Morgunblaðið - 10.03.1989, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989
23
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson.
Auglýsingastjóri BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Askriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Konur í Sjálfstæðis-
flokknum
Miðstjóm Sjálfstæðisflokks-
ins samþykkti fyrir nokkr-
um dögum að skora á kjördæmis-
ráð flokksins að reyna að hafa
konu í einu af hveijum þremur
sætum á framboðslistum flokks-
ins í næstu kosningum. Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, túlkar þessa samþykkt
miðstjómarinnar svo að ekki sé
verið að koma á kvótakerfí við
skipan framboðslista, hins vegar
þýði þessi samþykkt að gert verði
sérstakt átak í þessum efnum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
löngum sýnt konum meiri trúnað
en aðrir stjómmálaflokkar.
Þannig var fyrsta konan, sem
varð ráðherra á íslandi, frú Auð-
ur Auðuns, úr þingflokki Sjálf-
stæðismanna. Hún varð einnig
fyrsta og eina konan, sem gegnt
hefur starfí borgarstjóra í
Reykjavík. Önnur konan, sem
skipaði ráðherrasæti á íslandi,
var einnig úr þingflokki Sjálf-
stæðismanna, frú Ragnhildur
Helgadóttir. Mörg önnur dæmi
mætti nefna um þann trúnað,
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
sýnt konum.
Framboðslistar Sjálfstæðis-
flokksins í þingkosningum hafa
um langt árabil verið ákveðnir í
prófkjömm. Nú liggur að vísu
ekkert fyrir um það, að svo verði
í framtíðinni. En ef haldið verður
áfram að efna til prófkosninga á
vegum Sjálfstæðisflokksins
vaknar sú spuming, hvemig
samræma á þá aðferð við val
framboðslista og samþykkt mið-
stjómar um að konur skipi þriðja
hvert sæti á framboðslistum.
Hvemig verður það gert? Ef karl-
menn verða t.d. í þremur efstu
sætum í prófkjöri á vegum Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurlands-
kjördæmi á þá einn þeirra að
víkja til þess að staðið verði við
samþykkt miðstjómar? Og ef svo
er, hver á að taka ákvörðun um
hver þeirra hliðrar til? Ef einn
þeirra stendur upp úr sæti sínu
fyrir konu, er þá ekki verið að
ganga gegn vilja þátttakenda í
prófkjöri, sem gefið hefur verið
til kynna, að mundi ráða niður-
röðun framboðslista? Fyrir all-
mörgum ámm stóð Ellert B.
Schram upp úr sæti því, sem
hann hafði unnið í prófkjöri, til
þess að fulltrúi launþega, Pétur
Sigurðsson, skipaði öruggt sæti
á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins. Þá kom mönnum það
mjög á óvart, að Ellert lá undir
þungri gagnrýni stuðnings-
manna sinna fyrir að hafa vikið
úr því sæti, sem hann var kjörinn
til í prófkjöri. Hvemig ætlar
Sjálfstæðisflokkurinn að fram-
kvæma þessa samþykkt mið-
stjómar? Og hvemig stendur á
því, að miðstjóm Sjálfstæðis-
flokksins gerir samþykkt, sem
bersýnilega er mjög flókin í
framkvæmd, svo að ekki sé meira
sagt.
Sjálfstæðisflokkurinn á ekki
að falla í þá gryfju að setja upp
kvótakerfí fyrir konur á fram-
boðslistum flokksins. Konur eiga
að skipa sæti á framboðslistum
samkvæmt eigin verðleikum með
sama hætti og karlar. Þess hefur
að vísu gætt, að konur eigi af
einhverjum ástæðum erfítt upp-
dráttar í prófkjörum Sjálfstæðis-
flokksins. En vel má vera sam-
kvæmt fenginni reynslu, að það
sé ekki auðvelt fyrir nýtt fólk
yfírleitt að ná í gegn í prófkjör-
um. Raunar hafa verið uppi skoð-
anir innan Sjálfstæðisflokksins á
undanfömum ámm þess efnis,
að tímabært væri að hætta próf-
kjömm um sinn og ákveða skipan
framboðslista með öðram hætti,
þ.e. að mun færri flokksmenn
tæku þátt í slíkum ákvörðunum.
Ef sú yrði niðurstaðan yrði
vafalaust auðveldara fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að fylgja eftir
samþykkt miðstjómar flokksins.
Engu að síður hefði þá verið tek-
in upp sú regla, að konur hefðu
ákveðinn kvóta af sætum á fram-
boðslistum. Morgunblaðið dregur
stórlega í efa, að konur í Sjálf-
stæðisflokknum hafí áhuga á
slíku kerfí.
Sjálfstæðisflokkurinn á að
vera breiður stjómmálaflokkur
sem hefur innan sinna vébanda
flesta þjóðfélagshópa. Á fram-
boðslistum hans eiga að vera
konur og karla, launþegar og
atvinnurekendur o.sv. frv. En
það er óhyggilegt að gera sam-
þykkt af því tagi, sem miðstjóm
flokksins hefur nú gert. Hún á
eftir að kalla yfír Sjálfstæðis-
flokkinn fleiri vandamál en hún
leysir. Konur eiga að gegna for-
ystuhlutverki í Sjálfstæðis-
flokknum með reisn en ekki fyr-
ir náð og miskunn og allra sízt
að þær verði settar í þriðja hvert
sæti fyrir neðan aðalsæti fram-
boðslistanna, eins og hætta væri
á, vegna slíkrar samþykktar. Þá
væri ver af stað farið en heima
setið. Það em margar merkar
konur í Sjálfstæðisflokknum og
hafa alltaf verið. Þær eiga sam-
einaðar að hafa afl og styrk til
að ná fram hugsjónamálum
sínum, en ef þær og aðrir for-
ystumenn Sjálfstæðisflokksins,
hvort sem er í miðstjóm eða
annars staðar í valdakerfí flokks-
ins, trúa ekki á styrk með frelsi
í prófkjömm, væri lýðræðislegast
og ömgglega haldbezt að lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins tæki
af skarið og afnæmi prófkjör til
reynslu.
Björgun okkar var
kraftaverki líkust
- segjaskip-
brotsmenn af
Sæborgu SH 377
„ÞAÐ VAR kraftaverki líkast
hvemig okkur tókst að komast frá
borði og í gúmbjörgunarbátinn í
þessu bijálaða veðri. Við komumst
hins vegar að þvi, að það er nauð-
synlegt að sýna öllum sjómönnum
hvernig gúmbáturinn er uppblás-
inn, hvemig á að nota hann svo
vel fari og hvar ýmsir nauðsynleg-
ir hlutir í honum era. Þá ætti að
skylda alla til að nota vinnuflot-
gaila, þvf tveir okkar voru f slíkum
galla og þeir voru miklu betur á
sig komnir en hinir,“ sögðu skip-
veijar á Sæborgu frá Olafevík.
Báturinn fórst á þriðjudagskvöld
og tókst að bjarga sjö skipveijum
um borð í Olaf Bjaraason SH.
Skipstjórinn, Magnús Þórarinn
Guðmundsson, komst hins vegar
ekki í björgunarbátinn.
Skipveijamir sjö, sem eru á aldrin-
um 18-28 ára, eru Haukur Barkar-
son, háseti, Erik Juslin, háseti, Ing-
var Hafbergsson, háseti, Sigurður
Hafsteinsson, matsveinn, Vagn Ing-
ólfsson, 2. vélstjóri, Eymundur
Gunnarsson, stýrimaður og Grímur
Th. Stefánsson, háseti. Sæborgin var
á siglingu inn til Ólafsvíkur eftir
veiðiferð þegar slysið varð. Veður
var þá vont og hafði skipstjórinn
beðið alla skipveija um að koma í
brúna, til að vera við öllu búnir ef
eitthvað færi úrskeiðis. Sigurður
matsveinn spurði hvort þeir ættu að
fara í flotgalla, sem voru um borð,
en ekki þótti ástæða til þess á þeirri
stundu. Vegna mikillar ágjafar
færðu skipveijar allt lauslegt yfir á
bakborðshlið. Eymundur stýrimaður
segir að hann og Magnús skipstjóri
hafi rætt hvort þeir ættu að breyta
steftiu suður fyrir nes og slá svo upp
í. „Það gerðum við hins vegar ekki,
enda vorum við þá vissir um að við
værum komnir yfir það versta," sagði
Eymundur. „Við kveiktum á kastara
og fylgdumst vel með sjónum, til að
geta verið viðbúnir stærstu öldun-
um.“
Klukkan átta hringdi kunningi
Magnúsar skipstjóra í hann, til að
Hnífurinn um borð í gúmbjörg-
unarbátnum er járaþynna, sem
kengbognaði við átak.
björgunarbátinn losuðu þeir um
neyðarsendi bátsins og kveiktu á
honum. Þá sáu þeir Ijósið frá kastara
um borð I Ólafí Bjamasyni, kveiktu
á neyðarblysi og réttu Sigurði, sem
var hlémegin í bátnum. Þegar annað
blysið var að brenna út var skipið
komið að þeim. „Það liðu um 15-20
mínútur frá því að við fórum frá
borði þar til Ólafur kom að. Það var
mikil hreyfíng við skipið. Ölduhæðin
var svo mikil að við sáum inn í skip-
ið og undir kjölinn á því til skiptis."
Skipveijar á Ólafi Bjamasyni settu
björgunamet, svokallað Markúsar-
net, á hlið bátsins og skipbrotsmenn-
imir stukku í það. „Um leið og við
stukkum í netið þrifu skipveijar á
Ólafi í okkur og drógu okkur um
borð. Þetta gekk allt mjög vel, en
við hefðum áreiðanlega slasast meira
og minna ef það hefði verið reynt
að ná okkur um borð með öðrum
aðferðum."
Skipveijamir sögðu að þeir væru
áhöfn Ólafs mjög þakklátir fyrir
björgunina og góðan aðbúnað um
borð.
Vinnuflotgallar
Skipsfélögunum sjö varð tíðrætt
um nauðsyn vinnuflotgalla. „Aðeins
tveir okkar, Sigurður matsveinn og
Eymundur stýrimaður, voru í slíkum
göllum og þeir voru líka þeir einu
sem gátu athafnað sig með góðu
móti í gúmbjörgunarbátnum," sögðu
þeir. „Við hinir vorum svo kaldir að
við gátum varla hreyft okkur. Ef við
hefðum verið lengur í sjónum er
hæpið að við hefðum lifað það -af.
Það ætti að vera skylda að allir sjó-
menn klæddust slíkum göllum, en
þá verða yfirvöld líka að hætta að
leggja á þá alls konar tolla og gjöld.
Þetta er öryggisbúnaður og hann á
að vera sem ódýrastur svo allir geti
eignast hann. Það voru átta sérstak-
ir flotgallar um borð, en það er ekki
alitaf sem menn hafa tíma til að
klæðast þeim." Sigurður bætti því
við, að jafnvel þó hann væri ósyndur
þá hefði hann fundið hve öruggur
hann var í gallanum í sjónum.
Morgunblaðið/Þorkcll
Skipveijar á Sæborgu SH 377,. sem fórst á Breiðafirði á þriðjudag, í gúmbjörgunarbátnum. Frá vinstri:
Sigurður Hafeteinsson, matsveinn, Vagn Ingólfeson, 2. vélstjóri, Eymundur Gunnarsson, stýrimaður,
Grímur Th. Stefánsson, háseti, Ingvar Hafbergsson, háseti, Erik Juslin, háseti og Haukur Barkarson, háseti.
kanna hvemig gengi, en þegar þeir
voru að ræða saman kom mikill sjór
á skipið og það lagðist á hliðina.
Magnús sagði kunningja sínum að
hann væri að missa bátinn á hliðina
og mætti ekki vera að því að tala
við hann. Skipveijar vildu þá forða
sér út um glugga stýrishússins, en
Eymundur stýrimaður sagði þeim að
vera rólegum. Á meðan reyndi skip-
stjórinn að keyra skipið upp og virt-
ist í fyrstu sem það ætlaði að tak-
ast. Rétt í þann mund kom aftur
mikill sjór á skipið, sem lagði það á
hliðina. Magnús skipstjóri sendi út
neyðarkall og í þetta sinn komu skip-
veijar sér út um gluggann.
Voru ótrúlega rólegir
„Við vorum ótrúlega rólegir,"
sögðu þeir. „Það gekk hratt og fljótt
að koma ölíum út og við hjálpuð-
umst að. Síðastir út voru Erik og
Magnús skipstjóri, sem var enn að
senda út neyðarkallið þegar við fór-
um út. Magnús ýtti á eftir Erik og
fór sjálfur út á eftir.“
Þegar skipvetjar komu út losuðu
þeir með handafli annan gúmbjörg-
unarbát bátsins. Sigurður matsveinn
stökk í sjóinn á eftir björgunarbátn-
um. „Ég hékk í honum á meðan
hann var að blásast upp, því ég er
ósyndur og hefði því ekki viljað
stökkva út í sjóinn á eftir," sagði
hann. „Ég hélt dauðahaldi í bátinn
og kallaði til strákanna að stökkva
út í. Jafnvel þá hélt ég að það væri
vitleysa að fara í bátinn, því ég trúði
því ekki að þetta væri að gerast og
hélt enn að skipið næði að rétta sig
af.“
Skipveijar stukku í sjóinn hver á
fætur öðrum. Haukur kveðst skyndi-
lega hafa fyllst mikilli skelfingu þeg-
ar hann ætlaði að stökkva og ekki
þorað út í. Félagar hans kölluðu á
hann og loks lét hann verða af því.
„Ég trúi því varla enn hvað mér tókst
að stökkva langt frá Sæborginni.
Ég bókstaflega sveif í loftinu," sagði
hann.
Síðastir í sjóinn voru Svíinn Erik,
sem var í sínum fyrsta túr, og Magn-
ús skipstjóri. „Við vorum allir komn-
ir í bátinn og þeir voru langt frá
okkur; Magnús þó fjær,“ sögðu skip-
veijar. „Erik náði að grípa í línu frá
björgunarbátnum og vefja henni um
aðra höndina. Þannig tókst okkur
að draga hann inn. Við heyrðum
Magnús kalla til okkar, en misstum
svo sjónar á honum. Þegar hann
hvarf, stóð Sigurður tengdasonur
hans upp í björgunarbátnum og kall-
aði á hann, en við heyrðum ekki í
honum oftar."
Þegar skipveijar komu um borð í
Þarf að endurskoða
stj órnarskrána?
eftirÞór
Vilhjálmsson
Það var vel til fundið að minna
á, að stjómarskrá lýðveldisins er
brátt 45 ára, en það var myndarlega
gert í Morgunblaðinu sunnudaginn
5. mars. „Hymingarsteinninn hom-
reka“ er aðalfyrirsögnin, og minnir
hún á, að dregist hefur að setja
ríkinu nýja stjómarskrá. Var þó um
það rætt við stofnun lýðveldisins,
að þess væri þörf. í blaðinu er frá
því sagt, vafalaust réttilega, að
pólitískan vilja skorti til rækilegrar
endurskoðunar grundvallaijaganna.
Þá segir: „Vel kann að vera, að
stjómarskrá Kristjáns 9. sé fullgóð
kjölfesta í íslensku þjóðarskútuna,
en með nýrri stjómarskrá væri
a.m.k. hægt að sníða af henni verstu
vankantana og færa stjómskipunina
í nútímalegra horf. En mönnum
gefst þar einnig tækifæri til að íhuga
grundvallarbreytingar ...“ Það er
mikið vafamál, hvort stjómarskráin
er „fullgóð kjölfesta". Þessi orð eru
skrifuð til að biðja menn að hugleiða
nokkur atriði í því sambandi.
Núgildandi stjómarskrá er í
„ Aðalröksemdin fyrir
því, að fram eigi að
fara rækileg endur-
skoðun stjórnarskrár-
innar, er sú, að þörf er
á að reyna að tryggja
að átökin í samfélaginu
leiði til þess með sem
minnstum ósköpum, að
vandamálin séu leyst
þannig að sem flestir
megi við una.“
mörgum greinum sama efnis og
fyrsta stjómarskrá íslendinga frá
1874. Hún var samin eftir danskri
fyrirmynd og sú danska fyrirmynd
var að miklu leyti fengin að láni frá
öðrum löndum. Meginstofn stjómar-
skrárinnar er því orðinn æði gam-
all, og mótaður af allt öðrum þjóð-
félagsaðstæðum en nú eru. Til eru
komnir valdaaðilar, sem lítt eða ekki
kvað að forðum. Má þar til nefna
stjómmálaflokka, hagsmunasamtök,
sveitarfélög, fíölmiðla og skóla. Árið
1874 kann stjómarskráin að hafa
verið fullnægjandi lagagrundvöllur
til að tryggja friðsamleg samskipti
þeirra valdaaðila, sem þá skiptu
máli. Þessu er ekki lengur svo farid.
Aðalröksemdin fyrir því, að fram
eigi að fara rækileg endurskoðun
stjómarskrárinnar, er sú, að þörf er
á að reyna að tryggja að átökin í
samfélaginu leiði til þess með sem
minnstum ósköpum, að vandamálin
séu leyst þannig að sem flestir megi
við una. Hér er hvorki staður né
stund til að ræða nánar um hugsan-
legar lausnir, e.t.v. fínnast þær ekki
eða ekki nema til að leysa vandann
að hluta.
í Morgunblaðinu er haft eftir
Matthíasi Bjamasyni, formanni
þeirrar stjómarskrámefndar, sem
nú starfar, að tillögur muni koma
frá nefndinni um ný kosningalög,
áður en 2 ár em liðin. í blaðinu er
einnig minnt á tillögur nefndarinnar
frá 1983 um afnám deildaskiptingar
á Alþingi, þjóðaratkvæðagreiðslur
og fleira. Þar er og vikið að nýlegum
ábendingum umboðsmanns Alþing-
Þór Vilhjálmsson
is, Gauks Jömndssonar, um galla á
mannréttindaákvæðum í stjómar-
skránni. Full þörf er á að endur-
skoða allt þetta og fleira. Til dæmis
má minna á, að í dægurmálaumræð-
unni hefur komið fram, að stjómar-
skrárákvæðin um forseta lýðveldis-
ins em úrelt og óljós og að stundum
er vafamál, hvort ríkisstjórnin í heild
eða einstakir ráðherrar eiga að taka
ákvarðanir. Sjálfsagt er fremur létt
verk að leiðrétta slíka ágalla og það
á að gera sem fyrst. En menn mega
ekki halda, að með því hafi farið
fram nauðsynleg endurskoðun
stjómarskrár lýðveldisins, sú sem
beðið hefur verið eftir í 45 ár. Þar
þarf að huga að stærri vandamálum.
Hötundur er hæstaréttardómari.
Sjóslysið á Breiðafírði:
Leit að skip-
stjóranum enn
árangurslaus
LEIT að skipstjóra Sæborgar SH
377, sem fórst á Breiðafírði á
þriðjudagskvöld, hefiir enn eng-
an árangur borið.
Skipstjórinn heitir Magnús Þór-
arinn Guðmundsson, til heimilis að
Brautarholti 19 á Ólafsvík. Magnús
er 40 ára gamall, kvæntur og á
þijú böm.
Magnús Þórarinn Guðmundsson,
skipstjóri.
Margt athugavert við
gúmbátinn
Sjómennimir sjö segjast hafa
ýmislegt við gúmbjörgunarbátinn að
athuga. Sigurður, sem var fyrstur
til að komast í hann, segir að hann
hafi lent í vandræðum með að draga
félaga sína upp í hann. „Ég leitaði
eftir stigum, sem eiga að liggja út
úr honum, en þeir vom bundnir sam-
an í miðjum bát og voru þar frekar
til vandræða en hitt,“ sagði hann.
Félagar hans segja að þeir hafi átt
erfitt með að athafna sig í bátnum,
þar sem neyðarljós í honum hafi
verið allt of dauft, svo þeir sáu varla
handa sinna skil. Þegar þeim hafði
loks tekist að fínna hníf, svo þeir
gætu skorið bátinn lausan frá sökk-
vandi skipinu, reyndist hnífurinn nær
bitlaus. „Þetta er einhver jámþynna,
sem bítur tæpast á jafn sterka taug
og þar að auki kengbognaði hann
við átak,“ sögðu þeir. „Við óttuð-
umst mjög að báturinn drægist niður
með skipinu, en sem betur fer tókst
okkur að skera á taugina."
Það gekk þó ekki þrautalaust ac
tiyggja að báturinn færi ekki mec
skipinu niður. „Það lágu ýmsar taug-
ar frá gúmbjörgunarbátnum, en þær
eru allar eins, svo við vissum ekki
hveija átti að skera. Til vonar og
vara sörguðum við í sundur alla
spotta sem lágu út frá bátnum. Þann-
ig vorum við nærri búnir að skera á
taugina, sem Erik náði taki á. Þess-
ar taugar eiga auðvitað að vera mis-
munandi á litinn og í neon-litum, svo
þær sjáist í sjó.“
Þriðja atriðið, sem þeir félagar
nefndu, var hversu lítið sjómenn al-
mennt vita um notkun gúmbjörgun-
arbáta. „Ég hef verið mörg ár á sjó,
en vissi ekkert hvemig ég ætti að
bera mig að við bátinn," sagði Vagn.
Félagar hans sögðu, að þeir hefðu
flestir aldrei séð uppblásinn gúmbát.
„Við sjáum bátana bara í hylkjum
um borð og einu sinni á ári eru hylk-
in send suður til skoðunar. Það ætti
að skoða bátana hér og allir sem
fara á sjó í fyrsta sinn ættu að vera
fræddir um notkun þeirra," sögðu
þeir.
Sigurður sagði, að hann hefði eitt
sinn fundið gamlan gúmbát á haug-
unum og blásið hann upp til að skoða
hann. „Ég held að sú skoðun hafi
jafnvel bjargað lífí okkar núna,“
sagði hann.
Þá minntust þeir félagar á, að
vegna vanþekkingar sinnar á notkun
björgunarbáta hefðu þeir ekki getað
lokað opinu á bátnum. Sigurður
kraup fyrir opinu og skýldi þannig
félögum sínum fyrir innan.
Slyppir og snauðir
Skipveijamir sjö sögðu að þeir
vissu tæpast hvað þeir ættu að taka
til bragðs núna, því þeir fengju ekki
greidd nein laun eða bætur. „Við
fáum einhver laun næstu daga, á
meðan við þurfum að vera hér vegna
skýrslutöku og sjóprófa," sögðu þeir.
„Ef okkur hefði verið sagt upp störf-
um hefðum við fengið uppsagnar-
frest greiddan, en af því að skipið
fórst stöndum við uppi slyppir og
snauðir. Við fáum persónulegar eigur
okkar um borð bættar og aflann,.
18-20 tonn, líka. Við fiskuðum vel
þennan dag og hefðum fengið um
20 þúsund krónur ( laun. Nú hefur
okkur verið boðin vinna í hraðfrysti-
húsinu, þar sem við getum fengið
20 þúsund á viku fyrir langan vinnu-
dag. Við höfum fengið okkur lög-
fræðing til að gæta réttar okkar í
þessu máli og vonandi verður þetta
leiðrétt." RSv.
VEIÐIHEIMILDIR GEGN VEIÐIHEIMILDUM?
Guðmundur
Hallvarðsson
Jón Magnús-
Hilmar Rós-
mundsson
Bárður Jens-
Kristján Ingi-
bergsson
Það er fráleitt að
hreyfa þessu máli
- segir Guðmundur Hallvarðsson,
formaður Sjómannafélags Reykjavíkur
Á FUNDI Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, og Manú-
els Maríns, sem fer með sjávarútvegsmál innan Evrópubandalags-
ins, fyrr i þessari viku, var ákveðið að taka upp að nýju viðræð-
ur milli EB og íslands, um samskipti vegna fiskveiða, en upp úr
þessum viðræðum slitnaði árið 1983. í frétt í Morgunblaðinu sl.
laugardag segir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, að
það komi ekki til mála að bjóða upp á neinar veiðiheimildir inn-
an okkar lögsögu, nema gegn veiðiheimildum innan lögsögu
EB-landanna. Morgunblaðið leitað álits nokkurra fulltrúa sjó-
manna og útvegsmanna á þvi að semja við Evrópubandalagið um
veiðiheimildir gegn veiðiheimildum.
Fráleitt að hreyfa þessu
Guðmundur Hallvarðsson,
formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur, sagði það vera frá-
leitt af Halldóri Ásgrímssyni að
hreyfa þessu máli. Með þessu
væri verið að opna leið fyrir aðrar
þjóðir inn í okkar helstu auðlind.
„Þetta afturhvarf og þessi uppá-
koma er með svo miklum ólíkind-
um að furðu sætir. Það er alveg
ljóst að það hangir meira á spýt-
unni en skipti á veiðiheimildum.
Menn eru að seilast eftir ein-
hveiju öðru og meim. Ég tel hins
vegar að við eigum að halda okk-
ar fiskveiðistefnu og nýta okkar
auðlind án þess að opna erlendum
fískveiðiþjóðum aðgang." Taldi
hann hættu á að næst myndi
fylgja löndun erlendra veiðiskipa
á Islandi sem myndi leiða af sér
breytingu á verðlagningu fiskaf-
urða. „Þegar höfð er í huga sú
skerðing sem átt hefur sér stað
■ þó ekki sé litið nema til kvótans
eins yrði þetta ekki til að bæta
það áistand sem íslenskir sjómenn
hafa þurft að búa við á undanförn-
um árum.“
Veitir ekki af því sem við
höfúm
Hilmar Rósmundsson, formað-
ur Útvegsbændafélags Vest-
mannaeyja, sagðist ekki vera
spenntur fyrir því að hleypa út-
lendingum inn í landhelgina. „Ég
held að við höfum voðalega lítið
að láta, okkur veitir ekki af þessu
sem má veiða í dag. Þetta em að
mínu mati umræður sem ættu
ekki að eiga sér stað. Svo er
spuming hvað hefur Evrópu-
bandalagið að bjóða? Mér skilst
að ailir þeirra nytjafiskar séu full-
nýttir, og meira en það, og eilífur
slagur um kvótaskiptingu milli
landanna. Ég held að mönnum
almennt finnist þetta ekki raun-
hæft meðan við emm að skammta
okkar skipum of lítið. Það er allt-
af verið að minnka kvótann hjá
okkur og gera ráðstafanir til að
fækka skipum."
Afskrifa ekki
málamyndasamkomulag'
„Ég held að við höfum lítið að
versla með eða aðrir að láta okk-
ur hafa," sagði Jón Magnússon,
framkvæmdastjóri útgerðar- og
fískvinnslufyrirtækisins Odda á
Patreksfirði. Hann taldi vafasamt
að við myndum hagnast á því að
sækja fisk til annarra landa og
láta frá okkur fisk í staðinn. Það
þyrfti þá að vera talsvert sem við
fengjum í staðinn. Að láta af hendi
veiðiheimildir sem eitthvað magn
væri í eða munaði um kæmi ekki
til greina að hans mati. „Ég mjmdi
þó ekki afskrifa málamyndasam-
komulag ef það bjargaði okkur
frá tollamúrum af hálfu Evrópu-
bandalagsins," sagði Jón.
Algjörlega mótfallinn
„Ég er algjörlega mótfallinn
þessu, það em alveg hreinar línur
með það,“ sagði Kristján Ingi-
bergsson, formaður Vísis, félags
skipstjómarmanna á Suðumesj-
um. Hann sagði að sér sýndist
þannig í pottinn búið að flestir
fiskistofnar íslendinga væm of-
nýttir. Vannýttu stofnamir væm
lítt þekktir og verðlausir og Evr-
ópubandalagið vildi þá ekkert
frekar en við. „Ég held að þeirra
stofnar séu líka fullnýttir og ef
þeir hafa eitthvað að bjóða okkur
þá em það einhver verðlaus kvik-
indi sem þeir vilja ekki nýta sjálf-
ir,“ sagði Kristján.
Hvað fáum við
í staðinn?
Bárður Jensson, formaður
verkalýðsfélagsins Jökuls á Ól-
afsvík, sagðist vera alfarið á móti
því að hleypa erlendum fískiskip-
um inn í landhelgina. Við hefðum
barist fyrir því í áratugi að fá
landhelgina útvíkkaða og erlend
fískiskip út úr henni. Reyndar
teldi hann að erlendar þjóðir væra
nú f raun þegar að veiða í okkar
landhelgi þar sem við létum þær
fá okkar afurðir óunnar. Þegar
talað væri um veiðiheimildir gegn
veiðiheimildum þá væri þetta líka
spuming um hvað vjð fengjum í
staðinn. Það þyrfti að vera eitt-
hvað mikið og ekki mætti gleyma
þeirri staðreynd að ekki væri of
mikið af þorski í sjónum við ís-
land.