Morgunblaðið - 10.03.1989, Page 16

Morgunblaðið - 10.03.1989, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989 Þjóðleikhúsið: Nýtt íslenzkt leikrit frumsýnt Nýtt íslenskt leikrit verður frum- Bríet Héðinsdóttir sem leiKur Kat- Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson, Sigurður Guðmunds- son, Ólafur Gíslason og Gylfi Gíslason. Kjarvalsstaðir: SÚM1965-1972 sýnt i Þjóðleikhúsinu í kvöld, föstudag. Nefaist það „Haust- brúður," og er efltir Þórunni Sig- urðardóttur, en hún er einnig leikstjóri. Verkið byggir Þórunn á heimildum frá 18. öld og Qallar það um ástarsamband Appolóniu Schwarzkopf og Níelsar Fu- hrmanns, amtmanns á Bessastöð- um. Um tuttugu leikarar taka þátt í sýningunni. í aðalhlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, sem leikur Fuhrmann, María Sigurðardóttir sem fer með hlutverk Appoloníu og harinu Holm, ráðskonu Fuhrmanns. Aðrir leikarar eru Guðný Ragn- arsdóttir, Þórarinn EyQörð. Rúrik Haraldsson, Gísli Halldórsson, Jón Símon Gunnarsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Bryndís Péturs- dóttir, Lilja Þórisdóttir, Sigurður Siguijónson, Viðar Eggertsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, og Halldór Bjömsson. Aðrir sem fram koma eru Unnur Ösp Stefánsdóttir, Eva Hrönn Guðnadóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Magnús Guð- mundsson, Gísli Kæmested, Sean Bradley og Mark Reedman. Róbert Amfinnsson er Rödd dómara af bandi. Tónlist við verkið er eftir Jón Nordal, leikmynd og búningar era eftir Karl Aspelund og lýsingu hannar Bjöm Bergsteinn Guð- mundsson. Yfirlitssýning á verkum SÚM- hópsins 1965—1972 verður opnuð á Kjarvalsstöðum, á morgun, laugardaginn 11. mars. Þar verða sýnd um 100 verk eftir 15 listamenn; Arnar Herbertsson, Gylfa Gíslason, Hauk Dór, Hildi Hákonardóttur, Hrein Friðfínns- son, Jón Gunnar Árnason, Krist- ján Guðmundsson, Magnús Tóm- asson, Ólaf Gíslason, Rósku, Sig- urð Guðmundsson, Siguijón Jó- hannsson, Tryggva Ólafsson, Vil- hjálm Bergsson og Þórð Ben Sveinsson. Við opnunina verður flutt tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Á síðastliðnum áram hefur Lista- safti Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir, efnt til yfirlitssýninga á íslenskri abstraktlist og fígúratífri list 1965—1985. Það þótti því vera kominn tími til að setja upp stóra yfirlitssýningu á SÚM 1965—1972. List SÚM-hópsins á ekki að koma neinum á óvart lengur, heldur er hér á ferðinni menningarviðburður sem staðfestir gildi SUM-hópsins í íslenskri listasögu og gefur listunn- endum tækifæri til að sjá list þeirra í stóra samhengi, segir m.a. í frétta- tilkynningu frá Kjarvalsstöðum. I tengslum við sýninguna er gef- in út sýningaskrá, þar sem _era m.a. ítarlegar greinar um SÚM- hópinn eftir Ólaf Gíslason og Guð- berg Bergsson auk viðtala við sjö Iistamenn sem tilheyrðu hópnum. Fjöldi ljósmynda prýðir skrána. Ólafíir Ragnar Grímsson í Moskvu: Ræðir frekari viðskipti með ullarvörur og fisk ÓLAFUR Ragnar Grimsson §ár- málaráðherra er nú staddur í Æskulýðsmessa í Langholtskirkju: Messuskrá biskups- stofu var ekki notuð BÆKLINGI biskupsstofu, „Við sama borð“, gefiium út í tílefiii æskulýðsdags þjóðkirkjunnar, var á sunnudag ekki dreiflt við’ upphaf messu f Langholtskirkju. Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son, safhaðarprestur, sagði þá að sér þætti bæklingurinn ekki nógu vel nnninn og skáldskapur í honum slakur. Þvf myndi hann ekki notast við hann. „Það er maigt gott gert á bisk- upsstofu, en þetta verk hefði mátt vinna betur," sagði Sigurður Hauk- ur í samtali við Morgunbiaðið. „Ég er ekkert hrifinn af því að menn séu að reyna að hnoða saman ljóð- um án þess að geta það. Skáldskap- ur í messuskrá þessa bæklings er hvorki með stuðlum né ljóðstöfum, en þó settur upp sem hefðbundinn skáldskapur að öðra leyti. Það er allt of algengt að fúsk af þessu tagi komist á prent. Geti menn ekki gert nógu vel, á að fá aðra til verksins," sagði Sigurður Haukur Guðjónsson. Sovétríkjunum, þar sem hann ræðir við forystumenn f §ár- málaráðuneyti Sovétrílqanna og efnahagsstofiiunum Sovétríkj- anna um nýskipan i eflnahagslífí Sovétríkjanna, eins og greint var frá í blaðinu f gær. Fjármaála- ráðherra er í Moskvu á vegum Parlamentarians Global Action, alþjóðlegu þingmannasamtak- anna sem hann veitir for- mennsku. „Fulltrúar þessara samtaka era í Moskvu til þess að ræða við Sovét- menn um afvopnunarmál, og era þar á eigin vegum," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson, utanríkisráð- herra í samtali við Morgunblaðið er hann var spurður hvort fjármaál- ráðherra hefði farið þessa för á vegum ríkisstjómarinnar. Utanríkisráðherra sagði að fjár- málaráðherra hefði jafnframt verið boðið til Ráðstjómarrílq'anna til þess að kynna sér þær breytingar á efnahagskerfi Sovétmanna, „frá miðstjómarkommúnisma í átt til markaðskerfis." Utanríkisráðherra, sem jafn- framt fer með utanríkisviðskipti var spurður hvort viðræður fjármála- ráðherra við Sovétmenn um við- skipti landanna, væra þar með í hans umboði: „Allir ráðamenn íslenskir sem koma til Sovétríkj- anna, ræða að sjálfsögðu viðskipti landanna. Ég lét taka saman sér- staka greinargerð um stöðu við- skiptamála og gaf honum upplýs- ingar um stöðu þeirra, þannig að þessar viðræður fara fram í sam- ráði og samvinnu við utanríkisráð- herra," sagði Jón Baldvin Hannib- alsson, og bætti því við að fjármála- ráðherra myndi einkum ræða frek- ari viðskipti við Sovétmenn með ullarafurðir og freðfísk. Borgardómur: Stjómarmenn Hafskips sýkn- aðir af kröfum þrotabúsins BORGARDÓMUR Reylgavíkur hefiir sýknað ýmsa fyrrum stjóm- armenn og framkvæmdastjóra Hafskips h/f, 16 aðila, af kröfiun þrotabús félagsins um að þeim verði sameiginlega gert að greiða búinu rúmlega 5 milfjónir króna auk vaxta. Þrotabúið taldi að hluti þessarar upphæðar hefði tapast vegna þess að grunnvísit- ala skuldabréfa, sem tekin voru sem greiðsla fyrir hlutaQáraukn- ingu á árinu 1985, hefði verið miðuð við undirritunardag hvers skuldabréfe í stað þess að í öllum tilfellum hefði verið miðað við lánskjaravisitölu febrúarmánaðar 1985 en f þeim mánuði sam- þykkti hlutliafafundur að auka hlutafé félagsins um 80 milljónir króna. Þar af seldist hlutafé fyrir tæp- lega 77 milljónir króna og var þorri þess greiddur með skulda- bréfum, vísitölutryggðum en vaxtalausum til rúmlega fimm ára. Skuldabréfin vora ijölmörg og gefin út á tímabilinu febrúar- ágúst 1985. Að ákvörðun aðal- bókara félagsins var grunnvísitala hvers bréfs miðuð við útgáfumán- uð. Bústjórar þrotabúsins töldu að þetta hefði kostað félagið rúm- lega tvær milljónir króna. Ágrein- ingur var um hvort stjóm félags- ins hefði flallað um hvemig vfsi- tölubindingu skyldi háttað. Stjómarformaður og fram- kvæmdastjóri félagsins höfðu hins vegar látið eigin skuldabréf, und- irrituð í júli, miðast við febrúarví- sitölu. Einnig töldu forsvarsmenn þrotabúsins að í tilkynningu stjómar félagsins til hlutafélgaa- skrár um hlutafjáraukninguna hefði hlutafé félagsins verið ofta- lið um rúmlega þijár milljónir og þannig hafi kröfuhafar og við- skiptamenn fengið ranga mynd af stöðu félagsins. Krafist var að þeir menn sem sátu i stjóm félags- ins og framkvæmdastjóri þess á þeim tíma sem hlutafiáraukning var samþykkt og aukið hlutafé var tilkynnt Hlutafélagaskrá yrðu gerðir ábyrgir fyrir fyrrgreindu tjóni búsins, samtals um fímm milljónum króna, auk vaxta. Kröf- umar vora reist á ákvæðum hluta- félagalaga um að stjómarmenn í hlutafélagi skuli bæta það tjón sem þeir valda félaginu af ásetn- ingi eða gáleysi. Stjómarmenn' og fram- kvæmdastjóri mótmæltu kröfu búsins með ýmsum rökum hver fyrir sig og sameiginlega. Meðal annars töldu þeir að tilkynningu til hlutafélagaskrár hefði verið rétt. Gefin hafi verið loforð fyrir kaupum á allri hlutafláraukning- unni sem geti verið gild þótt áskriftaskrá hafí ekki verið hald- in. Þar sem skiptastjórar hafi ekki látið reyna á þau loforð sé ósannað að það tjón hafi orðið sem þeir héldu fram. Þá væri félaginu. heimilt að eiga allt að 10% hlut í sjálfu sér og sé tekið tillit til þess megi túlka tilkynninguna þannig að allt hlutafé hafi selst. Jafnvel þótt tilkynningin væri röng hafí ekki verið sýnt fram á að neitt tjón hafi orðið af þeim sökum. Einnig töldu stefndu að ábyrgð stjómarmanna samkvæmt hlutafélagalögum væri ekki hug- læg heldur yrði að sanna sök hvers og eins. Því færi fjarri að nokkur atvik lægju fyrir sem sak- fella mætti fyrir. Þá töldu stjóm- armenn að þar sem hluthafafund- ur hefði ekki ákveðið vísitöluvið- miðun hefði verið eðlilegast að miða við útgáfudag skuldabréfs enda hafi greiðslur fyrir hlutafé sem inntar vora af hendi með öðram hætti en með skuldabréfí ekki verið vísitölutryggðar. í niðurstöðum dómarans, Frið- geirs Bjömssonar yfirborgardóm- ara, segir að það að stjóm félags- ins hafi hvorki sjálf tekið ákvörð- un um vísitölu bréfanna né borið það mál undir hlutahafafund verði ekki metið stjómarrmönnum til þeirrar sakar að skaðabótaskyldu varði enda sé óvíst nema sú leið sem farin var hefði verið valin ef um hefði verið fjallað. Þá féllst dómari á með stefndu að skulda- bréfin hafi aðeins verið einn margra greiðslumöguleika sem völ hafi veirð á og mismunandi vísitala þeirra bijóti því ekki gegn ákvæðum hlutafélagalaga. Þá segir að það að takast mætti að auka hlutafé hafi haft mikia þýð- ingu fyrir bágan tjárhag félags- ins. Með vaxtaleysi skuldabréfa og vísitölu miðað við útgáfudag hafi verið greitt fyrir sölu hlutafj- ár. Domari taldi að varðandi út- gáfu skuldabréfanna hefðu stefndu ekki sýnt af sér háttsemi sem metin verði þeim til sakar og því væra ekki skilyrði til að gera þá skaðabótaskylda. Þá seg- ir að ekki hafi verið sannað að félagið hafi beðið tjón af þessari vísitölutryggingu enda hafi ekki veirð sýnt fram á að hlutabréf fyrir sama nafnverð hefði selst á lakari greiðslukjöram. Um tilkynningu um hlutafjár- aukninug taldi dómari að stjómar- menn hefðu ekki nægilega ræki- lega gengið úr skugga um að rétt fjárhæð hlutaQár væri þar til- greind. Ekki skipti máli heimild félagsins til að eiga 10% í sjálfu sér enda hafi ekki verið ákveðið að sú heimild yrði nýtt. Þá hafi stjómin ekki leiðrétt fyrri yfírlýs- ingu þegar Ijóst var hlutaíjárút- boðið hefði ekki tekist með þeim hætti sem fyrr hafði verið frá greint og verði það metið þeim til gáleysis skv 132. grein hlutafé- lagalaga. Hins vegar hafi stefn- andi ekki sýnt fram á að það að hlutafé var minna en tilkynnt var hafi valdið tjóni, sem hefði orðið ef félagið eða einstakir viðskipta- menn þess hefði tapað fé með einhveijum hætti vegna tilkynn- ingarinnar. Því voru stefndu einn- ig sýknaðir af kröfum vegna þessa. Hver aðilanna var látinn bera sinn kostnað af rekstrí málsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.