Morgunblaðið - 10.03.1989, Side 28

Morgunblaðið - 10.03.1989, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Ung kona í leit að framtíðarstarfi Ég er 34 ára gömul, cand. mag. í dönsku og ensku, og vil takast á við ný verkefni. Hef reynslu af viðskiptalífinu, þýðingum og kennslu. Helst hef ég í huga fyrirtæki sem vill vel menntaða konu í krefjandi starf. Allt hefur áhuga minn. Vinsamlegast sendið tilboð til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Góður starfskraftur - 3678“ eða hringið í síma 23556 fyrir 20. mars nk. Setberg - blaðburður - Álfaberg - Fagraberg - Einiberg Blaðbera vantar til afleysinga. Upplýsingar í síma 652880. fMtogmiVbifrifc Blaðberar óskast Sfmar 35408 og 83033 Morgunblaðið óskar að ráða blaðbera í eftir- talin hverfi: Gamli-bærinn: Hverfisgata 63-115, Óðins- gata o.fl. Breiðholt: Fornistekkur o.fl. Grafarvogur: Dverghamrar. flfotyratlJliiMfe íbúðtil leigu Rúmgóð 3ja herbergja íbúð í Breiðholti til leigu frá 1. apríl. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. fyrir 16. mars merkt: „A - 14108“. Til leigu íHlíðunum Til leigu er frá 1. apríl 100 fm 4ra herb. neðri sérh. ásamt bílsk. í Hlíðunum. Tilboð með upplýsingum um nafn, heimili, síma og greiðslugetu sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Hlíðar - 3677“ fyrir 20. mars. Til leigu- til leigu við Laugaveg Til leigu 2. og 3. hæð í nýlegu verslunarhúsi innarlega við Laugaveg. Hvor hæð er um 150 fm. og geta leigst sam- an eða hvor hæð fyrir sig. Upplýsingar í síma 27677 á daginn eða í síma 18836 eftir kl. 20.00. Til leigu við Smiðjuveg 250 m2 iðnaðarhúsnæði á jarðhæð með tveimur innkeyrsludyrum og mikilli lofthæð. Laust strax. Upplýsingar í síma 27677. Kvöldsími 18836. I jTnMyjk/ Styrkir til listiðnaðarnáms (slenzk-ameríski listiðnaðarsjóðurinn (Menn- ingarsjóður Pamelu Sanders Brement) og Íslenzk-ameríska félagið auglýsa til umsókn- ar tvo námsstyrki við Haystack listaskólann í Maine- fylki til 2ja og 3ja vikna námskeiða á tímabilinu 4. júní til 13. ágúst 1989. Námskeiðin eru framar öðru ætluð starfandi listiðnaðarfólki í eftirtöldum greinum: Gler- blæstri, skartgripagerð og bútasaumi, en einnig er nýútskrifuðu listiðnaðarfólki gefinn kostur á að sækja um byrjendanámskeið í leirlist, vefjalist, trésmíði, pappírsgerð, gler- blæstri, körfugerð og járnsmíði. í námsstyrknum felast kennslugjöld og hús- næði. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 672087. Umsóknir berist Íslenzk-ameríska félaginu, b/t Funafold 13, 112 Reykjavík, fyrir 21. mars nk. Íslenzk-ameríska félagið. Auglýsing um rannsóknastyrki frá J.E. Fogarty International Research Foundation J.E. Fogarthy-stofnunin í Bandaríkjunum býð- ur fram styrki handa erlendum vísindamönn- um til rannsóknastarfa við vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical or behavioral sciences), þar með talin hjúk- runarfræði. Hver styrkur er veittur til 6 mán- aða eða 1 árs á skólaárinu 1990-91 og á að standa straum af dvalarkostnaði styrkþega (18.000 til 22.000 bandaríkjadalir), auk ferða- kostnaðar til og frá Bandaríkjunum. Einnig er greiddur ferðakostnaður innan Bandaríkjanna. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækjendur að leggja fram rann- sóknaáætlun í samráði við stofnun þá í Bandaríkjunum sem þeir hyggjast starfa við. Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dagbjartsson, læknir, barnadeild Land- spítalans (s. 91-601000). Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí nk. Menntamálaráðuneytið, 6. mars 1989. Styrkirtil háskólanáms íBandaríkjunum Styrkir verða veittir úr Thor Thors sjóðnum til háskólanáms í Bandaríkjunum skólaárið 1988-89. Umsóknareyðublöðfást hjá Íslenzk-ameríska félaginu, pósthólf 7051, 107 Reykjavík, og Ameríska bókasafninu, Neshaga 16. Umsóknum þarf að skila til félagsins fyrir 15. apríl nk. Íslenzk-ameríska félagið. Skipasala Hraunhamars Til sölu er mb Bensi HF 234 sem er 10 tonna viðarbátur, byggður 1973. Ennfremur margar gerðir og stærðir annarra báta. Kvöld- og helgarsími 51119. Farsími 985-28438. Skipasala Hraunhamars, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 54511. Til sölu Eftirtaldar fasteignir eru til sölu: 1. Jörðin Arabæjarhjáleiga, Gaulv.b.hr. 2. Húseignin Björgvin, Stokkseyri. 3. Húseignin Hveramörk 19a, Hveragerði. Upplýsingar hjá Landsbanka íslands, útibú- inu Selfossi, í síma 98-21400. Frumbyggjar í norðri Jevgení Kazantsév, fyrsti aðstoðarmennta- málaráðherra Rússneska sambandslýðveld- isins, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu föstudaginn 10. mars kl. 17. Efni: Menningartengsl og samvinna þjóða frumbyggja á norðurslóðum. Aðgangur öllum heimill. MÍR. Umræðufundur í MÍR Samstarf þjóða á norðurslóðum verður um- ræðuefni á fundi í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 11. mars kl. 14. Gestir og þátttakendur verða íslenskir og sovéskir stjórnmála- og fræðimenn: Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Guð- rún Agnarsdóttir alþingismaður, Haraldur Ólafsson dósent, sr. Rögnvaldur Finnboga- son prestur, Margrét Guðnadóttir prófessor, Jevgení Kazantsév aðstoðarmenntamálaráð- herra Rússlands, Vladimír Jeroféjev sagn- fræðingur, dr. Júrí Piskúlov hagfræðiprófess- or og Sergei Roginko hagfræðingur. Ljósmyndasýning. Kaffiveitingar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. MÍR. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Bifreiöageymslunnar hf., Ólafs Garðarssonar hdl. og Gjald- heimtunnar í Reykjavík, fer fram opinbert uppboð á ýmsum bifreiðum laugardaginn 11. mars 1989 og hefst það kl. 13.30. Uppboðið fer fram á athafnasvæði Bifreiðageymslunnar hf. við Vatna- garða (fyrir ofan Miklagarð): Seldar verða væntanlega eftirtaldar bifreiðar: A-7879 R-12909 R-41767 U-5657 G-5231 5-19106 R-42852 V-719 G-7493 R-28972 R-43585 X-2892 G-14630 R-33444 R-45606 X-5283 G-16225 R-35422 R-48504 Y-15652 G-24274 R-35981 R-52392 Y-16531 M-3211 R-39531 R-54568 Y-17336 Ö-8392 R-39875 R-64002 Y-18566 Ávísanir ekki teknar sem greiðsla nema með samþykki uppboös- haldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn i Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.