Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989 Margeir með jafiitefli MARGEIR Pétursson gerði jafiitefli í gær við Lerner frá Sovétrílyunum á opna skák- mótinu í Lugano i Sviss. Skák Karls Þorsteins fór i bið og er jafhtefhisleg. Kortsnoj vann skák sína gegn De Firmian og er efstur á mót- inu með 6,5 vinninga af 7 mögu- legum. Margeir er með 6 vinn- inga og Karl með þijá og hálfan vinning og biðskák. Samið við Hagvirki og Fossvirki A FUNDI stjórnar Lands- virkjunar i gærmorgun var ákveðið að taka upp samn- ingaviðræður við verktaka- fyrirtækin Fossvirki og Hag- virki um framkvæmdir við Blönduvirkjun. 8 tilboð voru opnuð í lok jan- úar og hafa þau verið til um- ijöllunar ráðunauta Landsvirkj- unar. Um er að ræða tvö verk, byggingu Gilsárstíflu annars vegar og Blöndu- og Kolku- stíflu hinsvegar. Tryggingasjóður fískeldislána: Auglýst eftir um- sóknum á næstunni STEINGRÍMUR J. Sigfússon landbúnaðarráðherra undir- ritaði í gærmorgun reglu- gerð um Tryggingasjóð fisk- eldislána. Stjórn sjóðsins skilaði til hans tillögum að regiugerð í fyrradag. Ein- hvem næstu daga auglýsir stjóm sjóðsins eftir umsókn- um um ábyrgðir, að sögn Álfheiðar Ingadóttur stjóm- arformanns. í lögunum eru sett tvö skil- yrði fyrir því að sjóðurinn geti veitt fiskeldisfyrirtækjum ábyrgðir. Annars vegar þarf fiskurinn að vera tryggður á fullnægjandi hátt og hins vegar þurfa stöðvamar að fá afurða- lán hjá viðskiptabanka sínum í eðlilegu hlutfalli við físk í eldi og birgðir. Þetta hlutfall hefur verið mjög mismunandi. í reglugerð Tryggingasjóðsins ér markið sett við 37,5%, sem er lágmarkshlutfall afurðalána sem fyrirtækin þurfa að hafa til að koma til greina við veit- ingu ábyrgða. Snjóflóðið í Óshlíð: Leit að mönn- unum enn árangurslaus Bolungfarvík. LEITINNI af mönnunum um tveimur, sem lentu i snjóflóði í Óshlíð í gærmorgun var framhaldið allan gærdaginn án árangurs. Mennimir, sem saknað er, eru Gunnar Bjarki Vestfjörð, vélsmiður, og Skarphéðinn Rúnar Ólafsson, lögregluþjónn. Þeir eru báðir 25 ára. Gunnar Bjarki á unnustu og tvö böm og Skarphéðinn á unnustu og eitt bam. Næstu daga er gert ráð fyrir áframhaldandi leit, þá einkan- lega á fjörum því svæðið í sjón- um framan við slystaðinn var mjög vel yfirfarið í gær. Gunnar Morgunblaðið/Gísli Úlfarsson Fluttínýja sjúkrahúsið í gær voru allir sjúklingar fluttir úr gamla sjúkrahúsinu á ísafírði í það nýja, en það verður formlega opnað í dag kl 15. Á mynd- inni sést Salvör Kristjánsdóttir, fyrsti sjúklingurinn sem var flutt- ur i nýja sjúkrahúsið, taka við blómvendi frá Haraldi I. Haralds- syni, bæjarstjóra, en Guðmundur Marinósson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins og Kristján Jóhannesson, forseti bæjarstjómar, fylgjast með. Röðun á framboðslista: Endanleg ákvörðun í höndum lg’ ördæmisráða - segir Þorsteinn Pálsson „KJORDÆMISRÁÐ í hveiju kjör- dæmi tekur ætíð endanlega ákvörðun um röðun á framboðs- lista, jafnvel þó að prófkjör hafí farið fram, en miðstjórnin gerir ráð fyrir því að bæði kjördæmis- ráð og hugsanlegir þátttakendur í prófkosningum muni taka þeirri málaleitan vel að kona verði í einu af hveiju þremur sætum á fram- boðslista fyrir næstu kosningar,11 segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn segist vona að slík sam- staða náist um þá samþykkt mið- stjómar Sjálfstæðisflokksins að skora á kjördæmisráð flokksins að kona skipi eitt af hveijum þremur sætum á framboðslistum, að niður- staðan verði sú að þetta stórauki hlut kvenna í ábyrgðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og þar á meðal til setu á Alþingi. „Miðstjómin hefur gert þessa sam- þykkt og það er skylda mín sem og annarra miðstjómarmanna að beita mér fyrir því að þetta átak verði að veruleika, og mér heyrist að það sé mikill áhugi fyrir því að svo verði, og ég óttast ekki að niðurstaðan verði önnur en þessi." Farið til Kaup- mannahafinar á 10.600 kr. Núverandi skipulag fisk- sölumála gengur ekki - segir Kristján Ragnarsson „NÚVERANDI skipulag á fersk- fiskútflutningi gengur einfald- lega ekki. Útflutningurinn má ekki vera á margra höndum. Út- gerðin sjómenn og vinnslan hafa boðizt til að reyna að sætta sjónar- mið aðilja og nú verður að reyna á það á næstu dögum hvort ekki næst samkomulag um breytt fyrir- komulag. Það verður að miðla upplýsingum um hvað heppUegast sé að gera í þessum efiium og ég skil ekki hvers vegna málið er ekki komið lengra. Utanrfkisráð- herra sýndi þessu mikinn skilning við ákvörðun fískverðs og við vit- um að sjávarútvegsráðherra er sama sinnis,“ sagði Kristján Ragn- arsson, framkvæmdastjóri LÍU, i samtali við Morgunblaðið. „Það er ómögulegt hve menn eru ógætnir í þessum útflutningi," sagði Kristján. „Við, eigendur fisksins, er- um að þessu og verðum að fara var- lega svo við fellum ekki verðið fyrir okkur. Sölur skipanna höfðu verið skipulagðar um áramót svo vitað var um þau með löngum fyrirvara. Sú skipulagning hefur leyst mikinn vanda. Auðvitað komust ekki allir að við niðurröðun löndunarleyfa, en það leysir engan vanda að hleypa fiskinum frá þeim utan í gámum til viðbótar við annað. Allt tal um það núna að við förum að snúa skipunum við kemur ekki til greina. Við erum bjartsýnir á að næsta vika verði betri en þessi, en þá landa 6 skip í Þýzkalandi eins og í fyrra. Við lögðum til í dag að ekki yrði leyfð gámasala í vikunum fyrir og eftir páska. Svo var gert í fyrra og það styrkti markaðinn að menn vissu að enginn gámafískur yrði sendur héðan þá daga. Það, sem að auki fer úrskeiðis nú, greiðslustöðu félagsms. „Ég held að það megi fullyrða það, að ef tölur þær sem Amarflug leggur fram eru réttar, þá er félag- ið komið upp fyrir núllið," sagði Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra. „Ég er þeirrar skoðun- er að menn virðast ekki gera sér grein fyrir því, að séu karfagámar sendir tii Danmerkur, fara þeira beina leið til Þýskalands þaðan og mikið af gámum inn á Frakkland hefur veruleg áhrif á markaðinn í Þýzkalandi. Það þýðir ekkert að tak- marka innflutning á Þýzkaland og leyfa ótakmarkað á hin löndin. Þá hefur það sín áhrif að fersku flökin héðan eru á ótrúlega lágu verði ytra," sagði Krisiján Ragnarsson. ar, að náist ekki samstaða um ríkis- ábyrgð fyrir Amarflug f ríkisstjóm- inni, þá eigi málið að koma til kasta Alþingis og þá kemur bara í ljós hvort meirihluti þingsins vill veita félaginu þá aðstoð sem það þarf FULLTRÚAR danska flugfélags- ins Sterling komu hingað til lands seinnipartinn í gær til viðræðna um samning um leiguflug í sumar milli íslands og Kaupmannahafh- ar fyrir flest stærstu launþega- samtökin í landinu. Rætt er um að fargjaldið fram og tíl baka kosti 10.600 krónur. Um 1.600 sæti eru i boði. Þá er einnig í undirbúningi frá- gangur samninga við Amarflug um ieiguflug fyrir launþegafélögin til ákvörðunarstaðar í Þýskalandi. Verð fargjaldsins hjá Amarflugi fram og til baka verður um 15 þúsund krónur og áætlunarstaðir félagsins eru einn- ig inni í myndinni. Rætt er um tvö þúsund sæti með Amarflugi, þannig að samtals er um að ræða 3.600 sæti, sem gæti fjölgað. Samtals er um að ræða samning að verðmæti 45-50 milljónir króna. að fá, en það er m.a. ríkisábyrgð fyrir 200 milljóna króna láni.“ Þingflokkur Framsóknarflokks- ins mun þeirrar skoðunar að við þessari ósk eigi að verða, en þing- flokkar Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags munu því andvígir. Eiður Guðnason, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, sagði t.d.: „Það er mjög mikil andstaða við það í okkar röðum að velta skuldabyrðum fyrir- tækja yfir á skattborgarana.“ Ágreiningnr í ríkisstjórn um Arnarflug: Deilt um 200 milljóna króna ríkisábyrgð ÞRÁTT fyrir þá skoðun Steingríms Hermannssonar, forsætisráð- herra, að forsvarsmönnum Arnarflugs geti tekist að koma rekstri félagsins upp fyrir núllið, er ekki þar með sagt að ríkisstjómin muni samþykkja þá aðstoð sem félagið fer fram á til þess að bæta Almenna bókafélagið: I kompaníi við Þórberg kemur út á aldarafinæli hans ALMENNA bókafélagið gefúr út bókina í kompanii við Þór- berg eftir Matthías Johannes- sen, en laugardaginn 11. mars er öld liðin frá fæðingu Þór- bergs Þórðarsonar. í fréttatilkynningu frá Al- menna bókafélaginu segin „Þór- bergur Þórðarson, sá mikli stflsnillingur, var kallaður sér- kennilegur, af því að hann fór sínar eigin leiðir í flestu. Matthías Johannessen átti við hann samtöl 1958 og 1959 og komu þau út í bók, þegar meistar- inn varð sjötugur. Bókin heitir í kompaníi við allífíð og vakti mikla hrifningu. Fullyrða margir, að enginn hafí, hvorki fyrr né síðar, komist jafn nálægt persónunni Þórbergi Þórðarsvni og Matthías í þessari bók. Tókst með þessum tveimur skáidum mikil vinátta, sem entist meðan báðir lifðu. í kompaníi við allífíð var fyrsta samtalsbókin á íslensku. Hún kemur nú, þegar öld er liðin frá fæðingu Þórbergs, út í annað sinn sem fyrri hluti þeirrar bókar, sem Matthías Johannessen hér birtist og hefur hlotið nafnið í kompaníi við Þórberg. Síðari hlutinn er samtöl, sem skáldin áttu seinna og löng rit- gerð, þar sem Matthías segir frek- ar frá hinum skemmtilega meist- ara og kynnum sínum við hann. í kompaníi við Þórberg er hug- Þórbergur Þórðarson ljúf bók og skemmtileg, því að ekki skortir kímnina og léttleik- ann, og svo er hún umfram allt einlæg og hreinskilin." Bókin er 390 bls. að stærð. Setningu og umbrot annaðist Prentverk Akraness og bókband, Prentstofa G. Ben.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.