Morgunblaðið - 10.03.1989, Síða 14
14____________ MORGUNBLABIÐ FÖSTUDAGPR 1D: -MARZ 1989_
Málpípa meinbægninnar
eftir Gunnlaug
Þórðarson
Ammundur Backman hæstarétt-
arlögmaður, sem var aðstoðarmað-
ur Svavars Gestssonar félags- og
heilbrigðismálaráðherra 1980-
1981, hefur haldið áfram í sínu
gamla hlutverki og verið att út á
ritvöllinn af fyrrum húsbónda og
flokksformanni. Greinilegt er að
vegsemdin verður seint fullþökkuð.
Tilefnið er að sögn Ammundar, að
í leiðara Morgunblaðsins 26. janúar
sl. var vikið að því fáheyrða tiltæki
ráðherranna tveggja, Ólafs R.
Grímssonar og Svavars Gestssonar,
að taka Sturlumálið svokallaða úr
embættislegri meðferð og koma í
veg fyrir, að endanlegur dómur
fengist í málinu í Hæstarétti.
Lævís fyrirmæli
Mun það vera algjört einsdæmi
að mál, þar sem ríkissjóði er stefnt
til að greiða skaðabætur, og hefur
verið áfrýjað til þess að fá sýknu-
dóm, sé dregið til baka úr Hæsta-
rétti af áfrýjanda (flármálaráðherra
Ólafí Grímssyni) með samkomulagi.
Stefíianda málsins, Sturlu Krist-
jánssyni, voru með því greiddar
bætur langt umfram það, sem hon-
um hafði verið dæmt í héraði.
í samkomulaginu og einhliða
ákveðið: „skal Sturla (stefnandi
málsins) í engu gjalda hennar
(málsins) í framtíðinni gagnvart
ráðuneytinu". Hins vegar voru
ekki nein ákvæði um að áhrif hér-
aðsdómari skyldu eftirleiðis engin
vera, sem hefði verið jafn sjálfsagt
að taka fram. Slíkt kom handlöng-
urum ráðherranna tveggja, Svavars
og Ólafs, ekki til hugar enda voru
þeir alls ekki að gæta hagsmuna
ráðuneytisins og því síður fv.
menntamálaráðerra, Sverris Her-
mannssonar, svo komið hefur á
daginn.
Nú þegar Ammundur Backman
tekur sér penna í hönd, kemur enn
betur í ljós að samkomulagið var
fyrst og fremst gert Sverri til háð-
ungar og smánar. Verður vikið að
því nánar síðar, en þetta gefur
vísbendingu um hve lævís fyrirmæl-
in hafa verið, sem ráðherramir,
Svavar og Ólafur, hafa gefíð hand-
löngurunum.
Slæmur málstaður
Ammundur Backman fer í grein-
inni líkt og köttur í kringum heitan
graut, enda málstaðurinn slæmur
frá lögfræðilegu sjónarmiði. Megin-
tilefni skrifanna, segir hann vera
það óskapar álag, sem fjölskylda
fræðslustjórans og fræðslustjórinn
sjálfur hafí mátt þola út af málinu
í Qölmiðlum. Við þvf er aðeins eitt
svar. Fræðslustjórinn má sjálfum
sér um kenna, af því að hann fór
sjálfur með mál sitt í fjölmiðla og
tókst að fá Þjóðviljann með sér í
að gera þetta ómerkilega mál hans
að pólitísku moldviðri. Eins og það
hafi aldrei hent áður, að manni
hafí verið vikið úr embætti. Sérstak-
lega var ósmekklegt framlag frétta-
mannsnefnu ríkissjónvarpsins norð-
an fjalla í málinu, er hann lét böm
í yngsta bekk einhvers bamaskóla
norður þar, vitna í Sturlumálinu.
Var augljóst hver stóð að baki því
hneyksli. Ekki hafa fyrr verið jafn
skýlausar ástæður fyrir brottrekstri
og í þessu máli.
Aðstoðarmenn ráðherranna
Eitt hið furðulegasta, sem gripið
hefur ýmsa ráðherrana, var þegar
þeir fengu sér aðstoðarmenn líkt
og þeir gætu ekki leyst störf sín
af hendi án þeirra. I okkar litla
þjóðfélagi þar sem allt er í svo
smáum sniðum, eru störf ráðherra
ekki erfíðari en svo að helmingur
þeirra gæti leyst þau. Virðast störf
f ríkisstjóm hafa orðið gagnminni
og seinvirkari eftir því sem ráð-
herramir hafa'orði fleiri. Sannast
hér hið fomkveðna að því verr gef-
ast heimskra manna ráð sem fleiri
koma saman, sbr. orð Ólafs pá.
Hitt er jafn víst, að ekki munu að-
stoðarmennimir hafa verið ráðnir
vegna of mikils álags, heldur hins
að gott hefur þótt að fleygja í þá
afgreiðslu óvinsælla mála og um
leið að geta umbunað taglhnýting-
um með slíkri vegtyllu. Svo virðist
sem oftast hafí verið ráðnir í starf
aðstoðarmanns ráðherra framagos-
ar sem ættu litla von um pólitíska
velgengni.
Ráðherramir Svavar og Ólafur,
hafa gengið lengra í aðstoðar-
mannabmðli en dæmi em til áður.
Þeir hafa fundið upp ný nöfn á
þessu fyrirbæri. Hjá Svavari heitir
það „ráðgjafí", en hjá ólafí „efna-
hagsráðgjafí". Þeir hafa sömu laun
og þannig hafa þeir, Svavar og
Ólafur, í raun réttri tvo aðstoðar-
menn hvor, þeir em brautryðjendur
á þessu sviði. Var einhver að tala
um spamað?
Það vom nýi aðstoðarmaðurinn,
Guðrún Ágústsdóttir, og sá gamli,
Ammundur Backman, sem gerðu
hið dæmalausa samkomulag um að
sneiða fram hjá Hæstarétti til þess
að koma í veg fyrir að dómur í
Sturlumálinu yrði endanlegur. Það
kátbroslega við þetta allt saman er,
að aðstoðarmaður þessi, Guðrún
Ágústsdóttir, skuli nú eiga í mála-
ferlum við þann sama Svavar Gests-
son ráðherra, yfírboðara sinn,
vegna eigin stöðuveitingar og
krafna um biðlaun. Trúlega gerir
Guðrún sér von um bætur, hvort
sem hún vinnur málið eða ekki með
samkomulagi að gefnu fordæmi.
Góður dómur en
óbrúklegur
í grein sinni hælir Ammundur
dómendum í Sturlumálinu. Manni
gæti dottið í hug, að hann hafí viss-
ar hugmyndir um lífsskoðanir
þeirra. Þótt Ammundur hæli dóm-
inum, þá forðast hann eins og heit-
an eldinn að nefna, að hann hafí
breytt honum, líkt og hann sjálfur,
Ammundur Backman, væri Hæsti-
réttur.
Gunnlaugur Þórðarson
„ Aðalatriðið í sam-
komulagsgerð ráðher-
rannatveggja, Svavars
og Ólafs, var að koma
í veg fyrir að Hæstirétt-
ur fjallaði um málið.
Miklu hefur verið til
kostað af almanna fé.“
Hindrað skyldi að
Hæstiréttur breytti
dóminum
Ammundur heldur því fram, að
meðferð hans á þessu máli: „meið-
ir hvorki ríkissjóð né ráðherra.
SORPEYÐING
Urðunarstaður sorpsins.
eftír Björn Árnason
Mikið hefur verið rætt og ritað
um Sorpeyðingu höfuðborgarsvæð-
isins undanfarið. Margir hafa látið
ljós sitt skína, með og móti, einkum
þó á móti.
Fleiri en skyldi gleyma því, að
hér er verið að leysa vandamál sam-
félagsins alls. Ruslið kemur frá
okkur sjálfum, sem aftur þýðir, að
enginn einn getur með reisn sett
sjálfan sig á stall og sagt „ekki hjá
mér“.
Viðfangsefnið er að fínna lausn,
sem flestir geta sætt sig við. Hver
er þá sú lausn?
Þeir, sem unnið hafa að málinu
á vegum sveitafélaganna, em að
leita bestu lausnar, miðað við tak-
mörkuð flárráð. Um þetta eru þeg-
ar til margar lærðar ritgerðir. Telj-
um við okkur, með ærinni fyrirhöfn
og kostnaði, vera komin að þeirri
lausn, sem best samræmist nútíma-
legum gæðakröfum og takmörkuð-
um íjárráðum.
Skal nú lýst f höfuðdráttum því
er við hyggjumst gera.
1. Söfnun sorps frá heimilum er
ekki ætlunin að breyta að sinni.
Affall frá atvinnurekstri mun ekki
fara beint á sorphauga, en reikna
má með verulegri hagræðingu í
söfnun þess og flutningi. Gáma-
þjónusta er nú veitt á vegum sveita-
félaganna og víða starfrækt á
vinnustöðum. Er augljóst að sú
þjónusta hefur sannað gildi sitt.
Flokkun sorps og affalls vegna end-
umýtingar þarf að gerast sem mest
hjá notendum þjónustunnar og
sennilega einnig við móttöku f gám-
ana. Er það mikið mál, en augljóst
er að skilningur fer vaxandi á þeirri
hlið málsins.
2. Móttökustöð mun verða mikil-
vægasti hluti rekstrar Sorpeyðingar
og á þar að taka við nánast öllu
sorpi og affalli svæðisins. Flutn-
ingskostnaður að stöðinni er veru-
lega þýðingarmikill liður. Flutn-
ingskostnaður frá stöðinni er einnig
íþyngjandi, einkum ef akstursleið
er löng. Nánar um það síðar. Stöð-
ina á að reka að mestu í einu stóru,
Björn Áraason
„Nú er kominn tími til
að hætta að skemmta
skrattanum með upp-
hlaupum og- bægfsla-
gangi. í staðinn verður
nú að vega og meta með
köldum rökum þá kosti
sem bjóðast, ef leysa á
málið yfírleitt.“
tvískiptu húsi. í öðrum endanum
verður tekið við húsasorpi, þ.e. því
sorpi sem sorpbílar safna úr sorp-
ílátum í heimahúsum og fyrirtækj-
um. Sorpið verður þjappað og vír-
bundið í bagga, sem hver verður
allt að tonn að þyngd. Að þessari
meðferð lokinni verða baggamir
meðfærilegir og hagkvæmir í flutn-
ingi, enda unnið með til þess gerð-
um tækjum. í hinum enda hússins
verður tekið við öðru affalli og þar
fer fram takmörkuð flokkun. Timb-
ur verður kurlað í hæfílega stærð
og á að seljast þannig til Jám-
blendiverksmiðjunnar. Málmar
verða og skildir frá og fara til end-
urvinnslu hjá Stálfélaginu. Það af
rusli, sem til þess hentar, verður
blandað húsasorpinu og baggað
með því. Annað msl verður fíokkað
í gáma og ráðstafað til endur-
vinnslu ef unnt reynist.
Öll starfsemi stöðvarinnar verður
innanhúss og frá henni fara einung-
is sorpbaggar og annað affall í
gámum eða öðmm lokuðum ílátum.
Fullyrða má, að stöð þessi verði til
fyrirmyndar um allan frágang og
vinnubrögð. Staðsetning hennar,
sem hugsuð er í Hellnahrauni, fellur
vel að staðfestu skipulagi, þar sem
viðkomandi svæði er beinlínis ætlað
fyrir grófan iðnað og er fjarri íbúða-
byggð.
3. Urðunarstað verður að
ákveða og starfrækja hann til að
taka við affallinu, sem að lang-
mestu leyti verður í böggum. Með
áformuðum vinnuaðferðum ætti
orðið „sorphaugur" að geta talist
úrelt, svo ólíkur verður þessi staður
því sem við nú þekkjum. Böggunum
verður raðað með hentugum tækj-
um í stæður og þær huldar með
jarðvegi daglega. Áætlað er að fylla
í nálægt tvo hektara á ári (20.000
m2). Yrði fyllingin þá um 5 m á
þykkt. Auðvelt er að fylla í fleiri
lögum ef landslag er hentugt til
þess og minnkar þá flatarmálið
samsvarandi. Áformað er að girða
svæðið og að inn á það fari ekki
aðrir en starfsmenn Sorpeyðingar.
Rétt er að geta þess, að fok á rusli
hefur reynst hvað hvimleiðast í
rekstri sorphauga. Framleiðendur
böggunarvélanna hafa undirgengist
ábyrgð á því að úr böggunum losni
að hámarki 0,2% af þyngd þeirra.
Auk þess verður svæðið girt eins
og áður sagði með hárri girðingu
og plantað gróðri frá byijun, sem
bæta mun umhverfið. Standa því
vonir til, að fokmengun og önnur
umhverfísspjöll verði í lágmarki.
Nú hefur væntanlegri starfsemi
Sorpeyðingar verið lýst all ýtarlega.
Leitað hefur verið hagkvæmustu
lausna og reynist flutningskostnað-
urinn vega þungt í dæminu.
Sú niðurstaða, sem nú er í aug-
sýn, þ.e. móttökustöð í Hellna-
hrauni og urðun á Krýsuvíkursvæð-
inu, mun kosta íbúa höfuðborgar-
svæðisins nokkra tugi milljóna á
ári umfram það sem vera þyrfti.
Flutningskostnaður að stöð er tal-
inn vera um fimmfalt hærri, reikn-
aður á tonn og kílómetra, en flutn-
ingskostnaður frá henni. Staðarval
skiptir því miklu máli. Bestu stað-
imir fyrir móttökustöð og urðun
hafa ekki reynst fáanlegir og hefur
verið hafnað með hæpnum rökum.
Nú er kominn tími til að hætta
að skemmta skrattanum með upp-
hlaupum og bægslagangi. í staðinn
verður nú að vega og meta með
köldum rökum þá kosti sem bjóð-
ast, ef leysa á málið yfírleitt. Meta
þarf bæði kosti og galla og koma
sér niður á boðlegar lausnir. Hagur
Hafnarfjarðar er að sjálfsögðu að
gera sitt til að leysa á viðunandi
hátt vandamálin sem fyrir liggja.
Má þar nefna, að bygging og starf-
semi móttökustöðvarinnar í Hellna-
hrauni flýtir uppbyggingu hverfís-
ins og mun einnig ýta á eftir sam-
göngubótum. Starfræksla urðunar-
staðar á Krýsuvíkursvæði mun
meðal annars þýða áreiðanlegar
samgöngur, sem er lykilatriði fyrir
aðra nýtingu svæðisins. Er kunnara
en frá þurfí að segja, hve mikilli
bölvun samgönguleysið hefur valdið
á þeim stað.
Enginn vafí er, að þegar upp
verður staðið og öldumar hefíir
lægt, verður sómi þeirra sveitafé-
laga mestur, sem axla ábyrgðina
og gera það sem þarf til að málin
Ieysist á skynsamlegan og hag-
kvæman hátt.
Höfundur er bæjarverkiræðingur
í HafnarGrði og stjómarmaður i
nefnd um sorpeyðingu höfíið-
borgarsvæðisins.