Morgunblaðið - 10.03.1989, Page 18
^ •• ^
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 10. MARZ 1989
18
Tékkóslóvakía:
Andófemenn hljóta feng-
elsisdóma fyrir áróður
Jihlava í Tékkóslóvakíu, Moskvu. Reuter.
TVEIR tékkneskir andófsmenn voru dæmdir í fangelsi í gær af
undirrétti, sakaðir um áróður gegn ríkinu. Fyrir skömmu voru
leikritaskáldið Vaclav Havel og tveir aðrir andófsmenn hnepptir
í varðhald vegna mótmælaaðgerða er þeir stóðu fyrir i janúar
og bendir allt til þess að yfirvöld hyggist nú herða róðurinn
gegn andófsöflum í landinu. Jegor Lígatsjov, sem talinn er helsti
andstæðingur Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og umbóta-
stefnu hans, kom á miðvikudag til Tékkóslóvakíu.
Andófsmennirnir Ivan Jirous,
rokktónlistarmaður og sagnfræð-
ingur, og Jiry Tichy, hlutu 16 og 6
mánaða fangelsi. Þeir dreifðu á
síðasta ári flugriti þar sem sem
krafist var lausnar pólitískra fanga
úr haldi og rannsóknar á dauða
andófsmanns sem lést í fangelsi.
Enn fremur sagði að kommúnistar
hefðu drepið 8000 manns síðan
þeirtóku völdin í landinu 1948. Jiro-
us og Tichy áfrýjuðu báðir dómun-
um.
Áður en Havel var hnepptur í
varðhald tók hann þátt í að stofna
nefnd til vamar Jirous og sagði
tónlistarmanninn einn af bestu
skapandi listamönnum landsins.
Taldi hann málsóknina gegn Jirous
hafa það markmið að hræða aðra
listamenn frá sjálfstæðum vinnu-
brögðum.
Valdhafar í Prag hafa reynst
tregir til að taka upp umbótastefnu
enda voru þeir og fyrirrennarar
þeirra á sínum tíma settir til valda
til að kveða niður umbótastefnu
Dubceks. Stjómmálaskýrendur
telja að koma Lígatsjovs, sem nú
er hæstráðandi landbúnaðarmála í
Sovétríkjunum, geti verið þáttur í
samráði afturhaldsafla í Austur-
Evrópu. Lígatsjov var til skamms
tíma talinn næstvoldugasti maður
Sovétrílq'anna og hefur nýlega and-
mælt skoðunum Gorbatsjovs á land-
búnaðarmálum. Tékkneska flokks-
málgagnið Rude Pravo gagnrýndi
nýlega af mikilli hörku grein er
sovéska fréttastofan Novostí sendi
frá sér. Novostí sagði að að innrás
Varsjárbandalagsríkja í Tékkósló-
Reuter
Rokktónlistarmaðurinn Ivan
Jirous stofhaði á áttunda ára-
tugnum hljómsveitina „Plastfólk
alheimsins" en hún var bönnuð
af yfirvöldum sem sögðu hana
valda óspektum og ekki hlíta
settum menningarreglum ríkis-
ins.
vakíu 1968 hefði í fyrstu valdið
„áfalli en síðar miklum vonbrigð-
um.“ Tékkneska blaðið fordæmdi
greinina og sagði að líta mætti á
hana sem „afskipti af innanlands-
málum Tékkóslóvakíu.“
Viðræður um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu:
Hröpum ekki að samkomulagi
þrátt fyrir umbótaáformin
- segir helsti samningamaður Sovétsljórnarinnar
Vínarborg. Reuter, The Daily Telegraph.
VIÐRÆÐUR 23 aðildarrflga Atlantshafsbandalagsins (NATO) og
Varsjárbandalagsins um niðurskurð hefðbundins herafla í Evrópu
hófúst I gær í Vínarborg. Fulltrúar bandalaganna tveggja kváð-
ust almennt líta til fúndanna með bjartsýni en búist er við að
þeim ljúki tæpast næstu árin þar eð ágreiningsefhin eru fjölmörg
og viðræðurnar viðamiklar og flóknar.
Helsti samningamaður Sovét-
stjómarinnar, Oleg Grínevskíj, gaf
hins vegar í skyn að ráðamenn þar
myndu ekki slaka á kröfum sínum
þótt umbótaáætlanir stjómvalda
gerðu ráð fyrir minnkandi útgjöld-
um til vamarmála. Grínevskíj
sagði í gær að stjómvöld þar eystra
myndu ekki fallast á ósanngjamar
kröfur þrátt fyrir þær „stórbrotnu"
breytingar sem nú ættu sér stað í
heimalandi hans. Sagði hann end-
umýjunaráform NATO verulegt
áhyggjuefiii og minnti á að Míkhaíl
S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefði
einhliða ákveðið að skera niður her-
afla Sovétmanna í Austur-Evrópu.
„Það er mikilvægt að menn geri sér
Ijóst að góður ásetningur hefur
sínar takmarkanir," sagði hann.
Viðræðumar munu taka til hefð-
Tíbet:
Dalai Lama
er uggandi
Nýju Delhí, Dharamasala, Peking. Reuter.
DALAI Lama, andlegur leiðtogi
Tíbeta sem er í útlegð á Indlandi,
sagði f gær að hann óttaðist að
Kínverjar gengju fram af mikilli
hörku við Tíbeta í kjölfar herlaga
sem sett voru á í landinu á þriðju-
dag. Hann sagði að sú ákvörðun
Kínveija að vísa öllum útlending-
um frá landinu fæli f sér að þeir
myndu beita öllum ráðum til að
beija niður uppreisnina.
„Ég hræðist mjög að Lhasa verði
eins og sláturhús," sagði Dalai Lama
í viðtali við fréttamann Reuters.
Leiðtoginn varaði Tíbeta við því
að grípa til vopna þar sem Kínveijar
myndu nota það sem tylliástæðu til
að neyta aflsmunar.
Samkvæmt opinberum tölum hafa
16 manns týnt lífi í óeirðunum frá
því á sunnudag en tíbetskir læknar
telja nærri lagi að 60 manns hafi
fallið áður en herlög voru sett. !
dag, föstudag, eru 30 ár liðin frá
því að Kínveijar bældu niður vopnaða
uppreisn tíbetskra aðskilnaðarsinna
og Dalai Lama flúði land.
bundins herafla þátttökuríkjanna
allt frá Atlantshafi til Úralfjalla en
„Konungdæmið hefur ákveðið að
viðurkenna lögmæti ríkisstjómar
mujahideen-skæruliða," sagði í yfir-
lýsingu saudi-arabíska utanríkis-
ráðuneytisins. Yfirlýsing þeirra kem-
efnavopn, kjamorkuvopn og flota-
umsvif verða undanskilin. Ríki Atl-
antshafsbandalagsins munu eink-
um leggja áherslu á að ná fram
fækkun skriðdreka, stórskotaliðs-
vopna og brynvarinna liðsflutninga-
vagna en á þessu sviði njóta ríki
Varsjárbandalagsins mikilla yfir-
burða. Sovétrfkin og bandamenn
ur aðeins einum degi eftir að Gul-
buddin Hekmatyar, utanríkisráð-
herra útlagastjómarinnar, kom f op-
inbera heimsókn til Saudi-Arabíu.
Þar ætlar Hekmatyar að fara þess
þeirra í Austur-Evrópu vilja hins
vegar að samningamenn beini eink-
um sjónum sínum að fækkun flug-
véla og hermanna í Evrópu.
í gær hófst einnig í Vínarborg
ráðstefna 35 ríkja um öryggi og
traustvekjandi aðgerðir á hemaðar-
sviðinu í Evrópu. Fulltrúi íslenskra
stjómvalda í þeim viðræðum sem
og í .viðræðum um niðurskurð hins
hefðbundna herafla er Hjálmar W.
Hannesson sendiherra.
á leit við Samtök íslamskra þjóða,
ICO, að fulltrúum útlagastjómarinn-
ar verði veitt aðild að samtökunum,
en utanríkisráðherrar aðildarríkj-
anna funda þar á mánudag.
Fjórir manns týndu lífi, þar á
meðal ungt bam, þegar skæmliðar
skutu 16 eldflaugum að flugvellinum
í Kabúl á miðvikudag, að sögn Tass-
fréttastofunnar sové3ku. Þetta var
fyrsta árás skæruliða á Kabúl frá
því að bráðabirgðastjóm þeirra var
komið á laggimar.
Eastern fær
greiðslustöðvun
Eastem-flugfélagið bandariska
fékk í gær greiðslustöðvun en
verkfall flugvirkja og hlaðmanna,
sem hófst um síðustu helgi, hefúr
lamað starfsemi þess. Greiðslu-
stöðvun er oftast undanfari gjald-
þrots, en yfirmenn Eastera sögð-
ust í gær ætla að endurskipu-
leggja reksturinn og endurreisa
félagið. Ákvörðun um framtíð fyr-
irtækisins færist nú í hendur skipt-
aráðanda i New York. Helztu val-
kostimir, sem hann stendur
frammi fyrir, er að se(ja félagið,
FrÉhk' Lorenzoj sem er þyrnir i
augum starfsmanna, eða fækka
starfsmönnum þess stórum. Þeir
eru 31 þúsund. Meðfylgjandi mynd
var tekin af mótmælum tveggja
flugfreyja Eastern en milli þeirra
og með flugmannshúfú á höfði
stendur klerkurinn og stjómmála-
maðurinn Jesse Jackson, sem lýsti
stuðningi við verkfallsmenn í gær.
Afganistan:
Saudi-Arabar viðurkenna
útlagaslj órn skæruliða
Kabúl, Islamabad, Moskva, Nikúsfa. Keuter.
SAUDI-ARABÁR viðurkenndu fyrstir þjóða í gær útlagastjórn afgan-
skra skæruliða sem mynduð var í Pakistan i síðasta mánuði. Tals-
menn utanríkisráðuneytisins i Saudi-Arabíu sögðu að ríkisstjórnin
hefði verið kosin af shura, þingi mujahideen-skæruliða, sem væri
sú stofiiun sem færi með málefhi afgönsku þjóðarinnar. Talsmaður
Kabúlstjóraarinnar sagði í gær að stjómarherinn hefði hrundið árás-
um skæruliða við borgina Jalalabad.
Kóreuríkin:
Sameiginlegt
lið á Asíu-
leikana
Panmunjom. Reuter.
YFIRMENN
íþróttamála í
Norður- og
Suður-Kóreu
hafa ákveðið
að heija und-
irbúning að
því að senda
sameiginlegt
lið á Asíuleik-
ana sem fram
fara í Peking
á næsta ári. Samkomulag hef-
ur náðst um þjóðsöng, frum-
drög að sameiginlegum þjóð-
fána (sjá mynd) og aðeins á
eftir að útkljá deilur um það
undir hvaða nafni liðið eigi að
ganga inn á leikvanginn. Náist
samningar verður það í fyrsta
sinn sem ríkin senda sameigin-
Iegt lið á íþróttaleika en þau
háðu blóðuga styijöld árin
1950 - 1953.
V-Þýskaland:
Ákærð fyrir
njósnir
Karlsruhe. Reuter.
ELKE Falk, 44 ára gamall
ráðuneytisritari í Bonn, hefur
verið ákærð fyrir njósnir í
þágu sovésku leyniþjón-
ustunnar, KGB.
Saksóknari segir að konan
hafi sent inn auglýsingu í
dálka þar sem einmana fólk
æskir eftir félagsskap. KGB-
foringi, undir fölsku nafni,
svaraði auglýsingunni og
nokkrum sinnum á ári fóru þau
saman í ferðalag sem Falk
notaði til að fóðra elskhuga
sinn á leynilegum upplýsing-
um.
Rúmenía:
Neita SÞ um að
kynna sér
mann-
réttindamál
Genf. Reuter.
RÚMENSKIR fulltrúar í
mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna buðu síðastliðinn
þriðjudag fulltrúum SÞ að
koma til landsins og kynna sér
ástand mannréttindamála.
Tæpum sólarhring síðar drógu
fulltrúamir boð sitt til baka,
að sögn talsmanna SÞ í Genf.
Rúmenskur fulltrúi sagði
fréttamanni Reuíere-frétta-
stofunnar að þetta hefði verið
ákveðið eftir samráð við
stjómvöld í Búkarest. Ekki
hefði verið hægt að samþykkja
skilyrði SÞ fyrir heimsókninni.
Vestrænir heimildarmenn
segja að þess hafi verið krafist
að sendinefndin fengi að heim-
sækja öll héruð og ræða við
fjölda fólks.
Ungverjaland:
Ráðherra vill
horfa
til Vesturlanda
Búdapest. Reuter.
MIKLOS Nemeth, forsætis-
ráðherra Ungveijalands, sagði
í gær að einstrengingslegur
ríkissósfalismi ætti sér enga
framtíð; Ungveijar ættu að
horfa til Vesturlanda er þeir
tækju ákvörðun um umbætur.
Jafnframt vísaði Nemeth á
bug þeirri gömlu kreddu marx-
ista að verkalýðurinn væri í
fararbroddi allra stétta sam-
félagsins; allar stéttir yrðu að
vinna saman og það væri
framsækið fólk úr öllum stétt-
um sem væri fremst í fylkingu.