttir, látin 1966 hefur
eflaust verið ein af þeim og þá
finnst mér sem hún standi eins og
í gamla daga á fallegu, grænu túni
og syngi sinn uppáhalds söng. „Stóð
ég úti í tunglsljósi." Ég held að
enginn þurfí að kvíða þessu ferða-
lagi, sem víst er að við fömm öll
í, fyrr eða síðar. Við emm jú öll
jöfn fyrir frelsara vomm.
Þessi orð em skrifuð í innilegu
þakklæti til föður míns. Að lokum
vil ég þakka þeim hjónum Jónu og
Gísla, Þorláki og Gróu og öllum
þeim sem héldu tryggð við foreldra
mína og styttu þeim stundir.
Elsku mamma mín, ég votta þér
og öllum sem þótti vænt um pabba
samúð mína. Guð gaf og Guð tók,
bara á örlítið misjafnan hátt.
Rúna
t
Bróðir okkar,
ÁSGEIR NORÐDAHL,
Ekru,
Mosfellsbæ,
lést á Reykjalundi aðfaranótt 7. mars.
Systkin.
t
Eiginmaður minn,
PÁLL DANÍELSSON,
Efstalandi 6,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 8. mars.
Ebba Þorgeirsdóttir.
t
Útför systur minnar,
BJARGAR ÓLAFSDÓTTUR,
hjúkrunarkonu,
Brávallagötu 50,
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. mars kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar,
er bent á Bakkagerðiskirkju, Borgarfirði eystra.
Minningarkort fást í bókabúðinni VEDU í Kópavogi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingunn Ólafsdóttir.
Minning
Elín B. Nielsen
Útför elskulegrar móðursystur
minnar var gerð frá Vors Frelses
Kirke, Amager, Kaupmannahöfn,
föstudaginn 3. marz sl.
Hún hét Elín Björg Sigurðardótt-
ir Nielsen, fædd í Njarðvík,
N-Múiasýslu, 6. júní, 1910. Hún var
fímmta bam foreldra sinna, Sigurð-
ar Þorkelssonar, bónda í Njarðvík
og konu hans, Guðnýjar Sigurðar-
dóttur, í röð átta systkina.
Hún lézt á hjúkrunarheimili í
Kaupmannahöfn þann 26. febrúar
sl. eftir erfíð veikindi, en í Dan-
mörku hafði hún verið búsett síðan
árið 1934, er hún fór utan til náms
og atvinnu. Þar kynntist hún eigin-
manni sínum Kurt Nielsen verk-
fræðingi, en þau stofnuðu heimili í
Kaupmannahöfn og þar fæddust
bömin þeirra tvö, Sigurður Bjöm,
fæddur 27. marz, 1944 og Elín
Guðný Pála, fædd 4. júní 1946, sem
lifa móður sína og búa og starfa
þar í borg. Kurt lézt árið 1977.
Þær voru ófáar íslenzku konum-
ar, sem fóru yfír hafíð til Dan-
merkur á þessum tíma, ungar að
ámm, í leit að atvinnu, fyrst og
fremst, en gerðu sér sjálfsagt vænt-
ingar um bættan hag og lífsham-
ingju. Margvísleg kjör biðu þeirra
og margar hafa vísast snúið von-
sviknar heim aftur. Hlutskipti Ellu
frænku minnar varð að læra og
síðan starfa á saumastofu í Kaup-
mannahöfn, en fatasaum og sér-
staklega kjólasaum, stundaði hún
fram eftir ævi, annáluð fyrir fagurt
og vandað handbragð. Sjálf var hún
glæsileg kona svo af bar, en ekki
síður einstaklega viðmóts- og
hjartahlý og vildi hvers manns
vanda leysa sem mest og bezt hún
mátti. Þeir eru margir, íslending-
amir, skyldmenni, vinir og einnig
ókunnugir, sem nutu gestrisni,
hjálpsemi og örlæti þessarar mann-
kostakonu á þeim mörgu árum, sem
hún bjó í Kaupmannahöfn og var
við góða heilsu.
Göfug kona er gengin, sem lifði
margan erfiðan dag á erlendri
gmnd, ekki sízt striðsárin og árin
þar á eftir. En hún bazt Danmörku
tryggðarböndum og tókst á við
mótlæti af hugrekki og með þeirri
reisn og ljúfmennsku, sem alltaf
einkenndi hana. Enginn var glaðari
á góðri stund. Minningin um hana
er hlý og vermandi.
Ég kveð frænku mína og skila
sérstökum kveðjum móður minnar
svo og fjölskyldunnar allrar með
þakklæti fyrir samfylgdina. Elínu
og Bimi sendi ég mínar innilegustu '
kveðjur og samúð. Veri þau öll
Guði falin.
Elin Jónsdóttir
t
Móðursystir okkar,
ALMAD. LEIFSSON,
fædd ANDERSEN,
verðurjarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. marskl. 10.30.
Hallfríöur Bjarnadóttir,
Ellen Bjarnadóttir.
t
Ástkær eiginkona mín,
VILBORG JÓNSDÓTTIR,
Dalbraut 21,
lést í sjúkrahúsinu, Egilsstöðum, aðfararótt 4. mars.
Friðsteinn Helgason.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS INDRIÐA HALLDÓRSSONAR,
Efstasundi 29,
Reykjavik,
fer fram frá Áskirkju föstudaginn 10. mars kl. 15.00
Geirný Tómasdóttir,
Magnea Jónsdóttir, Sveinn Óskarsson,
Elfnborg Jónsdóttir, Siguröur H. Jónsson,
Ásthildur Jónsdóttir, Gunnar Likafrónsson,
Hafdis Jónsdóttir, Karl R. Guðfinnsson,
Guðbjörg Jónsdóttir, Þórhallur P. Halldórsson,
Hafþór Jónsson, Lilja H. Halldórsdóttir,
Jóna G. Jónsdóttir, Már Halldórsson,
Dagfríður Jónsdóttir, Árni Jóhannsson,
Halldóra Jónsdóttir, Halldór Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts föður okk-
ar, tengdaföður, afa og langafa,
STEINDÓRS I. STEINDÓRSSONAR,
Strandaseli 9,
Reykjavfk.
Steindór Steindórsson, Sólveig Sigurjónsdóttir,
Ellert K. Steindórsson, Rannveig Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.