Morgunblaðið - 10.03.1989, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989
Dagvistargjöld hækka um
50% á næstu sjö mánuðum
DAGVISTARGJÖLD á Akureyri hækka þann 1. apríl um 20%.
^Næsta hækkun er fyrirhuguð á dagvistargjöldum þann 1. ágúst
um 20% og þann 1. nóvember munu dagvistargjöld hækka um
10%. Dagvistargjöld á Akureyri munu því hækka um 50% á
næstu sjö mánuðum, eða frá 1. aprO til 1. nóvember 1989.
Eftir hækkunina 1. apríl verða
taxtar dagvistarstofnana þannig að
Qögurra tíma leikskólapláss kostar
4.300 kr., 5 tíma pláss 5.300 kr.,
hádegispláss með heitum mat 6.500
kr. Dagheimilisrými fyrir böm ein-
stæðra foreidra mun kosta eftir 1.
apríl 6.800 kr. og fyrir böm giftra
eða fólks í sambúð 10.000 krónur.
Eftir að hækkanimar þtjár hafa
allar gengið eftir, verður gjaldskrá
dagvistarstofnana Akureyrarbæjar
eftirfarandi: 5.500 kr. fyrir flögurra
tíma pláss, 7.000 kr. fímm tíma
pláss, 8.600 kr. hádegisplássin,
9.000 kr. dagheimilispláss fyrir
böm einstæðra og 13.200 kr. dag-
heimilisrými fyrir böm giftra eða
sambýlisfólks.
Síðast hækkuðu dagvistargjöld
hjá Akureyrarbæ þann 1. mars
1988 um 10% vegna launahækkana
við fóstmr. Fyrirhugað var að
hækka dagvistargjöld þann 1. sept-
ember sl. um 20%, en vegna verð-
stöðvunar í landinu kom sú hækkun
ekki til framkvæmda.
266 á biðlista
Sigríður Magnea Jóhannsdóttir,
dagvistarfulltrúi, sagði í samtali við
Morgunblaðið að 266 böm væm á
biðlista dagvistunar. Þetta væm
böm fædd á ámnum 1983-1987.
„Nokkuð mikil hreyfíng er fyrirsjá-
anleg á dagvistunum á þessu ári
þar sem stór hópur bama fer í skóla
í haust. Böm fædd 1983 er nokkuð
stór árgangur og detta um það bil
150 böm á því aldursskeiði út af
dagvistunum. Þá má ætla að biðlist-
inn minnki eitthvað, en á móti má
búast við nýjum bömum inn á bið-
listann." Sigríður sagði að fyrir-
hugað væri að byggja eina dagvist
á árinu á Akureyri, líklega á Holta-
velli. Þar væri nú fyrir gæsluvöllur,
sem brýnt væri að byggja upp og
væri áætlað að samnýta það svæði
sem gæsluvöll og tvær leikskóla-
deildir. Sú samsetning væri ný á
vegum bæjarins. Engar ákvarðanir
hafa verið teknar um hvenær hafíst
verður handa við framkvæmdir, en
á fjárhagsáætlun bæjarins er veitt
í bygginguna 15 milljónum kr. á
árinu. Miðað er við kaup á eininga-
húsi. Á vegum bæjarins em rekin
86 dagheimilisrými og 335 leik-
skólapláss. Þá em 30 rými á skóla-
dagheimili. Auk þess em í bænum
tvær einkareknar dagvistir. Króga-
ból er rekið á vegum foreldrasam-
taka og Hvítasunnusöfnuðurinn
rekur dagvist í húsnæði sínu við
Skarðshlíð. Hlutur foreldra í raun-
vemlegum rekstrarkostnaði dag-
heimilanna á Akureyri nemur um
20%, en hvað varðar leikskólana,
þá fer hlutur foreldra í rekstrar-
kostnaði upp í 42-44%, að sögn
Jóns Bjömssonar, félagsmálastjóra.
Ennþá fóstruskortur
Að sögn Sigríðar er fóstmskortur
enn til staðar á Akureyri. Fóstm-
stöður hafa þó verið fylltar með
ófaglærðu fólki. Þá hefur annað af
tveimur störfum hverfísfóstm í
bænum verið laust frá 15. nóvem-
ber sl. án þess að nokkur umsókn
hafí borist. Starfsmannafélag Ak-
ureyrarbæjar hefur sagt upp launa-
liðnum frá og með 1. mars sl. Fóstr-
ur hjá Akureyrarbæ em hinsvegar
búnar að segja sig úr STAK og em
gengnar í Fóstmfélag Islands. Þær
hafa nú þegar skrifað bæjaryfír-
völdum bréf og óskað eftir viðræð-
um við forráðamenn bæjarins.
Ný ísbúð
NÝIR eigendur hafa tekið við
rekstri Isbúðarinnar, Kaup-
vangsstræti 3. Það em þau
Linda Tómasdóttir og Eyþór
Jósepsson. Þau hafa gjörbreytt
innréttingum og bryddað upp
á ýmsum nýjungum, svo sem
samlokubar og meiri fjölbreytni
í ísréttum en verið hefur til
þessa. Þau sögðust í samtali
við Morgunblaðið aldrei hafa
komið nálægt verslunarrekstri
áður. Hann hefði verið á sjón-
um og hún unnið í banka. Þeim
fannst kærkomið að reyna eitt-
hvað nýtt svo þau keyptu versl-
un.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Petromyndir opna ínýju húsnæði
Ljósmyndaþjónustan Petromyndir hefúr opnað á nýjum stað. Nýja húsnæðið i Hofsbót 4 var tekið
f notkun sl. föstudag, en fyrirtækið verður 25 ára á næsta ári. Eigendur hafa alltaf verið þau
Guðrún Hjaltadótdr og Friðrik Vestmann. Þar verða einnig þrír tannlæknar til húsa auk Fata-
hreinsunar Vigfúsar og Áma og Verkfræðistofu Norðurlands. Petromyndir munu að minnsta kosti
fyrst um sinn reka þjónustu sina á tveimur stöðum, bæði á nýja staðnum og þeim gamla, í Hafnar-
stræti 98. Siðan er meiningin að selja í Hafnarstrætinu og flytja alfarið yfir í Hofsbótina, að sögn
eigenda. Ýmsar nýjungar verða á boðstólum svo sem stækkanir upp í 15x21 sm og boðið verður upp
á svokölluð kveðjukort. Þá verður lögð sérstök áhersla á 10x15 sm stærðir af myndum. Frá vinstri
á myndinni eru: Þórhallur Jónsson, Jón Andri Sigurðsson, Lilja Þorvaldsdóttir og Inga Vestmann,
sem öU eru starfsmenn hjá Petromyndum. Þá koma eigendumir, þau Guðrún Hjaltadóttir og Frið-
rik Vestmann.
Nemendur æfa
Shakespeare
Húsavtk.
ÞAÐ ER athyglisvert þegar nemendur framhalds-
skóla eyða mildu af tómstundum sfnum til æfinga
á leikriti eftir W. Shakespeare.
Nemendur framhaldsskólans á Húsavík eru nú að
æfa leikntið Draumur á Jónsmessunótt eftir W.
Shakespeare og er frumsýning áformuð hinn 16. mars
í tengslum við árshátið skólans.
Þá má segja að þeir ráðist ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur. Æfíngar ganga vel og njóta stuðnings
þriggja kennara, þeirra Einars Þorbergssonar, Þorgeirs
Tryggvasonar og Jo Clayton við þessa viðamiklu upp-
færslu.
16 útskrifast
með pungapróf
Húsavfk.
Framhaldsskólinn á Húsavik útskrifaði fyrir
nokkru 16 nemendur með réttindi til stjómar á
bátum allt að 30 tonnum. En annar jafiistór hópur
var útskrifaður fyrr í vetur.
Þó ungir sjómenn hafi sett mestan svip á hópinn
voru þar á meðal rafvirkjameistari, bifvélavirki, for-
sijóri, símaverkstjóri, dekkjaviðgerðarmaður, sérleyfis-
hafí, sérleyfisbflstjóri og sundlaugarforsijóri sem kalla
má sportveiðimenn er eiga trillur.
En þó réttinda sé ekki ennþá krafist til siglinga á
minni bátum, er menntun, góð kunnátta og þekking til
hins betra, hér sem annarsstaðar. Aðalkennarar voru
Morgunblaðið/Silli.
Leikstjórarnir Þorgeir og Einar fremst fyrir
miðju í hinum glaða leikhóp.
Það er því óhætt að segja að þessi unga stofnun,
framhaldsskólinn á Húsavík, fari vel af stað og að hún
sé líkleg til að efla og styrkja mannlífíð f Þingeyjarsýsl-
um. - Fréttaritari
Morgunblaðið/Silli
Með 30 tonna réttindi ásamt kennurum, Þröstur
sitjandi þriðji frá vinstri, Guðmundur Birkir,
skólasfjóri, og Vilhjálmur.
Vilhjálmur Pálsson og Þröstur Brynjólfsson, en skóla-
stjóri er Guðmundur Birkir Þorkelsson.
5ihituWitio::' rrsc tíl' ■
Leikfélag Húsavíkur
frumsýnir leikritið
„Ærsladraugmn“
GAMANLEIKRITIÐ „Ærsla-
draugurinn“ eftir breska háð-
fúglinn Noel Coward verður
fiTimsýnt þjá Leikfélagi
Húsavíkur annað kvöld, laugar-
dagskvöld. Leikstjóri er Hávar
Siguijónsson, sem einnig var
leikstjóri hjá Húsvíkingum i
fyrra, þegar sett var upp leik-
ritið „Gísl“ þar I bæ.
r
Leikendur eru sjö talsins,
þeir eru; Þorkell Bjömsson, Guðný
Þorgeirsdóttir, Sigríður Harðar-
dóttir, Svava Viggósdóttir, Öm
Ólason, Aldís Friðriksdóttir og
Jóhannes Geir Einarsson. Ljósa-
meistari er Jón Amkelsson og Ieik-
myndasmíðina önnuðust þeir Sig-
urður Sigurðsson og Einar Einars-
son.
y'
Frumsýning á Ærsladraugnum
hefst kl. 20.30 annað kvöld. Onnur
sýning verður mánudaginn 13.
mars kl. 20.30 og þriðja sýning
miðvikudaginn 15. mars á sama
tíma,
Frá æfingu á Ærsladraugnum
hjá Leikfélagi Húsavíkur. Leik-
endur eru Guðný Þorgeirsdóttir,
Þorkell Björnsson og Sigríður
Harðardóttir. . (S .I íi