Morgunblaðið - 10.03.1989, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1989
Ást er
... sameiginlegt nammi-
namm.
TM Reg. ll.S. Pat Otf —all rights reserved
® 1989 Los Angeles Times Syndicate
Ekki blása. — Sjúga ...
HÖGNI HREKKVÍSI
(V
'tr
Hundubnn
1ALAHPI
þETTA ER ÓPOtdCIMM SEM HEI/VITAE>/
„ÓKESPIS AÐGAHG, t'ÐA é<S -"
Þessir hringdu . .
Sundbolur tapaðist
Blágrænn sundbolur tapaðist í
laugunum í Laugardal
sunnudaginn 5. eða 12. febrúar.
Ef einhver kannast við að hafa
tekið bolinn í misgripum, þá er
hann vinsamlegast beðinn að skila
honum aftur í laugamar.
Um lífeyrissjóði og
réttindi sjóðfélaga
Hrafii Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Sambands al-
mennra lífeyrissjóða, hringdi:
Sem svar við vangaveltum um
réttindi úr lífeyrissjóðum, sem
birtist í Velvakanda sl. þriðjudag,
er nauðsynlegt að eftirfarandi
komi fram ef það mætti verða til
þess að leiðrétta útbreiddan mis-
skilning um tilgang lífeyrissjóð-
anna.
Bæði hér á landi og erlendis
gildir sú meginregla að ellilífeyris-
greiðslur eru hærri en makalífeyr-
ir. Ef hækka ætti makalífeyri til
samræmis við ellilífeyri þyrfti í
bráð og lengd annaðhvort að
lækka ellilífeyri samsvarandi eða
hækka iðgjöldin. Tekið skal fram
að ellilíeyri og lífeyrissjóðir skerð-
ast ekki þrátt fyrir að viðkomandi
sjóðfélagi njóti einnig makalífeyr-
is. Allt tal um slíkt byggist á
misskilningi.
Eins og kunnugt er fer ellilí-
feyrir úr lífeyrissjóðum eftir áunn-
um réttindum, sem miðast við
innborguð iðgjöld á starfsævinni.
Hins vegar greiða lífeyrissjóðimir
einnig svokallaðan áhættulífeyri,
sem er auk makalífeyris örorkulí-
feyrir 'og bamalífeyrir. í slíkum
tilvikum verða lífeyrisgreiðslumar
undantekningalítið langtum hærri
en þau iðgjöld sem inn í viðkom-
andi lífeyrissjóð hafa borist vegna
sjóðfélagans. Ljóst er að ef lífeyr-
isgreiðslur úr sjóðunum ættu ein-
göngu að fara eftir innborguðum
iðgjöldum myndu ekkjur, öryrkjar
og böm njóta mun minni lífeyris.
Því miður vill það oft gleymast
að lífeyrissjóðimir veita mjög
mikla tryggingavemd, þegar eitt-
hvað bjátar á, til dæmis langvar-
andi veikindi sjóðfélaga.
Hvað varðar réttindi úr lífeyris-
sjóðum, væri eðlilegast að sjóð-
félagar sneru sér til starfsfólks
viðkomandi lífeyrissjóðs, sem fús-
lega mun gefa allar nánari upplýs-
ingar. Að minnsta kosti ætti fólk
að kynna sér vel málefni lífeyris-
sjóðanna, svo hægt sé að forðast
ýmsan misskilning um hlutverk
þeirra, sem veður uppi m.a. vegna
þess að ekki er leitað upplýsinga
hjá réttum aðilum í tíma.
Ljóslausir bílar
454 hríngdi:
Það em ansi margir bílar sem
aka ljóslausir um hábjartan dag-
inn. Það er engu líkara, en hér
séu skattsvikarar á ferð, þar sem
þeir fara ekki að lögum. Það er
ekki nema einn og einn sem tekur
mark á því þegar maður gefur
merki og setur ljósin á. Og við
þessu geta gangandi vegfarendur
ekki gert neitt.
Gullarmband fannst
Guðrún Sigfúsdóttir hríngdi:
Dóttir mín fann tvöfalt hring-
laga gullarmband á Sólvallagötu
27. febrúar. Upplýsingar í síma
28372.
Köttur í óskilum
Grár og hvítur högni með end-
urskinsól og litla bjöllu, en
ómerktur, hefur verið í óskilum
síðan á sunnudag. Nánari upplýs-
ingar fást í síma 84051 eða á
Dýraspítalanum.
Gutti er týndur
Gutti er kolsvartur köttur sem
hvarf af bílaplaninu fyrir aftan
Hótel Lind á þriðjudag. Gutti er
vel merktur, en hann á heima á
Vífílsgötu 15. Þeir sem gætu gef-
ið upplýsingar um ferðir Gutta
vinsamlegast hafið samband í
síma 611560.
Leyndardómar guðsríkis
Jón Arnar Ingólfsson
hringdi:
Ég hringdi í Velvakanda fyrir
stuttu og talaði um trúmál. Ég
var þá að tala um að leiða fólk
inn í leyndardóma guðsríkis.
Leyndardómamir eru aðeins tveir.
Fyrsta boðorðið er að þú skalt
eiska drottin guð þinn af öllu
hjarta þínu, af öllum mætti þínum
og af allri sálu þinni. Annað boð-
orðið er að þú skalt elska náunga
þinn eins og sjálfan þig. Ef þú
gerir þetta ertu sanntrúaður hvort
sem þú veist af því eða ekki. Öll
dýrð hér er dýrð guðs. Öll önnur
dýrð er stolin eða eftirlíking.
Köttur fæst gefins
Eitthvert gott fólk getur fengið
ársgamlan kött gefins. Þeir sem
hafa áhuga á kisu geta hringt í
síma 31116 eftir kl. 17.
Seðlaveski tapaðist
Stórt brúnt seðlaveski með öku-
skírteini og ýmsum öðrum
skírteinum tapaðist fyrir helgi.
Finnandi vinsamlegast hringi í
síma 672563.
Víkverji skrifar
rátt fyrir stóraukið öryggi
fiskiskipa og bætta íjarskipta-
tækni gerist það því miður endrum
og eins að skipsskaðar verða hér
við lánd. Nú í vikunni gerðist það
að tveir bátar sukku í slæmu veðri.
Þetta gerðist aðeins með nokkura
mínútna millibili sl. þriðjudags-
kvöld.
Hér á Morgunblaðinu var auðvit-
að allt sett af stað til að afla sem
gleggstra frétta af atburðunum svo
að lesendur gætu fengið sanna
mynd af þeim morguninn eftir. í
störfum sínum höfðu blaðamenn
Morgunblaðsins það að leiðarljósi
sem endranær að fara varfæmum
höndum um málið svo enginn yrði
fyrir sárindum vegna frétta blaðs-
ins.
Ríkisútvarpið sagði frá þessum
atburðum í fréttum klukkan 22,
aðeins hálfri annarri klukkustund
eftir að atburðimir höfðu gerst.
Víkveiji hrökk við, því að frásögnin
var þannig að fjöldi fólks hlaut að
fyllast ótta um ættingja sína. Ríkis-
sjónvarpið kom með nær samhljóða
fréttir klukkan 23. Fólk hringdi á
Morgunblaðið strax um kvöldið til
að lýsa yfir óánægju með frétta-
flutninginn og Víkveija skilst að
enn fleiri hafí hringt til ríkisfjölmiðl-
anna í sömu erindagjörðum. í há-
degisfréttum á miðvikudag baðst
fréttastofa útvarpsins afsökunar á
fréttinni og eru fréttamenn þar
menn að meiri.
Ekki ætlar Vikveiji að setjast í
dómarasæti yfír kollegum sínum á
ríkisfjölmiðlum heldur vill hann
nota tækifærið til að brýna fyrir
blaðamönnum að fara varlega í við-
kvæmum slysamálum. Fréttamenn
ljósvakamiðlanna þurfa að sýna
sérstaka gát því þeir geta komið
fréttum á framfæri svo að segja
samstundis. Vikveiji veit nokkur
dæmi þess að óvarlegar fréttir hafa
valdið sárum sem seint hafa gróið.
Okkar litla þjóð verður vonandi
aldrei svo „stór“ að hún hætti að
hugsa um tilfinningar fólks.
xxx
Mikil er gæfa Sigurjóns Óskars-
sonar skipstjóra á Þórunni
Sveinsdóttur VE. Ár eftir ár hefur
hann orðið aflahæstur yfir landið á
vetrarvertíð. En hitt metur Siguijón
eflaust meira, að honum hefur
hlotnast sú gæfa að hafa íjórum
sinnum bjargað skipshöfnum úr
sjávarháska.
Víkveiji hringdi til Hannesar Þ.
Hafstein, forstjóra Slysavamafé-
lags íslands, á þriðjudagskvöldið,
skömmu eftir að bátamir höfðu
sokkið. Þá var ekki vitað um afdrif
skipveijanna á Nönnu VE. En
Hannes sagði þá: „Ég hef von, því
hann Siguijón á Þórunni Sveins-
dóttur er í grenndinni. Hann er
happamaður og fiskinn bæði á fisk
og menn.“ Þetta voru orð reyndasta
björgunarmanns okkar íslendinga.
Fleiri orð eru óþörf.
XXX
Blaðið Fréttir, sem gefið er út
í Vestmannaeyjum, gerði fyrir
skömmu að umtalsefni pistil sem
ungur rithöfundur hafði skrifað í
Þjóðviljann. Þar var rithöfundurinn
að agnúast út í veðurfregnir út-
varps og sagði m.a: „Fólkið sem les
þessi ósköp er nær undantekningar-
laust ólæst og það ætlar aldrei að
ljúka sér af, er í rólegheitum að
tína út úr sér þessar einskisverðu
fréttir fram yfir klukkan sjö jafn-
vel.“
„Þetta staðfestir kannski það
sem oft er haldið fram að tvær þjóð-
ir búi orðið í landinu," er haft eftir
Óskari Þórarinssyni, skipstjóra á
Frá VE, í Fréttum vegna pistils
hins unga rithöfundar. Óskar bend-
ir réttilega á að sjómenn eigi af-
komu sína undir veðrinu og verði
að geta treyst á veðurfregnir. Þeg-
ar bátar og skip séu á sjó í slæmum
veðrum fylgist ijölskyldur sjómanna
grannt með veðurfregnum og lýs-
ingu af veðri. „Þetta allt saman
virðist hafa farið fram hjá rithöf-
undinum unga, sem á það vanda-
mál eitt við að stríða að komast í
og úr vinnu á Lödunni sinni gömlu,"
segir blaðið.