Morgunblaðið - 10.03.1989, Page 44
SJOVÁ-ALMENNAR
Nýtt félíifí með sterkar rætur
EINKAREIKNINGUR ÞINN
í IANDSBANKANUM m
___________________I /
FOSTUDAGUR 10. MARZ 1989
VERÐ I LAUSASOLU 80 KR.
Frumvarp um verðbréfasjóði:
Breytíngu neðri
deildar hnekkt
FJÁRHAGS- og viðskiptanefiid efri deildar ákvað á fundi sfnum
í gær að fella út ákvæði, í stjórnarfirumvarpi um verðbréfasjóði
og verðbréfamarkaði, sem neðri deild hafði bætt inn, þess efiiis,
að Seðlabankinn setji hámark á vexti á þessum markaði.
Einnig var í breytingu neðri
deildar á frumvarpinu, sem felld var
út, kveðið á um að sjóðimir skyldu
búa við bindiskyidu líkt og aðrar
innlánsstofnanir.
Eiður Guðnason, formaður
neftidarinnar, segir að við athugun
málsins hafí verið talið að þessi
ákvæði ættu fremur heima í Seðla-
bankalögunum og myndu stjómar-
liðar í nefndinni flytja breytingartil-
lögu við þau þess efnis.
Eyjólfur Konráð Jónsson, sem
sæti á í nefndinni, segist fagna því
að þessu ákvæði hafí verið kippt
út, en það myndi að mati sjálfstæð-
ismanna kollvarpa þeim vísi að
verðbréfamarkaði sem væri að þró-
ast á íslandi.
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja:
V erkfallsboðun
dæmd ólögmæt
Félagið dæmt til greiðslu sektar í Félagsdómi
~ ‘Félagsdómur dæmdi í gær
verkfallsboðun Verkalýðsfélags
Vestmannaeyja á starfsemi ÍSNÓ
í Eyjum ólöglega. Ennfremur var
verkalýðsfélagið dæmt til
greiðslu sektar að upphæð
25.000 krónur og til greiðslu
málskostnaðar að upphæð 30.000
krónur.
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja
boðaði til vinnustöðvunar á starf-
semi ÍSNÓ sfðastliðinn fímmtudag
og skyldi hún koma til framkvæmda
í dag, föstudag. ÍSNO er aðili að
Vinnuveitendafélagi Vestmanna-
eyja, sem er aðili að VSÍ. VSÍ fór
—með málið fyrir félagsdóm síðastlið-
inn mánudag og var það flutt í
gærkvöldi. Krafa VSÍ var sú, að
verkfallið yrði dæmt ólöglegt, þar
sem í gildi væru kjarasamningar
milli verkalýðsfélagsins og vinnu-
veitenda til 10. apríl næstkomandi.
Verkalýðsfélagið taldi hins vegar
að þeir samningar næðu ekki yfír
starfsemi ÍSNÓ.
Lögmaður VSÍ í málinu var Jón
Rúnar Pálsson, en lögmaður Verka-
lýðsfélags Vestmannaeyja Am-
mundur Bachmann.
Heilir úr sjávarháska
Morgunblaðið/Þorkell
Skipveijamir, sem björguðust þegar Sæborg SH 377 sökk á Breiðafirði, sjást hér við gúmbjörgun-
arbátinn, sem þeim var bjargað úr. Þeir heita Sigurður Hafsteinsson, matsveinn, Vagn Ingólfsson,
2. vélstjóri, Eymundur Gunnarsson, stýrimaður, Haukur Barkarson, háseti, Ingvar Hafbergsson,
háseti, Erik Juslin, háseti og Grímur Th. Stefánsson, háseti. Lengst til vinstri á myndinni er Guð-
mundur Þorgrimsson, yfirvélstjóri, en hann fór ekki í síðasta róður Sæborgar vegna meiðsla.
Sjá samtöl við skipbrotsmenn á miðopnu.
*
Agreiningur um húsnæðisbréfakerfíð:
Jóhanna hafnar málamiðl-
un Framsóknarflokksins
ÁGREININGUR Alþýðuflokks og Framsóknarflokks um skipan hús-
næðislánakerfisins kom enn greinilegar upp á yfirborðið í gær eftir
að þingflokkur Framsóknarflokksins samþykkti með semingi mála-
miðlunartiUögu um það, hvernig skipan húsnæðislánakerfísins verði
næstu tvö árin. Þingflokkurinn féllst á að næstu tvö árin yrði gerð
tilraun með húsnæðisbréfakerfíð, sem Jóhanna Sigurðardóttir beitir
sér fyrir að taki við af núgildandi húsnæðislánakerfí, en jafnfiramt
yrði núgildandi húsnæðiskerfí áfram við lýði.
„Nei, ég mun ekki sætta mig við
þessa tillögu Framsóknar," sagði
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmála-
ráðherra. Hún sagði að það kæmi
bráðlega í ljós hvað hún gerði, ef
Framsóknarflokkurinn kæmi ekki
Sjávarútvegsráðherra:
Fríðindi ekki keypt
með veiðiheimildum
— en semja ber um nýtíngu sameiginlegra stofitia
Ekki verður samið við EB um veiðiheimildir hér við land
gegn tollfríðindum fyrir íslenzkar sjávarvörur. Þetta kom firam
f máli sjávarútvegaráðherra á Alþingi í gær. Hann telur hins-
vegar að semja beri um nýtingu sameiginlegra stofiua, loðnu,
karfa, rækju og kolmunna, til að fyrirbyggja rányrkju þeirra.
Ekkert sem felur í sér viiyrðí skrárumræðu á Alþingi í gær.
um afsal fullveldisréttinda verður
að fínna í texta væntanlegrar yfir-
lýsingar forsætisráðherra EFTA-
ríkjanna, sem funda í Osló 13. og
14. marz nk. Og ekkert um „yfir-
þjóðlegar stofnanir". Þetta kom
fram í máli Steingríms Hermanns-
sonar forsætisráðherra í utandag-
Sjávarútvegsráðherra sagði í
sömu umræðu, að ekki stæði til
að kaupa tollfríðindi hjá EB-rfkj-
um með veiðiheimildum. Hinsveg-
ar væri nauðsynlegt að semja um
nýtingu sameiginlegra stofna,
loðnu, karfa, rækju og kolmunna,
til að fyrirbyggja rányrkju þeirra.
Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk)
hóf umræðuna. Hún taldi nauð-
synlegt að þing og þjóð fengju
vitneskju um, hver væri stefna
ríkisstjómarinnar til þeirra mála,
sem ræða ætti á toppfundi EFTA
í Osló, ekki sízt hver væri afstaða
hennar til EB og framvindu mála
í Evrópubandalaginu og sam-
skiptum EFTA-ríkja við það.
Miklar umræður urðu um mál-
ið.
Sjá firásögn á bls. 27 og um-
mæli á miðopnu.
lengra ti! móts við hennar markmið.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra,
kvaðst í samtali við Morgunblaðið
telja, að þetta væri mál sem hlyti
að vera hægt að semja um, en þing-
flokkur Alþýðuflokksins mun fjalla
um þetta mál og tillögu Framsóknar
á þingflokksfundi sínum í dag.
Þingflokkur Framsóknarflokksins
samþykkti þessa tillögu Steingríms
Hermannssonar, forsætisráðherra,
eftir talsverð átök. Níu þingmenn
samþykktu, en flórir sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna, þeirra á meðal
Alexander Stefánsson, fyrrverandi
félagsmálaráðherra. Hann sagði í
samtali við Morgunblaðið að hann
væri andvígur þessu og Framsóknar-
flokkurinn myndi ekki teygja sig eitt
skref í viðbót í átt til samkomulags
við félagsmálaráðherra. „Ráðherrar
okkar hafa ekkert umboð til þess að
ganga lengra í samkomulagsátt, en
þessi samþykkt gengur út á, enda
verður ekki farið lengra," sagði Alex-
ander.
Tillagan gerir ráð fyrir að 500
milljónum verði varið á ári til hús-
næðisbréfanna í tvö ár. Alexander
sagði að samþykktin væri skilyrt,
m.a. þannig að 55% kaupskylda
lífeyrissjóðanna á skuldabréfum
Byggingarsjóðs ríkisins verði áfram
við lýði, og að engin sérstök stofnun
yrði sett á laggimar fyrir bréfakerf-
ið, heldur yrði það bara hluti af
Húsnæðisstoftiun. „Það er náttúr-
lega ekki líðandi að einn ráðherra
skuli ætla sér að stilla öðrum ráð-
herrum upp við vegg og segja, ef
ég fæ ekki þetta, þá er ég hætt,“
sagði Alexander.
Forsætisráðherra sagði: „Einstak-
ir ráðherrar verða auðvitað að sætta
sig við að ná ekki öllum sínum málum
í gegn og það sama á við um Jó-
hönnu Sigurðardóttur. Ég beitti mér
fyrir málamiðlun, sem ég tel að Jó-
hanna megi vel við una."
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir
því að þingflokkur Alþýðubandalags-
ins muni fremur hallast að því að
fara beri rólega í þessu máli og því
séu þeir þingmenn ekki fráhverfir
því að rétt væri að byija með hús-
næðisbréfakerfíð á þann hátt sem
Framsóknarflokkurinn leggur til.
Neita að aka
raeð íslensk-
ar afurðir
ÍSLENDINGAR á sjávarútvegs-
sýningunni i Boston hafa tvívegis
síðustu daga lent í því að leigubfl-
stjórar neituðu að flytja kassa
merkta sem íslenska framleiðslu
og báru við hvalveiðum íslendinga.
Úr þessu rættist þó f bæði skiptin.
„Þegar við mættum á flugvöllinn
í Boston og ætluðum að flytja fiskinn
á hótelið, alls fjóra kassa af laxi og
silungi, neitaði leigubílstjórinn að
flytja þá þegar hann sá að þeir voru
merktir sem íslensk framleiðsla,"
sagði Friðrik Sigurðsson, hjá Lands-
sambandi fiskeldis- og hafbeitar-
stöðva, í samtali við Morgunblaðið.
Hann er nú staddur á sjávarútvegs-
sýningunni í Boston, Boston Seafood
Show, ásamt nokkrum öðrum íslend-
ingum, en það er stærsta sjávarút-
vegssýningin sem haldin er í Banda-
ríkjunum.
Friðrik sagði að bflstjórinn hefði
gefíð eftir að lokum og fallist á flutn-
inginn með semingi.
Sjá frétt um sýninguna í Boston
á bls. 16.